Yfirlit yfir veðrið í Mars 2010.
Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var óvenju hlýr í heild,yfirleitt voru suðlægar vindáttir fram í miðjan mánuð,síðan norðaustan eða austlægar vindáttir yfirleitt með hita yfir frostmarki,en 26 frysti og var nokkurt frost út mánuðinn.
Mánuðurinn var óvenju snjóléttur miðað við marsmánuð,nema fyrstu daga mánaðar,en síðan var jörð lítils háttar flekkótt eða auð.
Úrkoman var í minna lagi þótt fáir dagar væru úrkomulausir.
Meira