Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. mars 2010

Umsóknarfrestur rennur út 28 mars 2010.

Umsóknarfrestur rennur út sunnudagskvöldið 28 mars 2010.
Umsóknarfrestur rennur út sunnudagskvöldið 28 mars 2010.

Menningarráð Vestfjarða minnir á að umsóknarfrestur vegna fyrri úthlutunar ráðsins á árinu 2010 rennur út á miðnætti næstkomandi sunnudagskvöld, þann 28. mars. Hægt er að senda inn umsóknir í gegnum rafrænt form á vefsíðu Menningarráðsins - www.vestfirskmenning.is - eða sem viðhengi í tölvupósti. Einnig má póstsenda umsóknir. Úthlutunarreglur má nálgast á vef ráðsins en að þessu sinni verður sérstaklega litið til verkefna sem lúta að eflingu samstarfs á sviði menningarmála á svæðinu, nýsköpun í verkefnum tengdum menningu, fjölgun atvinnutækifæra í tengslum við menningarstarf og eflingu menningartengdrar ferðaþjónustu og ferðatengdrar menningarstarfsemi. Alls kyns önnur menningarverkefni eiga þó einnig möguleika á styrk.

Á árinu 2009 fengu samtals 85 verkefni styrki frá Menningarráði Vestfjarða við tvær úthlutanir, á bilinu 50 þúsund til 1,4 milljónir hvert verkefni. Það ár bárust Menningarráðinu samtals 178 umsóknir um stuðning við fjölbreytt menningarverkefni um Vestfirði alla. Um er að ræða samkeppnissjóð og eru umsóknir og verkefni borin saman á samkeppnisgrundvelli. Því er mikilvægt að saman fari vel afmörkuð og áhugaverð menningarverkefni og vandaðar og ítarlegar umsóknir til að jákvæð niðurstaða fáist.
Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða, gefur allar nánari upplýsingar í s. 891-7372 eða menning@vestfirdir.is .

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. mars 2010

Loks flogið á Gjögur.

TF-ORF á Gjögurflugvelli.
TF-ORF á Gjögurflugvelli.
Ekki hefur viðrað undanfarna daga til flugs til Gjögurs vegna Norðaustan eða Austan hvassviðra eða storms.

Ekkert hefur verið flogið til Gjögurs síðan á fimmtudaginn 18 mars,næsti áætlunardagur var á mánudaginn 22,enn ekki var hægt að fljúga þá vegna hvassviðris og ekki á þriðjudag og í gær.

Nú í dag var orðin hægari vindur og tókst Flugfélaginu Ernum að fljúga til Gjögurs,enn vika er síðan flogið var síðast.

Viku póstur kom og aðrar vörur og frægt.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. mars 2010

Orkubú Vestfjarða fyrst til að fá viðurkenningu á innra eftirliti með raforkumælum.

Kristján Axelsson forstjóri Neytendastofu og Kristján Haraldsson orkubústjóri.Myndin er af vef ov.is
Kristján Axelsson forstjóri Neytendastofu og Kristján Haraldsson orkubústjóri.Myndin er af vef ov.is
Raforkumælar eru samkvæmt lögum undir opinberu eftirliti Neytendastofu. Reikningar fyrir rafmagnsnotkun verða að vera réttir og mælarnir í lagi. Löggilding mælitækis felur í sér staðfestingu Neytendastofu að mælirinn mæli rétt. Almenna reglan er að mælitæki, sem notuð eru í viðskiptum, ber að löggilda og eru þau þá undir eftirliti Neytendastofu. Í lögum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2006 var í fyrsta sinn veitt heimild fyrir því að fyrirtæki sem selja vöru eða þjónustu geti sett upp eigið innra eftirlitskerfi vegna mælinga sem sé jafngildi löggildingu frá Neytendastofu.
Neytendastofa og Orkubú Vestfjarða eru sammála um að innra eftirlit sé hagkvæm leið fyrir umsýslu mæla og eftirlit með mælingum, sem neytendur geta treyst. Orkubú Vestfjarða hefur nú fyrst allra dreifiveitna sett upp innra gæðakerfi á grundvelli reglna frá Neytendastofu og mun framvegis taka ríkari ábyrgð á framkvæmd mælinga Orkubúsins.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. mars 2010

Sauðburður í Bæ Trékyllisvík.

Systurnar Aníta og Magnea ásamt ánni Vöndu og nýfædda lambhrútnum.
Systurnar Aníta og Magnea ásamt ánni Vöndu og nýfædda lambhrútnum.
1 af 3
Þegar Gunnar  Dalkvist Guðjónsson bóndi í Bæ kom í fjárhúsin í morgun til gjafa var borin ein á.

Ærin sem er fimm vetra og heitir Vanda var borin stóru hvítu hrútlambi.

Ærin virðist hafa komist í hrút rétt áður enn þeir voru teknir inn í haust.

Ekki er annað vitað enn þetta sé fyrsta lambið sem fæðst hefur í Árneshreppi áður enn hefðbundinn sauðburður hefst í maí í vor.

Á meðfylgjandi myndum eru heimasæturnar í Bæ þær Aníta Mjöll og Magnea Fönn Gunnarsdætur með ánni Vöndu og nýfædda lambhrútnum.Og á einni myndinni eru þær ásamt móður sinni Pálínu Hjaltadóttur.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. mars 2010

Einmánuður byrjaði í dag.

Litla og Stóra-Ávík.Mynd Jóhannes Kristjánsson.
Litla og Stóra-Ávík.Mynd Jóhannes Kristjánsson.
Þetta er síðasti mánuður vetrar að forníslensku tímatali og hefst á þriðjudegi í 22. viku vetrar 20. - 26. mars. Um fyrsta dag hans er svipað að segja og fyrsta dag þorra og góu, að hann er helgaður annað tveggja ungum piltum eða stúlkum. Eiga viðeigandi persónur þá að vera fyrst á fætur, taka á móti einmánuði og veita öðru heimilisfólki glaðning. Hefur hann verið nefndur yngismannadagur, þar sem það á við. Hann er nefndur í Snorra Eddu og lögbókunum, en ekki í fornkonungasögunni í Flateyjarbók.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. mars 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 15 mars til 22 mars 2010.

Sex voru teknir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.
Sex voru teknir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.
Frekar tíðinda lítið hefur verið hjá lögreglunni á Vestfjörðum í vikunni sem var að líða.Engin umferðar óhöpp voru tilkynnt til lögreglu,en 6 voru teknir fyrir of hraðan akstur.

Þrír  voru stöðvaðir í nágrenni við Ísafjörð og þrír stöðvaðir við Hólmavík og sá sem hraðast ók,var mældur á 135 km/klst.,þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.

Þá voru nokkrir ökumenn sektaðir fyrir að vera ekki með öryggisbelti  og hefur lögregla fylgst með umferð  við grunn og leikskóla í umdæminu og bæði áminnt og sektað ökumenn vegna öryggisbúnaðar og notkunarleysis  á þeim búnaði.

Lögregla vill brýna fyrir foreldrum og forráðamönnum barna að nota þann öryggisbúnað sem í bifreiðum þeirra er fyrir yngstu farþegana. Á eftirlitsferðum sínum hefur lögregla orðið vör við að einhver brögð eru á að því að ekki er farið  að lögum þar um og vil benda á, að það sem ungur nemur, gamall temur.Það á  vel  við í  þessum tilfellum.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. mars 2010

Flugi aflýst á Gjögur.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.

Flugi hefur nú verið aflýst á Gjögur vegna hvassviðris,vindur er af NA eða ANA 18 til 25 m/s.
Ekki lítur út með neitt flug á morgun eftir veðurspá,enda ekkert hægari vindur í framtíðarspá fyrr enn á fimmtudag.
Veðurspá fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun::
Austan og norðaustan 13-20 m/s og él, en 15-23 með kvöldinu. Hvassast á annesjum. Hiti 0 til 3 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Norðaustan 13-18 m/s yfir Vestfjörðum og rigning eða slydda, annars mun hægari suðaustlæg átt og skúrir, en úrkomulítið norðaustan til. Hiti 2 til 7 stig, en 0 til 5 norðanlands.
Á fimmtudag:
Hæg norðaustlæg eða breytileg átt og él norðaustanlands, en dálitlar skúrir með suðurströndinni. Norðaustan 5-13 yfir Vestfjörðum og slydda eða rigning með köflum. Hiti breytist lítið.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. mars 2010

Dagur vatnsins er í dag.

Dynjandi.Mynd Ágúst G Atlason.
Dynjandi.Mynd Ágúst G Atlason.

Hinn árlegi dagur vatnsins, 22. mars, er að þessu sinni helgaður umræðu um sértæk viðfangsefni sem varða vatn og verndun vatnsauðlindarinnar. Viðfangsefnið í ár er að miðla upplýsingum um tækifæri og hættur sem varða vatnsgæði og stuðla að því að vatnsgæði skipi þýðingarmikinn sess í vatnsstjórnun. Af þessu tilefni efnir Veðurstofa Íslands til ráðstefnu sem ber yfirskriftina Betra vatn til framtíðar. Markmið ráðstefnunnar er að vekja umræðu hérlendis meðal hagsmuna- og eftirlitsaðila um vatnsgæði og stjórnun vatnsauðlindarinnar.

Ráðstefna kl. 13-16 í Víðgelmi, Orkugarði, Grensásvegi 9.
Nánar um ráðstefnuna hér.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 20. mars 2010

Afmælishátíð á Hótel Sögu.

Miðar eftir á dansleikinn í kvöld.
Miðar eftir á dansleikinn í kvöld.
Uppselt er í matinn eða um 400 manns á afmælishátíð Félags Árneshreppsbúa í kvöld.
Enn eru til miðar á dansleikinn.
Þrumustuð með hljómsveitinni Sixtís og skemmtilegu fólki.
Húsið opnar fyrir ballgesti kl. 23:00 og er opið til 03:00.
Verðið er 2.500-greitt við innganginn.

Allir hvattir til að mæta.
Staður: Súlnasalur Hótel Sögu

Tímasetning: 20. mars 2010 23:00
Á Facebook hér:
http://www.facebook.com/profile.php?id=1324833866#!/event.php?eid=335874376215&ref=mf

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. mars 2010

Skilafrestur er fyrir lok mars fyrir umfjöllun í Vestfirðir 2010.

Forsíða Ferðablaðsins Vestfirðir-2009.
Forsíða Ferðablaðsins Vestfirðir-2009.
Vinnsla á ferðablaðinu Vestfirðir 2010 er komin á fullan skrið. Blaðið, sem nú kemur út 16. sumarið í röð, mun áfram birta góðar upplýsingar og staðarlýsingar fyrir ferðafólk á leið um Vestfirði, frásagnir fólks sem hefur ferðast um Vestfjarðakjálkann og hrifist af svæðinu ásamt fjölda fallegra mynda. Í blaðinu verður einnig að finna ábendingar um áhugaverða viðkomustaði í fjórðungnum og viðburði sem vert er að sækja. Líkt og fyrr mun blaðið liggja frammi á yfir 200 stöðum á landinu, þ.e. upplýsingamiðstöðvum og áningarstöðum ferðafólks. Þeim sem vilja koma á framfæri upplýsingum í blaðið um starfið í sumar er vinsamlegast bent á að hafa samband við Hlyn Þór Magnússon í síma 892 2240 eða 434 7735 eða í netfanginu hlynur@bb.is
Skilafrestur efnis er fyrir lok mars. Þá þarf að panta auglýsingapláss tímanlega eða í síðasta lagi 31. mars (miðvikudag fyrir páska) hjá Halldóri Sveinbjörnssyni í síma 894 6125 eða 456 4560 eða í netfanginu halldor@bb.is
Stefnt er að útgáfu í byrjun maí.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Jóhanna Þ Þorsteinsdóttir.Skólastjóri frá 2004 til 2007.
  • Skip á Norðurfirði.
  • Báturinn Agnes fer ekki lengra inn og sleppir flotanum.
  • Borgarísjaki 15 til 18 km NNA af Liltu-Ávík 29-09-2002.
  • Seljanes og Ófeigsfjörður 15-03-2005.
Vefumsjón