Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 20. mars 2010

Afmælishátíð á Hótel Sögu.

Miðar eftir á dansleikinn í kvöld.
Miðar eftir á dansleikinn í kvöld.
Uppselt er í matinn eða um 400 manns á afmælishátíð Félags Árneshreppsbúa í kvöld.
Enn eru til miðar á dansleikinn.
Þrumustuð með hljómsveitinni Sixtís og skemmtilegu fólki.
Húsið opnar fyrir ballgesti kl. 23:00 og er opið til 03:00.
Verðið er 2.500-greitt við innganginn.

Allir hvattir til að mæta.
Staður: Súlnasalur Hótel Sögu

Tímasetning: 20. mars 2010 23:00
Á Facebook hér:
http://www.facebook.com/profile.php?id=1324833866#!/event.php?eid=335874376215&ref=mf

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. mars 2010

Skilafrestur er fyrir lok mars fyrir umfjöllun í Vestfirðir 2010.

Forsíða Ferðablaðsins Vestfirðir-2009.
Forsíða Ferðablaðsins Vestfirðir-2009.
Vinnsla á ferðablaðinu Vestfirðir 2010 er komin á fullan skrið. Blaðið, sem nú kemur út 16. sumarið í röð, mun áfram birta góðar upplýsingar og staðarlýsingar fyrir ferðafólk á leið um Vestfirði, frásagnir fólks sem hefur ferðast um Vestfjarðakjálkann og hrifist af svæðinu ásamt fjölda fallegra mynda. Í blaðinu verður einnig að finna ábendingar um áhugaverða viðkomustaði í fjórðungnum og viðburði sem vert er að sækja. Líkt og fyrr mun blaðið liggja frammi á yfir 200 stöðum á landinu, þ.e. upplýsingamiðstöðvum og áningarstöðum ferðafólks. Þeim sem vilja koma á framfæri upplýsingum í blaðið um starfið í sumar er vinsamlegast bent á að hafa samband við Hlyn Þór Magnússon í síma 892 2240 eða 434 7735 eða í netfanginu hlynur@bb.is
Skilafrestur efnis er fyrir lok mars. Þá þarf að panta auglýsingapláss tímanlega eða í síðasta lagi 31. mars (miðvikudag fyrir páska) hjá Halldóri Sveinbjörnssyni í síma 894 6125 eða 456 4560 eða í netfanginu halldor@bb.is
Stefnt er að útgáfu í byrjun maí.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. mars 2010

Raunhæfast að virkja Hvalá segir Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðar.

Halldór Halldórsson,bæjarstjóri Ísafjarðar.Mynd bb.is.
Halldór Halldórsson,bæjarstjóri Ísafjarðar.Mynd bb.is.
Bæjarins besta.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að ekki verði lengur unað við núverandi raforkukerfi á Vestfjörðum. Hefur hann sent sérfræðingi í iðnaðarráðuneytinu fyrirspurn um það hvort 61. grein EES samningsins gæti nýst til að þoka áfram málefnum Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði á Ströndum. Greinin varðar aðstoð til að greiða fyrir þróun ákveðinna greina efnahagslífsins eða ákveðinna efnahagsvæða enda hafi hún ekki svo óhagstæð áhrif á viðskiptaskilyrði að stríði gegn sameiginlegum hagsmunum.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. mars 2010

Bændur í snoðklippingu.

Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík.við snoðklippingu.
Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík.við snoðklippingu.
Nú eru bændur hér í Árneshreppi að rýja (klippa) féð seinni klippingu eða vetrarrúning,þar sem snoðið er klippt.

Lítil ull kemur af hverri kind.Aðalklipping á fénu var í haust um leið og fé var tekið inn á gjöf.

Bændur hafa rúið sitt fé sjálfir hér í Árneshreppi,heldur enn að kaupa vinnu við það.

Elsti bóndinn hér í sveit sem rýir fé sitt sjálfur og hjálpar jafnvel öðrum við rúning er Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík sem er tæplega sjötugu og tveggja ára.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. mars 2010

Dagskrá ráðstefnunnar Umhverfisvottaðir Vestfirðir.

Ráðstefnan verður á Hótel Núpi 17.apríl.
Ráðstefnan verður á Hótel Núpi 17.apríl.
Dagskráin vegna ráðstefnunnar Umhverfisvottaðir Vestfirðir sem Ferðamálasamtök Vestfjarða standa fyrir í tengslum við aðalfund sinn þann 17. apríl á Hótel Núpi  er tilbúin.Eins og sjá má þá er þetta glæsileg dagskrá og mun gefa góða hugmynd að því hvað felst í hugtakinu.Heiti einstakra erinda geta ennþá breyst.Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að nálgast pdf skjal með dagskránni.Áhugasömum er bent á að hafa samband við Hótel Núp og panta gistingu.Glæsilegt tilboð á mat og gistingu er í boði í tengslum við dagskrá FMSV á Núpi þessa helgi. Sjá tengil inn á tilboðið hér.
Hér er dagskrá ráðstefnunnar.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. mars 2010

Breyttur fundartími þeirra sem vilja efla byggð í Árneshreppi.

ATH-breyttur fundartími verður fimmtudaginn 18 mars.
ATH-breyttur fundartími verður fimmtudaginn 18 mars.

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður að færa opna hugmyndafundinn um hvernig styrkja má byggð í Árneshreppi til fimmtudagsins 18. mars kl. 20:00.  Hann verður því ekki miðvikudaginn 17. mars eins og áður var auglýst. Eru fundargestir beðnir velvirðingar á þessum breytingum.

Fundurinn er framhald af fundi sem skólastjórarnir Elísa Ösp Valgeirsdóttir og Elín Agla Briem héldu fyrir unga Árneshreppsbúa í félagsheimilinu í Trékyllisvík þann 27. desember sl. Að þessu sinni gefst öllum brottsfluttum og öðrum áhugasömum um eflingu byggðar í hreppnum tækifæri til að koma saman og viðra hugmyndir sínar. Til dæmis verður skoðað hvernig þeir sem búa utan hreppsins geta lagt sitt af mörkum til að hlúa að byggðinni. Eru allir velunnarar Árneshrepps hvattir til að mæta en fundurinn verður haldinn sem fyrr segir á Hilton hótelinu, Suðurlandsbraut 2, 2 hæð, salur D. 
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. mars 2010

Fékk stóran hákarl.

Hákarlinn stóri á Gjögurbryggju.
Hákarlinn stóri á Gjögurbryggju.
Jón Eiríksson á bátnum Snorra ST 24 fékk stóran hákarl á hákarlalóðir í morgun.
Jón lagði hákarlalóðir fyrir nokkru og er þetta fyrsti hákarlinn sem hann hefur fengið.Hákarlinn er um 5 metrar að lengd og ca 900 kg að þyngd.
Jón hefur verið með nokkur rauðmaganet í sjó,enn fer að byrja á grásleppu og mun leggja upp á Norðurfirði og verða hrognin verkuð þar.
Þetta verður þriðja árið sem hann ætlar að stunda grásleppuveiðar.
Jón sem er frá Víganesi hér í sveit og á hús sem hann byggði fyrir allnokkrum árum í landi Víganes sem heitir Nátthagi.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. mars 2010

Húmorsþing 2010.

Hrafn Jökulsson rithöfundur mun fjalla um doktorsritgerð afa síns.
Hrafn Jökulsson rithöfundur mun fjalla um doktorsritgerð afa síns.
Annað Húmorsþing Þjóðfræðistofu verður haldið laugardaginn 20. mars næstkomandi.Húmorsþingið er bæði vetrarhátíð og málþing um húmor sem fræðilegt viðfangsefni.Það er nú haldið í annað sinn á Ströndum.

Á málþinginu munu fræðimenn stíga á stokk og varpa ljósi á nýjustu rannsóknir og miðlun á húmor.Rætt verður um hin ýmsu form húmors, svo sem brandara,uppistand,satíru og íróníu ásamt margvíslegri iðkun þeirra í daglegu lífi.Fjallað verður um húmor sem valdatæki í baráttu þjóðfræðihópa og ýmsar birtingarmyndir húmors í fjölmiðlum.Nemendur í þjóðfræði eru sérstaklega velkomnir og stendur til boða að sitja málþingið og skrifa um það námsritgerð í þjóðfræði við Háskóla Íslands.

Um kvöldið verður boðið til skemmtunar en á boðstólnum verður meðal annars barþraut um íslenska kímni,uppistand Uppistöðufélagins, Þorsteins Guðmundssonar og Helga Svavars Helgasonar.Auk þess verður í annað sinn efnt til brandarakeppninnar sívinsælu "Orðið er laust".
Dagskrá Húmorsþing má sjá nánar á vef Þjóðfræðistofu.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. mars 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 8 mars til 15 mars 2010.

Fjögur umferðaróhöpp urðu í síðustu viku.
Fjögur umferðaróhöpp urðu í síðustu viku.

Í vikunni sem var að líða urðu fjögur umferðar óhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.

Mánudaginn 8 mars varð minniháttar óhapp á Ísafirði,minni háttar tjón á ökutæki.Fimmtudaginn 11 mars varð bílvelta við bæinn Bæ,í Hrútafirði,ekki slys á fólki,en tjón á ökutæki.12 mars var útafakstur á  Holtavörðuheiði,þar hafnaði bifreið út fyrir veg,ökumann og farþega sakaði ekki, en tjón á ökutæki.14 mars varð bílvelta á veginum um Þröskulda,þar hafnaði bíll útaf og valt eina veltu,ökumann sakaði ekki. Við þessar bílveltur voru akstursskilyrði ekki góð,hálka á vegi.

Fimm voru teknir fyrir of harðan akstur í umdæminu,tveir á Ísafirði og  þrír í nágreni við Hólmavík.Sá sem hraðast ók, var mældur á 111 km/klst.,þar sem leyfilegur hámarshraði er 90 km

Tveir voru teknir fyrir grun um akstur undir áhrifum fíkniefna í Ísafjarðardjúpi,í öðru tilvikinu var lagt hald á ætluð  fíkniefni.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. mars 2010

Áhugasamir um áframhaldandi byggð í Árneshreppi.

Frá fundinum í Trékyllisvík 27.desember.
Frá fundinum í Trékyllisvík 27.desember.
Miðvikudaginn 17. mars n.k. verður haldinn opinn hugmyndafundur á Hilton hótelinu við Suðurlandsbraut um hvernig styrkja má byggð í Árneshreppi.Fundurinn er framhald af fundi sem skólastjórarnir Elísa Ösp Valgeirsdóttir og Elín Agla Briem héldu fyrir unga Árneshreppsbúa í félagsheimilinu í Trékyllisvík þann 27. desember s.l.  Að þessu sinni gefst öllum brottfluttum og öðrum áhugasömum um áframhaldandi byggð í hreppnum tækifæri til að koma saman og viðra hugmyndir sínar. T.d. verður skoðað hvernig þeir sem búa utan hreppsins geta lagt sitt af mörkum til að hlúa að byggðinni.Eru allir velunnarar Árneshrepps hvattir til að mæta en fundurinn hefst kl. 20:00. 

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Börn Maddýar með skemtiatriði.
  • Húsið fellt.
  • Hafísfrétt frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Lítill borgarísjaki er um 10 KM NNA af stöðinni, eða 6 KM austur af Sæluskeri.
  • Íshrafl í Hvalvík 13-03-2005.
Vefumsjón