Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. mars 2010

Skipulagsvefsjá.

Aðalkort Skipulagsvefsjá.
Aðalkort Skipulagsvefsjá.
Skipulagsstofnun hefur opnað svokallaða Skipulagsvefsjá sem er rafrænt gagnasafn skipulagsáætlana sem varðveittar eru hjá stofnuninni. Með tímanum verður hægt að nálgast þar allt deili- og aðalskipulag sem samþykkt og staðfest hefur verið samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 og stofnunin hefur fengið til varðveislu. Í nokkrum tilfellum er einnig hægt að nálgast skipulagsáætlanir samkvæmt eldri lögum. Nánari leiðbeiningar eru að finna í Skipulagsvefsjánni.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. mars 2010

Strandagangan 2010.

Frá skíðagöngu.Mynd Ingimundur Pálsson.
Frá skíðagöngu.Mynd Ingimundur Pálsson.
Strandagangan verður haldin á Hólmavík á morgun laugardaginn 13 mars 2010.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum: 
Stelpur 1 km                             Strákar 1 km
Konur 5 km                              Karlar 5 km
Konur 10 km                            Karlar 10 km
Konur 16-34 ára 20 km              Karlar 16-34 ára 20 km
Konur 35-49 ára 20 km              Karlar 35-49 ára 20 km
Konur 50 ára og e. 20 km          Karlar 50 ára og e. 20 km 
Ræst verður í 1 km gönguna kl. 12.20 og í aðrar vegalengdir kl. 13.00.    1 km gangan er eingöngu ætluð keppendum 10 ára og yngri.   Þrír fyrstu keppendur í hverjum flokki fá glæsilega bikara og aðrir fá viðurkenningarpening fyrir þátttökuna.  Sá sem er fyrstur í mark í 20 km. göngunni hlýtur til varðveislu næsta árið veglegan farandbikar sem gefinn var af Heilbrigðisstofnun Hólmvíkur til minningar um Sigfús Ólafsson heimilislækni.  Í göngunni er einnig keppt í Sveitakeppni sem fer þannig fram að 3 einstaklingar í sömu vegalengd mynda lið og gildir samanlagður tími þeirra í sveitakeppninni.  Þrjár efstu sveitirnar í hverri vegalengd fá verðlaunapeninga fyrir sæti.   Skráning fer fram á staðnum milli kl. 11.30-12.20, en til að auðvelda vinnu við skráningu geta menn sent skráningar og fyrirspurnir á netfangið sigrak@simnet.is, eða í símum: 8921048(Rósmundur) eða 8933592(Ragnar).  Þátttökugjald er kr. 2.000 fyrir 16 ára og eldri og kr. 500 fyrir 15 ára og yngri.   Eftir göngu er öllum keppendum og starfsfólki boðið í veglegt kaffihlaðborð og verðlaunaafhendingu í Félagsheimilinu á Hólmavík.
Nánar hér
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. mars 2010

Varakerfið lagað í Símstöðinni í Litlu-Ávík.

Gunnlaugur Helgason og Sveinbjörn Egilsson komu frá Símanum.
Gunnlaugur Helgason og Sveinbjörn Egilsson komu frá Símanum.
1 af 4
Í gær komu menn frá Símanum og skiptu um rafgeyma og afriðla í símstöðinni í Litlu-Ávík.(Trékyllisvík) og luku því í dag.

Þegar rafmagn fór af Árneshreppi hefur allt símakerfi og 3 G kerfið dottið út sem á ekki að gerast,því varakerfi á að taka við,það er byggt upp á rafgeymum sem eiga að duga í alllangan tíma,og einnig er keyrt inná þá frá Litlu-Ávík með dísil rafstöð þegar rafmagn fer af,enn það var í lagi með það kerfi.

Nú kom í ljós að rafgeymar voru ónýtir af því komu símar ekki inn sjálfkrafa eftir að rafmagn kom á aftur,heldur varð að handsetja það inn.

Síðar verður bætt við fleiri rafgeymum og sett annað sett,því álag hefur þrefaldast með tilkomu 3G kerfisins.

Símstöðin er keyrð á 48 voltum D.C (jafnstraum).

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. mars 2010

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða.

Hótel Núpur.Mynd Hótel Núpur.is
Hótel Núpur.Mynd Hótel Núpur.is
Aðalfundur Ferðamálasamtka Vestfjarða verður haldinn á Hótel Núpi í Dýrafirði laugardaginn 17. apríl n.k. kl. 9:00. Það stefnir í mikla dagskrá í tengslum við aðalfundinn. Á föstudagskvöldinu verður stefnumótunarskýrslan kynnt en verið er að leggja lokahönd á hana um þessar mundir. Vel yfir 100 manns komu að vinnu við hana á fundum víðsvegar um Vestfirði.
Eftir aðalfundinn á laugardagsmorgni hefst síðan heilmikil ráðstefna undir yfirskriftinni Umhverfisvottaðir Vestfirðir. Þar halda erindi helstu sérfræðingar landsins um þennan málaflokk og ræða hann út frá öllum sviðum. Umhverfisráðherra hefur boðað komu sína á fundinn. Vonast er til þess að þessi ráðstefna verði til þess að í framhaldinu muni Vestfirðingar ræða í fullri alvöru kosti þess að taka upp umhverfisvottun fyrir svæðið. Bundnar eru vonir til þess að Fjórðungssamband Vestfjarða taki við boltanum og stýri framhaldsvinnunni í góðri samvinnu við önnur sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og íbúa í fjórðungnum.   Dagskrá aðalfundarins og ráðstefnunnar verður kynnt ítarlega innan tíðar.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. mars 2010

Ágúst G Atlason með myndir á Litlahjalla.

Sædís ÍS-67 fer í bað.Mynd Ágúst G Atlason.
Sædís ÍS-67 fer í bað.Mynd Ágúst G Atlason.
1 af 2
Áhugaljósmyndarinn Ágúst G Atlason hefur sent vefnum mikið af ljósmyndum og hafa þær verið settar inn undir Myndir hér á vefnum,undir heitunum: Ferð með Reimari á Hornstrandir 2008. Og Árneshreppur 2008.
Myndirnar hefur Ágúst tekið í ferð á Hornstrandir með Reimari Vilmundarsyni, en hann er með áætlunarsiglingar á Hornstrandir á sumrin á Sædísi ÍS-67. Og hinar myndirnar eru allar teknar í Árneshreppi. 

Tengill á ljósmyndavef Ágústs er á vefnum undir tenglar. Ljósmyndavefur Ágústs er http://gusti.is/

Þetta eru allt frábærar myndir hjá Ágústi og er virkilega gaman að skoða og fletta myndaalbúmunum hans.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. mars 2010

Farþegar og flutningur á Gjögur 2009.

Flugfélagið Ernir fluttu 439 farþega til og frá Gjögri árið 2009.
Flugfélagið Ernir fluttu 439 farþega til og frá Gjögri árið 2009.
1 af 2
Vefnum hefur nú borist yfirlit yfir farþegafjölda,frægt og póstflutninga,og lendingar á Gjögurflugvelli vegna ársins 2009.

Innan sviga eru tölur frá því 2008.

Flugfélagið Ernir hafa verið með áætlunarflugið til Gjögurs frá ársbyrjun 2007.

Farþegafjöldi var árið 2009:439.(2008:405).

Vöru-og Póstflutningur var árið 2009:28.621 kg:(2008:28.381 kg).

Lendingar í áætlunarflugi voru 212.Skráð einkaflug voru 8.Lendingar véla Flugstoða eða Flugmálastjórnar.FMS voru 6.

Sjúkraflug voru 2 á árinu 2009.Einnig voru þau tvö árið 2008.

Eins og sjá má hefur farþegafjöldi aukist á milli ára um 34 farþega,flutningur er nánast eins.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. mars 2010

Húsafriðunarnefnd hefur úthlutað styrkjum.

Frá Djúpavík.
Frá Djúpavík.
1 af 4
Húsafriðunarnefnd hefur birt yfirlit yfir styrki árið 2010.Af einstökum landshlutum kemur mest í hlut Vestfjarða til endurbyggingar gamalla húsa, 18,1 milljón auk styrkja til friðaðra húsa og friðaðra kirkna.Til endurbygginga gamalla húsa þarf að sækja um árlega og er umsóknarfrestur til 1. desember ár hvert.
Til endurbygginga gamalla húsa í Árneshreppi var úthlutað vegna eftirfarandi húsa:
Síldarverksmiðjan Djúpavík,byggingarár 1935,fær 2.4 milljónir.
Síldarverksmiðja Eyri Ingólfsfirði,byggingarár 1942 fær 400 þúsund.
Gamla kjötfrystihúsið Norðurfirði byggingarár 1960 fær 400 þúsund.
Vegna friðaðra kirkna:
Ein friðuð kirkja er í Árneshreppi,en það er Árneskirkja eldri í Trékyllisvík byggingarár hennar var 1850 styrkur vegna hennar nemur 300 þúsundum.
Lista yfir úthlutanir má sjá hér.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. mars 2010

Opnað norður í Árneshrepp.

Frá snjómokstri í fyrravor.
Frá snjómokstri í fyrravor.
Nú er Vegagerðin á Hólmavík að opna norður í Árneshrepp.

Mokað er sunnan frá Bjarnarfirði til Djúpavíkur,en þangað var búið að opna norðanmegin í síðustu viku.

;Að sögn Sigurðar Mar Óskarssonar verkefnisstjóra hjá Vegagerðinni var þessi ákvörðun tekin vegna hversu góð veðurspá er framundan og snjó leysti mikið í síðustu viku og lítill snjór á veginum norður,annars gildir svonefnd G regla áfram;.

Hreppsbúar ættu því að komast í vegasamband seint í dag eftir talsverðan tíma eða síðan í janúar.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. mars 2010

Björg sótti kjörgögn í Árneshrepp.

Björgunarsveitarmenn komust á móti öðrum jeppa sem kom úr Árneshreppi.Mynd Óskar Torfason.
Björgunarsveitarmenn komust á móti öðrum jeppa sem kom úr Árneshreppi.Mynd Óskar Torfason.
Vegurinn norður í Árneshrepp á Ströndum var ekki opnaður í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslunu á laugardaginn. Björgunarsveitin Björg á Drangsnesi var í staðinn beðin að sækja kjörgögn norður í Árneshrepp og koma þeim í hendurnar á lögreglunni á Hólmavík að loknum kjörfundi í Árnesi. Ekki var talið fært í Árneshrepp, en búið var að moka frá Árnesi til Djúpavíkur þannig að íbúar hreppsins komust á kjörstað. Fimm björgunarsveitarmenn á tveimum jeppum og með tvo vélsleða fóru frá Drangsnesi kl 16.00 og gekk ferðin sæmilega greiðlega.
Þetta kemur fram á www.strandir.is
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. mars 2010

Aðalskipulag Árneshrepps 2005-2025.

Gervitunglamynd frá Landmælingum Íslands þar sem sett hafa verið inn bæjarnöfn.
Gervitunglamynd frá Landmælingum Íslands þar sem sett hafa verið inn bæjarnöfn.
Auglýsing um Aðalskipulag Árneshrepps 2005-2025

Samkvæmt  18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að Aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025.

 

Skipulagsuppdrættir, greinargerð,umhverfisskýrsla og skýrslur vegna fornleifaskráningar liggja frammi á skrifstofu Árneshrepps á Norðurfirði frá 9. mars 2010 til  6. apríl 2010.  Ennfremur verða gögnin aðgengileg  á heimasíðunni  www.litlihjalli.it.is og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík.

 

Athugasemdum skal skila skriflega til skrifstofu Árneshrepps á Norðurfirði,  merkt aðalskipulag,  fyrir 27. apríl 2010. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests,  teljast samþykkir tillögunni. 
 9. mars 2010

 Oddviti Árneshrepps

 Oddný S. Þórðardóttir.
Hægt er að skoða skrárnar um Aðalskipulag Árneshrepps hér vinstra megin á vefnum hér undir Aðalskipulag 2005-2025.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti Árneshrepps frá 2014 til?
  • Húsið fellt.
  • Árnesstapar-Reykjaneshyrna í baksýn og Mýrahnjúkur frá Hvalvík séð.10-03-2008.
  • Lítill ísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu.17-01-2010.
  • Þegar snjór og sjór koma saman.08-01-2001.
Vefumsjón