Skipulagsvefsjá.
Meira
Þegar rafmagn fór af Árneshreppi hefur allt símakerfi og 3 G kerfið dottið út sem á ekki að gerast,því varakerfi á að taka við,það er byggt upp á rafgeymum sem eiga að duga í alllangan tíma,og einnig er keyrt inná þá frá Litlu-Ávík með dísil rafstöð þegar rafmagn fer af,enn það var í lagi með það kerfi.
Nú kom í ljós að rafgeymar voru ónýtir af því komu símar ekki inn sjálfkrafa eftir að rafmagn kom á aftur,heldur varð að handsetja það inn.
Síðar verður bætt við fleiri rafgeymum og sett annað sett,því álag hefur þrefaldast með tilkomu 3G kerfisins.
Símstöðin er keyrð á 48 voltum D.C (jafnstraum).
Tengill á ljósmyndavef Ágústs er á vefnum undir tenglar. Ljósmyndavefur Ágústs er http://gusti.is/
Þetta eru allt frábærar myndir hjá Ágústi og er virkilega gaman að skoða og fletta myndaalbúmunum hans.
Innan sviga eru tölur frá því 2008.
Flugfélagið Ernir hafa verið með áætlunarflugið til Gjögurs frá ársbyrjun 2007.
Farþegafjöldi var árið 2009:439.(2008:405).
Vöru-og Póstflutningur var árið 2009:28.621 kg:(2008:28.381 kg).
Lendingar í áætlunarflugi voru 212.Skráð einkaflug voru 8.Lendingar véla Flugstoða eða Flugmálastjórnar.FMS voru 6.
Sjúkraflug voru 2 á árinu 2009.Einnig voru þau tvö árið 2008.
Eins og sjá má hefur farþegafjöldi aukist á milli ára um 34 farþega,flutningur er nánast eins.
Mokað er sunnan frá Bjarnarfirði til Djúpavíkur,en þangað var búið að opna norðanmegin í síðustu viku.
;Að sögn Sigurðar Mar Óskarssonar verkefnisstjóra hjá Vegagerðinni var þessi ákvörðun tekin vegna hversu góð veðurspá er framundan og snjó leysti mikið í síðustu viku og lítill snjór á veginum norður,annars gildir svonefnd G regla áfram;.
Hreppsbúar ættu því að komast í vegasamband seint í dag eftir talsverðan tíma eða síðan í janúar.
Samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að Aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025.
Skipulagsuppdrættir, greinargerð,umhverfisskýrsla og skýrslur vegna fornleifaskráningar liggja frammi á skrifstofu Árneshrepps á Norðurfirði frá 9. mars 2010 til 6. apríl 2010. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðunni www.litlihjalli.it.is og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík.
Athugasemdum skal skila skriflega til skrifstofu Árneshrepps á Norðurfirði, merkt aðalskipulag, fyrir 27. apríl 2010. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
9. mars 2010
Oddviti Árneshrepps
Oddný S. Þórðardóttir.
Hægt er að skoða skrárnar um Aðalskipulag Árneshrepps hér vinstra megin á vefnum hér undir Aðalskipulag 2005-2025.