Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. mars 2010 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 15 mars til 22 mars 2010.

Sex voru teknir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.
Sex voru teknir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.
Frekar tíðinda lítið hefur verið hjá lögreglunni á Vestfjörðum í vikunni sem var að líða.Engin umferðar óhöpp voru tilkynnt til lögreglu,en 6 voru teknir fyrir of hraðan akstur.

Þrír  voru stöðvaðir í nágrenni við Ísafjörð og þrír stöðvaðir við Hólmavík og sá sem hraðast ók,var mældur á 135 km/klst.,þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.

Þá voru nokkrir ökumenn sektaðir fyrir að vera ekki með öryggisbelti  og hefur lögregla fylgst með umferð  við grunn og leikskóla í umdæminu og bæði áminnt og sektað ökumenn vegna öryggisbúnaðar og notkunarleysis  á þeim búnaði.

Lögregla vill brýna fyrir foreldrum og forráðamönnum barna að nota þann öryggisbúnað sem í bifreiðum þeirra er fyrir yngstu farþegana. Á eftirlitsferðum sínum hefur lögregla orðið vör við að einhver brögð eru á að því að ekki er farið  að lögum þar um og vil benda á, að það sem ungur nemur, gamall temur.Það á  vel  við í  þessum tilfellum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur 22-01-2005.
  • Bátar í Litlu-Ávík.
  • Enn rauk úr rústunum 17-06-2008.
  • Unnið í minni sperrum og rétt af.06-11-08.
Vefumsjón