Úrslit 16.Strandagöngunnar.
Keppnin í 20 km göngunni var gríðarlega spennandi bæði í karla- og kvennaflokkum.Í karlaflokki sigraði Andri Steinþórsson eftir harða keppni við Birki Þ Stefánssoná seinni hluta göngunnar og fær hann því Sigfúsarbikarinn til varðveislu næsta árið.Fyrst kvenna í mark var Stella Hjaltadóttir frá Ísafirði.
Keppendur í Strandagöngunni voru víða að af landinu, eins og oft áður voru nágrannar okkar frá Ísafirði fjölmennastir, einnig komu góðir hópar frá Reykjavík, Ólafsfirði og Akureyri.Frá Siglufirði komu heiðurshjónin Magnús og Guðrún en þau hafa verið fastagestir í Strandagöngunni undanfarin ár.
Nánar um úrslit má sjá hér.
Byggðakvótanum skipt milli báta.
Skipulagsvefsjá.
Meira
Strandagangan 2010.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Stelpur 1 km Strákar 1 km
Konur 5 km Karlar 5 km
Konur 10 km Karlar 10 km
Konur 16-34 ára 20 km Karlar 16-34 ára 20 km
Konur 35-49 ára 20 km Karlar 35-49 ára 20 km
Konur 50 ára og e. 20 km Karlar 50 ára og e. 20 km
Ræst verður í 1 km gönguna kl. 12.20 og í aðrar vegalengdir kl. 13.00. 1 km gangan er eingöngu ætluð keppendum 10 ára og yngri. Þrír fyrstu keppendur í hverjum flokki fá glæsilega bikara og aðrir fá viðurkenningarpening fyrir þátttökuna. Sá sem er fyrstur í mark í 20 km. göngunni hlýtur til varðveislu næsta árið veglegan farandbikar sem gefinn var af Heilbrigðisstofnun Hólmvíkur til minningar um Sigfús Ólafsson heimilislækni. Í göngunni er einnig keppt í Sveitakeppni sem fer þannig fram að 3 einstaklingar í sömu vegalengd mynda lið og gildir samanlagður tími þeirra í sveitakeppninni. Þrjár efstu sveitirnar í hverri vegalengd fá verðlaunapeninga fyrir sæti. Skráning fer fram á staðnum milli kl. 11.30-12.20, en til að auðvelda vinnu við skráningu geta menn sent skráningar og fyrirspurnir á netfangið sigrak@simnet.is, eða í símum: 8921048(Rósmundur) eða 8933592(Ragnar). Þátttökugjald er kr. 2.000 fyrir 16 ára og eldri og kr. 500 fyrir 15 ára og yngri. Eftir göngu er öllum keppendum og starfsfólki boðið í veglegt kaffihlaðborð og verðlaunaafhendingu í Félagsheimilinu á Hólmavík.
Nánar hér.
Varakerfið lagað í Símstöðinni í Litlu-Ávík.
Þegar rafmagn fór af Árneshreppi hefur allt símakerfi og 3 G kerfið dottið út sem á ekki að gerast,því varakerfi á að taka við,það er byggt upp á rafgeymum sem eiga að duga í alllangan tíma,og einnig er keyrt inná þá frá Litlu-Ávík með dísil rafstöð þegar rafmagn fer af,enn það var í lagi með það kerfi.
Nú kom í ljós að rafgeymar voru ónýtir af því komu símar ekki inn sjálfkrafa eftir að rafmagn kom á aftur,heldur varð að handsetja það inn.
Síðar verður bætt við fleiri rafgeymum og sett annað sett,því álag hefur þrefaldast með tilkomu 3G kerfisins.
Símstöðin er keyrð á 48 voltum D.C (jafnstraum).
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
Eftir aðalfundinn á laugardagsmorgni hefst síðan heilmikil ráðstefna undir yfirskriftinni Umhverfisvottaðir Vestfirðir. Þar halda erindi helstu sérfræðingar landsins um þennan málaflokk og ræða hann út frá öllum sviðum. Umhverfisráðherra hefur boðað komu sína á fundinn. Vonast er til þess að þessi ráðstefna verði til þess að í framhaldinu muni Vestfirðingar ræða í fullri alvöru kosti þess að taka upp umhverfisvottun fyrir svæðið. Bundnar eru vonir til þess að Fjórðungssamband Vestfjarða taki við boltanum og stýri framhaldsvinnunni í góðri samvinnu við önnur sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og íbúa í fjórðungnum. Dagskrá aðalfundarins og ráðstefnunnar verður kynnt ítarlega innan tíðar.
Ágúst G Atlason með myndir á Litlahjalla.
Myndirnar hefur Ágúst tekið í ferð á Hornstrandir með Reimari Vilmundarsyni, en hann er með áætlunarsiglingar á Hornstrandir á sumrin á Sædísi ÍS-67. Og hinar myndirnar eru allar teknar í Árneshreppi.
Tengill á ljósmyndavef Ágústs er á vefnum undir tenglar. Ljósmyndavefur Ágústs er http://gusti.is/
Þetta eru allt frábærar myndir hjá Ágústi og er virkilega gaman að skoða og fletta myndaalbúmunum hans.
Farþegar og flutningur á Gjögur 2009.
Innan sviga eru tölur frá því 2008.
Flugfélagið Ernir hafa verið með áætlunarflugið til Gjögurs frá ársbyrjun 2007.
Farþegafjöldi var árið 2009:439.(2008:405).
Vöru-og Póstflutningur var árið 2009:28.621 kg:(2008:28.381 kg).
Lendingar í áætlunarflugi voru 212.Skráð einkaflug voru 8.Lendingar véla Flugstoða eða Flugmálastjórnar.FMS voru 6.
Sjúkraflug voru 2 á árinu 2009.Einnig voru þau tvö árið 2008.
Eins og sjá má hefur farþegafjöldi aukist á milli ára um 34 farþega,flutningur er nánast eins.
Húsafriðunarnefnd hefur úthlutað styrkjum.
Til endurbygginga gamalla húsa í Árneshreppi var úthlutað vegna eftirfarandi húsa:
Síldarverksmiðjan Djúpavík,byggingarár 1935,fær 2.4 milljónir.
Síldarverksmiðja Eyri Ingólfsfirði,byggingarár 1942 fær 400 þúsund.
Gamla kjötfrystihúsið Norðurfirði byggingarár 1960 fær 400 þúsund.
Vegna friðaðra kirkna:
Ein friðuð kirkja er í Árneshreppi,en það er Árneskirkja eldri í Trékyllisvík byggingarár hennar var 1850 styrkur vegna hennar nemur 300 þúsundum.
Lista yfir úthlutanir má sjá hér.