Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. febrúar 2010

Breyting á símsvörun heilsugæslulækna.

Heilsugæslan Hólmavík.Mynd Ingimundur Pálsson.
Heilsugæslan Hólmavík.Mynd Ingimundur Pálsson.
Þann 15.febrúar 2010 tók gildi samræmd símsvörun vakthafandi heilsugæslulækna á Heilbrigðisstofnun Vesturlands.Allir íbúar á Vesturlandi,Ströndum og Húnaþingi vestra nota sama númer.

Númerið er 112 allan sólarhringinn ef ná á sambandi við heilsugæslulækni á vakt eftir lokun.

Almennar tímapantanir og önnur símaþjónusta verður með óbreyttum hætti,vinsamlegast að hringja í skiptiborð.

Nú um áramótin sameinaðist Heilbrigðisstofnunin á Hólmavík undir Heilbrigðisstofnun  Vesturlands á Akranesi eins og Borgarnes,Búðardalur,Grundarfjörður,Hvammstangi,Ólafsvík og Stykkishólmur.

Almennar pantanir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík á opnunartíma 09:00 til 12:00 og 13:00 til 16:00 eru í síma 4555200 fyrir viðtalstíma á stofu,mæðranefnd,ungbarnaeftirlit og lyfsölu en hún er opin frá 12:30 til 16:00.

Munið að síminn er eftir lokun 112.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. febrúar 2010

Flogið í dag.

Ein flugvéla Ernis á Gjögurflugvelli.
Ein flugvéla Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir flugu á Gjögur í dag,en ekki var hægt að fljúga í gær vegna veðurs.
Í dag hafa verið smá él og NA 10 til 12 m/s og hiti um frostmark.
Næsta áætlun á Gjögur er næstkomandi fimmtudag 18 febrúar.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. febrúar 2010

Undirbúningur fyrir kort Markaðsstofu.

Þeyr sem þurfa að láta breyta upplýsingum láti vita.
Þeyr sem þurfa að láta breyta upplýsingum láti vita.
Nú stendur yfir vinna við nýja útgáfu af Vestfjarðakortinu sem Markaðsstofa Vestfjarða hefur gefið út undanfarin ár. Kortinu er dreift ókeypis til ferðafólks og hefur notið mikilla vinsælda. Eins og allir væntanlega vita er á bakhlið kortsins að finna skrá yfir þá þjónustu sem ferðafólki stendur til boða á svæðinu. Uppfærslu á þessari skrá fer senn að ljúka og eru allir sem vilja láta breyta upplýsingum um sig, sem og þeir sem eru með nýja þjónustu í boði, beðnir að láta vita af sér með tölvupósti í netfangið info@westfjords.is
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. febrúar 2010

Vegir hreinsaðir innansveitar.

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Verið er að opna veginn frá Gjögri til Norðurfjarðar.
Ekki er um mikinn snjó að ræða en talsverðar þiljur víða.
Flug á Gjögur er í athugun.
Smá éljagangur er vindur:NA 10 til 13 m/s.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. febrúar 2010

Flugi aflýst og vegir ófærir.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugi hefur nú verið aflýst á Gjögur vegna veðurs.Enda NNA 19 til 25 m/s með snjókomu.
Flug verður athugað á morgun.
Veðurspá Veðurstofu Íslands er slæm í dag:
Norðan 15-23 m/s og snjókoma, en norðaustan 13-20 seinnipartinn og úrkomuminna. Norðaustan 5-10 á morgun og dálítil él. Vægt frost.
Vegurinn norður í Árneshrepp er ófær og þæfingur er innansveitar.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. febrúar 2010

Veðurstofa Íslands 90 ára.

Hús Veðurstofu Íslands við Bústaðaveg.Mynd Guðrún Pálsdóttir.
Hús Veðurstofu Íslands við Bústaðaveg.Mynd Guðrún Pálsdóttir.

Nú fyrir skemmstu varð Veðurstofa Íslands 90 ára, en hún telst hafa tekið til starfa 1. janúar 1920. Hún var í fyrstu deild í annarri stofnun, Löggildingarstofunni, og hét Veðurfræðideild.

Löggildingarstofan hafði verið stofnuð 1918 og varð Þorkell Þorkelsson forstöðumaður hennar. Löggildingarstofan var lögð niður í árslok 1924 og varð Veðurfræðideildin að forminu til sjálfstæð stofnun frá ársbyrjun 1925 undir heitinu Veðurstofan. Með fyrstu lögum um stofnunina 1926 fékk hún nafnið Veðurstofa Íslands.

Helstu lögbundnu viðfangsefni Veðurstofunnar voru gagnasöfnun til rannsókna á loftslagi landsins, úrvinnsla úr veðurskýrslum frá veðurstöðvum og útgáfa veðurfarsskýrslna, söfnun daglegra veðurskeyta og útsending fregna um veðurútlit, söfnun frétta um hafís, eldgos og öskufall og eftirlit með landskjálftamælingum.

Starfsemi Veðurstofunnar stórefldist strax í kjölfar síðari heimsstyrjaldar. Þá tók Ísland að sér flugleiðsöguþjónustu á Norður-Atlantshafi, þ. á. m. veðurþjónustu vegna millilandaflugs. Flugveðurþjónustu var komið á laggirnar á Keflavíkurflugvelli vorið 1952, en mikilvægi vallarins fór stöðugt vaxandi.

 

Starfsmenn í Reykjavík eru nú um 110, sex á Ísafirði og sjö á Keflavíkurflugvelli. Þá eru ótaldir veðurathugunarmenn, snjóathugunarmenn, eftirlitsmenn vatnshæðarmæla og jarðeftirlitskerfa, um 160 að tölu.

Þegar Þorkell Þorkelsson lét af starfi veðurstofustjóra árið 1946, tók Teresía Guðmundsson við og stýrði stofnuninni til 1963. Síðan gegndu starfi veðurstofustjóra: Hlynur Sigtryggsson (1963-1989), Páll Bergþórsson (1989-1993) og Magnús Jónsson (1994-2008). Núverandi forstjóri, Árni Snorrason, tók við starfinu við sameininguna í ársbyrjun 2009.
Nánar á vef Veðurstofu Íslands.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 14. febrúar 2010

Íbúatalan tvöfaldaðist í Árneshreppi.

Þorramaturinn var frá Kjöt og Kerru.
Þorramaturinn var frá Kjöt og Kerru.
1 af 7
Þegar Sauðfjárræktarfélagið Von í Árneshreppi stóð fyrir þorrablóti í gær laugardaginn 13 febrúar er óhætt að segja með fullri vissu að íbúatala Árneshrepps tvöfaldaðist,því margir burt fluttir Árneshreppsbúar komu sem búa á höfuðborgarsvæðinu,og einnig komu margir nærsveitungar,svo sem frá Drangsnesi og Hólmavik og víðar.

Var þetta eitt af hinu besta og fjölmennasta þorrablóti sem haldið hefur verið,því alls sóttu blótið yfir 60 manns.

Mörg skemmtiatriði voru sem komu á óvart,því í auglýsingu var sagt að hver og einum væri frjálst að troða upp,og virðist það  heldur betur hafa vel til tekist.

Margir komu með skemmtiatriði má nefna hér svo sem nemendur Finnbogastaðaskóla með söngatriði sem nefndist Sveitalistinn,en þar voru taldir upp bæir og ábúendur.

Einnig fór Eva Sigurbjörnsdóttir með ljóð,og ekki má gleyma fjöldasöngnum,þar sem Gunnlaugur Bjarnason sá um undirleik.

Og mörg önnur skemmtiatriði voru.

Veislustjóri var hinn frábæri Alexander Hafþórsson,en hann var lengi sem ungur drengur á Gjögri.

 

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 13. febrúar 2010

Varðskipið TÝR heimsótti Hólmavík á 112 daginn.

Nemendur og starfsfólk grunnskóla Hólmavíkur-Drangsness og Finnbogastaðaskóla við skipshlið.Mynd Jón KR.Friðgeirsson.
Nemendur og starfsfólk grunnskóla Hólmavíkur-Drangsness og Finnbogastaðaskóla við skipshlið.Mynd Jón KR.Friðgeirsson.

Varðskipið TÝR heimsótti Hólmavík á 112 daginn, fimmtudaginn 11. febrúar. Við það tækifæri var haldin stutt kynning á Landhelgisgæslunni og starfsemi hennar í grunnskólanum á Hólmavík. Eftir kynningu héldu nemendur og starfsmenn skólans niður á bryggju þar sem bættust í hópinn nemendur og kennarar frá Drangsnesi og Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi.

Eftir hópmyndatöku við skipshlið var Daníel Freyr Newton, nemanda við grunnskóla Hólmavíkur, afhent viðurkenning í tilefni 112 dagsins. Síðan var varðskipið skoðað undir leiðsögn skipverja sem fræddu háa jafnt sem lága um það sem fyrir augu bar.

Síðust en ekki síst voru svo börnin á leikskólanum Lækjarbrekku sem ráku lestina. Margar skemmtilegar spurningar og tilsvör komu frá börnunum eins og þeim einum er lagið. Til dæmis voru þau yngstu spurð að því hvort þau þekktu merkið á veggnum (skjaldarmerkið) og þá svaraði einn að bragði: Já, þetta er Áfram Ísland - merkið!
Fleiri myndir má sjá á vef Landhelgisgæslu Íslands hér.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. febrúar 2010

Veður versnandi fer.

Vindaspá Veðurstofu Íslands kl 18.00 á sunnudaginn 14 feb.
Vindaspá Veðurstofu Íslands kl 18.00 á sunnudaginn 14 feb.

Nú virðist sem góða kaflanum sem verið hefur sé að ljúka í bili að minnsta kosti ef veðurspá Veðurstofu Íslands gengur eftir:
Hæg suðlæg átt og skýjað en þurrt að kalla. Austan 3-8 og dálítil rigning í kvöld. Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og skúrir eða rigning með köflum á morgun. Hiti 0 til 7 stig.
Á sunnudag:
Vestlæg átt, 5-10 m/s og skúrir eða él, en léttskýjað SA-lands. Gengur í 13-20 m/s með snjókomu, fyrst NV-lands upp úr hádegi, en þurrt að kalla syðra. Kólnar ört í veðri.
Á mánudag og þriðjudag:
Ákveðin norðanátt með éljum eða snjókomu N- og A-lands og frost 0 til 8 stig.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Dregur smám saman úr vindi og ofankomu, en talsvert frost.
Hér er líka langtímaspá Norsku Veðurstofunnar fyrir svæðið hér,en sú spá gerir ráð fyrir mikilli úrkomu í þessu NA veðri frá sunnudegi og eins langt og séð verður.Langtímaspá YR.NO má sjá hér.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. febrúar 2010

Við treystum á þína hjálp!

112.dagurinn er í dag.
112.dagurinn er í dag.
112 dagurinn verður haldinn víða um land í dag fimmtudaginn 11.febrúar.Þema dagsins er aðkoma venjulegs fólks að vettvangi slysa, veikinda og áfalla.

Viðbragðsaðilar koma sjaldnast fyrstir á vettvang slíkra atburða. Oftast kemur venjulegur borgari fyrst að, tilkynnir um atburðinn og veitir fyrstu aðstoð. Þessi fyrstu viðbrögð geta skipt miklu um afdrif fólks og hvernig til tekst með björgun.

Þess vegna er mikilvægt að sem flestir kunni skyndihjálp og treysti sér til að veita hana þegar á reynir.

Margt verður gert til að vekja athygli á deginum og efni hans:

Gefið verður út sérstakt 112 blað sem dreift er með Fréttablaðinu í dag11.febrúar.

Kynntar verða niðurstöður Gallup-könnunar um skyndihjálparþekkingu landsmanna.

Fjöldi grunnskólabarna fær fræðslu um skyndihjálp og slysavarnir í tengslum við daginn.

Viðbragðsaðilar kynna skyndihjálp, slysavarnir og fleira, meðal annars í Smáralind laugardaginn 13. febrúar.

Móttaka verður í Skógarhlíðinni þar sem viðurkenningar verða veittar fyrir skyndihjálp og verðlaun veitt í Eldvarnagetrauninni.
112 blaðið 2010 er hægt að skoða hér.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Járnið komið á að NV verðu,03-12-2008.
  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Gjögur-05-07-2004.
  • Gunnsteinn Gíslason.
  • Gíslína-Júlíana-Villi-Eysteinn og Jenssína.
Vefumsjón