Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. febrúar 2010

Telja jafnræðisregluna vera brotna.

Djúpavík.
Djúpavík.
Bæjarins besta.
Vertarnir á Hótel Djúpavík, hjónin Ásbjörn Þorgilsson og Eva Sigurbjörnsdóttir, undirbúa stjórnsýslukæru vegna þeirra ákvörðunar samgönguráðherra að hætta snjómokstri í Árneshreppi. Eva segir ákvörðunina koma mikið niður á rekstri hótelsins. „Við fengum gesti í janúar og febrúar en um leið og vegurinn lokast þá vitaskuld stoppar allt. Við erum bara að reyna berjast fyrir tilverurétti okkar því við verðum eins og aðrir að fá eitthvað í kassann til að geta borgað skatta og skyldur." Hún segir málið vera á byrjunarstigi en það sé langt og flókið ferli sem felst í því að leggja fram stjórnsýslukæru. „Maður stekkur ekkert bara út í svona. En við ákváðum að fara út í þetta því við teljum að jafnréttisreglan í stjórnsýslulögunum sé brotin þar sem við höfum ekki sömu möguleika og samkeppnisaðilar okkar fyrir sunnan eftir að mokstri var hætt."
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. febrúar 2010

Frá Félagi Árneshreppsbúa.

Merki Félags Árneshreppsbúa.
Merki Félags Árneshreppsbúa.
Tilkynning frá Félagi Árneshreppsbúa í Reykjavík:
Kæru félagsmenn.

Mig langar að vekja athygli á breyttum tíma forsölu miða inn á afmælishátíðina, sem verður haldin á Hótel Sögu þann 20.mars.

Forsalan verður sunnudaginn 7.mars í aðalinngangi Hótels Sögu  milli klukkan 14.00-16.00.

Nánari upplýsingar í nýja fréttabréfinu sem hefur væntanlega borist ykkur.

Einnig má sjá upplýsingarnar á Facebook:

http://www.facebook.com/reqs.php#!/pages/Felag-Arneshreppsbua/332432259816?ref=mf

Kær kveðja,

Kristmundur Kristmundsson, formaður Félags Árneshreppsbúa.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. febrúar 2010

Flugi aflýst.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugi hefur nú verið aflýst á Gjögur í dag,enda er NA 14 til 17 m/s og mikið dimmviðri,með mjög dimmum éljum og skafrenningi.
Flug verður athugað á morgun til Gjögurs,en spáin fyrir morgundaginn er ekki góð,því spáð er éljum í fyrstu en síðan snjókomu seinnipartinn,enn heldur minni vindi.
Ekkert var byrjað að moka veginn frá Norðurfirði til Gjögurs,það verður ekki gert fyrr enn lýtur sæmilega út með flug.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. febrúar 2010

Framlög til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts.

Frá Norðurfirði.Mynd Ágúst G Atlason.
Frá Norðurfirði.Mynd Ágúst G Atlason.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 12. febrúar um áætlaða úthlutun framlaga til jöfnunar á tekjutapi einstakra sveitarfélaga á árinu 2010 vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti.

Við tillögugerðina er tekið mið af nýju fasteignamati er tók gildi 31. desember hvað íbúðarhúsnæði í sveitarfélögum varðar.  

Áætluð heildarúthlutun framlaganna í ár nemur  2.574,5 milljónum króna og greiðir  Jöfnunarsjóður 60% framlaganna fyrirfram mánuðina febrúar til júní. 

Uppgjör framlaganna fer fram með þremur jöfnum greiðslum mánuðina júlí, ágúst og september á grundvelli upplýsinga frá Fasteignaská Íslands.
Áætlað framlag til sveitarfélagsins Árneshrepps fyrir árið 2010 er 3.548.655 kr.
Yfirlit yfir sveitarfélög má sjá hér.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. febrúar 2010

Póst- og fjarskiptastofnun samþykkir beiðni Íslandspósts um hækkun á gjaldskrá fyrir bréf.

Burðargjald undir almenn bréf verða 75 kr frá 1 mars.
Burðargjald undir almenn bréf verða 75 kr frá 1 mars.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína,þar sem stofnunin samþykkir beiðni Íslandspósts hf. um hækkun gjaldskrár fyrir bréf innan einkaréttar.Stofnunin hafði áður heimilað fyrirtækinu að sameina þyngdarflokkanna 0-20. gr. og 21-50 gr. í einn þyngdarflokk 0-50 gr. Eftir sameininguna verður burðargjald fyrir bréf innanlands,innan einkaréttar, kr. 75. Hækkunin nemur rúmlega 5% og tekur gildi frá og með 1. mars nk.
Rökstuðning fyrir samþykkt PFS á beiðni Íslandspósts er að finna í ákvörðuninni sjálfri sem má nálgast hér fyrir neðan.

Ákvörðun PFS nr 4/2010.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. febrúar 2010

Veðurstofa Íslands áréttar nauðsyn þess að notendur lesi textaveðurspár.

Textaveðurspáin er nákvæmust.
Textaveðurspáin er nákvæmust.

Veðurstofa Íslands hefur áréttað á vef sínum www.vedur.is að notendur noti textaspá.
Við gerð veðurspáa nýta veðurfræðingar veðurlíkön og veðurathuganir, jafnt á jörðu niðri sem frá veðurtunglum, veðurkönnum, flugvélum og veðursjá, auk þekkingar á veðurfræði og veðurlíkönum, til að meta ástand og útlit hverju sinni.

Veðrið er vaktað allan sólarhringinn alla daga ársins á Veðurstofu Íslands. Veðurspár eru skrifaðar oft á sólarhring og iðulega gefnar út viðvaranir um vá vegna veðurs.

Tölvureiknuðu spánum ber ekki alltaf saman um veigamikil atriði eins og brautir lægða og dýpt þeirra. Sjálfvirkar veðurspár, bæði staðaspár og veðurþáttaspár, eru byggðar á einni tölvureiknaðri spá. Það er því eðlilegt að einhver munur sé á sjálfvirkri spá og textaspá sem tekur tillit til fleiri þátta, auk þess að ná yfir stærra svæði. Það er því ekki að tilefnislausu að notendum vedur.is er bent á að sé munur á sjálfvirkri spá og textaspá þá gildir textaspáin. Sama er gert víðast hvar, til dæmis á vefsíðum yr.no.
Nánari skýringar á vef Veðurstofu Íslands hér.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. febrúar 2010

Stormviðvörun Strandir og NV.land.

Vindaspá fyrir Strandir og Norðurland vestra,á miðnætti 23-02-2010.
Vindaspá fyrir Strandir og Norðurland vestra,á miðnætti 23-02-2010.

Stormviðvörun er nú frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og annnes á Norðurlandi Vestra.Annars er spáin þessi frá Veðurstofu Íslands:
Í dag og á morgun.
Norðan 5-13 m/s og él, einkum við sjóinn, en 13-20 og snjókoma undir hádegi, hvassast á annesjum. Norðaustlæg átt, 18-23 á Ströndum og annesjum í kvöld og nótt. Norðaustan 8-13 og él á morgun. Frost 3 til 11 stig, minnst við ströndina.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Norðaustan 8-13 m/s, en 13-18 á Vestfjarðakjálkanum fyrir partinn. Snjókoma á norðan- og austanverðu landinu og einnig sunnanlands síðdegis. Frost 2 til 12 stig og jafnvel kaldara á stöku stað inn til landsins.
Á fimmtudag:
Austan og norðaustan 10-15 m/s og víða snjókoma, en hægari og dálítil él norðanlands. Kalt í veðri.
Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Austlæg átt og dálítil ofankoma með köflum víða um land. Frost 0 til 10 stig, minnst við suðvesturströndina.
Á mánudag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt og úrkomulítið, en líkur á slyddu og hlýnandi við suðurströndina.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. febrúar 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 15 feb til 22 feb 2010.

Fjögur umferðaróhöpp urðu í síðustu viku.
Fjögur umferðaróhöpp urðu í síðustu viku.

Í vikunni sem leið urðu fjögur umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.Þriðjudaginn 16 feb fór bifreið út af Djúpvegi  í Ísafirði,bifreiðin óökuhæf,ekki slys á fólki.Miðvikudaginn 17 feb. var tilkynnt um tvö óhöpp,fyrra óhappið var á Ísafirði,þar varð árekstur við gatnamót Silfurgötu og Tangagötu,talsvert tjón á ökutækjum,en ekki slys á fólki.Þá var tilkynnt þann sama dag um útafakstur á Holtavörðuheiði,þar hafnaði bifreið út fyrir veg,eftir framúrakstur,rekja má óhappið til akstursaðstæðna,hálka og snjór. Ekki miklar skemmdir á ökutæki,eða slys á fólki.

S.l. föstudag 19 feb. tók 13 ára ungmenni bifreið foreldra sinna ófrjálsri hendi og ók henni frá Hnífsdal  til Ísafjarðar.Á Fjarðarstræti missti hann stjórna á bifreiðinni og ók utan í þrjár bifreiðar og á ljósastaur,sem skemmdi eina bifreið.  Talsverðar skemmdir á öllum bifreiðunum.

17 feb varð vinnuslys við löndum á höfninni  í Tálknafirði,þar klemmdist hönd á manni milli kara.Hinn slasaði var fluttum með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina á Patreksfirði þar sem gert var að meiðslum hans.

Umferðin í vikunni gekk að öðru leiti nokkuð vel í vikunni sem var að líða,þó voru höfð afskipti af nokkrum ökumönnum vegna búnaðar bifreiða,ljósabúnaði nokkuð áfátt,nokkrir ökumenn áminntir.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. febrúar 2010

Nýtingaráætlun strandsvæða Vestfjarða.

Drangsnes. Ljósm: © Mats.
Drangsnes. Ljósm: © Mats.
Fréttir síðasta misseri um stigvaxandi áhuga á fiskeldi og kræklingarækt í fjörðum vestra hafa kallað á viðbrögð hagsmunaðila og sveitarfélaga. Á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga hófst vinna á síðasta ári um skrásetningu nýtingar starndsvæðisins og stefnt er að gerð nýtingaráætlunar fyrir sama svæði,  hélt sambandið m.a. fjóra vinnufundi í nóvember s.l.., á Drangsnesi, Reykhólum, Patreksfirði og Ísafirði. Verkefnið byggir á samþykktum Fjórðungsþinga síðustu ára nú síðast 54. Fjórðungsþings og álits starfshóps sambandsins um gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði. 
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. febrúar 2010

Ályktun frá Sauðfjárveikivarnarnefnd.

Frá Kjósarrétt.Myndasafn.
Frá Kjósarrétt.Myndasafn.
Samkvæmt fundargerð sveitarstjórnar Strandabyggðar frá síðasta fundi í janúar var tekin fyrir ályktun frá Sauðfjárveikivarnarnefnd Strandabyggðar og nágrannasveitarfélaga frá 20. janúar 2010. Ályktunin er gerð vegna lungnapestar sem upp kom í sauðfé í Mið-Vestfjarðarhólfi. Gerði nefndin alvarlegar athugasemdir við fjárframlög til viðhalds og endurbyggingar Gilsfjarðarlínu og krafðist þess að þegar í stað yrði veitt nægt fjármagn til styrkingar hennar þannig að sauðfé hætti að rápa yfir línuna og sama gildir um Kollafjarðarlínu.
Nánar á www.strandir.is

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í flotgalla í Norðurfjarðarhöfn.Mynd 20-12-2013.
  • Þakpappi komin á allt húsið 18-11-08.
  • Húsið kom í gámum.14-10-08.
  • Gunnar Njálson á Kálfatindi.
Vefumsjón