Telja jafnræðisregluna vera brotna.
Vertarnir á Hótel Djúpavík, hjónin Ásbjörn Þorgilsson og Eva Sigurbjörnsdóttir, undirbúa stjórnsýslukæru vegna þeirra ákvörðunar samgönguráðherra að hætta snjómokstri í Árneshreppi. Eva segir ákvörðunina koma mikið niður á rekstri hótelsins. „Við fengum gesti í janúar og febrúar en um leið og vegurinn lokast þá vitaskuld stoppar allt. Við erum bara að reyna berjast fyrir tilverurétti okkar því við verðum eins og aðrir að fá eitthvað í kassann til að geta borgað skatta og skyldur." Hún segir málið vera á byrjunarstigi en það sé langt og flókið ferli sem felst í því að leggja fram stjórnsýslukæru. „Maður stekkur ekkert bara út í svona. En við ákváðum að fara út í þetta því við teljum að jafnréttisreglan í stjórnsýslulögunum sé brotin þar sem við höfum ekki sömu möguleika og samkeppnisaðilar okkar fyrir sunnan eftir að mokstri var hætt."
Meira