Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. febrúar 2010

Veður versnandi fer.

Vindaspá Veðurstofu Íslands kl 18.00 á sunnudaginn 14 feb.
Vindaspá Veðurstofu Íslands kl 18.00 á sunnudaginn 14 feb.

Nú virðist sem góða kaflanum sem verið hefur sé að ljúka í bili að minnsta kosti ef veðurspá Veðurstofu Íslands gengur eftir:
Hæg suðlæg átt og skýjað en þurrt að kalla. Austan 3-8 og dálítil rigning í kvöld. Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og skúrir eða rigning með köflum á morgun. Hiti 0 til 7 stig.
Á sunnudag:
Vestlæg átt, 5-10 m/s og skúrir eða él, en léttskýjað SA-lands. Gengur í 13-20 m/s með snjókomu, fyrst NV-lands upp úr hádegi, en þurrt að kalla syðra. Kólnar ört í veðri.
Á mánudag og þriðjudag:
Ákveðin norðanátt með éljum eða snjókomu N- og A-lands og frost 0 til 8 stig.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Dregur smám saman úr vindi og ofankomu, en talsvert frost.
Hér er líka langtímaspá Norsku Veðurstofunnar fyrir svæðið hér,en sú spá gerir ráð fyrir mikilli úrkomu í þessu NA veðri frá sunnudegi og eins langt og séð verður.Langtímaspá YR.NO má sjá hér.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. febrúar 2010

Við treystum á þína hjálp!

112.dagurinn er í dag.
112.dagurinn er í dag.
112 dagurinn verður haldinn víða um land í dag fimmtudaginn 11.febrúar.Þema dagsins er aðkoma venjulegs fólks að vettvangi slysa, veikinda og áfalla.

Viðbragðsaðilar koma sjaldnast fyrstir á vettvang slíkra atburða. Oftast kemur venjulegur borgari fyrst að, tilkynnir um atburðinn og veitir fyrstu aðstoð. Þessi fyrstu viðbrögð geta skipt miklu um afdrif fólks og hvernig til tekst með björgun.

Þess vegna er mikilvægt að sem flestir kunni skyndihjálp og treysti sér til að veita hana þegar á reynir.

Margt verður gert til að vekja athygli á deginum og efni hans:

Gefið verður út sérstakt 112 blað sem dreift er með Fréttablaðinu í dag11.febrúar.

Kynntar verða niðurstöður Gallup-könnunar um skyndihjálparþekkingu landsmanna.

Fjöldi grunnskólabarna fær fræðslu um skyndihjálp og slysavarnir í tengslum við daginn.

Viðbragðsaðilar kynna skyndihjálp, slysavarnir og fleira, meðal annars í Smáralind laugardaginn 13. febrúar.

Móttaka verður í Skógarhlíðinni þar sem viðurkenningar verða veittar fyrir skyndihjálp og verðlaun veitt í Eldvarnagetrauninni.
112 blaðið 2010 er hægt að skoða hér.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. febrúar 2010

Eyrarrósin afhent á Bessastöðum mánudaginn 15. febrúar kl. 16.00.

Hver hlýtur Eyrarrósina í ár?
Hver hlýtur Eyrarrósina í ár?
Eyrarrósin, sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, verður afhent á Bessastöðum mánudaginn 15. febrúar kl. 16.00 og er það í sjötta sinn sem viðurkenningin er veitt.
Þrjú verkefni hafa verið tilnefnd úr hópi umsækjenda: tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystra, Eiríksstaðir í Haukadal og Skjaldborg - heimildarmyndahátíð á Patreksfirði.

Það verður tilkynnt við athöfnina hvert framangreindra verkefna hlýtur Eyrarrósina í ár; fjárstyrk að upphæð 1,5 milljón kr. og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar. Hin verkefnin sem tilnefnd eru hljóta 200 þúsund króna framlag. Öll verkefnin hljóta að auki flugferðir frá Flugfélagi Íslands.

Verðlaunin veitir Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem jafnframt er verndari Eyrarrósarinnar. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra flytur ávarp við athöfnina og tónlistarmennirnir Sigríður Thorlacius og Högni Egilsson flytja tónlist.

Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. febrúar 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 1 feb til 8 feb.2010.

Nokkrir ökumenn voru áminntir vegna ljósabúnaðar í síðustu viku.
Nokkrir ökumenn voru áminntir vegna ljósabúnaðar í síðustu viku.
Fjögur umferðaróhöpp urðu í umdæminu í s.l.  4 feb varð árekstur við gatnamót Skutulsfjarðarbrautar og Seljalandsvegar,þar skullu tvær bifreiðar saman,talsverðar skemmdir á ökutækjum,ökumenn kenndu sér eymsla eftir og leituðu sjálfir til læknis,bifreiðarnar óökuhæfar og dregnar í burtu með krana.Sama dag varð minniháttar óhapp í Bolungarvík,þar bakkaði lyftari á bifreið við fiskmarkaðinn.6 feb var tilkynnt um fjórhjólaslys á Reykhólum,þar hafði maður dottið af fjórhjóli þar sem hann var í fjórhjólaferð við Vaðalfjöll,þar voru nokkur fjórhjól á ferðinni,maðurinn kenndi sér  eymsla í öxl,hann var sjálfur kominn að Reykhólum,þar sem sjúkrabíll tók hann og flutti á Heilsugæsluna í Búðardal til skoðunar.Þann sama dag var einnig tilkynnt um útafakstur á Gemlufallsheiðinni,þar hafnaði bifreið út fyrir veg og var óökuhæf,bifreiðin fjarlægð með krana.

Föstudaginn 5 feb kom upp eldur í kyndiklefa sem stóð skammt frá sumarhúsi í Flatey á Breiðafirði.Heimamönnum tókst að slökkva eldinn og bjarga því að hann læstist ekki í sumarhúsið.Kyndiklefinn brann til kaldra kola,eldsupptök eru ókunn.Málið er í rannsókn.

Þá var umferðin frekar róleg í umdæminu í vikunni,þó var einn stöðvaður fyrir of hraðann akstur.Þá var einn ökumaður stöðvaður,grunaður um fíkniefnaakstur. Nokkrir ökumenn voru áminntir vegna ljósabúnaðar.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. febrúar 2010

Kynningarfundur um lesblindu á Hólmavík.

Þróunarsetrið Höfðagötu 3 á Hólmavík.Mynd Strandir.
Þróunarsetrið Höfðagötu 3 á Hólmavík.Mynd Strandir.
Kynningarfundur um aðferðir til að glíma við lesblindu verður haldinn í Þróunarsetrinu á Hólmavík í kvöld 10. febrúar kl. 20:00. Það eru Sturla Kristjánsson og Jón Einar Haraldsson sem halda kynninguna, en þeir eru báðir Davis ráðgjafar. Í kynningu segir: "Lesblindir eru ekki heimskir. Þvert á móti eru þeir klárir; lagnir í höndunum, útsjónasamir og hugmyndaríkari en gengur og gerist. Myndræn hugsun ef náðargáfa. Þeir sem eru með hana vita það varla, en lenda oft í basli með lestur, jafnvel sagðir lesblindir, reikniblindir eða með athyglisbrest." Allir eru velkomnir á fundinn.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. febrúar 2010

Tíðniheimild Símans vegna NMT 450 kerfisins framlengd.

Í Árneshreppi er NMT sendir á Fellsegg,sem áætlað er að verði lagður niður 1 september.
Í Árneshreppi er NMT sendir á Fellsegg,sem áætlað er að verði lagður niður 1 september.

Fréttatilkynning frá Margréti Stefánsdóttur Forstöðumanns Samskiptsviðs Símans.
Póst - og fjarskiptastofnun hefur framlengt tíðniheimild Símans til reksturs langdrægs NMT kerfis á 450 MHz tíðnisviðinu sem þjónar landinu öllu og miðunum.

NMT kerfinu er lokað smátt og smátt og helst það í hendur við GSM, UMTS og 3G uppbyggingu Símans sem leysir NMT kerfið af hólmi.

Til þess að fyllsta öryggis sé gætt telur PFS rétt að framlengja tíðniheimild Símans vegna NMT kerfisins til 1. september 2010.

Síminn hefur byggt upp stærsta og þéttasta dreifikerfið á landinu og er leiðandi í uppbyggingu á 3G enda hefur ekkert annað fjarskiptafyrirtæki á landinu byggt upp 3G langdrægt kerfi, sem þjónar bæði miðunum og hálendinu. 

Eftir því sem langdræga farsímaþjónustan nær til fleiri svæða verður slökkt á NMT sendum á þeim svæðum. Ástæðan fyrir því að slökkt er á ákveðnum sendum fyrir 1. september er sú að rýma þarf fyrir nýjum búnaði á vissum stöðum þar sem búnaður Símans er hýstur.  

Samkvæmt skilyrðum Póst- og fjarskiptastofnunar mun Síminn birta fréttatilkynningu í byrjun hvers mánaðar með lista yfir þá NMT senda sem slökkt verður á í þeim mánuði.

Sjá lista yfir NMT senda símans og áætlun um lokanir þeirra (PDF)
Á töflunni sést að áætlað sé að leggja niður sendinn í Árneshreppi þann 1 september.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 6. febrúar 2010

Þorrablót í Árneshreppi.

Þorramatur.
Þorramatur.
Þorrablót í Árneshreppi.

Sauðfjárræktarfélagið Von í Árneshreppi ætlar að standa fyrir þorrablóti í félagsheimilinu í Árnesi laugardaginn 13 febrúar og hefst það kl 20:00,ef veður leyfir.

Matseðill:Hefðbundinn þorramatur það er svið,sviðasulta,hrútspungar,hangiket,rófu og kartöflustappa svo eitthvað sé talið upp.

Skemmtiatryði:Öllum frjálst að troða upp.

Nærsveitungar og aðrir velkomnir.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 6. febrúar 2010

Kanna möguleika á lagningu Hvalárlínu.

Vatnasvæði Hvalár.
Vatnasvæði Hvalár.
Bæjarins Besta.
Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur falið starfsmanni nefndarinnar að kanna möguleika á lagningu Hvalárlínu til Ísafjarðar. „Ljóst er að mögulega mætti framkvæma þetta með svipuðum hætti og fyrirtækið Spölur lét byggja Hvalfjarðargöng, þar sem um samfélagslegt verkefni er að ræða," segir í fundarbókun. Fulltrúar verkefnis um mögulega Hvalárvirkjun komu til fundar við atvinnumálanefnd á dögunum og kynntu stöðu mála. Sögðu þeir að er ljóst sé að lagalegir annmarkar eru til staðar varðandi tengigjald slíkrar virkjunar. „Mjög mikilvægt er fyrir Vestfirði í heild sinni að öll úrræði sem leysa úr raforkuvandamálum Vestfirðinga séu skoðuð," segir í fundarbókun.
www.bb.is
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 5. febrúar 2010

Mótmæli gegn Páli útvarpstjóra,og skorað á Maríönnu Friðjónsdóttur sem næsta útvarpstjíora.

Maríanna Friðjónsdóttir.
Maríanna Friðjónsdóttir.
Á Facebook eða Feisbókinni hefur verið mikil skrif um núverandi útvarpsstjóra í sambandi við að leggja niður svæðisstöðvar alveg og segja starfsmönnum upp,og einnig gegn því að dregið sé úr innlendum kaupum á innlendu efni á kvikmyndum,og mörgu fleiru.
Mikill hópur fólks hefur nú skráð sig á lista sem styður Maríönnu Friðjónsdóttur að verða næsta útvarpsstjóra,og biður stjórn RÚV og menntamálaráðherra að víkja núverandi útvarpsstjóra úr sæti.
Orðrétt fer hér á eftir orðsending frá þessum hóp á Feisbókinni:
Við sem skráum okkur hér viljum að Maríanna Friðjónsdóttir verði Útvarpsstjóri RUV.
Við skorum á stjórn RUV og Menntamálaráðherra að láta Pál Magnússon víkja úr sæti Útvarpsstjóra.
Ferilskrá Maríönnu:
Fædd.13.11.1953.
Marianna Fridjonsdottir, former Chief Executive of TvDanmark Channel 2 and a pioneer of modern television in Scandinavia, has been in the media business for almost 40 years, starting in the newsroom of the Icelandic State Broadcasting service, RUV, in 1970.
Þeyr sem eru á Feisbókinni geta séð slóðina hér.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. febrúar 2010

Ljósmyndavefur Arnars Bergs Guðjónssonar.

Norðurfjörður séð til Austurs.
Norðurfjörður séð til Austurs.
1 af 3
Arnar B Guðjónsson sendi vefnum nokkrar myndir sem hann tók nú í janúar hér í Árneshreppi er hann var staddur hér ásamt bróður sínum Kristjáni Andra Guðjónssyni að undirbúa undir grásleppuveiðar í vor.En Kristján Andri ætlar að gera út á grásleppu frá Norðurfirði eins og nokkur undanfarin ár og verður Arnar með honum á Sörla ÍS 67.

Arnar er mikill áhugaljósmyndari og tekur frábærar myndir,og er kominn tengil hér á vefnum inná ljósmyndavef Arnars Bergs Guðjónssonar undir tenglar og þar undir ljósmyndavefir.

Nokkrar myndir eru hér með frá Arnari enn ljósmyndavefur hans er hér.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Við Árnesstapa 15-03-2005.
  • Borgarísjaki út af Ávíkinni 07-04-2004
  • Bara moldarhaugur þar sem húsið var.19-06-2008.
  • Afmælisbarnið Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason eiginmaður hennar.
  • Búið að setja flotefni í öll gólf í herbergjum.04-04-2009.
Vefumsjón