Hægfara tortíming.
Nýlega var Norræn ljósmyndakeppni sjómanna haldin í húsakynnum Siglingastofnunar. Keppnin hefur verið haldin lengi meðal hinna Norðurlandanna en þetta var í áttunda skiptið sem Ísland tók þátt. Velferðarþjónusta sjómanna á Norðurlöndunum hefur staðið að keppninni en Sjómannablaðið Víkingur fyrir Íslands hönd.
Keppnismyndirnar eru allar teknar af áhugaljósmyndurum meðal sjómanna og myndefnið oftast nær tengt sjónum. Fjölmargar myndir bárust í keppnina en forvaldar voru 15 myndir í hverju landi sem kepptu svo til úrslita hér í liðinni viku.
Fyrsta sæti í Norrænu ljósmyndakeppni sjómanna hlaut að þessu sinni Martin Gertmar frá Svíþjóð en annað sæti hlaut Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður á vs. Ægi fyrir mynd sína "Hægfara tortíming".
Þetta kemur fram á vef Siglingastofnunar.
Ekki er að sjá annað en að þetta sé mynd af gamla Suðurlandinu sem stendur í fjöruborðinu við gömlu Síldarverksmiðjuna í Djúpavík,þótt það komi ekki fram,en kemur sennilega fram í Sjómannablaðinu Víking.