Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. febrúar 2010

Tíðniheimild Símans vegna NMT 450 kerfisins framlengd.

Í Árneshreppi er NMT sendir á Fellsegg,sem áætlað er að verði lagður niður 1 september.
Í Árneshreppi er NMT sendir á Fellsegg,sem áætlað er að verði lagður niður 1 september.

Fréttatilkynning frá Margréti Stefánsdóttur Forstöðumanns Samskiptsviðs Símans.
Póst - og fjarskiptastofnun hefur framlengt tíðniheimild Símans til reksturs langdrægs NMT kerfis á 450 MHz tíðnisviðinu sem þjónar landinu öllu og miðunum.

NMT kerfinu er lokað smátt og smátt og helst það í hendur við GSM, UMTS og 3G uppbyggingu Símans sem leysir NMT kerfið af hólmi.

Til þess að fyllsta öryggis sé gætt telur PFS rétt að framlengja tíðniheimild Símans vegna NMT kerfisins til 1. september 2010.

Síminn hefur byggt upp stærsta og þéttasta dreifikerfið á landinu og er leiðandi í uppbyggingu á 3G enda hefur ekkert annað fjarskiptafyrirtæki á landinu byggt upp 3G langdrægt kerfi, sem þjónar bæði miðunum og hálendinu. 

Eftir því sem langdræga farsímaþjónustan nær til fleiri svæða verður slökkt á NMT sendum á þeim svæðum. Ástæðan fyrir því að slökkt er á ákveðnum sendum fyrir 1. september er sú að rýma þarf fyrir nýjum búnaði á vissum stöðum þar sem búnaður Símans er hýstur.  

Samkvæmt skilyrðum Póst- og fjarskiptastofnunar mun Síminn birta fréttatilkynningu í byrjun hvers mánaðar með lista yfir þá NMT senda sem slökkt verður á í þeim mánuði.

Sjá lista yfir NMT senda símans og áætlun um lokanir þeirra (PDF)
Á töflunni sést að áætlað sé að leggja niður sendinn í Árneshreppi þann 1 september.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 6. febrúar 2010

Þorrablót í Árneshreppi.

Þorramatur.
Þorramatur.
Þorrablót í Árneshreppi.

Sauðfjárræktarfélagið Von í Árneshreppi ætlar að standa fyrir þorrablóti í félagsheimilinu í Árnesi laugardaginn 13 febrúar og hefst það kl 20:00,ef veður leyfir.

Matseðill:Hefðbundinn þorramatur það er svið,sviðasulta,hrútspungar,hangiket,rófu og kartöflustappa svo eitthvað sé talið upp.

Skemmtiatryði:Öllum frjálst að troða upp.

Nærsveitungar og aðrir velkomnir.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 6. febrúar 2010

Kanna möguleika á lagningu Hvalárlínu.

Vatnasvæði Hvalár.
Vatnasvæði Hvalár.
Bæjarins Besta.
Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur falið starfsmanni nefndarinnar að kanna möguleika á lagningu Hvalárlínu til Ísafjarðar. „Ljóst er að mögulega mætti framkvæma þetta með svipuðum hætti og fyrirtækið Spölur lét byggja Hvalfjarðargöng, þar sem um samfélagslegt verkefni er að ræða," segir í fundarbókun. Fulltrúar verkefnis um mögulega Hvalárvirkjun komu til fundar við atvinnumálanefnd á dögunum og kynntu stöðu mála. Sögðu þeir að er ljóst sé að lagalegir annmarkar eru til staðar varðandi tengigjald slíkrar virkjunar. „Mjög mikilvægt er fyrir Vestfirði í heild sinni að öll úrræði sem leysa úr raforkuvandamálum Vestfirðinga séu skoðuð," segir í fundarbókun.
www.bb.is
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 5. febrúar 2010

Mótmæli gegn Páli útvarpstjóra,og skorað á Maríönnu Friðjónsdóttur sem næsta útvarpstjíora.

Maríanna Friðjónsdóttir.
Maríanna Friðjónsdóttir.
Á Facebook eða Feisbókinni hefur verið mikil skrif um núverandi útvarpsstjóra í sambandi við að leggja niður svæðisstöðvar alveg og segja starfsmönnum upp,og einnig gegn því að dregið sé úr innlendum kaupum á innlendu efni á kvikmyndum,og mörgu fleiru.
Mikill hópur fólks hefur nú skráð sig á lista sem styður Maríönnu Friðjónsdóttur að verða næsta útvarpsstjóra,og biður stjórn RÚV og menntamálaráðherra að víkja núverandi útvarpsstjóra úr sæti.
Orðrétt fer hér á eftir orðsending frá þessum hóp á Feisbókinni:
Við sem skráum okkur hér viljum að Maríanna Friðjónsdóttir verði Útvarpsstjóri RUV.
Við skorum á stjórn RUV og Menntamálaráðherra að láta Pál Magnússon víkja úr sæti Útvarpsstjóra.
Ferilskrá Maríönnu:
Fædd.13.11.1953.
Marianna Fridjonsdottir, former Chief Executive of TvDanmark Channel 2 and a pioneer of modern television in Scandinavia, has been in the media business for almost 40 years, starting in the newsroom of the Icelandic State Broadcasting service, RUV, in 1970.
Þeyr sem eru á Feisbókinni geta séð slóðina hér.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. febrúar 2010

Ljósmyndavefur Arnars Bergs Guðjónssonar.

Norðurfjörður séð til Austurs.
Norðurfjörður séð til Austurs.
1 af 3
Arnar B Guðjónsson sendi vefnum nokkrar myndir sem hann tók nú í janúar hér í Árneshreppi er hann var staddur hér ásamt bróður sínum Kristjáni Andra Guðjónssyni að undirbúa undir grásleppuveiðar í vor.En Kristján Andri ætlar að gera út á grásleppu frá Norðurfirði eins og nokkur undanfarin ár og verður Arnar með honum á Sörla ÍS 67.

Arnar er mikill áhugaljósmyndari og tekur frábærar myndir,og er kominn tengil hér á vefnum inná ljósmyndavef Arnars Bergs Guðjónssonar undir tenglar og þar undir ljósmyndavefir.

Nokkrar myndir eru hér með frá Arnari enn ljósmyndavefur hans er hér.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. febrúar 2010

Skýrsla um lausnir við fjárhagsvanda hafna.

Hafskipabryggjan á Norðurfirði.
Hafskipabryggjan á Norðurfirði.

Meðal tillagna nefndar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um fjárhagsvanda hafna er að endurskoða þurfi hafnalög, verkaskipting hafna verði auðvelduð og úrelding gerð möguleg og að  eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga verði falið að hafa sérstakt eftirlit með rekstri hafna.

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skipaði í febrúar á síðasta ári nefnd til að gera tillögur um hvernig bregðast mætti við fjárhagsvanda hafna. Nefndin skilaði ráðherra skýrslu sinni fyrir helgina og er þar að finna viðamikla greiningu á fjárhagsvanda hafna og ýmsar tillögur um hvernig bæta má fjárhagsstöðu þeirra.

Formaður nefndarinnar var Smári Geirsson, kennari og sveitarstjórnarmaður, skipaður samkvæmt tilnefningu Hafnasambands Íslands. Aðrir í nefndinni voru Gunnlaugur Júlíusson, skipaður samkvæmt tilnefningu Hafnasambands Íslands, Ólafur Örn Ólafsson, skipaður án tilnefningar, Sigurður Áss Grétarsson, skipaður án tilnefningar, Stefanía Traustadóttir, skipuð án tilnefningar, Svanhvít Axelsdóttir, skipuð án tilnefningar og Magnús Jónsson, skipaður samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfsmaður nefndarinnar var Rúnar Guðjónsson, viðskiptafræðingur, í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. febrúar 2010

Veðurguðirnir taka völdin.

Frá vorsnjómoktsri í fyrra.
Frá vorsnjómoktsri í fyrra.
Eins og komið hefur fram hér á vefnum og víðar í fjölmiðlum fyrir áramót,verður ekkert mokað í Árneshrepp eftir 5 janúar og fram til endaðan mars eftir svonefndri G reglu Vegagerðarinnar.

En nú í mánuðinum sem var að líða og það sem er af þessum mánuði er engu líkara en að Veðurguðirnir hafi tekið fram fyrir hendurnar á þeirri ágætu stofnun,því fært hefur verið mestallan janúar nema með smá undantekningum í byrjun mánaðar,meira að segja eru vegir sléttir eftir að frysti því vatn var í holum og fraus.

Það er því engu líkara en að Veðurguðirnir standi með hreppsbúum enn um sinn,hvað þeyr sjá lengi um að halda veginum opnum norður í Árneshrepp skal ósagt látið.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. febrúar 2010

Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2010.

Ísspöng NA af Hornbjargi.Mynd Ingibjörg Jónsdóttir hjá JHÍ.
Ísspöng NA af Hornbjargi.Mynd Ingibjörg Jónsdóttir hjá JHÍ.
1 af 3
Veðrið í Janúar 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Í fyrstu viku mánaðar var hægviðri yfirleitt með frosti.Þann 7,hlýnaði í veðri og var góður bloti fram til 11,og tók snjó mikið til upp á láglendi.Síðan frysti og hlýnaði á víxl með stillum og fallegu veðri fram til 15.Síðan voru mest Suðlægar vindáttir með nokkuð góðum hita yfirleitt fram til 27,þegar kólnaði talsvert og var frost síðan út mánuðinn með hægviðri.

Úrkomulítið var í mánuðinum.

Vindur náði 12 vindstigum um miðjan dag í kviðum þann 25.Smávegis tjón varð þegar gámur frá Sorpsamlagi Strandasýslu fauk úr malargryfju við Víganes og upp með Gjögurvatni um 800 til 1000 m,og gjöreyðilagðist.Þá brotnaði rúða í kyrrstæðum bíl á Norðurfirði þegar grjót eða möl fauk á hann.

Nokkuð var um hafís í mánuðinum úti fyrir Ströndum og Vestfjörðum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. febrúar 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 25 jan til 1 feb.2010.

Fimm minniháttar umferðaóhöpp urðu í síðustu viku.
Fimm minniháttar umferðaóhöpp urðu í síðustu viku.
Í s.l. viku urðu fimm minniháttar umferðaróhöpp í umdæminu,sem tilkynnt voru til lögreglu,tvö við Hólmavík  og eitt í Vestfjarðargöngunum.Óhöpp þessi voru öll minniháttar,litlar skemmdir og engin slys á fólki.

Fimm voru teknir fyrir of hraðann akstur í nágrenin við Hólmavík og á svæði lögreglunnar á Holtavörðuheiðinni.Sá sem hraðast ók, var mældur á 125 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Höfð voru afskipti af nokkrum ökumönnum vegna ljósabúnaðar bifreiða og þá voru nokkrir ökumenn boðaðir með bifreiðar sínar til skoðunar. Þá vill lögregla brýna fyrir ökumönnum að fylgjast með ljósabúnaði bifreiða sinna og lagfæra ljós þegar þau bila.

Í umdæminu voru víða haldin þorrablót um helgina og var fjölmenni á þeim samkomum.  Fóru þau öll vel fram og án teljandi afskipta lögreglu .

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 31. janúar 2010

Vestfirðingar mótmæltu lokun RÚV Vest.

Svæðisútvarp Vestjarða er í Aðalstræti 22 á Ísafirði.Mynd RÚV.
Svæðisútvarp Vestjarða er í Aðalstræti 22 á Ísafirði.Mynd RÚV.

Vestfirðingar mótmæltu á laugardaginn fyrirhugaðri lokun svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins á Ísafirði og uppsögn fréttamanns þar.Eins og fram hefur komið í fréttum var Guðrúnu Sigurðardóttur fréttamanni sagt upp á dögunum.
Þá hópaðist fólk einnig saman fyrir utan svæðisstöð RÚV á Egilsstöðum til að mótmæla niðurskurði þar.

Ályktun var lesin fyrir Steingrím J Sigfússon, fjármálaráðherra, og Kristján Möller, samgönguráðherra, sem staddir voru þar í bæ. Í henni segir að Ríkisútvarpið hafi bæði öryggis- og menningarlegum skyldum að gegna. Skorað var á menntamálaráðherra og stjórn RÚV að endurskoða niðurskurðartillögurnar.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Síðasti veggurinn feldur.
  • Maddý-Sirrý og Siggi.
  • Njáll Gunnarsson og Gunnsteinn Gíslason.
  • Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir útibústjóri útibús. ksn og  póstmeistari skálar við Jón Guðbjörn sextugann.
  • Lítill ísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu.17-01-2010.
Vefumsjón