Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. febrúar 2010
Prenta
Veðurguðirnir taka völdin.
Eins og komið hefur fram hér á vefnum og víðar í fjölmiðlum fyrir áramót,verður ekkert mokað í Árneshrepp eftir 5 janúar og fram til endaðan mars eftir svonefndri G reglu Vegagerðarinnar.
En nú í mánuðinum sem var að líða og það sem er af þessum mánuði er engu líkara en að Veðurguðirnir hafi tekið fram fyrir hendurnar á þeirri ágætu stofnun,því fært hefur verið mestallan janúar nema með smá undantekningum í byrjun mánaðar,meira að segja eru vegir sléttir eftir að frysti því vatn var í holum og fraus.
Það er því engu líkara en að Veðurguðirnir standi með hreppsbúum enn um sinn,hvað þeyr sjá lengi um að halda veginum opnum norður í Árneshrepp skal ósagt látið.