Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 31. janúar 2010
Prenta
Vestfirðingar mótmæltu lokun RÚV Vest.
Vestfirðingar mótmæltu á laugardaginn fyrirhugaðri lokun svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins á Ísafirði og uppsögn fréttamanns þar.Eins og fram hefur komið í fréttum var Guðrúnu Sigurðardóttur fréttamanni sagt upp á dögunum.
Þá hópaðist fólk einnig saman fyrir utan svæðisstöð RÚV á Egilsstöðum til að mótmæla niðurskurði þar.
Ályktun var lesin fyrir Steingrím J Sigfússon, fjármálaráðherra, og Kristján Möller, samgönguráðherra, sem staddir voru þar í bæ. Í henni segir að Ríkisútvarpið hafi bæði öryggis- og menningarlegum skyldum að gegna. Skorað var á menntamálaráðherra og stjórn RÚV að endurskoða niðurskurðartillögurnar.