Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. febrúar 2010

Skýrsla um lausnir við fjárhagsvanda hafna.

Hafskipabryggjan á Norðurfirði.
Hafskipabryggjan á Norðurfirði.

Meðal tillagna nefndar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um fjárhagsvanda hafna er að endurskoða þurfi hafnalög, verkaskipting hafna verði auðvelduð og úrelding gerð möguleg og að  eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga verði falið að hafa sérstakt eftirlit með rekstri hafna.

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skipaði í febrúar á síðasta ári nefnd til að gera tillögur um hvernig bregðast mætti við fjárhagsvanda hafna. Nefndin skilaði ráðherra skýrslu sinni fyrir helgina og er þar að finna viðamikla greiningu á fjárhagsvanda hafna og ýmsar tillögur um hvernig bæta má fjárhagsstöðu þeirra.

Formaður nefndarinnar var Smári Geirsson, kennari og sveitarstjórnarmaður, skipaður samkvæmt tilnefningu Hafnasambands Íslands. Aðrir í nefndinni voru Gunnlaugur Júlíusson, skipaður samkvæmt tilnefningu Hafnasambands Íslands, Ólafur Örn Ólafsson, skipaður án tilnefningar, Sigurður Áss Grétarsson, skipaður án tilnefningar, Stefanía Traustadóttir, skipuð án tilnefningar, Svanhvít Axelsdóttir, skipuð án tilnefningar og Magnús Jónsson, skipaður samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfsmaður nefndarinnar var Rúnar Guðjónsson, viðskiptafræðingur, í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. febrúar 2010

Veðurguðirnir taka völdin.

Frá vorsnjómoktsri í fyrra.
Frá vorsnjómoktsri í fyrra.
Eins og komið hefur fram hér á vefnum og víðar í fjölmiðlum fyrir áramót,verður ekkert mokað í Árneshrepp eftir 5 janúar og fram til endaðan mars eftir svonefndri G reglu Vegagerðarinnar.

En nú í mánuðinum sem var að líða og það sem er af þessum mánuði er engu líkara en að Veðurguðirnir hafi tekið fram fyrir hendurnar á þeirri ágætu stofnun,því fært hefur verið mestallan janúar nema með smá undantekningum í byrjun mánaðar,meira að segja eru vegir sléttir eftir að frysti því vatn var í holum og fraus.

Það er því engu líkara en að Veðurguðirnir standi með hreppsbúum enn um sinn,hvað þeyr sjá lengi um að halda veginum opnum norður í Árneshrepp skal ósagt látið.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. febrúar 2010

Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2010.

Ísspöng NA af Hornbjargi.Mynd Ingibjörg Jónsdóttir hjá JHÍ.
Ísspöng NA af Hornbjargi.Mynd Ingibjörg Jónsdóttir hjá JHÍ.
1 af 3
Veðrið í Janúar 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Í fyrstu viku mánaðar var hægviðri yfirleitt með frosti.Þann 7,hlýnaði í veðri og var góður bloti fram til 11,og tók snjó mikið til upp á láglendi.Síðan frysti og hlýnaði á víxl með stillum og fallegu veðri fram til 15.Síðan voru mest Suðlægar vindáttir með nokkuð góðum hita yfirleitt fram til 27,þegar kólnaði talsvert og var frost síðan út mánuðinn með hægviðri.

Úrkomulítið var í mánuðinum.

Vindur náði 12 vindstigum um miðjan dag í kviðum þann 25.Smávegis tjón varð þegar gámur frá Sorpsamlagi Strandasýslu fauk úr malargryfju við Víganes og upp með Gjögurvatni um 800 til 1000 m,og gjöreyðilagðist.Þá brotnaði rúða í kyrrstæðum bíl á Norðurfirði þegar grjót eða möl fauk á hann.

Nokkuð var um hafís í mánuðinum úti fyrir Ströndum og Vestfjörðum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. febrúar 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 25 jan til 1 feb.2010.

Fimm minniháttar umferðaóhöpp urðu í síðustu viku.
Fimm minniháttar umferðaóhöpp urðu í síðustu viku.
Í s.l. viku urðu fimm minniháttar umferðaróhöpp í umdæminu,sem tilkynnt voru til lögreglu,tvö við Hólmavík  og eitt í Vestfjarðargöngunum.Óhöpp þessi voru öll minniháttar,litlar skemmdir og engin slys á fólki.

Fimm voru teknir fyrir of hraðann akstur í nágrenin við Hólmavík og á svæði lögreglunnar á Holtavörðuheiðinni.Sá sem hraðast ók, var mældur á 125 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Höfð voru afskipti af nokkrum ökumönnum vegna ljósabúnaðar bifreiða og þá voru nokkrir ökumenn boðaðir með bifreiðar sínar til skoðunar. Þá vill lögregla brýna fyrir ökumönnum að fylgjast með ljósabúnaði bifreiða sinna og lagfæra ljós þegar þau bila.

Í umdæminu voru víða haldin þorrablót um helgina og var fjölmenni á þeim samkomum.  Fóru þau öll vel fram og án teljandi afskipta lögreglu .

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 31. janúar 2010

Vestfirðingar mótmæltu lokun RÚV Vest.

Svæðisútvarp Vestjarða er í Aðalstræti 22 á Ísafirði.Mynd RÚV.
Svæðisútvarp Vestjarða er í Aðalstræti 22 á Ísafirði.Mynd RÚV.

Vestfirðingar mótmæltu á laugardaginn fyrirhugaðri lokun svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins á Ísafirði og uppsögn fréttamanns þar.Eins og fram hefur komið í fréttum var Guðrúnu Sigurðardóttur fréttamanni sagt upp á dögunum.
Þá hópaðist fólk einnig saman fyrir utan svæðisstöð RÚV á Egilsstöðum til að mótmæla niðurskurði þar.

Ályktun var lesin fyrir Steingrím J Sigfússon, fjármálaráðherra, og Kristján Möller, samgönguráðherra, sem staddir voru þar í bæ. Í henni segir að Ríkisútvarpið hafi bæði öryggis- og menningarlegum skyldum að gegna. Skorað var á menntamálaráðherra og stjórn RÚV að endurskoða niðurskurðartillögurnar.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. janúar 2010

Uppsetning á háhraðaneti á lokaspretti á Ströndum.

Nú hillir í að Kjörvogur og Djúpavík fái Háhraðanetið.
Nú hillir í að Kjörvogur og Djúpavík fái Háhraðanetið.

Fjarskiptasjóður og Síminn hafa undanfarnar vikur unnið að háhraðanetvæðingu á Vestfjörðum. Verkefnið hefur gengið mjög vel og er uppbyggingu kerfis og tenging notenda lokið að stærstum hluta. 

 

Fleiri hafa notað sér þjónustuna en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir og hafa  einhver vandamál komið upp því tengt m.a. í kringum Trékyllisvík og var það leyst með stækkunum á stöðinni. Til stendur að stækka stöðina enn frekar. Það sama gildir um 3G stöðina á Hvítabjarnarhóli. 

 

Uppsetning á Djúpavík hefur reynst  erfiðari en búist var við sökum þess að ekki var hægt að leysa málið með gervihnattatengingu eins og til stóð.  Til þess að tryggja sem best samband mun Síminn setja upp nýja 3G stöð í Kjörvogi sem dekka mun stóran hluta Reykjafjarðar þ.m.t.   Djúpavík og Kjörvog.  Ef áætlanir ganga eftir mun stöðin í Kjörvogi verða gangsett  fljótlega eftir páska. 

 

Með tilkomu 3G í Trékyllisvík náðist í fyrsta skipti gsm/3G farsímasamband á svæðinu og þegar 3G verður uppsett í Kjörvogi verður farsímasambandi í stórum hluta Reykjafjarðar en á þessum stöðum var áður takmarkað NMT samband.
Segir í frétt frá Margréti Stefánsdóttur Forstöðumanns Samskiptasviðs Símans.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. janúar 2010

Boðsbréf á Þjóðfund Vestfjarða í Bolungarvík.

Mikilvægt er að svara boðsbréfum.
Mikilvægt er að svara boðsbréfum.

Boðsbréf Fjórðungssambands Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Sóknaráætlunar 20/20, á Þjóðfund Vestfjarða, sem haldinn verður í Íþróttahúsinu Bolungarvík laugardaginn 6. febrúar n.k., eru nú að berast þjóðfundsgestum á Vestfjörðum. 

Til að fundurinn nái markmiðum sínum þarf að tryggja ákveðin fjölda fundargesta, því er mikilvægt að fundargestir svari boðsbréfi með staðfestingu um mætingu, boðun eða afboðun. Í stað þeirra sem afboða sig munu fundarboðendur boða nýja einstaklinga. Því eru fundargestir hvattir til að svara bréfi fundarboðenda nú um helgina 30. / 31. janúar eða eigi síðar en að morgni mánudags 1.febrúar. Staðfestingu skal tilkynna á netfangið gunnasigga@uwestfjord.is eða í síma 450 3000. 

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. janúar 2010

Landaður botnfiskur á Norðurfirði á árunum 1993 til 2009.

Frá höfninni á Norðurfirði 2004.
Frá höfninni á Norðurfirði 2004.
Hér á eftir kemur tafla yfir landaðan botnfisk á Norðurfirði og er miðað við slægðan fisk,allt er hér í tonnum.

1993:128.t

1994:164.t

1995:153.t

1996:184.t

1997:331.t

1998:170.t

1999:142.t

2000:240.t

2001:299.t

2002:677.t

2003:520.t

2004:548.t

2005:118.t

2006:124.t

2007:  88.t

2008:  22.t

2009:  52.t

Þarna sést að mestum afla hefur verið landað á árinu 2002 eða 677.t og næst mest á árinu 2004 eða 548.t.Þetta skýrist á því að mikið var um að aðkomubátur lögðu upp á Norðurfirði og var vigtaður þar og síðan fluttur á markað með bílum.
Breytingar á milli áranna 1993 til 2009 er -59,0 %.

Athygli vekur að á Djúpavík var síðast landað botnfiski á árinu 1993 þá 48.t og engu hefur verið landað þar síðan.

Þetta kemur fram á vef Fiskistofu hér.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. janúar 2010

Ískort og yfirborðsstraumakort.

Ískort og yfirborðsstraumakort.
Ískort og yfirborðsstraumakort.
1 af 2
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var hvítabjörn felldur við bæinn Ósland í Þistilfirði laust eftir klukkan hálf fjögur í dag; tveimur tímum eftir að fyrst sást til hans. Umhverfisstofnun segir að aðstæður hafi ekki verið ákjósanlegar til að reyna björgun.
Nú hefur Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sett inn yfirborðshafstrauma inná kort sem byggir á yfirborðshafstraumakorti frá prófessor Unnsteini Stefánssyni sem á vel við til að sjá hvernig yfirborðstraumur hafi geta hjálpað ísbirninum að komast jafnvel langt úr Vestri til Norðausturlands.Björninn hefur fyrst borist með jökum enn síðan þurft að synda ansi langt.
Einnig merkti hún inn þar sem ísbjörninn var felldur.
Kortið ætti að skýra sig nokkuð vel sjálft.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. janúar 2010

Nám í svæðisleiðsögn.

Svæðisleiðsögn,skáningu líkur 29 janúar.
Svæðisleiðsögn,skáningu líkur 29 janúar.
Fréttatilkynning frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða:

Fræðslumiðstöð Vestfjarða er að fara af stað með nám í svæðisleiðsögn á Vestfjörðum og í Dölum. Námið hefst í febrúar en skráningu lýkur föstudaginn 29. janúar. Kynningarfundur um námið verður haldinn í fjarfundi miðvikudaginn 27. janúar og hefst kl 20. Hann verður aðgengilegur í Grunnskólanum á Reykhólum, Þekkingarsetrinu Skor á Patreksfirði og hjá Fræðslumiðstöðinni á Ísafirði. Vegna tæknilegra örðugleika verður ekki fjarfundur á Ströndum, en áhugasömum Strandamönnum er bent á að setja sig í samband við Kristínu Sigurrós Einarsdóttur verkefnastjóra sem hefur umsjón með náminu.

Svæðisleiðsögn er ein undirgreina leiðsögunáms. Svæðisleiðsögunám á Vestfjörðum er haldið í samvinnu við Leiðsöguskóla Íslands, sem ber faglega ábyrgð á náminu, yfirfer umsóknir, sér um mat og gefur út prófskírteini. Aðrir samstarfsaðilar eru Ferðamálasamtök Vestfjarða og Vaxtarsamningur Vestfjarða.
Markmið námsins er að nemendur öðlist almenna þekkingu á leiðsögn og sérþekkingu á Vestfjörðum. Námið fæst að hluta til metnið inn í almennt leiðsögunám ef nemandi fer í það síðar.

Í heild er námið 253 kennslustundir.  Það er kennt á þremur önnum, hefst á vorönn 2010 og lýkur á vorönn 2011. Þátttakendur koma saman á tveimur helgarlotum á fyrstu önn, þremur lotum á annarri og fjórum á þriðju önn. Loturnar eru haldnar á ýmsum stöðum á Vestfjörðum en þess á milli fer námið fram í dreifnámi.

Þátttakendur velja sér tungumál, annað hvort erlent mál eða íslensku.

Umsækjendur þurfa að vera orðnir 21 árs við upphaf námsins. Þeir þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi, eða hafi starfsreynslu sem unnt er að meta.


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Björn Torfason heldur ræðu.Barnabarn hans fylgist með afa sínum.
Vefumsjón