Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. janúar 2010

Flugi aflýst annan daginn í röð á Gjögur.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Nú hefur flugfélagið Ernir aflýst flugi til Gjögurs annan daginn í röð á Gjögur.
Flugvél frá þeim ætlaði í loftið kl 10:30 í morgun frá Reykjavík en þá var orðið mjög hvasst á Gjögurflugvelli,en ekkert í líkingu og var í gær.
Flug verður athugað á morgun til Gjögurs.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. janúar 2010

Ofsaveður.

Séð til Krossnessfjalls.
Séð til Krossnessfjalls.
1 af 2
Ofsaveður er nú hér í Árneshreppi.

Á veðurmælum á veðurstöðinni í Litlu-Ávík hefur meðalvindhraði verið þetta 52 til 58 hnútar eða 27 til 30 m/s eða tíu til ellefu vindstig gömul.Hviður hafa farið í 80 hnúta eða í 41 m/s eða langt yfir 12 vindstig.Þetta er á milli kl 14:00 og til 15:30.Veður er af Suðsuðvestri.

Á Gjögurflugvelli voru kl 15:00 28 m/s og mesta kviða í 46 m/s.
Þetta hefur veri rok,ofsaveður eða fárviðri frá því uppúr hádegi.ef notaðar eru gömlu góðu veðurlýsingarnar.
Eftir spá á að draga úr veðurhæð undir kvöld.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. janúar 2010

Flugi hefur verið aflýst á Gjögur.

Sveindís Guðfinnsdóttir flugvallarvörður á Gjögri.
Sveindís Guðfinnsdóttir flugvallarvörður á Gjögri.
Að sögn Sveindísar Guðfinnsdóttur flugvallarvarðar á Gjögurflugvelli hefur Flugfélagið Ernir nú aflýst flugi til Gjögurs í dag vegna hvassviðris sem er skollið á og fer versnandi,en spáð er allt uppí 23m/s í dag.
Viðvörun er einnig í lofti frá Veðurstofu Íslands.
Athugað verður með flug á morgun.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 22. janúar 2010

Frá Grænhóli til Litlu-Ávíkur.

Á Grænhóli við Reykjarfjörð var fyrsta veðurathugunarstöð í Árneshreppi fyrir Veðurstofu Íslands.
Á Grænhóli við Reykjarfjörð var fyrsta veðurathugunarstöð í Árneshreppi fyrir Veðurstofu Íslands.
Í Árneshreppi á Ströndum hafa verið fimm veðurstöðvar með mismunandi mælingar allt frá árunum 1878 til 1883, en þá var veðurstöð í Kjörvogi á vegum dönsku veðurstofunnar. Og verður hennar ekki getið meir hér.(heimild Saga Veðurstofu Íslands eftir Hilmar Garðarsson).

 

En fyrsta veðurstöð fyrir Veðurstofu Íslands var á Grænhóli við Reykjarfjörð,en þar var veðurfarsstöð sem mældi hita, úrkomu og snjódýpt,en vindhraði var metinn.

Önnur stöðin var svo Kjörvogur sem var skeytastöð og sendi skeyti til VÍ í gegnum síma (og veðurbók send mánaðarlega), allar hefðbundnar veðurathuganir gerðar,vindur var þar alltaf áætlaður.

Þriðja stöðin var svo Gjögur sem var einnig skeytastöð, það er að send voru skeyti í gegnum síma en síðasta árið í gegnum tölvu. Allar hefðbundnar veðurathuganir, vindur alltaf áætlaður.

Fjórða stöðin er síðan Litla-Ávík sem er skeytastöð og sendir öll veðurskeyti í gegnum tölvu, þar var fyrsti vindhraða og vindstefnumælir settur á veðurstöð í Árneshreppi,sendir 5 veðurskeyti á dag.

Fimmta stöðin var svo Munaðarnes sem var úrkomustöð, það er mældi úrkomu og snjódýpt. Því miður lagðist þessi stöð af árið 2005 þegar fólkið hætti búskap og flutti á Snæfellsnes.

Hér á eftir kemur svo úrkomulisti frá Veðurstofu Íslands sem þar var tekin saman yfir þessar veðurstöðvar í Árneshreppi frá desember 1921 til síðasta árs 2009.Einhverra hluta vegna vantar nokkra mánuði.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 22. janúar 2010

Svæðisleiðsögunám að hefjast.

Hólmavík.Mynd Mats Wibe Lund:-Hægt er að taka þátt með fjarfundabúnaði á Hólmavík.
Hólmavík.Mynd Mats Wibe Lund:-Hægt er að taka þátt með fjarfundabúnaði á Hólmavík.
Miðvikudaginn 27. janúar kl. 20:00 verður haldinn opinn kynningarfundur á Ísafirði um svæðisleiðsögunám á Vestfjörðum þar sem farið verður yfir fyrirkomulag námsins.Áhugasamir utan norðanverðra Vestfjarða geta tekið þátt í fundinum með hjálp fjarfundabúnaðar á Hólmavík,Reykhólum og Patreksfirði. Námið er haldið af Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samvinnu við Leiðsöguskóla Íslands sem ber faglega ábyrgð á náminu,og Ferðamálasamtök Vestfjarða. Markmið námsins er að nemendur öðlist almenna þekkingu á leiðsögn og sérþekkingu á Vestfjörðum. Á fyrstu önn koma þátttakendur saman á tveimur helgarlotum, en á annarri og þriðju önn verða þrjár helgarlotur,en námið fer að öðru leyti fram í dreifnámi. Helgarloturnar eru haldnar á mismunandi stöðum á Vestfjörðum. Allar nánari upplýsingar um svæðisleiðsögunámið er að finna á vef Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. janúar 2010

Úrkoman í Litlu-Ávík fyrir árið 2009.

Úrkomumælirinn í Litlu-Ávík.
Úrkomumælirinn í Litlu-Ávík.
 

Úrkoman í Litlu-Ávík fyrir árið 2009.

Janúar:121,6 mm.

Febrúar:53,0 mm.

Mars:84,2 mm.

Apríl:121,2 mm.

Maí:48,1 mm.

Júní:11,8 mm.

Júlí:49,0 mm.

Ágúst:131,1 mm.

September:57,8 mm.

Október:94,5 mm.

Nóvember:111,6 mm.

Desember:110,7 mm.

----------------------------------.

Alls úrkoma 2009:994,6 mm.

Og er þetta mesta úrkoma yfir heilt ár síðan mælingar hófust í Litlu-Ávík 1995.

En næst mest var úrkoman 2006 þá 993,2 mm.Og  2007 er hún 972,0 mm.Og eru þessi þrjú skipti sem úrkoma fer í tæpa þúsund mm.Úrkoman virðist hafa farið vaxandi eftir aldamótin síðustu.

Minnsta úrkoma sem hefur mælst í Litlu-Ávík var árið 2001 þá 722,6 mm.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. janúar 2010

TF-SIF fór í ískönnunarflug í gærkvöldi.

Ískort frá JHÍ þann 20-01-2010.
Ískort frá JHÍ þann 20-01-2010.
Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í ískönnunarflug miðvikudagskvöldið 20. janúar.Ísdreifar sáust á ratsjá N af Horni, þó ekkert sem hægt var að kalla samfellt.Ísröndin var næst landi 50 sml NV af Straumnesi, 54 sml NV frá Barða og 67 sml NV frá Látrabjargi.
Ískort er hér með frá JHÍ þar sem búið er að setja inn ísinn eftir upplýsingum Landhelgisgæslu.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. janúar 2010

Styrkir til atvinnumála kvenna lausir til umsóknar.

Frá Norðurfirði.Mynd Ágúst G Atlason.
Frá Norðurfirði.Mynd Ágúst G Atlason.
Nú eru styrkir til atvinnumála kvenna lausir til umsóknar en það er Félags- og tryggingamálaráðherra sem veitir þá ár hvert. Að þessu sinni eru 30 milljónir til úthlutunar. Vinnumálastofnun hefur umsjón með styrkveitingunum og er umsóknarfrestur til og með 7.febrúar. Hægt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, til vöruþróunar, markaðsmála, vegna efniskostnaðar og hönnunar svo eitthvað sé nefnt.
Sjá nánar hér.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. janúar 2010

Átta þjóðfundir í öllum landshlutum.

Borgarnes.Mynd Mats Wibe Lund.Fundur verður sem dæmi í Borgarnesi og á Ísafirði.
Borgarnes.Mynd Mats Wibe Lund.Fundur verður sem dæmi í Borgarnesi og á Ísafirði.
Á vefsíðu forsætisráðuneytisins er sagt frá því að haldnir verði átta „þjóðfundir" í öllum landshlutum á tímabilinu 30. janúar til 20. mars. Fundirnir eru hluti af sóknaráætlun 20/20 þar sem ætlað er að ná fram samstöðu um lykilákvarðanir og framtíðarsýn fyrir atvinnulíf og samfélag sem skili okkur til móts við bjartari og betri tíma eins hratt og örugglega eins og kostur er.  Þar munu koma saman fulltrúar landshlutanna, sérfræðingar og fulltrúar hagsmunaaðila ásamt jafnmörgum einstaklingum úr röðum heimamanna sem valdir verða með úrtaki úr þjóðskrá líkt og gert var fyrir Þjóðfundinn í Laugardalshöll yfir landið í heild. Búist er við 100 til 200 manns á hvern fund í landshlutunum.
Sjá nánar á vef Forsætisráðuneytisins.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. janúar 2010

Hafísinn fjarlægist.

Hafískort JHÍ frá í gær.
Hafískort JHÍ frá í gær.
Þriðjudaginn 19.janúar 2010 fór flugvél Landhelgisgæslunnar í eftirlits - og ískönnunarflug fyrir norðurlandi.
Kl.20:30 var komið að ísbreiðu út af Húnaflóa. Um var að ræða þéttar ísspangir og gisinn ís á milli.
Skip og bátar eru beðnir að fara með aðgát á svæðinu fyrir Horn og á Húnaflóasvæðinu.
Nú spáir Veðurstofan áframhaldandi Suðlægum eða Austlægum vindáttum fram yfir helgi í það minnsta,þannig að hafísinn ætti að færast enn frekar fjær landi.
Ískort er hér með þar sem Ingibjörg Jónsdóttir hjá JHÍ hefur sett inn ísinn eftir flug gæslunnar í gær.Annars skýrir kortið sig sjálft.
Hafísvef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands má sjá hér.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Pétur og Össur.
  • Bílskúrshurð inni.03-12-2008.
  • Íshrafl í Ávíkinni 18-12-2010.
  • Séð yfir Norðurfjörð.
Vefumsjón