Ofsaveður.
Á veðurmælum á veðurstöðinni í Litlu-Ávík hefur meðalvindhraði verið þetta 52 til 58 hnútar eða 27 til 30 m/s eða tíu til ellefu vindstig gömul.Hviður hafa farið í 80 hnúta eða í 41 m/s eða langt yfir 12 vindstig.Þetta er á milli kl 14:00 og til 15:30.Veður er af Suðsuðvestri.
Á Gjögurflugvelli voru kl 15:00 28 m/s og mesta kviða í 46 m/s.
Þetta hefur veri rok,ofsaveður eða fárviðri frá því uppúr hádegi.ef notaðar eru gömlu góðu veðurlýsingarnar.
Eftir spá á að draga úr veðurhæð undir kvöld.
Flugi hefur verið aflýst á Gjögur.
Viðvörun er einnig í lofti frá Veðurstofu Íslands.
Athugað verður með flug á morgun.
Frá Grænhóli til Litlu-Ávíkur.
En fyrsta veðurstöð fyrir Veðurstofu Íslands var á Grænhóli við Reykjarfjörð,en þar var veðurfarsstöð sem mældi hita, úrkomu og snjódýpt,en vindhraði var metinn.
Önnur stöðin var svo Kjörvogur sem var skeytastöð og sendi skeyti til VÍ í gegnum síma (og veðurbók send mánaðarlega), allar hefðbundnar veðurathuganir gerðar,vindur var þar alltaf áætlaður.
Þriðja stöðin var svo Gjögur sem var einnig skeytastöð, það er að send voru skeyti í gegnum síma en síðasta árið í gegnum tölvu. Allar hefðbundnar veðurathuganir, vindur alltaf áætlaður.
Fjórða stöðin er síðan Litla-Ávík sem er skeytastöð og sendir öll veðurskeyti í gegnum tölvu, þar var fyrsti vindhraða og vindstefnumælir settur á veðurstöð í Árneshreppi,sendir 5 veðurskeyti á dag.
Fimmta stöðin var svo Munaðarnes sem var úrkomustöð, það er mældi úrkomu og snjódýpt. Því miður lagðist þessi stöð af árið 2005 þegar fólkið hætti búskap og flutti á Snæfellsnes.
Hér á eftir kemur svo úrkomulisti frá Veðurstofu Íslands sem þar var tekin saman yfir þessar veðurstöðvar í Árneshreppi frá desember 1921 til síðasta árs 2009.Einhverra hluta vegna vantar nokkra mánuði.
Meira
Svæðisleiðsögunám að hefjast.
Úrkoman í Litlu-Ávík fyrir árið 2009.
Úrkoman í Litlu-Ávík fyrir árið 2009.
Janúar:121,6 mm.
Febrúar:53,0 mm.
Mars:84,2 mm.
Apríl:121,2 mm.
Maí:48,1 mm.
Júní:11,8 mm.
Júlí:49,0 mm.
Ágúst:131,1 mm.
September:57,8 mm.
Október:94,5 mm.
Nóvember:111,6 mm.
Desember:110,7 mm.
----------------------------------.
Alls úrkoma 2009:994,6 mm.
Og er þetta mesta úrkoma yfir heilt ár síðan mælingar hófust í Litlu-Ávík 1995.
En næst mest var úrkoman 2006 þá 993,2 mm.Og 2007 er hún 972,0 mm.Og eru þessi þrjú skipti sem úrkoma fer í tæpa þúsund mm.Úrkoman virðist hafa farið vaxandi eftir aldamótin síðustu.
Minnsta úrkoma sem hefur mælst í Litlu-Ávík var árið 2001 þá 722,6 mm.
TF-SIF fór í ískönnunarflug í gærkvöldi.
Ískort er hér með frá JHÍ þar sem búið er að setja inn ísinn eftir upplýsingum Landhelgisgæslu.
Styrkir til atvinnumála kvenna lausir til umsóknar.
Sjá nánar hér.
Átta þjóðfundir í öllum landshlutum.
Sjá nánar á vef Forsætisráðuneytisins.
Hafísinn fjarlægist.
Kl.20:30 var komið að ísbreiðu út af Húnaflóa. Um var að ræða þéttar ísspangir og gisinn ís á milli.
Skip og bátar eru beðnir að fara með aðgát á svæðinu fyrir Horn og á Húnaflóasvæðinu.
Nú spáir Veðurstofan áframhaldandi Suðlægum eða Austlægum vindáttum fram yfir helgi í það minnsta,þannig að hafísinn ætti að færast enn frekar fjær landi.
Ískort er hér með þar sem Ingibjörg Jónsdóttir hjá JHÍ hefur sett inn ísinn eftir flug gæslunnar í gær.Annars skýrir kortið sig sjálft.
Hafísvef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands má sjá hér.