Skýrsla um lausnir við fjárhagsvanda hafna.
Meðal tillagna nefndar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um fjárhagsvanda hafna er að endurskoða þurfi hafnalög, verkaskipting hafna verði auðvelduð og úrelding gerð möguleg og að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga verði falið að hafa sérstakt eftirlit með rekstri hafna.
Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skipaði í febrúar á síðasta ári nefnd til að gera tillögur um hvernig bregðast mætti við fjárhagsvanda hafna. Nefndin skilaði ráðherra skýrslu sinni fyrir helgina og er þar að finna viðamikla greiningu á fjárhagsvanda hafna og ýmsar tillögur um hvernig bæta má fjárhagsstöðu þeirra.
Formaður nefndarinnar var Smári Geirsson, kennari og sveitarstjórnarmaður, skipaður samkvæmt tilnefningu Hafnasambands Íslands. Aðrir í nefndinni voru Gunnlaugur Júlíusson, skipaður samkvæmt tilnefningu Hafnasambands Íslands, Ólafur Örn Ólafsson, skipaður án tilnefningar, Sigurður Áss Grétarsson, skipaður án tilnefningar, Stefanía Traustadóttir, skipuð án tilnefningar, Svanhvít Axelsdóttir, skipuð án tilnefningar og Magnús Jónsson, skipaður samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfsmaður nefndarinnar var Rúnar Guðjónsson, viðskiptafræðingur, í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Meira