Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. febrúar 2010
Prenta
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 1 feb til 8 feb.2010.
Fjögur umferðaróhöpp urðu í umdæminu í s.l. 4 feb varð árekstur við gatnamót Skutulsfjarðarbrautar og Seljalandsvegar,þar skullu tvær bifreiðar saman,talsverðar skemmdir á ökutækjum,ökumenn kenndu sér eymsla eftir og leituðu sjálfir til læknis,bifreiðarnar óökuhæfar og dregnar í burtu með krana.Sama dag varð minniháttar óhapp í Bolungarvík,þar bakkaði lyftari á bifreið við fiskmarkaðinn.6 feb var tilkynnt um fjórhjólaslys á Reykhólum,þar hafði maður dottið af fjórhjóli þar sem hann var í fjórhjólaferð við Vaðalfjöll,þar voru nokkur fjórhjól á ferðinni,maðurinn kenndi sér eymsla í öxl,hann var sjálfur kominn að Reykhólum,þar sem sjúkrabíll tók hann og flutti á Heilsugæsluna í Búðardal til skoðunar.Þann sama dag var einnig tilkynnt um útafakstur á Gemlufallsheiðinni,þar hafnaði bifreið út fyrir veg og var óökuhæf,bifreiðin fjarlægð með krana.
Föstudaginn 5 feb kom upp eldur í kyndiklefa sem stóð skammt frá sumarhúsi í Flatey á Breiðafirði.Heimamönnum tókst að slökkva eldinn og bjarga því að hann læstist ekki í sumarhúsið.Kyndiklefinn brann til kaldra kola,eldsupptök eru ókunn.Málið er í rannsókn.
Þá var umferðin frekar róleg í umdæminu í vikunni,þó var einn stöðvaður fyrir of hraðann akstur.Þá var einn ökumaður stöðvaður,grunaður um fíkniefnaakstur. Nokkrir ökumenn voru áminntir vegna ljósabúnaðar.