Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. febrúar 2010 Prenta

Veður versnandi fer.

Vindaspá Veðurstofu Íslands kl 18.00 á sunnudaginn 14 feb.
Vindaspá Veðurstofu Íslands kl 18.00 á sunnudaginn 14 feb.

Nú virðist sem góða kaflanum sem verið hefur sé að ljúka í bili að minnsta kosti ef veðurspá Veðurstofu Íslands gengur eftir:
Hæg suðlæg átt og skýjað en þurrt að kalla. Austan 3-8 og dálítil rigning í kvöld. Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og skúrir eða rigning með köflum á morgun. Hiti 0 til 7 stig.
Á sunnudag:
Vestlæg átt, 5-10 m/s og skúrir eða él, en léttskýjað SA-lands. Gengur í 13-20 m/s með snjókomu, fyrst NV-lands upp úr hádegi, en þurrt að kalla syðra. Kólnar ört í veðri.
Á mánudag og þriðjudag:
Ákveðin norðanátt með éljum eða snjókomu N- og A-lands og frost 0 til 8 stig.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Dregur smám saman úr vindi og ofankomu, en talsvert frost.
Hér er líka langtímaspá Norsku Veðurstofunnar fyrir svæðið hér,en sú spá gerir ráð fyrir mikilli úrkomu í þessu NA veðri frá sunnudegi og eins langt og séð verður.Langtímaspá YR.NO má sjá hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Jón Guðbjörn og Guðrún smelltu af samtímis.Og þetta varð útkoma Jóns G.
  • Ís í Ávíkinni og sést til hafs.
  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
Vefumsjón