Hafís við Hornbjarg hefur nánast náð landi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
Á gervihnattamynd frá því í hádeginu í dag kl.11:56 sést hafísröndin ágætlega.
Gisinn ís er um 15 sml frá Hornbjargi, en hafístunga teygir sig suður í átt að Ströndum og hefur færst aðeins nær landi frá því í gær og er nú um 14 sml frá landi.Hafístunga er svo um 21 sml frá Straumnesi. Takið eftir að einnig vottar fyrir mögulegum stökum jökum út frá Barða.
Sjófarendur eru beðnir um að fara að öllu með gát.
Þetta kemur fram á hafísvef Veðurstofu Íslands.
Á gervihnattamynd frá því í gærkvöldi (13. janúar) kl. 22:45 sést að gisinn ís er um 12 sml frá Hornbjargi og ístunga með þéttum ís er um 17 sml út frá Geirólfsgnúpi. Ístungan sem teygir sig í átt að Straumnesi hefur fjarlægst og er nú 24 sml frá landi.
Austlæg átt verður í dag og á morgun, en á laugardag norðlæg átt. Á sunnudag og fram á mánudag er búist við suðvestanátt, en eftir það er útlit fyrir að austlæg átt verði ríkjandi.
Sjófarendur eru beðnir um að fara að öllu með gát.
Þetta kemur fram á hafísvef Veðurstofu Íslands.
Á Grímsey ST-2 eru bræðurnir Friðgeir og Halldór Höskuldssynir ásamt Halldóri Loga Friðgeirssyni.
Þetta kemur fram á www.strandir.is
Frakkar eru eins og fyrr lang stærstu kaupendur af grásleppukavíar, næstir þeim voru Þjóðverjar sem í mörg fyrri ár hafa haldið sig neðarlega á listanum.
Af söltuðum hrognum var mest flutt út til Þýskalands, Svíar komu þar skammt á eftir og Danir voru þriðju stærstu kaupendurnir.
Þetta kemur fram á vef Landssamands smábátaeiganda,en hann má sjá hér.
Ingibjörg Jónsdóttir hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sendi vefnum nýjustu myndina af hafísröndinni,en hún fylgist mjög vel með breytingu á ísnum oft á dag með Envisat ratsjámyndum.
Skv myndinni sem er síðan kl 12:00 á hádegi er ísinn næstur landi 14 sjómílur NV frá Straumnesi og 22 sjómílur NA af Hornbjargi.
Mikil ferð er á ísnum og eru sjófarendur beðnir að sigla með gát á þessum slóðum.
Borðhald hefst stundvíslega kl. 20:00.
M a t s e ð i l l
|
Til skemmtunar verður m.a.:
Danspar frá Spáni. María Carlos Fernandos og Carlos Fernandos
Systrasextettinn syngur nokkur lög
Leikþáttur
Ragnar Torfason stjórnar fjöldasöng.
Að borðhaldi loknu mun danshljómsveit Hauks Ingibergssonar, KLASSÍK leika gömlu og nýju danslögin.
Miðaverð kr. 7.800.
Miðasala verður í Gullhömrum fimmtudaginn 14. janúar frá kl. 17:00 - 19:00.
Hægt er að greiða félagsgjaldið, 1.200 kr. um leið og spara þannig seðilgjald.
Miðar verða seldir á dansleik eftir borðhald eða frá kl. 23:30 á 1.500 krónur.
Ath. að flest skemmtiatriðin eru heimatilbúin og miðaverðið það sama og í fyrra.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV) boða til sameiginlegs kynningarfundar á Ísafirði föstudaginn 15. janúar um nýjar leiðir til að efla sveitarstjórnarstigið.
Fundurinn er haldinn í kjölfar þess að nýlega undirrituðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga yfirlýsingu um að skipa samstarfsnefnd til að ræða og meta sameiningarkosti sveitarfélaga í hverjum landshluta. Nefndin skal kynna sér stöðu mála í einstökum landshlutum og viðhorf sveitarstjórnarmanna og almennings til sameiningar. Að því loknu skal hún leggja fram drög um sameiningarkosti í hverjum landshluta og verði þau lögð fyrir landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2010 til umræðu og álits. Að því loknu mun ráðherra leggja fyrir Alþingi áætlun um sameiningar sveitarfélaga til ársins 2014 sem byggist á umræðum og áliti landsþingsins.