Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. janúar 2010

Uppsetning á háhraðaneti á lokaspretti á Ströndum.

Nú hillir í að Kjörvogur og Djúpavík fái Háhraðanetið.
Nú hillir í að Kjörvogur og Djúpavík fái Háhraðanetið.

Fjarskiptasjóður og Síminn hafa undanfarnar vikur unnið að háhraðanetvæðingu á Vestfjörðum. Verkefnið hefur gengið mjög vel og er uppbyggingu kerfis og tenging notenda lokið að stærstum hluta. 

 

Fleiri hafa notað sér þjónustuna en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir og hafa  einhver vandamál komið upp því tengt m.a. í kringum Trékyllisvík og var það leyst með stækkunum á stöðinni. Til stendur að stækka stöðina enn frekar. Það sama gildir um 3G stöðina á Hvítabjarnarhóli. 

 

Uppsetning á Djúpavík hefur reynst  erfiðari en búist var við sökum þess að ekki var hægt að leysa málið með gervihnattatengingu eins og til stóð.  Til þess að tryggja sem best samband mun Síminn setja upp nýja 3G stöð í Kjörvogi sem dekka mun stóran hluta Reykjafjarðar þ.m.t.   Djúpavík og Kjörvog.  Ef áætlanir ganga eftir mun stöðin í Kjörvogi verða gangsett  fljótlega eftir páska. 

 

Með tilkomu 3G í Trékyllisvík náðist í fyrsta skipti gsm/3G farsímasamband á svæðinu og þegar 3G verður uppsett í Kjörvogi verður farsímasambandi í stórum hluta Reykjafjarðar en á þessum stöðum var áður takmarkað NMT samband.
Segir í frétt frá Margréti Stefánsdóttur Forstöðumanns Samskiptasviðs Símans.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. janúar 2010

Boðsbréf á Þjóðfund Vestfjarða í Bolungarvík.

Mikilvægt er að svara boðsbréfum.
Mikilvægt er að svara boðsbréfum.

Boðsbréf Fjórðungssambands Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Sóknaráætlunar 20/20, á Þjóðfund Vestfjarða, sem haldinn verður í Íþróttahúsinu Bolungarvík laugardaginn 6. febrúar n.k., eru nú að berast þjóðfundsgestum á Vestfjörðum. 

Til að fundurinn nái markmiðum sínum þarf að tryggja ákveðin fjölda fundargesta, því er mikilvægt að fundargestir svari boðsbréfi með staðfestingu um mætingu, boðun eða afboðun. Í stað þeirra sem afboða sig munu fundarboðendur boða nýja einstaklinga. Því eru fundargestir hvattir til að svara bréfi fundarboðenda nú um helgina 30. / 31. janúar eða eigi síðar en að morgni mánudags 1.febrúar. Staðfestingu skal tilkynna á netfangið gunnasigga@uwestfjord.is eða í síma 450 3000. 

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. janúar 2010

Landaður botnfiskur á Norðurfirði á árunum 1993 til 2009.

Frá höfninni á Norðurfirði 2004.
Frá höfninni á Norðurfirði 2004.
Hér á eftir kemur tafla yfir landaðan botnfisk á Norðurfirði og er miðað við slægðan fisk,allt er hér í tonnum.

1993:128.t

1994:164.t

1995:153.t

1996:184.t

1997:331.t

1998:170.t

1999:142.t

2000:240.t

2001:299.t

2002:677.t

2003:520.t

2004:548.t

2005:118.t

2006:124.t

2007:  88.t

2008:  22.t

2009:  52.t

Þarna sést að mestum afla hefur verið landað á árinu 2002 eða 677.t og næst mest á árinu 2004 eða 548.t.Þetta skýrist á því að mikið var um að aðkomubátur lögðu upp á Norðurfirði og var vigtaður þar og síðan fluttur á markað með bílum.
Breytingar á milli áranna 1993 til 2009 er -59,0 %.

Athygli vekur að á Djúpavík var síðast landað botnfiski á árinu 1993 þá 48.t og engu hefur verið landað þar síðan.

Þetta kemur fram á vef Fiskistofu hér.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. janúar 2010

Ískort og yfirborðsstraumakort.

Ískort og yfirborðsstraumakort.
Ískort og yfirborðsstraumakort.
1 af 2
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var hvítabjörn felldur við bæinn Ósland í Þistilfirði laust eftir klukkan hálf fjögur í dag; tveimur tímum eftir að fyrst sást til hans. Umhverfisstofnun segir að aðstæður hafi ekki verið ákjósanlegar til að reyna björgun.
Nú hefur Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sett inn yfirborðshafstrauma inná kort sem byggir á yfirborðshafstraumakorti frá prófessor Unnsteini Stefánssyni sem á vel við til að sjá hvernig yfirborðstraumur hafi geta hjálpað ísbirninum að komast jafnvel langt úr Vestri til Norðausturlands.Björninn hefur fyrst borist með jökum enn síðan þurft að synda ansi langt.
Einnig merkti hún inn þar sem ísbjörninn var felldur.
Kortið ætti að skýra sig nokkuð vel sjálft.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. janúar 2010

Nám í svæðisleiðsögn.

Svæðisleiðsögn,skáningu líkur 29 janúar.
Svæðisleiðsögn,skáningu líkur 29 janúar.
Fréttatilkynning frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða:

Fræðslumiðstöð Vestfjarða er að fara af stað með nám í svæðisleiðsögn á Vestfjörðum og í Dölum. Námið hefst í febrúar en skráningu lýkur föstudaginn 29. janúar. Kynningarfundur um námið verður haldinn í fjarfundi miðvikudaginn 27. janúar og hefst kl 20. Hann verður aðgengilegur í Grunnskólanum á Reykhólum, Þekkingarsetrinu Skor á Patreksfirði og hjá Fræðslumiðstöðinni á Ísafirði. Vegna tæknilegra örðugleika verður ekki fjarfundur á Ströndum, en áhugasömum Strandamönnum er bent á að setja sig í samband við Kristínu Sigurrós Einarsdóttur verkefnastjóra sem hefur umsjón með náminu.

Svæðisleiðsögn er ein undirgreina leiðsögunáms. Svæðisleiðsögunám á Vestfjörðum er haldið í samvinnu við Leiðsöguskóla Íslands, sem ber faglega ábyrgð á náminu, yfirfer umsóknir, sér um mat og gefur út prófskírteini. Aðrir samstarfsaðilar eru Ferðamálasamtök Vestfjarða og Vaxtarsamningur Vestfjarða.
Markmið námsins er að nemendur öðlist almenna þekkingu á leiðsögn og sérþekkingu á Vestfjörðum. Námið fæst að hluta til metnið inn í almennt leiðsögunám ef nemandi fer í það síðar.

Í heild er námið 253 kennslustundir.  Það er kennt á þremur önnum, hefst á vorönn 2010 og lýkur á vorönn 2011. Þátttakendur koma saman á tveimur helgarlotum á fyrstu önn, þremur lotum á annarri og fjórum á þriðju önn. Loturnar eru haldnar á ýmsum stöðum á Vestfjörðum en þess á milli fer námið fram í dreifnámi.

Þátttakendur velja sér tungumál, annað hvort erlent mál eða íslensku.

Umsækjendur þurfa að vera orðnir 21 árs við upphaf námsins. Þeir þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi, eða hafi starfsreynslu sem unnt er að meta.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. janúar 2010

Flogið á Gjögur í dag.

Flugvél á Gjögurflugvelli.
Flugvél á Gjögurflugvelli.
Þá er flugfélagið Ernir búnir að fljúga á Gjögur í dag,enn undanfarna daga hefur ekki verið flogið vegna veðurs.
Flogið var í dag fyrir hádegið nokkrir farþegar komu og fóru,og vörur komu í Kaupfélagið.
Ekkert verður flogið á morgun þótt það sé flugdagur.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. janúar 2010

Sigurður Atlason var valinn Strandamaður ársins 2009.

Sigurður Atlason formaður Ferðamála Samtaka Vestfjarða var valinn Strandamaður ársins 2009.
Sigurður Atlason formaður Ferðamála Samtaka Vestfjarða var valinn Strandamaður ársins 2009.
Úrslit liggja nú fyrir í kosningu á Strandamanni ársins 2009, en í síðari umferð var kosið á milli áhafnarinnar á Grímsey ST-2, Ingibjargar Valgeirsdóttur frá Árnesi í Trékyllisvík og Sigurðar Atlasonar á Hólmavík. Það var að lokum Sigurður Atlason sem stóð uppi sem Strandamaður ársins 2009, en hann hefur af og til lent í 2. eða 3. sæti í kjörinu síðustu ár. Af uppátækjum Sigga Atla sem er framkvæmdastjóri Strandagaldurs á síðasta ári má t.d. nefna opnun og rekstur á kaffihúsinu Kaffi Galdri og ýmsu fleiru.Þátttaka í kosningunni á Strandamanni ársins hefur aldrei verið meiri og síðari umferð kosningarinnar var spennandi.
Nánar hér á Strandir.is
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. janúar 2010

Flugi aflýst annan daginn í röð á Gjögur.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Nú hefur flugfélagið Ernir aflýst flugi til Gjögurs annan daginn í röð á Gjögur.
Flugvél frá þeim ætlaði í loftið kl 10:30 í morgun frá Reykjavík en þá var orðið mjög hvasst á Gjögurflugvelli,en ekkert í líkingu og var í gær.
Flug verður athugað á morgun til Gjögurs.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. janúar 2010

Ofsaveður.

Séð til Krossnessfjalls.
Séð til Krossnessfjalls.
1 af 2
Ofsaveður er nú hér í Árneshreppi.

Á veðurmælum á veðurstöðinni í Litlu-Ávík hefur meðalvindhraði verið þetta 52 til 58 hnútar eða 27 til 30 m/s eða tíu til ellefu vindstig gömul.Hviður hafa farið í 80 hnúta eða í 41 m/s eða langt yfir 12 vindstig.Þetta er á milli kl 14:00 og til 15:30.Veður er af Suðsuðvestri.

Á Gjögurflugvelli voru kl 15:00 28 m/s og mesta kviða í 46 m/s.
Þetta hefur veri rok,ofsaveður eða fárviðri frá því uppúr hádegi.ef notaðar eru gömlu góðu veðurlýsingarnar.
Eftir spá á að draga úr veðurhæð undir kvöld.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. janúar 2010

Flugi hefur verið aflýst á Gjögur.

Sveindís Guðfinnsdóttir flugvallarvörður á Gjögri.
Sveindís Guðfinnsdóttir flugvallarvörður á Gjögri.
Að sögn Sveindísar Guðfinnsdóttur flugvallarvarðar á Gjögurflugvelli hefur Flugfélagið Ernir nú aflýst flugi til Gjögurs í dag vegna hvassviðris sem er skollið á og fer versnandi,en spáð er allt uppí 23m/s í dag.
Viðvörun er einnig í lofti frá Veðurstofu Íslands.
Athugað verður með flug á morgun.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Hilmar og Gunnlaugur.08-11-08.
Vefumsjón