Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. janúar 2010
Prenta
Ofsaveður.
Ofsaveður er nú hér í Árneshreppi.
Á veðurmælum á veðurstöðinni í Litlu-Ávík hefur meðalvindhraði verið þetta 52 til 58 hnútar eða 27 til 30 m/s eða tíu til ellefu vindstig gömul.Hviður hafa farið í 80 hnúta eða í 41 m/s eða langt yfir 12 vindstig.Þetta er á milli kl 14:00 og til 15:30.Veður er af Suðsuðvestri.
Á Gjögurflugvelli voru kl 15:00 28 m/s og mesta kviða í 46 m/s.
Þetta hefur veri rok,ofsaveður eða fárviðri frá því uppúr hádegi.ef notaðar eru gömlu góðu veðurlýsingarnar.
Eftir spá á að draga úr veðurhæð undir kvöld.