Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. janúar 2010

Árshátíð Átthagafélags Strandamanna.

Árshátíðin verður næstkomandi laugardag.
Árshátíðin verður næstkomandi laugardag.
1 af 2
Árshátíð Átthagafélags Strandamanna verður haldin í Gullhömrum, laugardaginn 16. janúar 2010.Húsið opnar kl. 19:00.

Borðhald hefst stundvíslega kl. 20:00.

M a t s e ð i l l

  • Skelfisksúpa með karrý og kókos
  • Sinnepsgljáður lambahryggvöðvi með sætum kartöflum, rjómasoðnum sveppum og rauðvínssósu
  • Heit eplakaka með karamellu- og beileyssósu
  • kaffi
 Veislustjóri: Karl E. Loftsson.

 

Til skemmtunar verður m.a.:

Danspar frá Spáni. María Carlos Fernandos og Carlos Fernandos

Systrasextettinn syngur nokkur lög

Leikþáttur

Ragnar Torfason stjórnar fjöldasöng.

Að borðhaldi loknu mun danshljómsveit Hauks Ingibergssonar, KLASSÍK leika gömlu og nýju danslögin.

Miðaverð kr. 7.800.

Miðasala verður í Gullhömrum fimmtudaginn 14. janúar frá kl. 17:00 - 19:00.

Hægt er að greiða félagsgjaldið, 1.200 kr. um leið og spara þannig seðilgjald.

Miðar verða seldir á dansleik eftir borðhald eða frá kl. 23:30 á 1.500 krónur.

Ath. að flest skemmtiatriðin eru heimatilbúin og miðaverðið það sama og í fyrra.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. janúar 2010

Fundur á Ísafirði um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

Frá fjórðungsþingi Fjórðungssambans Vestfirðinga í haust.Mynd Bæjarins besta.
Frá fjórðungsþingi Fjórðungssambans Vestfirðinga í haust.Mynd Bæjarins besta.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV) boða til sameiginlegs kynningarfundar á Ísafirði föstudaginn 15. janúar um nýjar leiðir til að efla sveitarstjórnarstigið.

Fundurinn er haldinn í kjölfar þess að nýlega undirrituðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga yfirlýsingu um að skipa samstarfsnefnd til að ræða og meta sameiningarkosti sveitarfélaga í hverjum landshluta. Nefndin skal kynna sér stöðu mála í einstökum landshlutum og viðhorf sveitarstjórnarmanna og almennings til sameiningar. Að því loknu skal hún leggja fram drög um sameiningarkosti í hverjum landshluta og verði þau lögð fyrir landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2010 til umræðu og álits. Að því loknu mun ráðherra leggja fyrir Alþingi áætlun um sameiningar sveitarfélaga til ársins 2014 sem byggist á umræðum og áliti landsþingsins.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. janúar 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 4.jan til 11 jan. 2010.

Fimm voru teknir fyrir of hraðan akstur í vikunni sem leið.
Fimm voru teknir fyrir of hraðan akstur í vikunni sem leið.

Talsverður erill var hjá lögreglunni  á Vestfjörðum um liðna helgi,talsvert bar á ölvun,bæði í heimahúsum og á veitingastöðum,lögregla kölluð til í nokkrum tilvikum og voru málin yfirleitt afgreidd á staðnum.

Þrjú umferðaróhöpp urðu í vikunni.Þann 5 jan varð bílvelta við Ketileyri í Dýrafirði,þar fór bíll útaf veginum og valt og gat ökumaður hringt og látið vita en honum gekk erfiðlega að komast út úr bílnum,en tókst þó að komast sjálfur út.Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á Sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar,bifreiðin óökuhæf, flutt af vettvangi með krana.Þá urðu tvö umferðaróhöpp sunnudaginn 10 jan,bifreið ekið út af í bæði skiptin, annað á Hnífsdalsvegi og hitt á Djúpvegi,ekki slys á fólki.

Í vikunni var tilkynnt um skemmdarverk á golfvellinum í Tungudal, þar hafi greinilega verið ekið yfir völlinn á vélsleða og umtalsverðar skemmdir á vellinum,málið er í rannsókn lögreglu og allar upplýsingar væru vel þegar vegna þessa.  Upplýsingasími lögreglunnar, varðstofa Ísafirði er 450-3730.

Fimm voru teknir fyrir of hraðan akstur í vikunni, einn á ísafirði, þrír í nágrenni við Hólmavík og einn á Holtavörðuheiðinni.Sá sem hraðast ók, var mældur á 133 Km/klst, þar sem leyfður hámarshraði er 90 km/klst.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. janúar 2010

Strandamaður ársins 2009 valinn.

Hólmavík Mynd Mats Wibe Lund.
Hólmavík Mynd Mats Wibe Lund.
Vefurinn strandir.is hefur nú ákveðið að standa fyrir kosningu á Strandamanni ársins sjötta árið í röð. Tilgangurinn með því er að vekja fólk til umhugsunar um allt það sem vel er gert í samfélaginu. Gefst tækifæri til að skila inn tilnefningu fram að klukkan 12:00 á hádegi föstudaginn 15. janúar. Þeir sem vilja tilnefna Strandamann ársins 2009 fylla út formið sem er að finna undir þessum tengli eða undir tengli hér vinstra megin þar sem þeir tilgreina hver fær þeirra atkvæði og hvers vegna. Allir Strandamenn nær og fjær eru hvattir til að taka þátt, en í síðari umferð verður valið á milli þeirra þriggja sem flestar tilnefningar fá.

Strandamaður ársins hefur verið valinn fimm sinnum á vefnum strandir.is, en fyrsta árið var valið unnið í samvinnu við blaðið Fréttirnar til fólksins og árin 2008 og 2009 í samvinnu við Gagnveg, enda átti Kristín S. Einarsdóttir hugmyndina að þessum skemmilega leik. 

Þeir sem hafa verið valdir eru Sverrir Guðbrandsson eldri árið 2004, Guðbrandur Einarsson frá Broddanesi var Strandamaður ársins 2005, Sandra Dögg Guðmundsdóttir á Drangsnesi var kjörin árið 2006, hjónin Ásbjörn Magnússon og Valgerður Magnúsdóttir á Drangsnesi unnu kosninguna árið 2007 og Strandamaður ársins 2008 var Ingibjörg Sigvaldadóttir frá Svanshóli.
Þetta kemur fram á www.strandir.is

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. janúar 2010

Tf -Eir í ískönnunarflugi í gær,Sunnudag.

Ísmynd,ratsjármynd, Jarðvísindastofnun Háskólans.
Ísmynd,ratsjármynd, Jarðvísindastofnun Háskólans.
Þyrla Landhelgisgæslu Íslands TF-Eir fór í ískönnunarflug í gær úti fyrir Vestfjörðum eftir hádegið.
Ísröndin var næst landi sem hér segir:53 sjómílur VNV af Barða,25 sjómílur NV frá Straumnesi og 26 sjómílur NNV frá Horni.
Ísmynd frá Jarðvísindadeild Háskólans,fylgir hér með þar sem Ingibjörg Jónsdóttir hefur teiknað inn ísröndina.
Stakir jakar geta verið mun nær landi en myndin sýnir og mikil ferð er á ísnum.
Sjófarendur eru beðnir um að fara varlega á siglingaleiðum fyrir Vestfjörðum.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. janúar 2010

Hafís komin austur fyrir Horn.

Hafísmynd 7/1-10.VÍ.
Hafísmynd 7/1-10.VÍ.

Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram
á gervihnattamynd  frá því í gærkvöldi (7. janúar) kl. 22.43 þar sem hafísröndin sést ágætlega að
ísröndin virðist vera um 22 sml NA af Horni og um 20 sml NV af Straumnesi.  Vegna skýjahulu er erfitt að greina hvort að einhver ís liggi nær landi. 

Sjófarendur eru beðnir að fara að öllu með gát.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. janúar 2010

Veðurstöðin á Gjögurflugvelli komin í lag.

Sigvaldi Árnason stillir allt inn með tölvu.
Sigvaldi Árnason stillir allt inn með tölvu.
Eins og kom fram hér á vefnum í desember síðastliðin var sagt frá því að sjálfvirka veðurstöðin á Gjögurflugvelli væri biluð og sendi bara stundum og sýndi ekki rétt hitastig.

Í gær kom maður frá Veðurstofu Íslands með áætlunarvélinni og tókst að laga stöðina.

Sigvaldi Árnason verkfræðingur hjá VÍ sem kom norður og sér um sjálfvirkar stöðvar Veðurstofu Íslands,sagði að tvennt hefði getað ollið þessu það er spennibreytir og batterí,en skipt var um hvort tveggja.

Nú er stöðin komin í lag og sendir stöðugt á klukkutímafresti.

Flugvél Ernis beið á meðan unnið var að viðgerð sem tók nú ekki langan tíma.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. janúar 2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar kannar hafís undan Vestfjörðum.

Hluti hafísrandar.Mynd Landhelgisgæslan.
Hluti hafísrandar.Mynd Landhelgisgæslan.
Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar fór í gær í ískönnunar- og gæsluflug um Vestfirði og greindi hafísrönd sem var næst landi 18 sjómílur NV af Barðanum, 20 sjómílur NV af Straumnesi og 22 sjómílur NA af Horni.
Voru teknir punktar í ísröndina með radar en hún sást ágætlega í fjarska. Flogið var yfir ís-totur sem lágu frá aðal ísnum og náðist að meta þéttleikann þar. Virtist ísinn vera samfrosta en ekki sáust neinir borgarísjakar né stakir ísjakar í þessu flugi. Landhelgisgæslan hefur sent upplýsingar úr fluginu til Veðurstofu Íslands sem og til sjófarenda. Fylgst verður náið með veðri næstu daga enda mun það hafa áhrif á hvert ísinn mun stefna
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. janúar 2010

Snjómokstur.

Hjólaskófla hreppsins.
Hjólaskófla hreppsins.
Nú er verið að moka veginn frá Gjögri til Norðurfjarðar,talsverðar þiljur eru á veginum eftir að skóf talsvert eftir að herti vind í fyrrinótt.
Eftir veðurspá á að herða vind seinnipartinn í dag og heldur á að hlýna smám saman þegar líður að helgi.
Flugdagur er í dag á Gjögur.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. janúar 2010

Orkubú Vestfjarða stækkar og endurnýjar vélbúnað í Mjólkárvirkjun.

Mjólkárvirkjun.Mynd OV.
Mjólkárvirkjun.Mynd OV.
Orkubú Vestfjarða hefur gert samning um kaup á vélbúnaði fyrir nýja 1,15 MW virkjun sem staðsett verður við Borgarhvilftarvatn fyrir ofan Mjólkárvirkjun og verður þessi nýja virkjun hluti af  Mjólkárvirkjun.


Stefnt er að útboði framkvæmda vegna þessarar nýju virkjunar á fyrstu mánuðum þessa árs og er reiknað með að hún komist í rekstur undir lok þessa árs.

Þá hefur verið tekin ákvörðun um endurnýjun 5,4 MW vélar í Mjólkárvirkjun með nýrri 7 MW vél og eru þær framkvæmdir fyrirhugaðar á árinu 2011 og er reiknað með gangsetningu nýju vélarinnar í vetrarbyrjun 2011.

Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er um 1.000 milljónir króna.


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Borgarísjakinn við Lambanes 30-09-2017.
  • Járnabinding er komin í grunn.29-09-08.
  • Frá Gjögri sést til Grænhóls-Víganes og Kjörvogs.
  • Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
Vefumsjón