Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. janúar 2010

Árneshreppur fær ekkert úr Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til reksturs grunnskólans.

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.

Áætlað er að framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla, nemi samtals um 5,9  milljörðum króna á árinu 2010. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 8. janúar sl. um áætluð almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla. Auk  almenna jöfnunarframlagsins er um að ræða framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda, framlög vegna sérstakrar íslenskukennslu nýbúa og önnur framlög  til reksturs grunnskóla.

Ráðgjafarnefndin leggur til að áætlun um úthlutun almennra jöfnunarframlaga til sveitarfélaga vegna reksturs grunnskóla á árinu 2010 nemi samtals 4.268 milljónum króna. Þar er meðtalin leiðrétting á áætluðu jöfnunarframlagi vegna ársins 2008, þar sem endanlegur álagningarstofn útsvars þess árs liggur nú fyrir.
Öll sveitarfélög á Vestfjörðum fá úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga nema Árneshreppur sem er í 550.þúsund í mínus.
Hér má sjá töflu yfir öll sveitarfélög.
Þetta kemur fram á vef Sambands Íslenskra Sveitarfélaga.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. janúar 2010

Ísbreiður víða á Húnaflóa og við Hornstrandir.

Ís 8,5 sjómílur frá Geirólfsnúpi.
Ís 8,5 sjómílur frá Geirólfsnúpi.
1 af 4
Ingibjörg Jónsdóttir hjá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands fór með í flug Landhelgisgæslu í dag í ískönnunarflug og sendi vefnum tvær ljósmyndir sem hún tók og einnig eru hér með ískort frá henni sem byggt er á á ratsjármynd.
Vefurinn þakkar Ingibjörgu fyrir hennar myndir.
Staðsetningar og fjarlægðir úr ískönnunarflugi Landhelgisgæslu koma hér síðar á vefnum.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. janúar 2010

Hafístilkynning frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.kl-15:00.

Hafísjakinn Veðurstofan merkti með ör þar sem jakinn er.
Hafísjakinn Veðurstofan merkti með ör þar sem jakinn er.

Hafístilkynning frá Litlu-Ávík athugun gerð kl-15:00.

Hafísjakinn sem tilkynnt var um í gær virðist á sömu slóðum og stendur þar sennilega á grunnsæfi.Staðsetning ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu  eða um 6 km A frá Selskeri.
Myndin tekin í dag,jakan ber í vindmælastaurinn og eða yfir heyrúllurnar sem eru fjær.
Sigrún Karlsdóttir á Hafísdeild Veðurstofunnar merkti með ör þar sem jakinn er.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. janúar 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 11 jan til 18 jan.2010.

Sex ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í síðustu viku.
Sex ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í síðustu viku.

Í vikunni sem leið var einn ökumaður kærður vegna gruns um ölvun við akstur í umdæminu.Tvö minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu á Ísafirði.Sunnudaginn 17 var tilkynnt um umferðarslys á Holtavörðuheiðinni,að norðanverðu skammt frá Miklagili,þar hafði bíll oltið út af veginum og  farið tvær eða þrjár veltur,í fyrstu talaði að um einhver slys á fólki væri að ræða, en þegar komið var á vettvang kom í ljós að ökumaður og farþegar hans tveir hefðu sloppið án meiðsla.Bifreiðin var óökuhæf og fjarlægð með krana af vettvangi.

6 ökumenn voru kærðir  fyrir of hraðan akstur.  Aðfaranótt föstudags var tilkynnt um talsverðan reyk sem lagði frá togaranum Gunnbirni, sem lá við Ásgeirsbakka í Ísafjarðarhöfn,slökkvilið Ísafjarðarbæjar var kallað á staðinn.Ekki reyndist um eld að ræða,en reykurinn stafaði af bilun í miðstöðvarkerfi.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 17. janúar 2010

Ísinn komin enn nær landi við Strandir.

Ískort kl-22:27.
Ískort kl-22:27.
1 af 2
Landhelgisgæslu Íslands bárust eftirfarandi upplýsingar frá skipi kl 11:15 í dag:
Hafísrönd  liggur frá stað um 2 sml. Norður af Óðinsboða að stað um 3,5 sml ASA frá Horni, ( staður 66.26n 021.16v). Þaðan liggur ísröndin til NNA eins og séð verður. Stakir jakar vestan við ísröndina.

Tvær spangir ná til lands á svæðinu frá Óðinsboða, önnur útaf Smiðjuvík, staðir:  66.23n 021.59v og 66.25n 022.11v. Stakir jakar og dreifar sunnan og vestan við þessa línu.
Skipstjóri mælir ekki með ferðum skipa eða báta um svæðið nema í björtu.
Einnig er hafísfrétt frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík frá því kl 14:30.
Frekar lítill hafísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eða um 6 km A af Selskeri,sést illa nema í nokkurri hæð frá sjó.
Síðan er hér mynd frá Jarðvísindastofnun Háskóla íslands,frá því kl-22:27 í kvöld,þar sem Ingibjörg Jónsdóttir hefur sett inn ísjaðarinn og staka jakann út af Reykjaneshyrnunni sem gefin var upp frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Myndin skýrir sig sjálf.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 17. janúar 2010

Fyrsti saumaklúbbur ársins.

Konur við handavinnu.Mynd Jón G G.
Konur við handavinnu.Mynd Jón G G.
1 af 2
Í gærkvöldi var fyrsti saumaklúbbur vetrarins haldinn í Árneshreppi.

Nú riðu þau á vaðið Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason á Bergistanga við Norðurfjörð.

Saumaklúbbarnir í Árneshreppi eru sérstakir að því leyti að karlmönnum er boðin þátttaka einnig,og taka í spil,annað hvort bridds eða félagsvist,eða jafnvel tekin skák ef þannig stendur á fjölda við spilin.

Þá eru konur við sauma eða aðra handavinnu.

Þessir klúbbar eru búnir að tíðkast til margra áratuga og hafa vakið talsverða umfjöllun fjölmiðla á landsvísu.

Allir sem geta komist að heiman taka þátt ungir sem aldnir.

Klúbbarnir hefjast yfirleitt í janúar og standa fram á vor,og eru yfirleitt haldnir á tveggja vikna fresti,en annars fer það líka eftir veðri og færð.

Þetta er eitt af því fáa sem gert er hér í þessari fámennu sveit til að koma saman.

Alltaf eru veisluborð hjá þeim konum sem halda saumaklúbbana í lok samkomunnar.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 17. janúar 2010

Ísinn var næst landi 12,5 sjm. N af Drangaskeri í gær.

Ísmynd frá því kl:22:29 í gærkvöldi.
Ísmynd frá því kl:22:29 í gærkvöldi.
1 af 2
Laugardaginn 16. janúar 2010 fór þyrla landhelgisgæslunar TF-EIR í gæslu og ískönnunarflug. Var flogið norður Húnaflóann og fyrir vestfirðina.

Einn stakur ísjaki sást í Húnaflóanum á stað :  66°12,7‘N - 21°16,3‘V

Komið var að ísröndinni  út af Húnaflóa og henni fylgt til vesturs um eftirtalda staði:

 

1. 66°22,7‘N - 21°18,2‘V (Þaðan lá ísröndin í r/v 60°)

2. 66°23,6‘N - 21°20,8‘V

3. 66°23,6‘N - 21°27,4‘V

4. 66°25,5‘N - 21°28,8‘V

5. 66°26,5‘N - 21°41,9‘V (Þaðan lá ísröndin í norð, norðaustur)

 

Var ísinn ca 7-9/10 að þéttleika þar sem ísröndin var en stöku smájakar  í ca 1-2 sjm. út frá ísröndinni. Á svæðinu var þó nokkur þoka eða u.þ.b. 1-2 sjm. skyggni og því ekki gott að gera nákvæma grein fyrir hversu langt ísinn dreifðist.  Einning sást ísinn mjög illa á radar þar sem úrkoman á svæðinu truflaði radarskylirðin.

Þegar flogið var frá ísröndinni í átt að Hornbjargi mátti sjá ísdreifar hér og þar á flugleiðinni að Horni.
Næst landi var ísinn sem hér segir:17,5 sjm.A af Horni.12,5 sjm.N af Drangaskeri og 16 sjm.NNA af Þaralátursnesi.
Hér eru svo myndir frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. janúar 2010

Hafís við Hornbjarg hefur nánast náð landi.

Mynd sem tekin var úr þyrlunni í dag.Mynd Landhelgisgæslan.
Mynd sem tekin var úr þyrlunni í dag.Mynd Landhelgisgæslan.
1 af 2
Í ískönnunarflugi þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag kom í ljós hafís við Hornbjarg sem hefur nánast náð landi við Hornbjargsvita. Ísinn liggur til austurs í áttina að Óðinsboða, talsverður rekís og spangir en þó er fært gegnum ísinn með aðgát. Eitt skip fór í gegn um ísinn meðan flogið var yfir en Landhelgisgæslan varar sjófarendur við aðstæðum og mælir með að fylgst verði með sjávarhita á svæðinu. Þegar flogið var yfir var þoka og lélegt skyggni á svæðinu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.


Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 15. janúar 2010

Hafísinn farinn að nálgast Strandir.

Á gervihnattamynd frá því í hádeginu í dag kl.11:56 sést hafísröndin ágætlega.

Gisinn ís er um 15 sml frá Hornbjargi, en hafístunga teygir sig suður í átt að Ströndum og hefur færst aðeins nær landi frá því í gær og er nú um 14 sml frá landi.Hafístunga er svo um 21 sml frá Straumnesi.  Takið eftir að einnig vottar fyrir mögulegum stökum jökum út frá Barða. 

Sjófarendur eru beðnir um að fara að öllu með gát.
Þetta kemur fram á hafísvef Veðurstofu Íslands.

| föstudagurinn 15. janúar 2010

Það var stelpa!

Ingvar og Elísa með Kára (með hattinn) og Þóreyju. Með þeim á myndinni er Skúli Björn Ásgeirsson, verðandi stórbóndi.
Ingvar og Elísa með Kára (með hattinn) og Þóreyju. Með þeim á myndinni er Skúli Björn Ásgeirsson, verðandi stórbóndi.
Klukkan hálfeitt í dag kom ný Strandastelpa í heiminn, dóttir Ingvars Bjarnasonar og Elísu Valgeirsdóttur. Hún er hraust og tápmikil, 48 sentimetrar og 14 merkur.

Litla telpan er þriðja barn Elísu og Ingvars, fyrir eiga þau Þóreyju, 5 ára, og Kára sem er á níunda ári. Þau fluttu í Árneshrepp á síðasta ári, en Elísa er uppalin í Árnesi, dóttir Valgeirs Benediktssonar og Hrefnu Þorvaldsdóttur.

Nýi íbúinn okkar bætist í fríðan flokk stúlkna í Árneshreppi. Í skólanum eru þær Júlíana Lind Guðlaugsdóttir (12 ára) og Ásta Ingólfsdóttir (9 ára), Þórey byrjar í Finnbogastaðaskóla í haust, en næstar í aldri koma systurnar fjörugu í Bæ, Aníta (3 ára) og Magnea (bráðum 2 ára) og síðan Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir sem fæddist 20. maí á síðasta ári. Kári verður því enn um hríð að halda uppi merki stráka í Árneshreppi!

Litli-Hjalli óskar Ingvari og Elísu, Kára og Þóreyju, og öðrum ættingjum og vinum, hjartanlega til hamingju.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Ragna-Badda og Bía.
  • Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
  • Ásbjörn grefur 22-08-08.
  • Vatn sótt.
  • Kristmundur færir Guðmundi söfnunarfé frá Félagi Árneshreppsbúa.01-10-08.
Vefumsjón