Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. janúar 2010

Lestur Litlahjalla árið 2009.

Lestur Litlahjalla eikst stöðugt.
Lestur Litlahjalla eikst stöðugt.
Það hefur verið vaninn að segja frá lestri vefsins á liðnu ári,en hann virðist fara vaxandi.

Gestir,innlit og flettingar voru sem hér segir:

Gestir: Voru 78.003,þar sem skoðað er og staldrað við á vefnum.

Innlit: Voru 72.651,þar sem rétt er kíkt inná vefinn,er það óvenjulegt að það séu færri en gestir,en jákvætt,það er að fólk sem kíkir inn virðist enda með að skoða vefinn.

Flettingar: Voru 281.119,þar sem flett er á vefnum og staldrað við og flett á milli síðuhluta,myndasíðurnar virðast mjög vinsælar.
Þar sem aðrir netmiðlar eru undir tenglum,fréttamiðlar eru flestir innslættir á vef Bæjarins besta og síðan MBL og Strandir.is þar talsvert á eftir.

Einnig er farið mikið inná aðra vefi undir tenglum hér á vefnum,þar virðast aðrar myndasíður mikið skoðaðar.
Vefurinn hefur ekki talningu eða innslætti yfir netmiðla sem eru undir efstu og síðustu frétt á forsíðu,það er RSS veitu það er talið á viðkomandi fjölmiðli.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. janúar 2010

Hafís hefur færst nær landi.

Hafís kort frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Ingibjörg Jónsdóttir hefur teiknað inn ísjaðarinn.
Hafís kort frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Ingibjörg Jónsdóttir hefur teiknað inn ísjaðarinn.

Hafís er nú nálægt landi, eða um 30 sml V og NV af Straumnesvita og um 18 sml N af Hælavíkurbjargi.

Næst landi gæti verið ístunga í um 13 sml frá Bjargtöngum.
Næstu daga verður vestlæg átt ríkjandi og því getur ísinn færst nær landi. 

Sjófarendur á svæðinu eru beðnir um að fara að öllu með gát.
Upplýsingar af vef Veðurstofu Íslands hafísdeild og myndin er frá Jarðvísindastofnun Háskólans.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. janúar 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 28 des.2009 til 4 jan. 2010.

Tvö umferðaróhöpp í síðustu viku.
Tvö umferðaróhöpp í síðustu viku.

Í s.l. viku var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum.Tvö umferðaróhöpp urðu annað mánudaginn 28 des,þar ók bifreið á stein við afgreiðslu N-1 á Hólmavík, einhverjar skemmdir á bifreiðinni,þá var ekið utan í bíl miðvikudaginn 30,þar sem bíllin stóð við Skipagötu á Ísafirði,ekki vitað um tjónvald.

Tveir aðilar voru stöðvaðir og kærðir fyrir grun um akstur undir áhrifum fíkniefna og tveir stöðvaðir fyrir of hraðann akstur,annar á Hnífsdalsvegi og hinn á Djúpvegi við Hólmavík.

Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglu og eru málin í rannsókn.

Eins og áður greinir var talverður erill hjá lögreglu,áramótin fóru að mestu vel fram,en talsverð ölvun var á fólki og útköll í heimahús.Þá var s.l. helgi erilsömu hjá lögreglu,ölvun talsverð og ágreiningur og pústrar milli manna og yfirleitt voru málin afgreidd á vettvangi.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. janúar 2010

Yfirlit yfir veðrið í Desember 2009.

Frá Litlu-Ávík 28-12-09.Mesta snjódýpt mældist 48 cm í mánuðinum.
Frá Litlu-Ávík 28-12-09.Mesta snjódýpt mældist 48 cm í mánuðinum.
1 af 2
Veðrið í Desember 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tvo dagana var NA með talsverðu frosti og snjókomu eða éljum,síðan gerði nokkurn blota og hlýindi fram til 17.

Síðan mest Norðan og NA með talsverðu frosti yfirleitt út mánuðinn.

Á aðfangadagskvöld jóla gekk í Norðan rok og uppí ofsaveður með snjókomu.Rafmagnstruflanir frá því uppúr kl.tuttugu og fram undir miðnættið.

Þann 27 gerði gífurlega snjókomu í hægum vindi og mældist sólarhringsúrkoman 37 mm.

Mikil úrkoma var í mánuðinum miðað við að það voru 12 dagar úrkomulausir.

Eitt það fallegasta áramótaveður var hér til margra ára.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 31. desember 2009

Gleðilegt ár.

Gleðilegt Ár.
Gleðilegt Ár.
Góðir lesendur nær og fjær,vefsíðan Litlihjalli sendir hinar bestu áramótakveðjur til lesenda sinna með þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin.
Megi nýja árið færa ykkur gleði og góða tíma.
Góður Guð veri með okkur öllum og leiði okkur farsællega gegnum árið 2010.

 

Þetta Ár er frá oss farið,

fæst ei aftur liðin tíð.

Hvernig höfum vér því varið ?

Vægi' oss Drottins náðin blíð.

Ævin líður árum með,

ei vér getum fyrir séð,

hvort vér önnur árslok sjáum.

Að oss því í tíma gáum.

            (Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi.)

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 30. desember 2009

Opnað í Árneshrepp.

Frá snjómokstri.
Frá snjómokstri.
Nú er verið að moka vegi hér innansveitar í Árneshreppi frá Norðurfirði til Gjögurs.
Einnig kemur fram á vef Vegagerðarinnar að það sé verið að moka frá Bjarnarfirði norður til Djúpavíkur og til Gjögurs.
Nú er komið hægviðri og veðurspá er ágæt í framhaldinu og framyfir áramót,vestlæg vindátt með hægum vindi og smá éljum í kvöld en talsverðu frosti í fyrstu en dregur úr frosti við ströndina á morgun.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. desember 2009

Myndir frá Gunnari Njálssyni-Ferðafélagsferð.

Frá Norðurfirði, hús Ferðafélags Íslands er fyrir miðri mynd.Mynd Gunnar Njálsson.
Frá Norðurfirði, hús Ferðafélags Íslands er fyrir miðri mynd.Mynd Gunnar Njálsson.

Gunnar Njálsson sendi vefnum 19 myndir sem voru teknar er hann kom með ferðahóp frá Ferðafélagi Íslands í júní 2008 og var gist í húsi ferðafélagsins í Norðurfirði á Valgeirsstöðum og gekk hópurinn um fjöll og firði.

Vefurinn Litlihjalli þakkar Gunnari innilega fyrir myndirnar.
Nú er búið að setja myndirnar í myndasafnið hér á vefnum undir heitinu Myndir frá Gunnari Njálssyni-Ferðafélagsferð.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. desember 2009

Nýr mokstursmaður.

Guðbrandur við snjómoksturstæki hreppsins.Urðarfjall í baksýn.
Guðbrandur við snjómoksturstæki hreppsins.Urðarfjall í baksýn.
Nú í haust tók Guðbrandur Albertsson við mokstri hér í Árneshreppi af Guðlaugi Ágústssyni á Steinstúni en hann var búin að vera mörg ár á moksturstæki hreppsins.
Guðbrandur er fóstursonur Guðmundar Þorsteinssonar á Finnbogastöðum og uppalin þar frá ungra aldri.
Í snjómokstrinum í gær tók myndatökumaður Litlahjalla mynd af honum í svonefndri Hvalvík rétt fyrir norðan Árnesstapana.
Nú er allt orðið ófært aftur,það kvesti af norðri í gærkvöld og skóf þá mikið og gekk á með éljum.
En er kaldi eða stinningskaldi með éljum og skafrenning.
Til stóð að opna frá Hólmavík og norður í Árneshrepp í dag,en óvíst hvort af því verður fyrr en á morgun vegna veðurs.
Spáin fyrir morgundaginn og næstu daga er að verði hæg Norðlæg vindátt með stöku éljum en köldu veðri áfram en heldur mildara við ströndina.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. desember 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum í jólavikunni.

Nokkur umferðaóhöpp og eldur í báti í nýliðinni viku.
Nokkur umferðaóhöpp og eldur í báti í nýliðinni viku.
Í vikunni sem var að líða var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum.  Skemmtanahald var með hefðbundnum hætti um hátíðarnar og þurfti lögregla að hafa talsverð afskipti af fólki vegna ölvunar, pústrar og ágreiningur  var meðal annars sem lögregla þurfti að hafa afskipti af.

Þrjú umferðaróhöpp urðu í umdæminu þann 23 des  var minniháttar umferðaróhapp á Ísafirði, ekki slys á fólki.  þann 25 des var ekið á ljósastaur á Óshlíð, talsverðar skemmdir á bifreið og einnig á staurnum, ekki slys á fólki.  Þá varð minniháttar óhapp á Hólmavík þann 27 des, bakkað á bifreið.

Á jóladagsmorgun var tilkynnt um eld í vélbátnum Valbirni ÍS 307, þar sem báturinn lá í Ísafjarðarhöfn.  Þegar lögreglumenn komu á vettvang sáu þeir eld í stýrishúsi bátsins og eftir að gluggi brotnaði í stýrishúsinu náðu þeir að slökkva eldinn með handslökkvitækjum, skömmu áður en slökkviliðið á Ísafirði kom á vettvang.  Einhverjar skemmdir urðu vegna elds og reyks og er málið í rannsókn hjá lögreglu.

Á aðfangadag milli kl. 17 og 18 var lögregla og sjúkralið kallað til Bíldudals vegna slys í heimahúsi, þar hafi lítið barn dottið niður stiga milli hæða og fengið slæmt höfuðhögg.  Veðrið á aðfangadag var afleitt, mikil ofankoma og skafrenningur, vegurinn frá Patreksfiðri til Bíldudals kolófær,  Þurfti því að kalla út moksturstæki frá Vegagerðinni til að fylgja lögreglu og sjúkrabíl á vettvang og milli kl. 21 og 22 var komið aftur til Patreksfjarðar, þar sem barnið var lagt inn til skoðunar.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 28. desember 2009

Snjómokstur og næstsíðasta flug fyrir áramót.

Trékyllisvík.
Trékyllisvík.
1 af 4
Mokað var hér innansveitar frá Norðurfirði og til Gjögurs í morgun.

Byrjað var snemma að moka því allmikill snjór er á vegum eftir mikla snjókomu í gær.

Einnig var talsverður mokstur á Gjögurflugvelli.

Næstsíðasta flug var á Gjögur í dag fyrir áramót hjá flugfélaginu Ernum en síðasta flug verður á miðvikudaginn 30 desember.

Myndatökumaður Litlahjalla tók nokkrar myndir í góða veðrinu í dag þegar hann var í póstferðinni.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
  • Ragna og Jón Guðbjörn.
  • Ein húseining hífð.27-10-08.
  • Lítið eftir.
Vefumsjón