Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. janúar 2010 Prenta

Hafís við Hornbjarg hefur nánast náð landi.

Mynd sem tekin var úr þyrlunni í dag.Mynd Landhelgisgæslan.
Mynd sem tekin var úr þyrlunni í dag.Mynd Landhelgisgæslan.
1 af 2
Í ískönnunarflugi þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag kom í ljós hafís við Hornbjarg sem hefur nánast náð landi við Hornbjargsvita. Ísinn liggur til austurs í áttina að Óðinsboða, talsverður rekís og spangir en þó er fært gegnum ísinn með aðgát. Eitt skip fór í gegn um ísinn meðan flogið var yfir en Landhelgisgæslan varar sjófarendur við aðstæðum og mælir með að fylgst verði með sjávarhita á svæðinu. Þegar flogið var yfir var þoka og lélegt skyggni á svæðinu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.


Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Gunnsteinn Gíslason.
  • Þakpappi komin á allt húsið 18-11-08.
Vefumsjón