Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 20. desember 2009

Guðsþjónustur um jólin í Hólmavíkurprestakalli.

Árneskirkja.Mynd Rúnar S.
Árneskirkja.Mynd Rúnar S.

Guðsþónustur um jól í Hólmavíkurprestakalli verða sem hér segir:
Hólmavíkurkirkja: Aðfangadagur jóla, kl. 18:00

Drangsneskapella: Jóladagur, kl. 13:30

Kollafjarðarneskirkja: Jóladagur, kl. 15:00

Óspakseyrarkirkja: Jóladagur, kl. 16:30

Árneskirkja: Annar jóladagur, kl. 14:00

| föstudagurinn 18. desember 2009

Litlu jólin í Finnbogastaðaskóla

Æskan í Árneshreppi. Framtíðin er björt með þetta fólk í sveitinni.
Æskan í Árneshreppi. Framtíðin er björt með þetta fólk í sveitinni.
1 af 5
Litlu jólin voru haldin hátíðleg í Finnbogastaðaskóla í dag og þar með eru krakkarnir komnir í jólafrí. Mikið var um dýrðir í skólanum, hangikjötsilmur var í lofti, dansað kringum jólatré, flutt leikrit og síðast en ekki síst komu galvaskir jólasveinar í heimsókn. Krakkarnir í skólanum buðu ættingjum sínum til skemmtunar og yngri börnin í sveitinni mættu að sjálfsögðu líka.

Í kvöld voru svo krakkarnir aftur í aðalhlutverki, að þessu sinni í fréttatíma Sjónvarpsins, og er óhætt að segja að þau hafi öll staðið sig þar með miklum sóma. Á spjallþráðum á netinu var haft á orði, að þetta hefði verið lang-jákvæðasta frétt sem sést hefði í langan tíma!
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. desember 2009

Ísspöng er um 50 sml norðvestur af Barða.

Hafís og yfirborðshiti sjávar.Modis ljós og hitamynd.Frá Jarvísindastofnun HÍ.
Hafís og yfirborðshiti sjávar.Modis ljós og hitamynd.Frá Jarvísindastofnun HÍ.

Ísspöng er um 50 sml norðvestur af Barða og rekur hana í suðurátt.

Sjófarendur eru beðnir um að fara að öllu með gát á svæðinu, en þar er gert ráð fyrir norðanátt um helgina og því má ætla að spöngin hreyfist áfram í suðurátt.  Eftir helgi er gert ráð fyrir norðnorðaustanátt á svæðinu.
Tvær tilkynningar hafa borist Veðurstofu Íslands frá skipum um ísspöngina í dag.
Kort frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. desember 2009

Umsóknarfrestur vegna styrkja til úrbóta á ferðamannastöðum er 8.janúar.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.
Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2010. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni tengd sjálfbærri ferðaþjónustu fyrir alla sem hafa heildrænt skipulag og langtímamarkmið að leiðarljósi.

Íslensk náttúra er eitt helsta aðdráttarafl Íslands í hugum ferðamanna. Stefna íslenskra stjórnvalda er að ferðaþjónustan í landinu starfi sem mest í anda sjálfbærni. Liður í því er markviss uppbygging og fyrirbyggjandi aðgerðir til verndunar íslenskrar náttúru.

Styrkir skiptast í tvo meginflokka:

1. STYRKIR TIL SMÆRRI VERKEFNA ER VARÐA ÚRBÆTUR Á FERÐAMANNASTÖÐUM:
Veittir verða styrkir til smærri verkefna til úrbóta í umhverfismálum. Hámarksupphæð hvers styrks verður 500 þúsund krónur og er hann ætlaður fyrir efniskostnaði. Ekki er veittur styrkur vegna vinnuframlags. Styrkþegi er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkja er tengjast viðkomandi verkefni eftir að framkvæmdum lýkur.

Umsókn skal innihalda:
Nánar á vef Ferðamálasamtaka Vestfjarða.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. desember 2009

Nýr umdæmisstjóri Flugstoða á Vestfjörðum.

Flugturninn Ísafjarðarflugvelli.Mynd Bæjarins besta.
Flugturninn Ísafjarðarflugvelli.Mynd Bæjarins besta.
BB.ÍS
Arnór Magnússon hefur verið ráðinn umdæmisstjóri Flugstoða á Vestfjörðum frá og með 1. janúar 2010. Arnór starfaði hjá Flugstoðum frá 1984 til 2007 og vann þá í flugturninum. Síðastliðið sumar kom hann svo inn í afleysingar og er nú orðinn umdæmisstjóri. Hann segir nýja stafið leggjast vel í sig, enda sé hann á heimavelli, þótt hann hafi ekki verið þarna megin við borðið áður.
Hermann Halldórsson var settur umdæmisstjóri síðastliðið vor þegar Guðbjörn Charlesson lét af störfum, en hann hefur nú horfið til annarra starfa.
www.bb.is
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. desember 2009

Styrktum flugferðum á Gjögur verður fækkað í eina ferð yfir sumarið.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar G.Pétur Matthíasson hefur nú svarað fyrirspurn fréttasíðunnar Litla-Hjalla um fækkun styrktra ferða á flugleiðinni Reykjavík-Gjögur-Gjögur-Reykjavík.
"Hann segir að sú ákvörðun hafi  verið tekin að styrktum ferðum verður fækkað um eina að sumri til þ.e.a.s. frá júní og út september eða í 4 mánuði. Áfram verða 2 ferðir á viku aðra mánuði ársins."
Það er að segja að styrktar flugferðir verða áfram frá október og til maí loka,mánuðina júní,júlí ágúst og september verða ekki styrktar nema ein ferð.
En flugfélaginu Ernir sem sér um flug til Gjögurs sé heimilt að fljúga tvær eða fleiri ferðir ef þeyr vilja.
Þetta eru slæmar fréttir fyrir Árneshrepp og er reiknað með að sveitarstjórn muni kvarta og senda Samgönguráðuneyti-Vegagerð um að þetta gangi ekki,því hvergi er talað um póstinn sem Ísandspóstur sendir í Árneshrepp tvisvar í viku,hvað þá með hann í þessa fjóra mánuði,á að senda hann landleiðina yfir sumarið frá Hólmavík,það er spurning sem þarf að fá svör við.
Áður var sveitarstjórn Árneshrepps búin að senda kvörtun til Samgönguráðuneytis þegar stóð til að hætta flugferðum alveg á Gjögur í fjóra mánuði yfir sumartímann.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. desember 2009

Hvað á vegurinn að heita?Gautsdalur-Þröskuldar eða Arnkötludalur.

Frá Arnkötludal.Mynd Vegagerðin.
Frá Arnkötludal.Mynd Vegagerðin.

Nafngiftir á hinni nýju leið og breyttum Djúpvegi hafa nokkuð verið til umræðu, jafnt innan Vegagerðarinnar sem utan og eru ekki allir á einu máli, svo sem vænta má.

Vegagerðin hefur að undanfönu nefnt hinn nýja veg Djúpveg um Arnkötludal og einnig Djúpveg um Þröskulda en svo heitir hæsti hluti vegarins og sá sem helst þarfnast þjónustu að vetri til. Arnkötludalurinn liggur norðan Þröskulda en Gautsdalur að sunnanverðu á þessari leið.

Þegar vegurinn var tekinn í notkun var talað um Djúpveg (61) um Arnkötludal þótt leiðin liggi um tvo dali, Gautsdal og Arnkötludal með Þröskulda á milli.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. desember 2009

Fjör í Kaupfélaginu.

Sjónvarpsmenn voru í verslun KSH á Norðurfirði í dag.
Sjónvarpsmenn voru í verslun KSH á Norðurfirði í dag.
Nú eykst sala í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Norðurfirði nú fyrir jól,og er talsvert að gera að sögn Eddu Hafsteinsdóttur útibústjóra.

Þegar myndatökumaður Litla-Hjalla var þar á ferð í dag að setja á póstinn bréf og pakka voru menn frá RÚV þar á ferð,þeyr Gísli Einarsson fréttamaður og Jóhann Jónsson tæknimaður með viðtöl og myndatöku.

Áður voru þeyr búnir að vera í Finnbogastaðaskóla með viðtöl og myndatökur.

Síðan héldu þeyr til Drangsnes og verður þaðan bein útsending nú seinnipartinn hjá Svæðisútvarpi Vestfjarða.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. desember 2009

Hitamælir VÍ á Gjögurflugvelli bilaður.

Hitamælirinn er staðsettur á grindverkinu lengst til vinstri.
Hitamælirinn er staðsettur á grindverkinu lengst til vinstri.
Hitamælir á sjálfvirku veðurstöðinni á Gjögurflugvelli hjá Veðurstofu Íslands er bilaður og sínir tölur eitthvað út í loftið.

Veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík tók eftir þessu í gærmorgun þegar hann sá lestrarlista Veðurstofu fyrir lágmarkshita eftir nóttina,þar kom fram að lágmarkshiti hefði verið mínus -8,1 stig,sem engan vegin gat staðist.

Haft var síðan samband við veðurfræðing á Veðurstofu og bornar saman tölur frá Litlu-Ávík og Gjögurflugvelli nokkra daga á undan og kom sú niðurstaða strax út að þetta gæti á engan veginn staðist,því í mælaskýli í Litlu-Ávík sömu nótt fór hitinn aðeins niðrí +3,2 stig,þar er einnig lágmarksmælir við jörð í 5 cm hæð og sýndi hann +1,5 stig.

Þetta er nú í athugun hjá tæknimönnum Veðurstofu Íslands og hvort þurfi að senda mann norður til að skipta um hitamælinn kemur í ljós fljótlega,hvenær það yrði er ekki vitað enn.

Það er líka annað að sem er að stöðin sendir ekki alltaf á klukkutímafresti eins og hún á að gera.

Þannig að engin ætti að taka mark á hitastigi frá stöðinni á Gjögurflugvelli í bili.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. desember 2009

Hekla í beinni útsendingu á RÚV.

Frá opnun vefmyndavélar hjá RÚV í dag.Mynd af vef Ríkislögreglustjóra.
Frá opnun vefmyndavélar hjá RÚV í dag.Mynd af vef Ríkislögreglustjóra.

Fréttatilkynning frá Ríkislögreglustjóra-Almannavarnadeild.
Í dag var tekin í notkun vefmyndavél, sem sýnir beint frá eldfjallinu Heklu. Vefmyndavélin er á Búrfelli, sem er 12 km norð-vestan við Heklu.  Búrfell er 700 m hátt fjall rétt ofan við Búrfellsvirkjun í Rangárvallasýslu.
Það er Öryggismálanefnd RÚV, sem stendur fyrir uppsetningu vefmyndavélarinnar í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Fjaska, Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu. Unnt verður að fylgjast með útsendingum frá vefmyndavélinni á heimasíðum samstarfsaðilanna, hjá Ríkisútvarpinu www.ruv.is/hekla og á heimasíðu almannavarnadeildarinnar http://almannavarnir.is/

Verkefnið er í almannaþágu og hluti af vöktun Heklu.  Gert er ráð fyrir að með myndavélinni megi sjá fyrir hugsalega leið hraunrennslis, gosmökks og annað sem getur skipt máli komi til eldgoss.

Í síðustu gosum hefur aukin skjálftavirkni verið helsti forboði Heklugosa. Vísindamenn vakta Heklu og sáust forboðar Heklugosanna árin 1991 og 2000 á mælitækjum um 30 - 80 mínútum fyrir gosbyrjun. 

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Snjókerling við Bæ í Trékyllisvík.09-04-2009.
  • Kaupfélagshúsið-Íbúðir- Reykjaneshyrna í baksýn. Mynd 20-02-2017.
  • Herðubreið í miklum hafís útaf Reykjaneshyrnu.
  • Saumaklúbbur 22-01-2005.
  • Við Ávíkurnar 15-03-2005.
Vefumsjón