Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. janúar 2010

Hafís komin austur fyrir Horn.

Hafísmynd 7/1-10.VÍ.
Hafísmynd 7/1-10.VÍ.

Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram
á gervihnattamynd  frá því í gærkvöldi (7. janúar) kl. 22.43 þar sem hafísröndin sést ágætlega að
ísröndin virðist vera um 22 sml NA af Horni og um 20 sml NV af Straumnesi.  Vegna skýjahulu er erfitt að greina hvort að einhver ís liggi nær landi. 

Sjófarendur eru beðnir að fara að öllu með gát.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. janúar 2010

Veðurstöðin á Gjögurflugvelli komin í lag.

Sigvaldi Árnason stillir allt inn með tölvu.
Sigvaldi Árnason stillir allt inn með tölvu.
Eins og kom fram hér á vefnum í desember síðastliðin var sagt frá því að sjálfvirka veðurstöðin á Gjögurflugvelli væri biluð og sendi bara stundum og sýndi ekki rétt hitastig.

Í gær kom maður frá Veðurstofu Íslands með áætlunarvélinni og tókst að laga stöðina.

Sigvaldi Árnason verkfræðingur hjá VÍ sem kom norður og sér um sjálfvirkar stöðvar Veðurstofu Íslands,sagði að tvennt hefði getað ollið þessu það er spennibreytir og batterí,en skipt var um hvort tveggja.

Nú er stöðin komin í lag og sendir stöðugt á klukkutímafresti.

Flugvél Ernis beið á meðan unnið var að viðgerð sem tók nú ekki langan tíma.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. janúar 2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar kannar hafís undan Vestfjörðum.

Hluti hafísrandar.Mynd Landhelgisgæslan.
Hluti hafísrandar.Mynd Landhelgisgæslan.
Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar fór í gær í ískönnunar- og gæsluflug um Vestfirði og greindi hafísrönd sem var næst landi 18 sjómílur NV af Barðanum, 20 sjómílur NV af Straumnesi og 22 sjómílur NA af Horni.
Voru teknir punktar í ísröndina með radar en hún sást ágætlega í fjarska. Flogið var yfir ís-totur sem lágu frá aðal ísnum og náðist að meta þéttleikann þar. Virtist ísinn vera samfrosta en ekki sáust neinir borgarísjakar né stakir ísjakar í þessu flugi. Landhelgisgæslan hefur sent upplýsingar úr fluginu til Veðurstofu Íslands sem og til sjófarenda. Fylgst verður náið með veðri næstu daga enda mun það hafa áhrif á hvert ísinn mun stefna
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. janúar 2010

Snjómokstur.

Hjólaskófla hreppsins.
Hjólaskófla hreppsins.
Nú er verið að moka veginn frá Gjögri til Norðurfjarðar,talsverðar þiljur eru á veginum eftir að skóf talsvert eftir að herti vind í fyrrinótt.
Eftir veðurspá á að herða vind seinnipartinn í dag og heldur á að hlýna smám saman þegar líður að helgi.
Flugdagur er í dag á Gjögur.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. janúar 2010

Orkubú Vestfjarða stækkar og endurnýjar vélbúnað í Mjólkárvirkjun.

Mjólkárvirkjun.Mynd OV.
Mjólkárvirkjun.Mynd OV.
Orkubú Vestfjarða hefur gert samning um kaup á vélbúnaði fyrir nýja 1,15 MW virkjun sem staðsett verður við Borgarhvilftarvatn fyrir ofan Mjólkárvirkjun og verður þessi nýja virkjun hluti af  Mjólkárvirkjun.


Stefnt er að útboði framkvæmda vegna þessarar nýju virkjunar á fyrstu mánuðum þessa árs og er reiknað með að hún komist í rekstur undir lok þessa árs.

Þá hefur verið tekin ákvörðun um endurnýjun 5,4 MW vélar í Mjólkárvirkjun með nýrri 7 MW vél og eru þær framkvæmdir fyrirhugaðar á árinu 2011 og er reiknað með gangsetningu nýju vélarinnar í vetrarbyrjun 2011.

Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er um 1.000 milljónir króna.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. janúar 2010

Hækkun á verðskrám Orkubús Vestfjarða frá 1.janúar 2010.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.Mynd Strandir.is
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.Mynd Strandir.is

Þann 7. desember 2009 ákvað stjórn OV að hækka verðskrár fyrirtækisins frá og með 1. janúar 2010 sem hér segir:

 

Verðskrá fyrir raforkudreifingu.

Verðskrá fyrir raforkudreifingu hækkar að jafnaði um 10%. Tengigjöld eru óbreytt að sinni.

 

Hækkun þessi er m.a. rökstudd með vísan til verðlagshækkana frá síðustu breytingu verðskrárinnar 1/3 2009. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 6,4% síðustu 10 mánuði. Ennfremur er vísað til 10% hækkunar á flutningsgjaldskrá Landsnets 1/8 s.l. en sú hækkun kallar á rúmlega 3% hækkun á dreifigjaldskrám OV til að mæta útgjöldum af þeim sökum. Einnig er bent á að tekjur OV af raforkudreifingu hafa alla tíð verið vel undir leyfilegum tekjumörkum en með þessari hækkun færist OV örlítið nær tekjumörkunum.

Orkustofnun hefur samþykkt hina nýju verðskrá.

 

Verðskrá fyrir rafmagnssölu.

Verðskrá fyrir rafmagnssölu hækkar að jafnaði um 6%.

Hækkun þessi er rökstudd með vísan til boðaðrar hækkunar Landsvirkjunar  um 4,4% 1/1 2010 og verðlagshækkana seinni hluta árs 2009.

Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Mjólkárvirkjun og af þeim sökum er lögð til ívið meiri hækkun en verðlagsforsendur gefa tilefni til. Þrátt fyrir þessa hækkun er OV með lægra auglýst verð en Orkusalan og HS-Orka
Verðskrá Orkubús Vestfjarða má sjá á vef þeyrra www.ov.is

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. janúar 2010

Ístungan sem tilkynnt var um í gær var ský.

Mynd Veðurstofa Íslands.
Mynd Veðurstofa Íslands.
1 af 2

Eftir að hafa kannað vel gervihnattamyndir frá því í gær þá bendir allt til þess að það sem var talið líkleg ístunga, sé í raun ský.

Gervihnattamynd frá því fyrr um daginn, þ.e. 4. jan. kl. 10:59 sýnir ísröndina vel (sjá mynd hér með frétt). Þar sést að ísröndin er um 30 til 40 sml V og NV af Vestfjörðum. Ísspangir og rastir geta þó verið nær.  Einnig er rétt að minna á að ísröndin er um 18 sml N af Hælavíkurbjargi.

Næstu daga verður vestlæg átt ríkjandi og því má gera ráð fyrir að ísröndin færist nær landi.Sjófarendur eru beðnir um að fara að öllu með gát á svæðinu.
Þetta kemur fram á vef um hafístilkynningar Veðurstofu Íslands.
Einnig er hér Envisat ratsjármynd frá því kl:12:11 frá Jarðvísindastofnun HÍ.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. janúar 2010

Lestur Litlahjalla árið 2009.

Lestur Litlahjalla eikst stöðugt.
Lestur Litlahjalla eikst stöðugt.
Það hefur verið vaninn að segja frá lestri vefsins á liðnu ári,en hann virðist fara vaxandi.

Gestir,innlit og flettingar voru sem hér segir:

Gestir: Voru 78.003,þar sem skoðað er og staldrað við á vefnum.

Innlit: Voru 72.651,þar sem rétt er kíkt inná vefinn,er það óvenjulegt að það séu færri en gestir,en jákvætt,það er að fólk sem kíkir inn virðist enda með að skoða vefinn.

Flettingar: Voru 281.119,þar sem flett er á vefnum og staldrað við og flett á milli síðuhluta,myndasíðurnar virðast mjög vinsælar.
Þar sem aðrir netmiðlar eru undir tenglum,fréttamiðlar eru flestir innslættir á vef Bæjarins besta og síðan MBL og Strandir.is þar talsvert á eftir.

Einnig er farið mikið inná aðra vefi undir tenglum hér á vefnum,þar virðast aðrar myndasíður mikið skoðaðar.
Vefurinn hefur ekki talningu eða innslætti yfir netmiðla sem eru undir efstu og síðustu frétt á forsíðu,það er RSS veitu það er talið á viðkomandi fjölmiðli.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. janúar 2010

Hafís hefur færst nær landi.

Hafís kort frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Ingibjörg Jónsdóttir hefur teiknað inn ísjaðarinn.
Hafís kort frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Ingibjörg Jónsdóttir hefur teiknað inn ísjaðarinn.

Hafís er nú nálægt landi, eða um 30 sml V og NV af Straumnesvita og um 18 sml N af Hælavíkurbjargi.

Næst landi gæti verið ístunga í um 13 sml frá Bjargtöngum.
Næstu daga verður vestlæg átt ríkjandi og því getur ísinn færst nær landi. 

Sjófarendur á svæðinu eru beðnir um að fara að öllu með gát.
Upplýsingar af vef Veðurstofu Íslands hafísdeild og myndin er frá Jarðvísindastofnun Háskólans.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. janúar 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 28 des.2009 til 4 jan. 2010.

Tvö umferðaróhöpp í síðustu viku.
Tvö umferðaróhöpp í síðustu viku.

Í s.l. viku var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum.Tvö umferðaróhöpp urðu annað mánudaginn 28 des,þar ók bifreið á stein við afgreiðslu N-1 á Hólmavík, einhverjar skemmdir á bifreiðinni,þá var ekið utan í bíl miðvikudaginn 30,þar sem bíllin stóð við Skipagötu á Ísafirði,ekki vitað um tjónvald.

Tveir aðilar voru stöðvaðir og kærðir fyrir grun um akstur undir áhrifum fíkniefna og tveir stöðvaðir fyrir of hraðann akstur,annar á Hnífsdalsvegi og hinn á Djúpvegi við Hólmavík.

Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglu og eru málin í rannsókn.

Eins og áður greinir var talverður erill hjá lögreglu,áramótin fóru að mestu vel fram,en talsverð ölvun var á fólki og útköll í heimahús.Þá var s.l. helgi erilsömu hjá lögreglu,ölvun talsverð og ágreiningur og pústrar milli manna og yfirleitt voru málin afgreidd á vettvangi.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Krisján Guðmundsson komin með gröfuna til að grafa fyrir Orkubúið inntak.12-11-08.
  • Grásteinn(Grænlandssteinn) í landi Stóru-Ávíkur 05-02-2005.
  • Húsið fellt.
  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
  • Séð til Reykjaneshyrnu og Ávíkurnar.
Vefumsjón