Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. desember 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum í jólavikunni.

Nokkur umferðaóhöpp og eldur í báti í nýliðinni viku.
Nokkur umferðaóhöpp og eldur í báti í nýliðinni viku.
Í vikunni sem var að líða var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum.  Skemmtanahald var með hefðbundnum hætti um hátíðarnar og þurfti lögregla að hafa talsverð afskipti af fólki vegna ölvunar, pústrar og ágreiningur  var meðal annars sem lögregla þurfti að hafa afskipti af.

Þrjú umferðaróhöpp urðu í umdæminu þann 23 des  var minniháttar umferðaróhapp á Ísafirði, ekki slys á fólki.  þann 25 des var ekið á ljósastaur á Óshlíð, talsverðar skemmdir á bifreið og einnig á staurnum, ekki slys á fólki.  Þá varð minniháttar óhapp á Hólmavík þann 27 des, bakkað á bifreið.

Á jóladagsmorgun var tilkynnt um eld í vélbátnum Valbirni ÍS 307, þar sem báturinn lá í Ísafjarðarhöfn.  Þegar lögreglumenn komu á vettvang sáu þeir eld í stýrishúsi bátsins og eftir að gluggi brotnaði í stýrishúsinu náðu þeir að slökkva eldinn með handslökkvitækjum, skömmu áður en slökkviliðið á Ísafirði kom á vettvang.  Einhverjar skemmdir urðu vegna elds og reyks og er málið í rannsókn hjá lögreglu.

Á aðfangadag milli kl. 17 og 18 var lögregla og sjúkralið kallað til Bíldudals vegna slys í heimahúsi, þar hafi lítið barn dottið niður stiga milli hæða og fengið slæmt höfuðhögg.  Veðrið á aðfangadag var afleitt, mikil ofankoma og skafrenningur, vegurinn frá Patreksfiðri til Bíldudals kolófær,  Þurfti því að kalla út moksturstæki frá Vegagerðinni til að fylgja lögreglu og sjúkrabíl á vettvang og milli kl. 21 og 22 var komið aftur til Patreksfjarðar, þar sem barnið var lagt inn til skoðunar.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 28. desember 2009

Snjómokstur og næstsíðasta flug fyrir áramót.

Trékyllisvík.
Trékyllisvík.
1 af 4
Mokað var hér innansveitar frá Norðurfirði og til Gjögurs í morgun.

Byrjað var snemma að moka því allmikill snjór er á vegum eftir mikla snjókomu í gær.

Einnig var talsverður mokstur á Gjögurflugvelli.

Næstsíðasta flug var á Gjögur í dag fyrir áramót hjá flugfélaginu Ernum en síðasta flug verður á miðvikudaginn 30 desember.

Myndatökumaður Litlahjalla tók nokkrar myndir í góða veðrinu í dag þegar hann var í póstferðinni.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 28. desember 2009

Mikil snjókoma var í gær.

Frá Litlu-Ávík.Myndasafn.
Frá Litlu-Ávík.Myndasafn.
Það snjóaði aldeilis í gærdag frá því snemma um morguninn og framundir nónleytið.

Úrkoman mældist 29,0 mm eftir níu tíma,en sólarhringsúrkoman var í gær 37,0 mm,og þurfti veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík að mæla úrkomu tvisvar yfir daginn,því uppúr hádegi var úrkomamælibrúsinn orðin yfirfullur frá því klukkan níu um morguninn,og síðan var mælt aftur kl 18:00.

Þetta snjóaði allt í hægum vindi.

Veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík man ekki eftir að hafa þurft að mæla úrkomu tvisvar yfir daginn síðan veðurathugun hófst í Litlu-Ávík í september 1995.

Snjódýpt í morgun var 48 cm í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 26. desember 2009

Engin Jólamessa.

Árneskirkja.
Árneskirkja.
Guðsþjónustu sem vera átti í dag í Árneskirkju hefur verið aflíst vegna veðurs og ófærðar.
Ófært er frá Hólmavík og norður í Árneshrepp,þannig að sóknarpresturinn séra Sigríður Óladóttir kemst ekki norður.
Í fyrra á annan dag jóla tókst að halda messu á þessum degi,enda þá sæmilega fært landleiðina.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 25. desember 2009

Mikil veðurhæð var í gærkvöld.

Snarvitlaust veður var á aðfangadagskvöld.Myndasafn.
Snarvitlaust veður var á aðfangadagskvöld.Myndasafn.
Veður var mjög slæmt á aðfangadagskvöldið,það var orðið snarvitlaust veður um kl fimm á aðfangadag.

Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var kl 18:00 Norðan 28 m/s og uppí 31 m/s með hita um núll stigið og snjókomu.

Þetta var því rok og uppí ofsaveður ef farið er í þann mæliskalla.

Miklar rafmagnstruflanir voru frá því uppúr klukkan tuttugu um kvöldið og fram á miðnættið,alltaf að slá út eða koma inn.Sennilega verið ísingu og eða sjávarseltu um að kenna.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. desember 2009

Gleðileg Jól.

Gleðilega Jólahátíð.
Gleðilega Jólahátíð.
Kæru lesendur Litla-Hjalla nær og fjær.
Megi góður Guð gefa ykkur öllum Gleðilega Jólahátíð.
Jólakveðja frá Litla-Hjalla fréttamiðli í Árneshreppi á Ströndum.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 23. desember 2009

Hvít Jól verða í Árneshreppi.

Frá Litlu-Ávík.Myndasafn.
Frá Litlu-Ávík.Myndasafn.
Nú lítur út fyrir að fátt geti komið í veg fyrir að verði hvít jól í Árneshreppi,og sjálfsagt víðar á Vestfjörðum.

Það byrjaði éljagangur um kvöldið tuttugasta og fyrsta og í allan gærdag og jörð orðin flekkótt í gær,nú í morgun var jörð orðin alhvít.

Veðurstofa Íslands spáir á aðfangadag jóla NA 13 til 18 m/s með snjókomu NV-lands,og á jóladag éljum eða snjókomu.

Þegar jörð er alhvít á jóladagsmorgni eru talin hvít jól.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. desember 2009

Íbúafjöldi á Vestfjörðum 1.desember 2009.

Trékyllisvík.Mynd J.K.
Það fjölgaði um einn í Árneshreppi.
Trékyllisvík.Mynd J.K. Það fjölgaði um einn í Árneshreppi.
Hagstofa Íslands birti í morgun 22. desember, mannfjöldatölur 1.desember 2009. Íbúar á Vestfjörðum voru á þessum degi 7.363 og hafði þá fækkað um 11 frá 1. desember 2008, sem er um 0,15 % fækkun. Hlutfallsleg fækkun yfir landið í heild nemur um 0,7 %. Athygli vekur að erlendum ríkisborgurum fjölgar lítillega á Vestfjörðum á meðan þeim fækkar á landsvísu og á sama tíma fækkar lítillega íbúum með íslenskt ríkisfang á Vestfjörðum en fjölgar á landsvísu. Heilt yfir þá virðist sem hægt hafi mikið til á þeirri neikvæðu íbúaþróun á Vestfjörðum sem staðið hefur nær látlaust frá miðjum níuunda áratugnum.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. desember 2009

Vefurinn strandir.is varð 5 ára þann 20 desember.

Vefsíða strandir.is
Vefsíða strandir.is
Á sunnudaginn 20 desember voru fimm ár síðan vefurinn strandir.is var opnaður formlega, þann 20. desember 2004, og var þá kynntur sem jólagjöf til allra Strandamanna nær og fjær. Á þessum tíma hafa fjölmargar og fjölbreytilegar fréttir og greinar verið settar inn á vefinn og margir lagt honum lið með því að senda myndir og efni. Vefurinn er í eigu Sögusmiðjunnar og Jón Jónsson á Kirkjubóli hefur ritstýrt honum frá upphafi. Með Jóni í ritstjórn eru Sigurður Atlason og Arnar S. Jónsson.Í frétt um formlega opnun vefjarins frá 20.desember 2004 segir:
"Stefnan er að skapa skemmtilegan og spennandi fréttavef fyrir svæðið sem verður notaður sem allra víðast. Vefritið hefur sérstakan áhuga á atvinnulífi, framkvæmdum og framförum á Ströndum, eflingu byggðar og skemmtilegu mannlífi í héraðinu. Öllu því sem gerir það sérstakt og jákvætt að lifa og starfa á Ströndum eða heimsækja héraðið sem ferðamaður."
Vefstjóri Litla-Hjalla óskar þessum nágranna sínum,www.strandir.is 
til hamingju með árangurinn og afmælið.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. desember 2009

Öll póstnúmer verða 524 Árneshreppur.

Frá Norðurfirði.524 Árneshreppur.
Frá Norðurfirði.524 Árneshreppur.
Eftirfarandi breytingar voru gerðar á póstnúmerakerfi Póstsins þann 1. desember 2009

Póstnúmer 522 og 523 breytast í 524 Árneshreppur.

Póstnúmer 522-523 voru lögð niður. Hér eftir verður notað póstnúmerið 524. Jafnframt breytist póstáritun í 524 Árneshreppur (var áður 524 Norðurfjörður). Þar með eru öll heimili í Árneshreppi með sama póstnúmer.
Þetta er vegna þess að póststöðvarnar 522 Kjörvogur og 523 Bær voru lögð niður 1 september í haust.
Breytingar þessar hafa verið tilkynntar Þjóðskrár og eiga íbúar ekki að verða varir við neinar breytingar varðandi póstdreifingu.Íbúar eru hins vegar hvattir til að láta sendendur vita af þessari breytingu.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Garðarshús Gjögri-05-07-2004.
  • Herðubreið í ísnum á Norðurfirði.
  • Hafísfrétt frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Lítill borgarísjaki er um 10 KM NNA af stöðinni, eða 6 KM austur af Sæluskeri.
  • Krossnes-20-10-2001.
  • Gamla bryggjan á Norðurfirði og ís.
Vefumsjón