Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. janúar 2010 Prenta

Ístungan sem tilkynnt var um í gær var ský.

Mynd Veðurstofa Íslands.
Mynd Veðurstofa Íslands.
1 af 2

Eftir að hafa kannað vel gervihnattamyndir frá því í gær þá bendir allt til þess að það sem var talið líkleg ístunga, sé í raun ský.

Gervihnattamynd frá því fyrr um daginn, þ.e. 4. jan. kl. 10:59 sýnir ísröndina vel (sjá mynd hér með frétt). Þar sést að ísröndin er um 30 til 40 sml V og NV af Vestfjörðum. Ísspangir og rastir geta þó verið nær.  Einnig er rétt að minna á að ísröndin er um 18 sml N af Hælavíkurbjargi.

Næstu daga verður vestlæg átt ríkjandi og því má gera ráð fyrir að ísröndin færist nær landi.Sjófarendur eru beðnir um að fara að öllu með gát á svæðinu.
Þetta kemur fram á vef um hafístilkynningar Veðurstofu Íslands.
Einnig er hér Envisat ratsjármynd frá því kl:12:11 frá Jarðvísindastofnun HÍ.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Íshrafl í Hvalvík 13-03-2005.
  • Úr svefnherbergisálmu.02-02-2009.
  • Sumt þarf að flytja í traktorsskóflum.06-09-08.
  • Komið með kaðal í land til að toga í flotann úr vörinni í Litlu-Ávík.
Vefumsjón