Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 28 des.2009 til 4 jan. 2010.
Í s.l. viku var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum.Tvö umferðaróhöpp urðu annað mánudaginn 28 des,þar ók bifreið á stein við afgreiðslu N-1 á Hólmavík, einhverjar skemmdir á bifreiðinni,þá var ekið utan í bíl miðvikudaginn 30,þar sem bíllin stóð við Skipagötu á Ísafirði,ekki vitað um tjónvald.
Tveir aðilar voru stöðvaðir og kærðir fyrir grun um akstur undir áhrifum fíkniefna og tveir stöðvaðir fyrir of hraðann akstur,annar á Hnífsdalsvegi og hinn á Djúpvegi við Hólmavík.
Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglu og eru málin í rannsókn.
Eins og áður greinir var talverður erill hjá lögreglu,áramótin fóru að mestu vel fram,en talsverð ölvun var á fólki og útköll í heimahús.Þá var s.l. helgi erilsömu hjá lögreglu,ölvun talsverð og ágreiningur og pústrar milli manna og yfirleitt voru málin afgreidd á vettvangi.