Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. desember 2009

Hitamælir VÍ á Gjögurflugvelli bilaður.

Hitamælirinn er staðsettur á grindverkinu lengst til vinstri.
Hitamælirinn er staðsettur á grindverkinu lengst til vinstri.
Hitamælir á sjálfvirku veðurstöðinni á Gjögurflugvelli hjá Veðurstofu Íslands er bilaður og sínir tölur eitthvað út í loftið.

Veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík tók eftir þessu í gærmorgun þegar hann sá lestrarlista Veðurstofu fyrir lágmarkshita eftir nóttina,þar kom fram að lágmarkshiti hefði verið mínus -8,1 stig,sem engan vegin gat staðist.

Haft var síðan samband við veðurfræðing á Veðurstofu og bornar saman tölur frá Litlu-Ávík og Gjögurflugvelli nokkra daga á undan og kom sú niðurstaða strax út að þetta gæti á engan veginn staðist,því í mælaskýli í Litlu-Ávík sömu nótt fór hitinn aðeins niðrí +3,2 stig,þar er einnig lágmarksmælir við jörð í 5 cm hæð og sýndi hann +1,5 stig.

Þetta er nú í athugun hjá tæknimönnum Veðurstofu Íslands og hvort þurfi að senda mann norður til að skipta um hitamælinn kemur í ljós fljótlega,hvenær það yrði er ekki vitað enn.

Það er líka annað að sem er að stöðin sendir ekki alltaf á klukkutímafresti eins og hún á að gera.

Þannig að engin ætti að taka mark á hitastigi frá stöðinni á Gjögurflugvelli í bili.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. desember 2009

Hekla í beinni útsendingu á RÚV.

Frá opnun vefmyndavélar hjá RÚV í dag.Mynd af vef Ríkislögreglustjóra.
Frá opnun vefmyndavélar hjá RÚV í dag.Mynd af vef Ríkislögreglustjóra.

Fréttatilkynning frá Ríkislögreglustjóra-Almannavarnadeild.
Í dag var tekin í notkun vefmyndavél, sem sýnir beint frá eldfjallinu Heklu. Vefmyndavélin er á Búrfelli, sem er 12 km norð-vestan við Heklu.  Búrfell er 700 m hátt fjall rétt ofan við Búrfellsvirkjun í Rangárvallasýslu.
Það er Öryggismálanefnd RÚV, sem stendur fyrir uppsetningu vefmyndavélarinnar í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Fjaska, Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu. Unnt verður að fylgjast með útsendingum frá vefmyndavélinni á heimasíðum samstarfsaðilanna, hjá Ríkisútvarpinu www.ruv.is/hekla og á heimasíðu almannavarnadeildarinnar http://almannavarnir.is/

Verkefnið er í almannaþágu og hluti af vöktun Heklu.  Gert er ráð fyrir að með myndavélinni megi sjá fyrir hugsalega leið hraunrennslis, gosmökks og annað sem getur skipt máli komi til eldgoss.

Í síðustu gosum hefur aukin skjálftavirkni verið helsti forboði Heklugosa. Vísindamenn vakta Heklu og sáust forboðar Heklugosanna árin 1991 og 2000 á mælitækjum um 30 - 80 mínútum fyrir gosbyrjun. 

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. desember 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 7.des til 14. des 2009.

Mikið tjón varð í bruna  á Vestfjörðum í síðustu viku.
Mikið tjón varð í bruna á Vestfjörðum í síðustu viku.

Í vikunni sem var að líða urðu fjögur umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.Tvö óhöpp urðu þriðjudaginn 8 des, bæði í Örlygshöfn á Kolsvíkurvegi.  Annað óhappið varð með þeim hætti að jeppabifreið var bakkað harkalega á aðra jeppabifreið með þeim afleiðingum að hún kastaðist á þá þriðju og eru allir bílarnir talsvert skemmdir.  Hitt óhappið varð skömmu seinna, en þá átti í hlut sami bíll og varð valdur af fyrra óhappinu, þegar sá bíll lenti framan á slökkvibíl á blindbeygju.  Báðir bílarnir urðu óökufærir og varð að flytja þá af vettvangi með kranabíl.

Þá urðu tvö óhöpp þann 10 des. Útafakstur á Djúpvegi við Hnitbjörg, þar urðu skemmdir á ökutæki, ekki slys á fólki, um minniháttar skemmdir að ræða.  Þann sama dag var bakkað á kyrrstæða bifreið við Fjarðarstræti á Ísafirði, einhverjar skemmdir og ekki slys á fólki.

Tveir voru stöðvaðir fyrir of hraðann akstur í vikunni annar á Djúpvegi og hinn á Vestfjarðarvegi í Önundarfirði.

Tveir eldsvoðar urðu í vikunni.  Á þriðjudag 8 des kom upp eldur á bænum Neðri-Tungu í Örlygshöfn, þar var eldur í verkstæðisskúr og gömlu mjólkurhúsi, þessi hús eru sambyggð hlöðu, fjósi og fjárhúsi.  Vegfarendur sem leið áttu um náðu að bjarga út úr gripahúsunum nokkrum nautgripum og kindum sem þar voru.  Slökkviliðið í Vesturbyggð ásamt björgunarsveit var kallað á vettvang og gekk greiðlega að slökkva, en mestur eldur var í verkstæðinu og mjólkurhúsinu, hlaðan og gripahúsið sluppu, minniháttar skemmdir á þeim.  Eldsupptök eru ókunn, en málið í rannsókn lögreglu.

Aðfaranótt sunnudags 13 des  var tilkynnt um eld í ruslatunnu við Fjarðarstræti 57 á Ísafirði.Lögregla og slökkvilið kallað á staðinn og var eldur kominn í klæðningu á húsinu og mátti litlu muna að ekki yrði stór tjón vegna þessa.  Málið er í rannsókn lögreglu.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. desember 2009

Síðasta blað Gagnvegar fyrir jól.Og blaðaútgáfu hætt.

Kristín Sigurrós Einarsdóttir á skrifstofu sinni.
Kristín Sigurrós Einarsdóttir á skrifstofu sinni.
1 af 2
Síðasta blað Gagnvegar kemur út í vikunni, en blaðinu hefur verið dreift um allar Strandir og til áskrifenda vikulega síðustu ár,eða síðan blaðið hóf göngu sína sjötta september 2007,en blaðið var stofnað þann 24 ágúst sama ár og hlaut nafnið Gagnvegur.
Vegna jólanna verður hægt að skila inn efni og auglýsingum lengur en vanalega, eða til kl. 22:00 á miðvikudagskvöld. Blaðið verður prentað á fimmtudagsmorgun og því dreift á Hólmavík eftir hádegi á fimmtudag, en á aðra staði með póstinum á föstudaginn. Þetta blað verður það síðasta því útgáfunni verður hætt um áramótin. Kristín S. Einarsdóttir útgefandi þakkar lesendum, viðskiptavinum, pennahöfundum og öðrum sem hafa lagt útgáfunni lið kærlega fyrir sitt framlag.

Jólakveðjur verða í síðasta Gagnveginum og má senda þær til birtingar á netfangið stina@holmavik.is í síðasta lagi á miðvikudagskvöld.
Þetta eru slæmar fréttir fyrir alla Strandasýslu og nærliggjandi héruð að ekki sé hægt að halda úti einu litlu héraðsfréttablaði.
Kristín S Einarsdóttir hefur verið með margar nýungar í Gagnvegi svo sem"Pennann" sem gekk á milli Strandamanna mestallan tímann sem blaðið var og gekk og þótti mjög vinsælt meðal lesenda blaðsins.Ekki má gleyma aflatölum úr héraðinu sem birtist vikulega og margt fleira.
Litli-Hjalli þakkar Kristínu og Gagnvegi fyrir sitt framtak í fjölmiðlaheimi Strandamanna og þakkar henni ávallt góð kynni og gott samband  við að deila fréttum úr sýslunni okkar fögru.
Vegna þess hvað blaðið verður prentað seint kemur blaðið ekki til Árneshreppsbúa fyrr en á mánudaginn 21 desember.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. desember 2009

Jólaspjall Þjóðfræðistofu á Hólmavík.

Jólajeppi.Mynd Þjóðfræðistofa.
Jólajeppi.Mynd Þjóðfræðistofa.
Laugardaginn 19. desember , kl. 13, mun Þjóðfræðistofa blása til þjóðfræðiþings, útgáfuhófs og menningardagskrár. Auk þess að miðla af rannsóknum verður leikin tónlist, sýndar kvikmyndir og haldið upp á nýjar útgáfur.   Þá munu höfundar lesa upp úr nýútgefnum bókum.Jólaspjallið verður haldið í Bragganum á Hólmavík en Café Riis býður upp á létt jólahlaðborð á vægu verði.
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 12. desember 2009

Strandafrakt sótti seinni ferðina af ullinni.

Strandafrakt tekur ull í Árneshreppi.
Strandafrakt tekur ull í Árneshreppi.
Nú í dag kom Kristján Guðmundsson hjá Strandafrakt að sækja seinni ferðina af ull til bænda,hann var búin að koma eina ferð þann 7 desember.

Ullin fer í Ullarþvottstöð Ístex á Blönduósi.

Eins og fram hefur komið hækkaði verð til bænda um átta prósent fyrir ullina á milli ára.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 12. desember 2009

Hitabylgja í gærkvöld og í nótt.

Mælabúrið í Litlu-Ávík.Myndasafn.
Mælabúrið í Litlu-Ávík.Myndasafn.
Mjög hlýtt hefur verið í veðri síðan á þriðja degi mánaðar,auð jörð á lálendi síðan um 9 desember,en fjöll flekkótt.

Hitinn á Veðurstöðinni í Litlu-Ávík var í gær kl 18:00: 9,7stig hámarkið yfir daginn fór í 10,0 stig,en lágmark í 5,7 stig.

Hitinn í morgun kl 09:00 var aðeins 6,5 stig,en hámarkið eftir nóttina fór í 12,6 stig,en lágmark neðri 5,5 stig.

Oft getur verið gott veður hér í desember og janúar,en þegar kemur fram í mars og apríl byrja yfirleitt mestu snjóarnir,það sést á snjómælinga skírslum frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík,yfirleitt er mesta snjódýpt í mars eða apríl.

Spáð er suðlægum vindáttum eða breytilegum áfram með ágætishita en kólnandi undir eða um næstu helgi og nokkurri úrkomu á víð og dreif.

Sjá yfirlit yfir veður aftur um nokkur ár hér.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. desember 2009

Opnun móttökustöðvar Sorpsamlags Strandasýslu.

Flokkunarstöð verður á Norðurfirði.
Flokkunarstöð verður á Norðurfirði.
Á morgun laugardaginn 12. desember verður formleg opnun móttökustöðvar fyrir flokkaðan úrgang á Skeiði 3 á Hólmavík.  Er það Sorpsamlag Strandasýslu sem mun sjá um rekstur stöðvarinnar og er ætlunin að opna einnig stöðvar á Drangsnesi, Borðeyri og Norðurfirði.  Munu íbúar og fyrirtæki geta komið með endurvinnanlegan úrgang á móttökustöðina en opið verður til að byrja með á þriðjudögum milli kl. 15:00-17:00, fimmtudögum kl. 17:00-19:00 og annan laugardag í hverjum mánuði kl. 13:00-15:00.  Hægt verður að koma með sléttan pappír, dagblöð, tímarit, bylgjupappa, plastfilmu glæra og litaða, hart plast s.s. skyrdósir, málma, timbur, hjólbarða, rafmagnstæki, gler og spilliefni án gjalds. 
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. desember 2009

Komið með fóðurbæti til bænda.

Flutningabíll losar fóðurbæti í Litlu-Ávík myndin slæm rigning og dimmviðri.
Flutningabíll losar fóðurbæti í Litlu-Ávík myndin slæm rigning og dimmviðri.
Flutningabíll frá Kaupfélagi Steingrímsfjarða á Hólmavík kom í morgun eða um og fyrir hádegið með fóðurbæti til bænda hér í Árneshreppi.

Vegir eru allsæmilegir en nokkuð blautir enda frost nýfarið úr jörð aftur,og einnig er nýbúið að hefla vegi,og eru þeyr nokkuð mjúkir.

Þetta er óvenju seint sem KSH kemur með fóðurbætinn norður til bænda hér í hreppnum,enn slæm tíð var og ófært var fyrir um hálfum mánuði þegar stóð til að koma með fóðrið norður til bænda hér í Árneshreppi.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. desember 2009

Vegagerðin lætur hefla í Árneshreppi í Desember.

Veghefill við heflun vega í Árneshreppi.
Veghefill við heflun vega í Árneshreppi.
Í gær um miðjan dag var byrjað að hefla hér innansveitar í Árneshreppi.

Vegurinn var opnaður norður í Árneshrepp á mánudaginn 7 desember,eftir leiðindakafla í veðri.

Þann dag kom flutningabíll frá Strandafrakt að sækja fyrri ferðina af ull norður til bænda í Árneshreppi áður enn að ræsi yfir Kleifará yrði tekið í sundur vegna endurbóta,stór hólkur hafði þar gefið sig og var þetta talsvert tjón að sögn Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík,og stæði viðgerð jafnvel yfir í tvo daga,sem og varð.

Vegagerðin á Hólmavík lét síðan hefla verstu kaflana á vegum innansveitar í hreppnum í gær og líkur heflun í dag.

Enda er þetta eins og vorblíða undanfarna daga.

Ekki hefur verið heflað norður í Árneshrepp síðan í ágúst í sumar sem leið, enn aðeins var farið yfir verstu kaflana um miðjan september.

Þessu fagna Árneshreppsbúar innilega og fagna smá lit til hreppsbúa áður en snjómokstri er hætt alveg þann 5 janúar næstkomandi.

Enda veitti ekki af að laga þessar holur sem var orðin hola við holu á vegum hér í hreppnum.

Hreppsbúar mega því jafnvel búa við aðeins betri vegi hér innansveitar í vetur,enda mokað að hluta hér innansveitar yfir veturinn.

Þetta var frábær jólagjöf til Árneshreppsbúa frá Vegagerðinni.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Snjóblástur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Hafís í Trékyllisvík og séð til Norðurfjarðar.
  • Helga Pálsdóttir veislustjóri les upp dagskrá kvöldsins og Hilmar.
  • Allar stærri sperrur komnar á sinn stað.29-10-08.
  • Stakur borgarísjaki 3. KM NA af Reykjaneshyrnu. 02-01-2018.
Vefumsjón