Hvít Jól verða í Árneshreppi.
Það byrjaði éljagangur um kvöldið tuttugasta og fyrsta og í allan gærdag og jörð orðin flekkótt í gær,nú í morgun var jörð orðin alhvít.
Veðurstofa Íslands spáir á aðfangadag jóla NA 13 til 18 m/s með snjókomu NV-lands,og á jóladag éljum eða snjókomu.
Þegar jörð er alhvít á jóladagsmorgni eru talin hvít jól.
Íbúafjöldi á Vestfjörðum 1.desember 2009.
Meira
Vefurinn strandir.is varð 5 ára þann 20 desember.
"Stefnan er að skapa skemmtilegan og spennandi fréttavef fyrir svæðið sem verður notaður sem allra víðast. Vefritið hefur sérstakan áhuga á atvinnulífi, framkvæmdum og framförum á Ströndum, eflingu byggðar og skemmtilegu mannlífi í héraðinu. Öllu því sem gerir það sérstakt og jákvætt að lifa og starfa á Ströndum eða heimsækja héraðið sem ferðamaður."
Vefstjóri Litla-Hjalla óskar þessum nágranna sínum,www.strandir.is
til hamingju með árangurinn og afmælið.
Öll póstnúmer verða 524 Árneshreppur.
Póstnúmer 522 og 523 breytast í 524 Árneshreppur.
Póstnúmer 522-523 voru lögð niður. Hér eftir verður notað póstnúmerið 524. Jafnframt breytist póstáritun í 524 Árneshreppur (var áður 524 Norðurfjörður). Þar með eru öll heimili í Árneshreppi með sama póstnúmer.
Þetta er vegna þess að póststöðvarnar 522 Kjörvogur og 523 Bær voru lögð niður 1 september í haust.
Breytingar þessar hafa verið tilkynntar Þjóðskrár og eiga íbúar ekki að verða varir við neinar breytingar varðandi póstdreifingu.Íbúar eru hins vegar hvattir til að láta sendendur vita af þessari breytingu.
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 14 des til 21 des. 2009.
Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í vikunni sem leið. Þriðjudaginn 15 des ók bifreið á grjót á Óshlíðarvegir, minni háttar skemmdir á bílnum og laugardaginn 19 des var bifreið ekið á ljósastaur á Hnífsdalsvegi, einhverjar skemmdir á bílnum, ekki slys á fólki.
Þá voru 6 teknir fyrir of hraðan akstur í vikunni.Einn var stöðvaður á Skutulsfjarðarbraut og mældist hann á 95 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 60 km/klst.Þá voru fimm stöðvaðir í nágrenni við Hólmavík og sá sem hraðast ók, var mældur á 114 km/klst. þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Vill lögregla benda ökumönnum á að á þessum árstíma eru aðstæður til aksturs mjög misjafnar og breytast fljótt, hálka getur myndast á mjög stuttum tíma og enn og aftur vill lögregla benda ökumönnum og umráðamönnum ökutækja á að fylgjast með ljósabúnaði bifreiða sinna og lagfæra strax þegar ljós vantar.
S.L.Þriðjudag var tilkynnt um þjófnað úr vélbátnum Séra Jóni ÍS,þar sem báturinn stóð upp á landi í Sundahöfn við Eimskip á Ísafirði.Umræddur bátur stóð þar í tvo mánuði og var stolið úr honum rafmagnstækum, siglingatækjum, dýparmæli og fl.Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið í máli þessu, eða grunsamlegar mannaferða við bátinn á umræddi tímabili vinsamlegast hafi samband við lögregluna á Vestfjörðum Ísafirði, sími 450-3730
Rætt var við nokkra ökumenn vegna ljósabúnaðar og enn og aftur vill lögregla brýna fyrir ökumönnum að hafa ljósabúnað bifreiða sinna í lagi og ekki sakar að mynnast á að ökumenn skafi af rúðum bifreiða sinna áður en lagt er af stað, eitthvað er um það að menn trassi þetta.
Fiskmarkaður risinn á Hólmavík.
www.strandir.is
Guðsþjónustur um jólin í Hólmavíkurprestakalli.
Litlu jólin í Finnbogastaðaskóla
Í kvöld voru svo krakkarnir aftur í aðalhlutverki, að þessu sinni í fréttatíma Sjónvarpsins, og er óhætt að segja að þau hafi öll staðið sig þar með miklum sóma. Á spjallþráðum á netinu var haft á orði, að þetta hefði verið lang-jákvæðasta frétt sem sést hefði í langan tíma!
Ísspöng er um 50 sml norðvestur af Barða.
Ísspöng er um 50 sml norðvestur af Barða og rekur hana í suðurátt.
Sjófarendur eru beðnir um að fara að öllu með gát á svæðinu, en þar er gert ráð fyrir norðanátt um helgina og því má ætla að spöngin hreyfist áfram í suðurátt. Eftir helgi er gert ráð fyrir norðnorðaustanátt á svæðinu.
Tvær tilkynningar hafa borist Veðurstofu Íslands frá skipum um ísspöngina í dag.
Kort frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.





