Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 14 des til 21 des. 2009.
Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í vikunni sem leið. Þriðjudaginn 15 des ók bifreið á grjót á Óshlíðarvegir, minni háttar skemmdir á bílnum og laugardaginn 19 des var bifreið ekið á ljósastaur á Hnífsdalsvegi, einhverjar skemmdir á bílnum, ekki slys á fólki.
Þá voru 6 teknir fyrir of hraðan akstur í vikunni.Einn var stöðvaður á Skutulsfjarðarbraut og mældist hann á 95 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 60 km/klst.Þá voru fimm stöðvaðir í nágrenni við Hólmavík og sá sem hraðast ók, var mældur á 114 km/klst. þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Vill lögregla benda ökumönnum á að á þessum árstíma eru aðstæður til aksturs mjög misjafnar og breytast fljótt, hálka getur myndast á mjög stuttum tíma og enn og aftur vill lögregla benda ökumönnum og umráðamönnum ökutækja á að fylgjast með ljósabúnaði bifreiða sinna og lagfæra strax þegar ljós vantar.
S.L.Þriðjudag var tilkynnt um þjófnað úr vélbátnum Séra Jóni ÍS,þar sem báturinn stóð upp á landi í Sundahöfn við Eimskip á Ísafirði.Umræddur bátur stóð þar í tvo mánuði og var stolið úr honum rafmagnstækum, siglingatækjum, dýparmæli og fl.Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið í máli þessu, eða grunsamlegar mannaferða við bátinn á umræddi tímabili vinsamlegast hafi samband við lögregluna á Vestfjörðum Ísafirði, sími 450-3730
Rætt var við nokkra ökumenn vegna ljósabúnaðar og enn og aftur vill lögregla brýna fyrir ökumönnum að hafa ljósabúnað bifreiða sinna í lagi og ekki sakar að mynnast á að ökumenn skafi af rúðum bifreiða sinna áður en lagt er af stað, eitthvað er um það að menn trassi þetta.