Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. desember 2009
Prenta
Ísspöng er um 50 sml norðvestur af Barða.
Ísspöng er um 50 sml norðvestur af Barða og rekur hana í suðurátt.
Sjófarendur eru beðnir um að fara að öllu með gát á svæðinu, en þar er gert ráð fyrir norðanátt um helgina og því má ætla að spöngin hreyfist áfram í suðurátt. Eftir helgi er gert ráð fyrir norðnorðaustanátt á svæðinu.
Tvær tilkynningar hafa borist Veðurstofu Íslands frá skipum um ísspöngina í dag.
Kort frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.