Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 5. desember 2009

Enn á að draga úr samgöngum í Árneshrepp.-Nú flugið.

Verður flogið einu sinni í viku í sumar á Gjögur?
Verður flogið einu sinni í viku í sumar á Gjögur?
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 2010 á að draga úr styrkjum til samgöngumála það er sérleyfum,ferjusiglingum og flugi.
Samkvæmt tillögu í fjárlagafrumvarpinu er flug til Gjögurs þar á meðal,að þangað yrði flogið einu sinni í viku frá júní til september,en tvisvar í viku frá janúar til maí eins og verið hefur.
Ef af þessu verður,verður fólk sem fer suður að stoppa í heila viku í stað þess að geta haft val um milli ferða mánudögum eða fimmtudögum.
Einnig hlýtur það að vera að póstur komi þá bara einu sinni í viku yfir sumarið.
Enn reyndar kemur fram að styrkir til Bíldudals,Gjögurs og Sauðárkróks séu enn til frekari skoðunar,og niðurstaða því ekki alveg ljós á þessum tímapunkti.
Það má sjá tillögurnar um fyrirhugaðar breytingar undir þessum tengli hér.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. desember 2009

Myndir frá hjólaklúbb í sumar.

Litla og Stóra-Ávík séð af Reykjaneshyrnu.
Litla og Stóra-Ávík séð af Reykjaneshyrnu.
1 af 14
Hjólaklúbbur Liðveldisins enn svo kalla þau sig sem voru á ferð í Árneshreppi í sumar.Það voru að vísu nokkrir til viðbótar í þessum hópi sem ekki voru með. Þegar hjólagarparnir komu í Árneshreppinn voru þau að koma frá því að dvelja í fjóra daga á Merkigili í Austurdal Skagafirði. Þar sem hún Mónika bjó með sjö dætrum sínum. Þar vorum við að hjóla og ganga.Þau segjast aðallega vera hlaupara en hjóla saman á sumrin.Þau hjóla mest á Íslandi en hafa farið út í heim og hjólað þar,á Spáni,Tyrklandi, Slóveníu og á Ítalíu.

 

Nöfn þeirra sem voru í Norðurfirðinum í gistingu hjá Gunnsteini Gíslasyni og frú Margréti Jónsdóttur voru Jóhann Kristjánsson, Kristín Andersen, Sigurjón Sigurbjörnsson, Jónína Kristín Ólafsdóttir, Stefán Örn Einarsson og Hafdís Reinaldsdóttir.

 

Þá var hjólað í tvo daga frá Norðurfirði.Þau byrjuðu á að hjóla út á Gjögur, þá komu þau við í Litlu-Ávík. Síðari daginn hjóluðum þau út í Ófeigsfjörð og hittu þar Pétur Guðmundsson. Þetta voru fínir dagar á Ströndum segir forsprakki hópsins Jóhann Kristjánsson.

 

Síðan óku þau sem leið liggur frá Norðurfirði í Dýrafjörð og tóku öll þátt í 24 km hlaupi sem kallað hefur verið Vesturgatan. Þá er hlaupið eftir illfærum vegi frá Arnarfirði yfir til Dýrafjarðar.

Jóhann hefur sent vefnum Litla-Hjalla 14 myndir frá þessu ferðalagi,bæði frá Merkigili í Skagafirði og héðan úr hreppnum.

Vefurinn þakkar þessu frábæra fólki fyrir. 

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. desember 2009

Aðventukvöld í Hólmavíkurkirkju.

Hólmavíkurkirkja.Mynd Thorarinn Ólafsson.
Hólmavíkurkirkja.Mynd Thorarinn Ólafsson.
Framundan er aðventukvöld í Hólmavíkurkirkju, en það verður hins vegar ekki kvöld eins og áður hafði verið kynnt, vegna veðurútlits og veðurspár. Aðventukvöldið verður hins vegar haldið sunnudaginn 6. desember kl. 17:00 og verður þá mikið um dýrðir, því jafnframt stendur til að vígja nýja orgelið í Hólmavíkurkirkju. Söfnun fyrir orgelinu hefur staðið yfir undanfarið og var hún kynnt á súpufundi á Café Riis í hádeginu á fimmtudag.
Þetta kemur fram á www.strandir.is
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. desember 2009

Rafmagnslaust var um tíma í kvöld.

Spenniskúr við Bæ í Trékyllisvík.
Spenniskúr við Bæ í Trékyllisvík.
Rafmagnslaust er búið að vera frá því um kl 19:45 í kvöld í Árneshreppi og til kl 21:13.

Rafmagnslaust var á Drangsnesi,og er rafmagn komið þar á með díselvél og í Bjarnarfirði var rafmagn að komast á frá veitu.

Að sögn Þorsteins Sigfússonar hjá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík er bilun á milli Sandness og Drangsnes.

Ekki er víst að það verði kannað í kvöld.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. desember 2009

Flutningarekstur KSH sameinuð Vörumiðlun ehf á Sauðárkróki.

Flutningabíll frá KSH.
Flutningabíll frá KSH.
Fréttatilkynning.
Undanfarnar vikur hafa staðið yfir viðræður milli Kaupfélags Steingrímsfjarðar og Vörumiðlunar ehf. á Sauðárkróki um að Vörumiðlun ehf. taki við flutningarekstri kaupfélagsins. Viðræður gengu vel og náðist sátt um samninga á milli viðkomandi aðila í lok síðustu viku. Skrifað var undir samninga þann 27. nóvember síðastliðinn um að Vörumiðlun ehf. taki alfarið yfir allan flutningarekstur kaupfélagsins frá og með 1. desember 2009.

Kaupfélag Steingrímsfjarðar eignaðist sína fyrstu bifreið árið 1942 og hefur verið með bílarekstur allar götur síðan eða í um 67 ár. Fyrst um sinn var einungis um akstur innan héraðs að ræða en eftir að félagið eignaðist sína fyrstu yfirbyggðu bifreið árið 1962 hófust reglulegar áætlunarferðir milli Hólmavíkur og Reykjavíkur. Þetta skref sem nú er tekið markar því tímamót í rekstri Kaupfélags Steingrímfjarðar.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. desember 2009

Yfirlit yfir veðrið í Nóvember 2009.

Mikill sjór í Ávíkinni og miklar fyllingar.Stórstreymt var um 20 nóvember.
Mikill sjór í Ávíkinni og miklar fyllingar.Stórstreymt var um 20 nóvember.
1 af 2
Veðrið í Nóvember 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var nokkuð hlýr og auð jörð á láglendi fram í miðjan mánuð,en þá kólnaði með norðlægum vindáttum og éljum,og fremur svalt samt með hita yfir frostmarki fram til 26,þegar frysti og eftir það talsvert frost og snjókoma eða él.

Sauðfé var komið yfirleitt á gjöf um 26 nóvember eða um viku seinna enn í fyrra.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. desember 2009

Formleg úthlutun menningaráðs verður í Hlunnindasafninu á Reykhólum.

Jón Jónsson menningafulltrúi Vestfjarða.Mynd strandir.
Jón Jónsson menningafulltrúi Vestfjarða.Mynd strandir.
Seinni úthlutun Menningarráðs Vestfjarða á árinu 2009 fer fram í Hlunnindasafninu á Reykhólum nú á föstudaginn 4. desember og hefst athöfnin kl. 16:00. Verða þar afhent vilyrði um styrki frá Menningarráði Vestfjarða, en alls fá 37 verkefni framlög að þessu sinni á bilinu 150 þúsund til 1 milljón, samtals að upphæð 18,5 milljón. Umsóknir sem bárust að þessu sinni voru 89 og var samtals beðið um 75 milljónir í verkefnastyrki.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. desember 2009

Flug tókst á Gjögur í dag.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.Myndasafn.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.Myndasafn.
Þá er Flugfélagið Ernir búnir að fljúga á Gjögur í dag,en flugi var aflýst þangað í gær vegna veðurs.
Norðaustanátt er 14 til 16 m/s og gengur á með dimmum éljum.
Næsti áætlunardagur er á næstkomandi fimmtudag.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. desember 2009

Litlihjalli mikið lesin í nóvember.

Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar.Frá Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann Kristjánsson.
Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar.Frá Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann Kristjánsson.
Í mánuðinum sem var að líða hefur Litli-Hjalli aldrei verið lesin eins mikið í einum mánuði og þá.

Gestir voru yfir 15.000 það er sem stöldruðu við og skoðuðu fréttir og annað,hefur verið þetta frá sjö til níu þúsund á mánuði.Innlit voru yfir sjöþúsund og fimmhundruð,sem rétt litu inn.En flettingar voru yfir fjörutíu þúsund og sexhundruð,þar sem flett er og skoðað vel og staldrað við.

Það má segja að óvenju mikið var skrifað á vefinn í nóvember,og einnig var sett inn ein stór myndasyrpa,frá afmæli Margrétar Jónsdóttur og einnig voru settar inn fleiri myndir sem vefnum voru sendar.Einnig voru mikil skrif um netsambandsleysið og því tengdu,fólk vildi greinilega fylgjast með því.

Síðan var Litli-Hjalli settur á Facebook í byrjun mánaðar.

Vefurinn þakkar lesendum sínum sem venjulega kærlega fyrir góðar móttökur.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. nóvember 2009

Flugi aflíst á Gjögur.

Flugstöðin Gjögri.
Flugstöðin Gjögri.
Flugfélagið Ernir hafa nú aflíst flugi til Gjögurs í dag vegna veðurs,hvassviðris og éljagangs og skafrennings.
Athugað verður með flug á morgun.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Norðurfjörður I -2002.
  • Drangavík 18-04-2008.
  • Rotþró var sett niður á laugardaginn 08-11-08.Þá snjólaust.Mynd tekin 11-11-08.
  • Hafís útaf Reykjanesi.
Vefumsjón