Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. nóvember 2009

Snjómokstur.

Frá snjómokstri.
Frá snjómokstri.
Nú stendur yfir snjómokstur Norðurfjörður-Gjögur,talsverð fyrirstaða er víða á þessari leið.
Það snjóaði talsvert um helgina,aðallega á föstudag og laugadag,og él voru í gær og í morgun.
Nokkuð hvasst er af Norðaustri 15 til 19 m/s.
Ekki er vitað um flug ennþá á Gjögur í dag hvort fært verði.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 29. nóvember 2009

Ljósmyndavefur Kristbjargar Þ Ásgeirsdóttur.

Ein mynda Kristbjargar.
Ein mynda Kristbjargar.

Nú hefur verið settur inn hér undir tenglar ljósmyndavefir á ljósmyndavef Kristbjargar.
Kristbjörg er búin að vera búsett í Bandaríkjunum um þrjátíu ára skeið. Lengst af hefur hún búið í Bængor Maine. Hennar sérstaða er Abstrakt myndir. Hún er búin að vera forseti Listamannafélags Maineríkis um fjögurra ára skeið. Hún ætlar að hætta því starfi í Maí 2010. Kristbjörg er systurdóttir Gerðar Helgadóttur. Einnig er hún þremenningur við listamanninn Erró. Ásgeir Júlíusson og móðir Erró eru systkinabörn.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. nóvember 2009

Síminn stækkaði netsambandið í gær,háhraðanetið til Árneshrepps.

Frá því að háhraðanet var sett upp í Árneshreppi.
Frá því að háhraðanet var sett upp í Árneshreppi.
Nú hefur Margrét Stefánsdóttir forstöðumaður samskiptasviðs Símans sent vefnum upplýsingar,enn vefurinn Litli-Hjalli gerði fyrirspurn í morgun til hennar hvenær stækkun kæmi til framkvæmda,og Margrét sagði að stöðin hefði verið stækkuð í gær um hádegið og aukið þar með útsendingarstyrk hennar.

Eins og fram hefur komið var einungis vandræði með stöðina sem er í Trékyllisvík af þeim sjö stöðum sem voru settar upp á Ströndum.

Og eins og fram hefur komið var sala í kringum Trékyllisvík vonum meiri enn reiknað var með og var stöðin á álagstímum ekki að anna álagi.

Síminn hefur sett upp á árinu 50 stöðvar í verkefninu og er þetta fyrsta stöðin sem við lendum í svona aðstæðum sökum álags.

Og ennfremur segir Margrét að í verkefninu (um háhraðanetið)eru bæir sem þarfnast sérstakra lausna svo hægt sé að tengja þá t.d. eins og Djúpavík,Kjörvog og Gjögursvæðið.Þeir aðilar eru tengdir síðastir á hverju svæði fyrir sig. Síminn vinnur í lausnum fyrir þau svæði.Ekki sé vitað nákvæmlega hvenær því líkur,sagði Margrét í lokin.

Vefurinn Litli-Hjalli getur staðfest það að netsamband hefur verið mjög gott í dag,og reyndar í allan gærdag.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. nóvember 2009

Snerpa.ehf fagnar í dag 15 ára afmæli sínu.

Húsnæði Snerpu ehf að Mánagötu 6 á Ísafirði.Mynd Bæjarins besta.
Húsnæði Snerpu ehf að Mánagötu 6 á Ísafirði.Mynd Bæjarins besta.
1 af 2
Þann 25 nóvember voru komin 15 ár síðan Snerpa ehf hóf starfsemi á Ísafirði. Í tilefni þess var starfsmönnum boðið upp á rjómatertu og heitann rétt í kaffinu. Er þetta aðeins byrjunin á fagnaðarlátunum, en í dag föstudaginn 27 nóvember mun verða smá húllum hæ hjá þeim að Mánagötu 6 á milli kl 15:00 og 17:00. Verður boðið upp á pylsur frá hinum margrómaða pyslusala, Hermanni Grétari Jónssyni, en hann mun mæta með heilann pylsuvagn  fyrir utan húsnæði Snerpu að Mánagötu 6 og gefa gestum Snerpu pylsu að eigin vali. Einnig verður opið hús hjá þeim í Snerpu og verður þar hægt að skoða húsakynnin og starfsemina nánar.
Snerpa hannaði vefinn www.litlihjalli.it.is ásamt mörgum öðrum vefum og eru þetta allt frábærlega hannaðir vefir.
Litli-Hjalli vill nota tækifærið og óska fyrirtækinu,eigendum og starfsfólki til hamingju með þennan stóráfanga,og þakkar um leið fyrir frábær samskipti.
Vefur Snerpu er www.snerpa.is
| fimmtudagurinn 26. nóvember 2009

Myndir frá Skúla Alexenderssyni

Brúin á Hvalá. Matthías Pétursson frá Reykjarfirði sem styður sig við brúarhandriðið.
Brúin á Hvalá. Matthías Pétursson frá Reykjarfirði sem styður sig við brúarhandriðið.
1 af 6
Skúli Alexandersson hefur sent Litla-Hjalla nokkrar skínandi góðar ljósmyndir, sem teknar voru í Ófeigsfirði. Hann þakkar Jóni Guðbirni jafnframt fyrir dugnað við að flytja fréttir úr sveitinni okkar, og segir: "Ég er eins og fleiri fyrverandi Árneshreppsbúar áhugasamur og hefi gaman af fréttum úr ættarbyggðinni og skoða vefinn þinn oft."

Skúli fæddist í Reykjafirði 9. september 1926, ólst upp hér í sveitinni og hefur ávallt haldið sterkum tengslum við Árneshrepp. Hann var alþingismaður 1979-1991 og æviágrip hans má lesa á vef Alþingis, með því að smella hér.

Litli-Hjalli þakkar Skúla kærlega fyrir myndirnar og hvetur fleiri lesendur til að senda ljósmyndir, gamlar eða nýjar, á póstfangið hrafnjokuls@hotmail.com.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. nóvember 2009

Bændur taka inn féið.

Gunnar Dalkvist Guðjónsson í Bæ við rúning.
Gunnar Dalkvist Guðjónsson í Bæ við rúning.
1 af 3
Nú er sá tími komin að bændur eru að fara að hísa féið.Fyrir nokkru voru hrútar teknir inn og rúnir,einnig ásetnings lömb,og þaug rúin.Þetta er svona á svipuðum tíma og í fyrra eða um viku seinna,eitthvað misjafnt eftir bæjum.

Nú eru bændur að taka fullorðna féið inn smátt og smátt til að rýja það,en ærnar verða helst að vera þurrar þegar rúið er,og er féið haft úti sem ekki er hægt að rýja strax ef þurrt er og sett inn að kvöldi.

Þannig að nú fer allt fé að vera komið á gjöf.

Öll ull fer til Ístex sem hefur hækkað ullarverð til bænda að meðaltali um 8% eins og hefur komið fram hér á vefnum.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. nóvember 2009

Félagsvist í kvöld.

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.

Í kvöld kl 20:00 halda nemendur og starfsfólk Finnbogastaðaskóla félagsvist í félagsheimilinu í Árnesi Trékyllisvík.
Þetta er í annað sinn sem nemendur og starfsfólk skólans halda félagsvist í haust.
Nemendur safna með þessu í ferðasjóð sinn,enn farið er í skólaferðalag einu sinni á vetri og jafnan oftar á skólaárinu.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. nóvember 2009

Hafís við Vestfirði 22-11-2009.

Modis mynd,frá 22-11-2009 kl 13:10.
Modis mynd,frá 22-11-2009 kl 13:10.
1 af 2

Á gervihnattamyndinni hér hægra megin sem tekin var 22. nóvember 2009 kl. 13:10 sést hafísröndin vel.  Samkvæmt myndinni þá lítur út fyrir að þykkur ís sé um 100 sml vestnorðvestur (VNV) af Straumnesi.  Stakir jakar geta verið nær landi. 

Næstu daga verður norðaustanátt ríkjandi á Grænlandssundi.
Þetta kemur fram á Hafísvef Veðurstofu Íslands.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. nóvember 2009

Símstöðin verður stækkuð.

Fjarskiptastöð Símans í Reykjaneshyrnu í Litlu-Ávíkurlandi.
Fjarskiptastöð Símans í Reykjaneshyrnu í Litlu-Ávíkurlandi.

Fréttatilkynning frá Margréti Stefánsdóttur forstöðumanni samskiptasviðs Símans.
1. Einungis er um að ræða vandræði með stöðina sem er í Trékyllisvík (Við settum upp 7 aðrar á Ströndum)

2. Sala í kringum Trékyllisvík var vonum framar og er stöðin á álagstímum ekki að anna álagi. Síminn er að vinna að stækkun stöðvar með birgja. Málið mun leysast á næstu dögum.

3. Síminn hefur sett upp á árinu 50 stöðvar í verkefninu og er þetta fyrsta stöðin sem við lendum í svona aðstæðum sökum álags.

4. Í verkefninu er bæir sem þarfnast sérstakra lausna svo hægt sé að tengja þá t.d. eins og Djúpavík. Þeir aðilar eru tengdir síðastir á hverju svæði fyrir sig. Síminn vinnur í lausnum fyrir þau svæði.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. nóvember 2009

Hvers eiga Árneshreppsbúar að gjalda vegna Netsambands.

Sett upp 3.G örbylgjuloftnet í Árneshreppi.
Sett upp 3.G örbylgjuloftnet í Árneshreppi.
Nú síðan að þessi  háhraðanettenging var sett upp hér í Árneshreppi í lok október hafa hreppsbúar þurft að þola ýmislegt í netöryggi frá Símanum.

Netsamband úti og inni til skiptis.

Kvartað var til Fjarskiptasjóðs af stofnunum og Oddvita Árneshrepps og frá flestum heimilum hreppsins þegar fyrsta bilun varð í um rúman hálfan sólarhring um kvöldið 5 nóvember og fram á morgun næsta dags.

Enn hefur Síminn ekki staðið við háhraðanettengingu til Djúpavíkur og Kjörvogs og Gjögursvæðið,það er alltaf í athugun.Hvað lengi?Kannski í lagi vegna þess að Síminn getur ekki staðið við þjónustuna sem Fjarskiptasjóður lét honum í te.

Nú er mál að linni og Árneshreppsbúar vilja fá sömu netþjónustu og öryggi og aðrir landsmenn í dreifbýli.

Nú á morgun mun Oddviti Árneshrepps tala við yfirmenn Fjarskiptasjóðs og yfirmenn Símans um þessi mál.Það mun ekkert koma út úr því strax en verður þá vonandi athugað betur.

Ef hreppsbúar þurfa að taka upp gamla kerfið aftur Isdn kerfið sem er rándýrt ættu notendur Árneshrepps að fá það frítt í bili þangað til að Síminn,og eða annað netfyrirtæki kemur með Háhraðanettengingu til hreppsbúa sem er treystandi á.

Nú er nóg með að ríkisvaldið láti snjómokstur lítið til sín varða hingað í Árneshrepp,en hreppsbúar láta ekki ganga yfir sig með að háhraðanetið verði ekki í lagi hér sem annarstaðar á landsbyggðinni.Hvernig væri að þessir þingmenn NV kjördæmis létu til sín taka í þessu máli.

Þetta verður ekki látið afskiptalaust,enda var kjörorð fyrri og núverandi ríkisstjórnar:Háhraðanet til allra landsmanna.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Á Fellsbrún á leið á Kálfatind.
  • Séð til Reykjaneshyrnu og Ávíkurnar.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Björn og Gunnsteinn.
Vefumsjón