Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. nóvember 2009

Bæjarins Besta 25 ára á morgun.

Sigurjón J Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson stofnendur Bæjarins Besta með fyrsta prufueintakið úr offset fjölritara blaðsins.Myndin er tekin í október 1984.Mynd BB.ís
Sigurjón J Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson stofnendur Bæjarins Besta með fyrsta prufueintakið úr offset fjölritara blaðsins.Myndin er tekin í október 1984.Mynd BB.ís
1 af 2
Blaðútgáfa Bæjarins Besta fagnar á morgun aldarfjórðungsafmæli sínu.

Af tilefni afmælisins kom út veglegt sextíu og fjögurra síðna afmælisblað sem dreift var frítt á öll heimili á útbreiðslusvæði blaðsins í gær.

Fyrsta eintakið rann út úr prentvélinni árla morguns 14.nóvember 1984.

Óhætt er að segja að miklar breytingar hafi orðið á blaðinu og starfsumhverfi þess frá því að fyrsta eintakið kom úr prentvélinni.

Og frá því að netútgáfa BB fór í loftið með fréttir úr öllum fjórðungum Vestfjarða,er vefútgáfan meðal fjöllesnustu netmiðla landsins.

 
Stofnendur Bæjarins Besta voru þeyr félagar Sigurjón J Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson,og eru þeir enn eigendur og vinna við blað og netútgáfu.Halldór kom reyndar inn ári seinna eða 1985.

Sigurjón J Sigurðsson er ritstjóri blaðs og netútgáfu.

Ábyrgðamenn blaðsins og netútgáfu eru Sigurjón J Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson og hann er einnig ljósmyndari.

H-Prent ehf gefur blaðið út enn það er fyrirtæki sem þeir Sigurjón og Halldór stofnuðu 1985 um fyrirtækið þegar Halldór kom inn.

 Vefútgáfa blaðsins - bb.is,fór í loftið 4. janúar árið 2000 og fagnar því tíu ára afmæli í janúar næstkomandi.Vefútgáfan var síðan endurbætt í ársbyrjun 2002.

Þess má geta að bb.is stofnaði síðu á samskiptavefjunum Twitter og Facebook  þann 5 nóvember síðastliðinn.

 

Vefstjóri Litlahjalla vill óska og senda,eigendum Bæjarins Besta og öllu starfsfólki innilegar hamingjuóskir með þennan stóra áfanga og þakkar um leið fyrir gott samstarf.

Vefsíða Bæjarins Besta er www.bb.is

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. nóvember 2009

Margrét Jónsdóttir Sjötug.

Margrét Jónsdóttir verður 70 ára á sunnudaginn.
Margrét Jónsdóttir verður 70 ára á sunnudaginn.
Á sunnudaginn 15 nóvember verður Margrét Jónsdóttir á Bergistanga í Norðurfirði sjötug.

Margrét Jónsdóttir er fædd í Stóru-Ávík í Árneshreppi 15 nóvember 1939.

Auk þess að ala upp 5 börn var Maddý framarlega í öllu félagslífi hér í Árneshreppi,Var í stjórn Kvenfélags Árneshrepps til margra ára og í ýmsu öðru.

Maddý var til margra ára starfsmaður Kaupfélags Strandamanna á Norðurfirði og síðar Kaupfélags Steinrímsfjarðar á Norðurfirði og verslunarstjóri þar þar til í vor.

Margrét ásamt eiginmanni sýnum reka Gistiheimili að Bergistanga.

Eiginmaður Margrétar er Gunnsteinn Gíslason.

Af tilefni afmæli síns bjóða Margrét og Gunnsteinn til veislu í Kaffi Norðurfirði á laugardaginn 14 nóvember kl 20:00.

| miðvikudagurinn 11. nóvember 2009

Skorað á samgönguráðherra að notast við þekkingu og reynslu heimamanna til að tryggja snjómokstur

Kristján Möller samgönguráðherra, allur af vilja gerður til að leysa mál Árneshrepps.
Kristján Möller samgönguráðherra, allur af vilja gerður til að leysa mál Árneshrepps.
Félag Árneshreppsbúa hefur sent Kristjáni Möller samgönguráðherra skorinort bréf, þar sem skorað er á ráðherrann að koma í veg fyrir að snjómokstri verði hætt í Árneshrepp. Bréf félagsins er svohljóðandi:

 

Félag Árneshreppsbúa skorar á samgönguráðherra og Vegagerð ríkisins að leggja ekki af snjómokstur í Árneshreppi á Ströndum.


Brýnt er að halda veginum opnum eins og verið hefur undanfarin ár. Nauðsynlegt er að  læknir komist í sjúkravitjanir til afskekktustu sveitar landsins svo dæmi sé tekið.


Íbúar Árneshrepps verða að geta rekið erindi sín út fyrir hreppinn þegar fært er eftir snjómokstur. Hafi þeir ekki þann kost verða þeir að reiða sig alfarið á flugsamgöngur, eitt sveitarfélaga á Íslandi og er það óviðunandi kostur.


Ljóst er að hér er ekki um háar fjárhæðir að ræða. Sérstaklega ef notast er við sérþekkingu og reynslu heimamanna af snjómokstri á þessari leið.


Framtíð Árneshrepps kann hins vegar að vera í húfi nú þegar langþráð fólksfjölgun hefur loksins orðið í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins.


Með því að láta veginn lokast væri horfið áratugi aftur í tímann.


Er það von félagsins að hæg sé að halda veginum opnum eins og kostur er öllum til hagsbóta.

Því er við að bæta að nú hafa um 3000 manns gerst stuðningsaðilar málsins á Facebook, sem sýnir glöggt hve Árneshreppur stendur hjarta margra nærri.

Kristján Möller samgönguráðherra hefur lýst yfir vilja til að leysa málið í samvinnu við heimamenn og er vonandi tíðinda að vænta á næstu dögum.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. nóvember 2009

Ráðstefna - Vinnuþing Vatnavina Vestfjarða.

Vinnuþingið verður á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði.
Vinnuþingið verður á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði.
Vinnuþing Vatnavina Vestfjarða verður haldið 16. og 17. nóvember n.k. á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði.

Á vinnuþinginu munu Vatnavinir kynna frumlegar hugmyndir og skissur af baðstöðum Vatnavina Vestfjarða sem og annað frumkvöðlastarf og ýmsar pælingar. Þarna mætir breiður hópur fulltrúa fyrirtækja í ferðaþjónustu og sérfræðingar tengdir heilbrigðum lífsstíl.

Ráðstefnan er opin öllum og við hvetjum hagsmunaaðila til að mæta, en eru vinsamlega beðnir um að skrá sig fyrir lok fimmtudagsins 12. nóv.

Mörg áhugaverð erindi verða flutt eins og sjá má. Ítarlegri útgáfu dagskrárinnar má sjá sem viðhengi hér.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. nóvember 2009

Bíll í eigu Ísafjarðahafna er fundinn.

Bíllinn fannst í Súðavík.
Bíllinn fannst í Súðavík.
Rauður sendibíl í eigu Ísafjarðarhafnar sem var stolið fannst í gær í Súðavík. Bíllinn virtist vera óskemmdur að sögn lögreglunnar á Ísafirði. Bílnum var stolið á Ísafirði sl. fimmtudag. Þrátt fyrir eftirgrennslan á Ísafirði og í nágrenni fannst bíllinn ekki fyrr en í gær.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. nóvember 2009

Viðhorfskönnun um Menningarráð Vestfjarða.

Frá styrkúthlutun Menningarráðs í Edinborgarhúsinu á Ísafirði vorið 2009.Mynd Ágúst G Atlason.
Frá styrkúthlutun Menningarráðs í Edinborgarhúsinu á Ísafirði vorið 2009.Mynd Ágúst G Atlason.
Háskólasetur Vestfjarða hefur tekið að sér að vinna úttekt á starfsemi Menningarráðs Vestfjarða. Könnunin hér að neðan er liður í þessari úttekt, hún er einkum ætluð þeim sem koma beint að menningarmálum á Vestfjörðum, en er einnig opin öllum þeim sem hafa áhuga á vestfirskum menningarmálum.
Könnunin verður aðgengileg frá mánudeginum 9. nóvember og lýkur á miðnætti sunnudaginn 15. nóvember.
Smellið hér til að opna könnunina.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. nóvember 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 2 nov. til 9 nov.2009.

Sendibifreiðar er leitað sem stolið var,og er merkt hafnir Ísafjarðarbæjar.
Sendibifreiðar er leitað sem stolið var,og er merkt hafnir Ísafjarðarbæjar.

Í s.l. viku barst engin tilkynning til lögreglu um umferðaróhöpp í umdæminu og hefur það ekki gerst í þó nokkurn tíma og er það ánægjuleg þróun ef það héldi áfram.

Fimmtudaginn 5 nov. var sendiferðabifreið í eigu Ísafjarðarhafnar stolið á Ísafirði og þrátt fyrir eftirgrennslan á Ísafirði og nágreni hefur bifreiðin ekki fundist.  þeir sem gætu gefið einhverjar upplýsingar um bifreið þessa, sem er rauð lítil sendiferðarbifreið, merkt hafnir Ísafjarðarbæjar, eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum, varðstofa Ísafirði, sími 450-3730

Fjórtán ökumenn voru stöðvaðir í umdæminu fyrir of hraðann akstur .Fjórir voru stöðvaðir á Ísafirði og nágrenni og tíu í nágrenni við Hólmavík.  Þá var rætt við nokkra ökumenn vegna ljósabúnaðar og vill lögregla brýna fyrir ökumönnum að gæta að ljósabúnaði ökutækja sinna og hafa búnaðinn í lagi.  Nú fer sá tími í hönd að birtu tíminn er alltaf að styttast og því mjög brýnt að þessir hlutir séu í lagi.  Lögreglan mun fylgjast með þessum hlutum og stöðva menn ef þess gerist þörf á næstunni.

Talsverð umferð hefur verið í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum af rjúpnaskyttum.  Lögreglan hefur kannað með réttindi og leyfi manna og vill benda á að skotveiðimenn hafi með sér þau leyfi og viðeigandi skírteini þegar menn fara til rjúpna og afli sér þeirra leyfa sem þeir þurfa, til að vera á þeim veiðisvæðum sem þeir ætla á.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. nóvember 2009

Lúðrasveitarheimsókn í Vesturbyggð.

Lúðrasveitin.Mynd Magnús Ó Hansson.
Lúðrasveitin.Mynd Magnús Ó Hansson.

Það var gríðarlega mögnuð sveit tónlistarfólks frá Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness sem flutti íbúum suðursvæðis Vestfjarða tónlist í Skjaldborgarbíói á sunnudaginn var. Stjórnandinn Kári Húnfjörð kynnti þetta frábæra listafólk og sagði jafnframt að þau vissu eftir sína dvöl hér hvar Patreksfjörður væri, þau ættu örugglega eftir að koma aftur í heimsókn.

Í ræðu Elzbietu Kowalczyk skólastjóra Tónlistarskóla Vesturbyggðar kom fram að með svona heimsókn eins og þessari væri það einlægur ásetningur að efla enn frekara skólavinasamband sem er vissulega áfangi að frekari eflingu tónlistarlífs hér á suðursvæði Vestfjarða.

Það er staðreynd að tónlistin og söngurinn eflir sálina

Svona heimsókn kostar mikla undirbúningsvinnu heimamanna. Tónlistarskóli Vesturbyggðar þakkar öllum þeim sem komu að undirbúningi þessarar heimsóknar með einum eða öðrum hætti. Þó vildi Elzbieta sérstaklega þakka Sparisjóðnum á Patreksfirði, verslununum Albínu, Fjölval og Grillskálanum,Kristni Þór Egilssyni, Hauki Má Sigurðarsyni, Magnúsi Ólafs Hanssyni, að ógleymdum Lionsklúbbi Patreksfjarðar fyrir þeirra þátt.

Í lok tónleikanna þakkaði bæjarstjóri Vesturbyggðar Ragnar Jörundsson gestum fyrir komuna. Hann sagðist reyndar orðlaus eftir slíkan listviðburð. Hann taldi að svona heimsókn mundi örugglega efla tónlistarslífið á svæðinu.

 

 

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. nóvember 2009

Sala háhraðanettenginga hafin víða á Vestfjörðum.

Frá uppsetningu á 3.G Örbylgjuloftneti í Árneshreppi.
Frá uppsetningu á 3.G Örbylgjuloftneti í Árneshreppi.

Fréttatilkynning.
Sala háhraðanettenginga hefst mánudaginn 9. nóvember n.k. til 175 staða í Súðavíkurhrepp, Ísafjarðarbæ, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhrepp, Reykhólahrepp og hluta Dalabyggðar

Nánar tiltekið þá er um að ræða staði á eftirfarandi svæði:

  1. Allir staðir á lista sjóðsins í: Súðavíkurhrepp, Ísafjarðarbæ, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhrepp og Reykhólahrepp.
  2. Staðir sem tengjast símalínum frá Leysingjastöðum og Máskeldu í Dalabyggð.
  3. Staðir í Strandabyggð vestan Steingrímsfjarðarheiðar.

Auk símstöðvanna á Leysingjastöðum  og Máskekeldu verður settur upp ADSL búnaður í símstöðina  í Króksfjarðarnesi. Auk þess verða víða settir upp 3G sendar á þessu svæði.

Auk ofangreinds er sala hafin til 725 skilgreindra staða í sveitarfélögunum Skagafirði, Akrahreppi, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgárbyggð, Eyjafjarðarsveit, Þingeyjarsveit, Skútustaðarhreppi, Norðurþingi, Langanesbyggð, Árneshreppi, Bæjarhreppi, Kaldrananeshreppi og Strandabyggð.

Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á  vefnum:  www.fjarskiptasjodur.is

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 8. nóvember 2009

Eyrarrósin 2010 umsóknarfrestur til 16 Nóvember.

Umsóknarfrestur rennur út 16 nóvember 2009.
Umsóknarfrestur rennur út 16 nóvember 2009.
Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands standa saman að Eyrarrósinni, viðurkenningu sem veitt er árlega fyrir framúrskarandi menningarstarf á landsbyggðinni. Nýverið var auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina 2010 og er umsóknarfrestur til og með 16. nóvember 2009.Smelltu hér til að opna auglýsinguna. 


Eyrarrósin var fyrst afhent árið 2005 og féll hún þá í skaut Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði. Aðrir sem hlotið hafa Eyrarrósina eru Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, LungA, Strandagaldur á Hólmavík, hin ísfirska Rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði, Aldrei fór ég suður og Landnámssetrið í Borgarnesi.

Markmið með Eyrarrósinni er að stuðla að fagmennsku og færni við skipulagningu menningarlífs og listviðburða á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Fjögurra manna nefnd, skipuð forstjóra og stjórnarformanni Byggðastofnunar og stjórnanda og framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, tilnefnir og velur verðlaunahafa.

Umsækjendur geta m.a. verið stofnun, safn, tímabundið verkefni eða menningarhátíð á landsbyggðinni og eru allir sem falla undir þá flokka hvattir til að sækja um. Þrjú verkefni eru valin úr hópi umsækjenda og þau kynnt sérstaklega, en eitt þeirra hlýtur Eyrarrósina; fjárstyrk að upphæð kr. 1.5 milljón og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar.

Upphaf Eyrarrósarinnar má rekja til þess að vorið 2004 gerðu Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands með sér samkomulag um eflingu menningarlífs á landsbyggðinni og stofnuðu við það tilefni til Eyrarrósarinnar. Í febrúar á þessu ári undirrituðu aðstandendur Eyrarrósarinnar samning um áframhaldandi samstarf til næstu þriggja ára.

Dorrit Moussaieff forsetafrú er verndari Eyrarrósarinnar og er viðurkenningin afhent á Bessastöðum.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Við Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Í Simonarpás er aðeins ein stór spíta.
  • Hafskipabryggjan Norðurfirði-06-07-2004.
  • Úr sal.Gestir.
Vefumsjón