Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 21. nóvember 2009

Netsamband datt út enn einu sinni í Árneshreppi.

Móttökukassinn fyrir 3.G Örbylgusendinn.
Móttökukassinn fyrir 3.G Örbylgusendinn.
Nú uppúr kl 13:30 í gærdag datt netsamband út hjá okkur í Árneshreppi og vefstjóri Litlahjalla hafði samband við tæknilega aðstoð Símans uppúr klukkan tvö í dag og sáu þeir strax að eitthvað var að við netsambandið bæði á 3.G netlyklum og 3.G háraðanettengingunni hinni nýju.

Báðu Símamenn að athuga um ljós á sendikassanum sem settur var upp inni vegna þessa háhraðanettengingar,ljós sem er blátt og á að lýsa mjög skýrt ef gott samband er,en það var bara fölblátt.

Einnig hringdi vefstjóri á nokkra bæi og tvær stofnanir til að athuga þar,en þar var sambandslaust eins og í Litu-Ávík.

Netsambandið hefur verið mjög gott frá því að bilun varð á fimmtudagskvöldið 5 nóvember er allt samband datt alveg út,en komst inn aftur að morgni föstudagsins 6 nóvember,og hefur verið nokkurn vegin verið í lagi síðan með smá undantekningum samt,sem Síminn kallaði þá að væri vegna álags.Enn það getur bara ekki staðist að það sé álag bara í eitt kvöld.

 

Tæknideild Símans var sett strax í að athuga hvað væri að og vinna nú í málunum.

Samband frá 3.G netlyklum hafa komu inn annað slagið í gær í þessari bilun svona í brot úr mínútu eða allt uppí 2 mínútur.

Þetta er mjög bagalegt fyrir notendur Árneshrepps að geta ekki treyst á hina nýju háhraðatengingu,stofnanir og heimili detta út.

Frá því um kl 15:00 í gær hefur þetta háhraðanet verið inni með köflum,og eru starfsmenn Símans að skoða allt uppá nýtt.Ekkert verður unnið í þessu um helgina að viti að sögn Símans,nema sem hægt er að gera í stjórnborðinu þar,þetta mun koma inn annað slagið þessi tenging svipað og var í gær,að sögn Símans.

Þannig að vonandi er að Árneshreppur verði ekki alveg úti um helgina með netsamband.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. nóvember 2009

Myndir frá miklum sjógangi í morgun.

Miklar öldur við Hjallskerin við lendinguna að Litlu-Ávík.
Miklar öldur við Hjallskerin við lendinguna að Litlu-Ávík.
1 af 6
Nú í morgun var veðurhæð að ganga niður eftir hvassviðrið í nótt.

Samkvæmt vindmælum á veðurstöðinni í  Litlu-Ávík var mesti vindur í gærkveldi og í nótt í jafnavind í um 19 til 22 m/s uppí 25 m/s af Norðnorðaustri.

Sjólag fór að ganga upp strax í gær og í gærdag kl 18:00 var komin mikill sjór,áætluð ölduhæð 4 til 6 m og nú í morgun var hann ekki minni þegar þessar myndir voru teknar um 10:30  fyrir hádegið,en háflæði var kl 11:57.

Myndirnar eru ekki góðar vegna rigningardropanna sem setjast á myndavélina og myndatökumaður hristist í vindi sem var þá um 16 m/s.

Enn myndirnar ættu að skýra sjóganginn sem er og hefur verið,mikill sjór og jafnvel uppí stórsjó þá ölduhæð áætluð 6 til 9 m um tíma.

Oft eykst sjólag þótt dragi úr vindi í talsverðan tíma á eftir.

Tekið skal fram að stórstreymt er núna.Sjór gekk langt uppá gras í mestu fyllingunum.

Allar myndirnar eru teknar frá Litlu-Ávík ofan af fjörukambinum og við Ávíkurána.

 

 

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. nóvember 2009

Verða Vestfirðir paradís náttúrulauga?

Krossnessundlaug.
Krossnessundlaug.
1 af 2
Fréttatilkynning frá verkefnisstjóra Vatnavina Vestfjarða og Atvest.
Vestfirðir einkennast af fjölda heitra náttúrulauga og hafa forsvarsmenn þeirra sameinast um að nýta þær á sjálfbæran hátt og að Vestfirðir verði til fyrirmyndar á landsvísu hvað varðar uppbyggingu á heilsutengdri ferðaþjónustu.   Hópurinn kallar sig Vatnavini Vestfjarða og samanstendur af  landeigendum, ferðaþjónum, arkitektum og öðrum áhugamönnum sem  sameinast í því að þróa vestfirskt aðdráttarafl tengt vatni.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. nóvember 2009

Nýjar snjómokstursreglur 2010.

Frá snjómokstri í vor í Árneshreppi.
Frá snjómokstri í vor í Árneshreppi.
1 af 2

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að reglur um vetrarþjónustu breytast á næsta ári. Tekist hefur með hagræðingu og betra skipulagi að halda óbreyttri þjónustu út árið 2009, en nauðsynlegt er að draga eitthvað úr vetrarþjónustunni árið 2010.

Áhersla er á það við þessar breytingar að tryggja umferðaröryggi sem best en þjónustan verður svipuð og hún var árið 2006.

Þjónustudögum á fáförnustu leiðunum verður fækkað og þjónustutími á lægri þjónustuflokkum styttur, mest um helgar. Stefnt er að 200 milljóna króna sparnaði.

Eina breytingin sem tekur gildi núna strax er sú að opnað er á að moka einu sinni í viku frá hausti fram yfir áramót þar sem G-regla gildir. Þetta á til dæmis við um Árneshrepp á Ströndum en mokað verður þá samkvæmt reglunni til 5. janúar ár hvert. Þetta gildir þegar ekki er um aðrar samgönguleiðir er að ræða og kostnaður við moksturinn ekki óhóflegur.
Ítarlegar skýringar hér.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. nóvember 2009

Tónleikar Lögreglukórsins í Laugarneskirkju.

Lögreglukór Reykjavíkur.Mynd lögregluvefurinn.
Lögreglukór Reykjavíkur.Mynd lögregluvefurinn.
Fréttatilkynning frá Lögreglukórnum í Reykjavík.
Lögreglukór Reykjavíkur heldur afmælistónleika í Laugarneskirkju í Reykjavík nk. laugardag, 21. nóvember, klukkan 16. Lögreglukórinn var stofnaður 1934 og fagnar því 75 ára afmæli um þessar mundir. Á efnisskránni verður mikið af léttri tónlist í bland við hefðbundin karlakóralög. Stjórnandi er Guðlaugur Viktorsson en á tónleikunum nýtur kórinn aðstoðar hljóðfæraleikaranna Gunnars Gunnarssonar (píanó), Tómasar R. Einarssonar (bassi), Ómars Guðjónssonar (gítar) og  Scotts McLemore (slagverk). Miðaverð er 1.500 kr. en miðar eru seldir við innganginn.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. nóvember 2009

Stormviðvörun fyrir Strandir.

Vindaspá fyrir Strandir og Norðurland vestra.Kort VÍ.
Vindaspá fyrir Strandir og Norðurland vestra.Kort VÍ.
Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands er stormviðvörun  fyrir spásvæðið Strandir og Norðurland vestra seinnipartinn í dag.
Norðaustan 13-20 m/s og rigning, hvassast á Ströndum. Dregur smám saman úr vindi í nótt og á morgun. Hiti 1 til 5 stig.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. nóvember 2009

Vinna við styrkumsóknir í fullum gangi.

Styrkúthlutun í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í vor.Mynd Ágúst G Atlason.
Styrkúthlutun í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í vor.Mynd Ágúst G Atlason.
Stjórn Menningarráðs Vestfjarða vinnur nú við að fara yfir og afgreiða styrkumsóknir sem bárust vegna seinni úthlutunar ráðsins á árinu 2009. Alls bárust 89 umsóknir um styrki að þessu sinni, jafn margar og við fyrri úthlutun ársins í vor. Beðið er um framlög að upphæð tæplega 75 milljónir til fjölbreyttra menningarverkefna, en heildarsamtala í fjárhagsáætlunum verkefnanna hljóðar upp á 436 milljónir. Það er því ljóst að það er mikill hugur í Vestfirðingum á menningarsviðinu og mörg verkefnin býsna viðamikil, þó auðvitað séu þau af öllum stærðum og gerðum. Til ráðstöfunar er 18,5 milljónir að þessu sinni.  

Úthlutun vilyrða fyrir styrkjum fer fram nálægt næstu mánaðarmótum, en þeir eru síðan að venju greiddir út í samræmi við framvindu verkefna. Menningarráð Vestfjarða styrkir aldrei verkefni um meira en 50% af fjárhagsáætlun eða kostnaðaryfirliti að verki loknu, þannig að áhrifin af styrkjunum eiga að vera mun meiri en upphæð þeirra segir til um. Frá upphafi hefur Menningarráðið lagt sérstaka áherslu á að stuðla að nýsköpun, gæðaþróun, samvinnu og fjölgun skapandi starfa í menningargeiranum á Vestfjörðum. Formaður Menningarráðs Vestfjarða er nú Leifur Ragnar Jónsson á Patrekfirði, en Gerður Eðvarsdóttir á Ísafirði er varaformaður.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. nóvember 2009

Strandsvæði.Sóknarfæri fyrir vestfirsk samfélög.

Fyrsti fundurinn er í Malarkaffi fimmtudaginn 19 nóvember.
Fyrsti fundurinn er í Malarkaffi fimmtudaginn 19 nóvember.

Fyrsti fundur í fundarröð um nýtingaráætlun fyrir strandsvæði við Vestfirði verður haldinn á veitingarstaðnum Malarkaffi á Drangsnesi, fimmtudaginn 19. nóvember n.k. kl 20.00.  Val fundarstaðar er ekki tilviljun, hér er hrint af stað verkefni, hinu fyrsta sinnar tegundar á Íslandi þar sem sjónum er beint að nýtingu strandsvæðisins og því er viðeigandi að sá fundur sé haldinn í fjörurkambi við mynni Steingrímsfjarðar.

Fundir og svæðaafmörkun þeirra er annars sem hér segir;


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. nóvember 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 9. nov til 16. nov. 2009.

Talsverður erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í síðustu viku.
Talsverður erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í síðustu viku.

Í vikunni sem var að líða var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Um helgina hafði lögregla eftirlit með rjúpnaskyttum í umdæminu, en talsveður fjöldi þeirra hefur verið á ferðinni um helgina og almennt eru menn með hlutina í lagi, skotvopnaleyfi og veiðikort.

Fjórir ökumenn voru kærðri fyrir of hraðann akstur í umdæminu.  Þrír í nágrenni  Ísafjarðar og einn í nágrenni við Hólmavík.Sá sem hraðast ók, ók á 128 km/klst, þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.

Fjögur umferðaróhöpp urðu í vikunni.Þriðjudaginn 10 valt bíll á Vestfjarðavegi í Önundarfirði ökumaður kvartaði um eymsli í mjöðm og  baki og var fluttur með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar.Aðfaranótt laugardags þann 14 fór bíll útaf  Vestfjarðarvegi skammt sunnan við afleggjarann að Reykhólum í Reykhólasveit, þar varð eignartjón, en ekki slys á fólki.  Í báðum þessum tilfellum er hugsanleg ástæða óhappanna slæm akstursskilyrði   Þá var ekið utan í bíl sama dag á Aðalstræti á Ísafirði, minniháttar skemmdir, tjónvaldur lét sig hverfa af vettvangi.Snemma á sunnudagsmorgun þann 15 var ekið utan í bifreið á Sólgötu á Ísafirði,  ökumaður sem valdur var að því, var grunaður um ölvun.

Tvö slys urðu í vikunni,ungur piltur var að príla yfir vegg við grunnskólann og datt með þeim afleiðingum að hann haldleggsbrotnaði illa og var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið. 

Þá varð aflvarlegt vinnuslys í steypustöð BM-Vallá í Bolungarvík .Þar fótbrotnaði starfsmaður illa á báðum fótum við vinnu sína.Hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði.Lögregla og vinnueftirlitið vinnur að rannsókn málsins.

Enn og aftur  eru einhverjir sem gera sér það að leik að sprauta úr slökkvitækjum í Vestfjarðargöngunum.Þetta er allt of algengt að menn geri sér þetta að leik og er það vonandi að þeir sem þarna hafa verið að verki, þurfi ekki á þessum tækjum að halda í neyð.

Lögregla vill brýna fyrir ökumönnum að aka varlega,akstursskilyrði eru mjög breytileg á þessum árstíma,víða geta myndast hálkublettir þó vegir séu þurrir.Þá vill lögregla einnig benda ökumönnum á mikilvægi þess að hafa ljósabúnað ökutækja sinna í lagi,en lögregla stöðvaði nokkra ökumenn og áminnti vegna ljósabúnaðar.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. nóvember 2009

Orkubóndinn.

Vatnasvæði Hvalár.
Vatnasvæði Hvalár.

Viltu verða orkubóndi og framleiða þína eigin orku? Allir geta orðið orkubændur!

Orkubóndinn er fyrir áhugafólk um virkjun orku, einstaklinga, fyrirtæki, landeigendur og bændur sem hafa hug á að beisla orkuna heima fyrir. Í landinu okkar er ógrynni af endurnýtanlegri orku sem fellur til og hægt er að nýta. Á námskeiðinu verður farið yfir verkfræðileg viðfangsefni á mannamáli og fjallað um leiðir til að virkja læki eða ár, jarðhita, vindorku, sólarorku eða annars konar orku. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru sérfræðingar frá Nýsköpunarmiðstöð, Orkustofnun og færustu verkfræðistofum landsins á sviði orku.  Í kjölfar námskeiðsins fá þátttakendur aðstoð við að hrinda virkjunarhugmyndum í framkvæmd.

Orkubóndinn er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Mannvits, Orkustofnunar, Iðnaðarráðuneytisins og Verkís.


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Lítill ísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu.17-01-2010.
  • Borgarísjakinn við Lambanes 30-09-2017.
  • Allir fara í kaffi og mat í Bæ hjá Guðbjörgu.
  • Skip á Norðurfirði.
  • Jón G Guðjónsson situr á jaka útá Hjallskerum. Mynd RAX.
  • Storð í Trékyllisvík-06-07-2004.
Vefumsjón