Snjómokstur.
Það snjóaði talsvert um helgina,aðallega á föstudag og laugadag,og él voru í gær og í morgun.
Nokkuð hvasst er af Norðaustri 15 til 19 m/s.
Ekki er vitað um flug ennþá á Gjögur í dag hvort fært verði.
Nú hefur verið settur inn hér undir tenglar ljósmyndavefir á ljósmyndavef Kristbjargar.
Kristbjörg er búin að vera búsett í Bandaríkjunum um þrjátíu ára skeið. Lengst af hefur hún búið í Bængor Maine. Hennar sérstaða er Abstrakt myndir. Hún er búin að vera forseti Listamannafélags Maineríkis um fjögurra ára skeið. Hún ætlar að hætta því starfi í Maí 2010. Kristbjörg er systurdóttir Gerðar Helgadóttur. Einnig er hún þremenningur við listamanninn Erró. Ásgeir Júlíusson og móðir Erró eru systkinabörn.
Eins og fram hefur komið var einungis vandræði með stöðina sem er í Trékyllisvík af þeim sjö stöðum sem voru settar upp á Ströndum.
Og eins og fram hefur komið var sala í kringum Trékyllisvík vonum meiri enn reiknað var með og var stöðin á álagstímum ekki að anna álagi.
Síminn hefur sett upp á árinu 50 stöðvar í verkefninu og er þetta fyrsta stöðin sem við lendum í svona aðstæðum sökum álags.
Og ennfremur segir Margrét að í verkefninu (um háhraðanetið)eru bæir sem þarfnast sérstakra lausna svo hægt sé að tengja þá t.d. eins og Djúpavík,Kjörvog og Gjögursvæðið.Þeir aðilar eru tengdir síðastir á hverju svæði fyrir sig. Síminn vinnur í lausnum fyrir þau svæði.Ekki sé vitað nákvæmlega hvenær því líkur,sagði Margrét í lokin.
Vefurinn Litli-Hjalli getur staðfest það að netsamband hefur verið mjög gott í dag,og reyndar í allan gærdag.
Nú eru bændur að taka fullorðna féið inn smátt og smátt til að rýja það,en ærnar verða helst að vera þurrar þegar rúið er,og er féið haft úti sem ekki er hægt að rýja strax ef þurrt er og sett inn að kvöldi.
Þannig að nú fer allt fé að vera komið á gjöf.
Öll ull fer til Ístex sem hefur hækkað ullarverð til bænda að meðaltali um 8% eins og hefur komið fram hér á vefnum.
Í kvöld kl 20:00 halda nemendur og starfsfólk Finnbogastaðaskóla félagsvist í félagsheimilinu í Árnesi Trékyllisvík.
Þetta er í annað sinn sem nemendur og starfsfólk skólans halda félagsvist í haust.
Nemendur safna með þessu í ferðasjóð sinn,enn farið er í skólaferðalag einu sinni á vetri og jafnan oftar á skólaárinu.
Á gervihnattamyndinni hér hægra megin sem tekin var 22. nóvember 2009 kl. 13:10 sést hafísröndin vel. Samkvæmt myndinni þá lítur út fyrir að þykkur ís sé um 100 sml vestnorðvestur (VNV) af Straumnesi. Stakir jakar geta verið nær landi.
Næstu daga verður norðaustanátt ríkjandi á Grænlandssundi.
Þetta kemur fram á Hafísvef Veðurstofu Íslands.
Fréttatilkynning frá Margréti Stefánsdóttur forstöðumanni samskiptasviðs Símans.
1. Einungis er um að ræða vandræði með stöðina sem er í Trékyllisvík (Við settum upp 7 aðrar á Ströndum)
2. Sala í kringum Trékyllisvík var vonum framar og er stöðin á álagstímum ekki að anna álagi. Síminn er að vinna að stækkun stöðvar með birgja. Málið mun leysast á næstu dögum.
3. Síminn hefur sett upp á árinu 50 stöðvar í verkefninu og er þetta fyrsta stöðin sem við lendum í svona aðstæðum sökum álags.
4. Í verkefninu er bæir sem þarfnast sérstakra lausna svo hægt sé að tengja þá t.d. eins og Djúpavík. Þeir aðilar eru tengdir síðastir á hverju svæði fyrir sig. Síminn vinnur í lausnum fyrir þau svæði.
Netsamband úti og inni til skiptis.
Kvartað var til Fjarskiptasjóðs af stofnunum og Oddvita Árneshrepps og frá flestum heimilum hreppsins þegar fyrsta bilun varð í um rúman hálfan sólarhring um kvöldið 5 nóvember og fram á morgun næsta dags.
Enn hefur Síminn ekki staðið við háhraðanettengingu til Djúpavíkur og Kjörvogs og Gjögursvæðið,það er alltaf í athugun.Hvað lengi?Kannski í lagi vegna þess að Síminn getur ekki staðið við þjónustuna sem Fjarskiptasjóður lét honum í te.
Nú er mál að linni og Árneshreppsbúar vilja fá sömu netþjónustu og öryggi og aðrir landsmenn í dreifbýli.
Nú á morgun mun Oddviti Árneshrepps tala við yfirmenn Fjarskiptasjóðs og yfirmenn Símans um þessi mál.Það mun ekkert koma út úr því strax en verður þá vonandi athugað betur.
Ef hreppsbúar þurfa að taka upp gamla kerfið aftur Isdn kerfið sem er rándýrt ættu notendur Árneshrepps að fá það frítt í bili þangað til að Síminn,og eða annað netfyrirtæki kemur með Háhraðanettengingu til hreppsbúa sem er treystandi á.
Nú er nóg með að ríkisvaldið láti snjómokstur lítið til sín varða hingað í Árneshrepp,en hreppsbúar láta ekki ganga yfir sig með að háhraðanetið verði ekki í lagi hér sem annarstaðar á landsbyggðinni.Hvernig væri að þessir þingmenn NV kjördæmis létu til sín taka í þessu máli.
Þetta verður ekki látið afskiptalaust,enda var kjörorð fyrri og núverandi ríkisstjórnar:Háhraðanet til allra landsmanna.