Vinna við styrkumsóknir í fullum gangi.
Úthlutun vilyrða fyrir styrkjum fer fram nálægt næstu mánaðarmótum, en þeir eru síðan að venju greiddir út í samræmi við framvindu verkefna. Menningarráð Vestfjarða styrkir aldrei verkefni um meira en 50% af fjárhagsáætlun eða kostnaðaryfirliti að verki loknu, þannig að áhrifin af styrkjunum eiga að vera mun meiri en upphæð þeirra segir til um. Frá upphafi hefur Menningarráðið lagt sérstaka áherslu á að stuðla að nýsköpun, gæðaþróun, samvinnu og fjölgun skapandi starfa í menningargeiranum á Vestfjörðum. Formaður Menningarráðs Vestfjarða er nú Leifur Ragnar Jónsson á Patrekfirði, en Gerður Eðvarsdóttir á Ísafirði er varaformaður.
Strandsvæði.Sóknarfæri fyrir vestfirsk samfélög.
Fyrsti fundur í fundarröð um nýtingaráætlun fyrir strandsvæði við Vestfirði verður haldinn á veitingarstaðnum Malarkaffi á Drangsnesi, fimmtudaginn 19. nóvember n.k. kl 20.00. Val fundarstaðar er ekki tilviljun, hér er hrint af stað verkefni, hinu fyrsta sinnar tegundar á Íslandi þar sem sjónum er beint að nýtingu strandsvæðisins og því er viðeigandi að sá fundur sé haldinn í fjörurkambi við mynni Steingrímsfjarðar.
Fundir og svæðaafmörkun þeirra er annars sem hér segir;
Meira
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 9. nov til 16. nov. 2009.
Í vikunni sem var að líða var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Um helgina hafði lögregla eftirlit með rjúpnaskyttum í umdæminu, en talsveður fjöldi þeirra hefur verið á ferðinni um helgina og almennt eru menn með hlutina í lagi, skotvopnaleyfi og veiðikort.
Fjórir ökumenn voru kærðri fyrir of hraðann akstur í umdæminu. Þrír í nágrenni Ísafjarðar og einn í nágrenni við Hólmavík.Sá sem hraðast ók, ók á 128 km/klst, þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.
Fjögur umferðaróhöpp urðu í vikunni.Þriðjudaginn 10 valt bíll á Vestfjarðavegi í Önundarfirði ökumaður kvartaði um eymsli í mjöðm og baki og var fluttur með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar.Aðfaranótt laugardags þann 14 fór bíll útaf Vestfjarðarvegi skammt sunnan við afleggjarann að Reykhólum í Reykhólasveit, þar varð eignartjón, en ekki slys á fólki. Í báðum þessum tilfellum er hugsanleg ástæða óhappanna slæm akstursskilyrði Þá var ekið utan í bíl sama dag á Aðalstræti á Ísafirði, minniháttar skemmdir, tjónvaldur lét sig hverfa af vettvangi.Snemma á sunnudagsmorgun þann 15 var ekið utan í bifreið á Sólgötu á Ísafirði, ökumaður sem valdur var að því, var grunaður um ölvun.
Tvö slys urðu í vikunni,ungur piltur var að príla yfir vegg við grunnskólann og datt með þeim afleiðingum að hann haldleggsbrotnaði illa og var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið.
Þá varð aflvarlegt vinnuslys í steypustöð BM-Vallá í Bolungarvík .Þar fótbrotnaði starfsmaður illa á báðum fótum við vinnu sína.Hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði.Lögregla og vinnueftirlitið vinnur að rannsókn málsins.
Enn og aftur eru einhverjir sem gera sér það að leik að sprauta úr slökkvitækjum í Vestfjarðargöngunum.Þetta er allt of algengt að menn geri sér þetta að leik og er það vonandi að þeir sem þarna hafa verið að verki, þurfi ekki á þessum tækjum að halda í neyð.
Lögregla vill brýna fyrir ökumönnum að aka varlega,akstursskilyrði eru mjög breytileg á þessum árstíma,víða geta myndast hálkublettir þó vegir séu þurrir.Þá vill lögregla einnig benda ökumönnum á mikilvægi þess að hafa ljósabúnað ökutækja sinna í lagi,en lögregla stöðvaði nokkra ökumenn og áminnti vegna ljósabúnaðar.
Orkubóndinn.
Viltu verða orkubóndi og framleiða þína eigin orku? Allir geta orðið orkubændur!
Orkubóndinn er fyrir áhugafólk um virkjun orku, einstaklinga, fyrirtæki, landeigendur og bændur sem hafa hug á að beisla orkuna heima fyrir. Í landinu okkar er ógrynni af endurnýtanlegri orku sem fellur til og hægt er að nýta. Á námskeiðinu verður farið yfir verkfræðileg viðfangsefni á mannamáli og fjallað um leiðir til að virkja læki eða ár, jarðhita, vindorku, sólarorku eða annars konar orku. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru sérfræðingar frá Nýsköpunarmiðstöð, Orkustofnun og færustu verkfræðistofum landsins á sviði orku. Í kjölfar námskeiðsins fá þátttakendur aðstoð við að hrinda virkjunarhugmyndum í framkvæmd.
Orkubóndinn er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Mannvits, Orkustofnunar, Iðnaðarráðuneytisins og Verkís.
Meira
Myndir frá 70 ára afmæli Margrétar Jónsdóttur.
Hinn rétti afmælisdagur er í dag 15 nóvember.
Margar ræðu voru fluttar og margt var um manninn.
Myndirnar tala sínu máli best,og vonar vefurinn að lesendur muni njóta þess að skoða myndirnar en þær munu vera 49 alls.
Ef texti hefur misritast er beðið afsökunar á því,eftir er að fara betur yfir hann.
Litlahjalla vel tekið á Facebook.
Lesendur Litlahjalla eru nú orðnir yfir hundrað þúsund og innlit um tæp hundrað og fjögur þúsund,flettingar komnar yfir fjögurhundruð og þrettán þúsund,eftir að ný og endurbætt síða var sett upp 30 maí 2008.
Flestar fréttir vefsins eru úr Árneshreppi og honum tengdar,einnig koma allskonar fréttatilkynningar sem eru Árneshreppi tengdar eða Vestfjörðum sem vefurinn fær sendar í gegnum fréttatilkynningar sem vefurinn er áskrifandi að.
Vefurinn þakkar ykkur kæru lesendur og vonar að þið verðið lesendur og aðdáendur um langa framtíð.
Bæjarins Besta 25 ára á morgun.
Af tilefni afmælisins kom út veglegt sextíu og fjögurra síðna afmælisblað sem dreift var frítt á öll heimili á útbreiðslusvæði blaðsins í gær.
Fyrsta eintakið rann út úr prentvélinni árla morguns 14.nóvember 1984.
Óhætt er að segja að miklar breytingar hafi orðið á blaðinu og starfsumhverfi þess frá því að fyrsta eintakið kom úr prentvélinni.
Og frá því að netútgáfa BB fór í loftið með fréttir úr öllum fjórðungum Vestfjarða,er vefútgáfan meðal fjöllesnustu netmiðla landsins.
Stofnendur Bæjarins Besta voru þeyr félagar Sigurjón J Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson,og eru þeir enn eigendur og vinna við blað og netútgáfu.Halldór kom reyndar inn ári seinna eða 1985.
Sigurjón J Sigurðsson er ritstjóri blaðs og netútgáfu.
Ábyrgðamenn blaðsins og netútgáfu eru Sigurjón J Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson og hann er einnig ljósmyndari.
H-Prent ehf gefur blaðið út enn það er fyrirtæki sem þeir Sigurjón og Halldór stofnuðu 1985 um fyrirtækið þegar Halldór kom inn.
Vefútgáfa blaðsins - bb.is,fór í loftið 4. janúar árið 2000 og fagnar því tíu ára afmæli í janúar næstkomandi.Vefútgáfan var síðan endurbætt í ársbyrjun 2002.
Þess má geta að bb.is stofnaði síðu á samskiptavefjunum Twitter og Facebook þann 5 nóvember síðastliðinn.
Vefstjóri Litlahjalla vill óska og senda,eigendum Bæjarins Besta og öllu starfsfólki innilegar hamingjuóskir með þennan stóra áfanga og þakkar um leið fyrir gott samstarf.
Vefsíða Bæjarins Besta er www.bb.is
Margrét Jónsdóttir Sjötug.
Margrét Jónsdóttir er fædd í Stóru-Ávík í Árneshreppi 15 nóvember 1939.
Auk þess að ala upp 5 börn var Maddý framarlega í öllu félagslífi hér í Árneshreppi,Var í stjórn Kvenfélags Árneshrepps til margra ára og í ýmsu öðru.
Maddý var til margra ára starfsmaður Kaupfélags Strandamanna á Norðurfirði og síðar Kaupfélags Steinrímsfjarðar á Norðurfirði og verslunarstjóri þar þar til í vor.
Margrét ásamt eiginmanni sýnum reka Gistiheimili að Bergistanga.
Eiginmaður Margrétar er Gunnsteinn Gíslason.
Af tilefni afmæli síns bjóða Margrét og Gunnsteinn til veislu í Kaffi Norðurfirði á laugardaginn 14 nóvember kl 20:00.
Skorað á samgönguráðherra að notast við þekkingu og reynslu heimamanna til að tryggja snjómokstur
Félag Árneshreppsbúa skorar á samgönguráðherra og Vegagerð ríkisins að leggja ekki af snjómokstur í Árneshreppi á Ströndum.
Brýnt er að halda veginum opnum eins og verið hefur undanfarin ár. Nauðsynlegt er að læknir komist í sjúkravitjanir til afskekktustu sveitar landsins svo dæmi sé tekið.
Íbúar Árneshrepps verða að geta rekið erindi sín út fyrir hreppinn þegar fært er eftir snjómokstur. Hafi þeir ekki þann kost verða þeir að reiða sig alfarið á flugsamgöngur, eitt sveitarfélaga á Íslandi og er það óviðunandi kostur.
Ljóst er að hér er ekki um háar fjárhæðir að ræða. Sérstaklega ef notast er við sérþekkingu og reynslu heimamanna af snjómokstri á þessari leið.
Framtíð Árneshrepps kann hins vegar að vera í húfi nú þegar langþráð fólksfjölgun hefur loksins orðið í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins.
Með því að láta veginn lokast væri horfið áratugi aftur í tímann.
Er það von félagsins að hæg sé að halda veginum opnum eins og kostur er öllum til hagsbóta.
Því er við að bæta að nú hafa um 3000 manns gerst stuðningsaðilar málsins á Facebook, sem sýnir glöggt hve Árneshreppur stendur hjarta margra nærri.
Kristján Möller samgönguráðherra hefur lýst yfir vilja til að leysa málið í samvinnu við heimamenn og er vonandi tíðinda að vænta á næstu dögum.





