Fleiri fréttir

| miðvikudagurinn 28. október 2009

Þúsund krefjast snjómoksturs -- jákvæð viðbrögð ráðamanna

Séð yfir Trékyllisvík og Reykjanes í vetrarbúningi.
Séð yfir Trékyllisvík og Reykjanes í vetrarbúningi.
1 af 3

Um eitt þúsund manns hafa lýst yfir stuðningi við snjómokstur í Árneshrepp á samskiptasíðunni Facebook, þegar þetta er skrifað, og fjölgar óðum í hópnum. Fjölmiðlar hafa sýnt málinu vaxandi áhuga á síðustu dögum, og það var tekið upp á þingi í síðustu viku að frumkvæði Ásmundar Daðasonar, þingmanns VG í kjördæminu.

Einsog staðan er nú, mun snjómokstur einfaldlega leggjast af eftir 1. nóvember og Árneshreppur yrði þá eina sveitarfélagið á Íslandi án þess þjónustu. Íbúar yrðu alfarið að reiða sig á flugsamgöngur við Gjögur, en ljóst að ýmiskonar þjónusta legðist af, m.a. læknisheimsóknir og sorphirða. Þá yrði loku skotið fyrir hverskonar ferðaþjónustu og íbúar í Djúpavík í raun lokaðir inni, bæði til norðurs og suðurs.

Mikill stuðningur hefur komið fram við málstað Árneshrepps og ljóst að margir láta sér umhugað um velferð fámennasta sveitarfélags landsins.

Sá sem þetta ritar hefur að undanförnu staðið í bréfaskiptum við þingmenn kjördæmisins, samgönguráðherra og fleiri. Víðtækur skilningur er á mikilvægi málsins og full ástæða til að ætla að það leysist farsællega á næstu dögum.

En tíminn er skammur: Eftir 1. nóvember eru í raun engar reglur í gildi og því er um að gera fyrir  sem flesta vini og velunnara Árneshrepps að skrá sig á stuðningssíðuna á Facebook, með því að smella hér.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. október 2009

Stefnumótun Ferðamálasamtaka Vestfjarða.

Hótel Djúpavík.
Hótel Djúpavík.
Ferðaþjónusta á Íslandi og Vestfjörðum hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og er mikilvægi hennar að aukast hratt í vestfirsku samfélagi en ætla má að vægi ferðaþjónustunnar í umfangi atvinnulífisins á Vestfjörðum sé í kringum 7,5% og má áætla að vöxturinn bara sl. ár sé hátt í 30 %.

Á allra næstu vikum og mánuðum munu Ferðamálasamtök Vestfjarða standa fyrir vinnufundum með ferðaþjónustuaðilum og hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu um alla Vestfirði. Markmiðið með fundunum er að virkja hagsmunaaðila í ferðaþjónustu til að leggja sitt af mörkum í að meta stöðu ! ferðaþjónustu á Vestfjörðum og taka þátt í að móta framtíðarsýn hennar. Fundirnir eru öllum opnir og eru kjörið tækifæri til að hafa áhrif á framtíð ferðaþjónustu á Vestfjörðum.

Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. október 2009

Þrír ráðgjafar um raforkuöryggi skipaðir.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Skipaður hefur verið 3.ja manna ráðgjafahópur sem á að fara yfir fyrirliggjandi tillögur Landsnets um leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri fer fyrir hópnum, þá Matthildur Helgadóttir Jónudóttir framkvæmdastjóri Snerpu á Ísafirði og Þorleifur Pálsson framkvæmdastjói Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.

Iðnaðarráðherra hefur falið hópnum að leggja einnig mat á það til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að bæta samkeppnisstöðu fjórðungsins með tilliti til atvinnuuppbyggingar á orkufrekum iðnaði.

Samkvæmt skipuninni á hópurinn að hafa samráð við sveitafélög á Vestfjörðum og skila greinagerð til ráðherra fyrir næstu áramót.
Þetta kom fram í fréttum RÚV vest í dag.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. október 2009

Sjö svæði sóknaráætlana.

Landinu skipt í sjö svæði.
Landinu skipt í sjö svæði.
Á næstu mánuðum verða mótaðar sóknaráætlanir í öllum landshlutum samkvæmt nýrri skiptingu landsins í sjö svæði sem samþykkt hefur verið í ríkisstjórn. Heimamenn á hverju svæði um sig og fjöldi hagsmunaaðila, stofnana og ráðueyta munu koma að verkinu undir forystu landshlutasamtaka og stýrihóps Sóknaráætlunar sem starfar á vegum forsætisráðuneytisins m.a. með þátttöku fimm ráðherra ríkisstjórnarinnar. Sjá nánar
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 26. október 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 19 október til 26 október 2009.

Nokkur skemdarverk voru unnin í umdæmi lögreglunar á Vestfjörðum.
Nokkur skemdarverk voru unnin í umdæmi lögreglunar á Vestfjörðum.

Í s.l. viku fimm ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu, tveir stöðvaðir í nágrenni Ísafjaðar og þrír í nágrenni við Hólmavík.  Sá sem hraðast ók, ók á 115 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er  90 km/klst.

Þrjú umferðaróhöpp urðu í umdæminu í vikunni, tvö minniháttar óhöpp á Ísafirði, ekki slys á fólki og einn útafakstur á Holtavörðuheiði, þar var eignartjón og ekki slys á fólki.

Þá eru menn enn að aka á búfé og var tilkynnt um eitt slík tilfelli á Barðaströnd og enn og aftur vill lögregla brýna fyrir vegfarendum að gæta varúðar þegar menn verða varir við búfé nálægt vegi.

Miðvikudaginn 21 okt var kærður þjófnaður á kerru frá Húsasmiðjunni á Ísafirði, mun þjófnaðurinn hafa átt sér stað fyrir ca. þrem vikur síðan.  Þá var á sunnudag 25 okt tilkynnt um þjófnað úr bifreið í Bolungarvík, þar var stolið hljómflutningstækjum.  Báðir þessir þjófnaðir eru  óupplýstir.

Þá var tilkynnt um nokkur tilvik skemmdarverka m.a. rúðubrot og skemmdir á bílum.

Í vikunni var tilkynnt um að búið væri að kveikja í skúr við sundlaugina í Reykjafirði/Arnarfirði og væri skúrinn brunninn til ösku.  Ekki er vitað hver þar hafi verið að verki, en hugsanlega hefur verið kveikt í skúrnum í vikunni áður.  Umræddur skúr var notaður sem búningsaðstaða fyrir baðgesti.  Ef einhver gæti gefið upplýsingar um hver hafi þarna verið að verki þá vinsamlegast hafið samband við lögreglu í síma 450-3730/450-3744

 

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 26. október 2009

Þrjú verkefni á Strandavegi hafa dregist.

Frá vegagerð í Árneshreppi.
Frá vegagerð í Árneshreppi.
Strandir.is
Strandavegur (nr. 643) hefur verið nokkuð í umræðunni upp á síðkastið, en hann liggur um norðanverðar Strandir, úr botni Steingrímsfjarðar og um Bjarnarfjarðarháls og Veiðileysuháls norður í Árneshrepp. Kristján Möller samgönguráðherra sagði veginn erfiðan í umræðum á Alþingi í síðustu viku þegar rætt var um snjómokstursreglur sem eru í stuttu máli þær á þessari leið að ekki er gert ráð fyrir snjómokstri frá 1. nóvember fram í miðjan mars. Virðist sú regla nú eiga að gilda óháð tíðarfari, en Árneshreppur er eina sveitarfélagið á Íslandi sem ekki nýtur vegasambands allt árið. Alls hafa þrjú verkefni á þessum vegi dregist eða verið frestað síðustu árin, sem öll hefðu verið spor í rétta átt.
Sjá má allan pistilinn hér
Þetta kemur fram á www.strandir.is.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 26. október 2009

Styrkir frá Menningarráði Vestfjarða.

Á föstudaginn 30 október rennur umsóknarfrestur út.
Á föstudaginn 30 október rennur umsóknarfrestur út.
Fréttatilkynning.
Nú er tæp vika til stefnu til að sækja um styrki til Menningarráðs Vestfjarða við seinni úthlutun á árinu 2009 og eru þegar komnar nokkrar ágætar umsóknir í hús. Umsóknarfrestur er til 30. október og sækja þarf um styrki til afmarkaðra menningarverkefna á Vestfjörðum. Umsóknir bornar saman á samkeppnisgrundvelli, þannig að fara þurfa saman áhugaverð verkefni og góðar umsóknir til að líkur séu á að styrkur fáist. Menningarráð Vestfjarða hefur skilgreint ákveðna áhersluþætti við hverja úthlutun fram að þessu og við seinni úthlutun 2009 verður litið sérstaklega til menningarverkefna sem fela í sér eftirtaldar áherslur:
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. október 2009

Svínaflensusprauta og ófærð.

Læknisbíllinn fastur á Kjörvogshlíðinni.
Læknisbíllinn fastur á Kjörvogshlíðinni.
1 af 3
Læknirinn á Hólmavík kom norður í dag til að sprauta þá fyrstu sem fá svínaflensusprautu eða núna í þessari ferð tíu manns sem eru í forgangi.

Lækninum og bílstjóra hans gekk ferðin hálf brösuglega norður vegna ófærðar,sátu fastir á Kjörvogshlíðinni og bíll fór að norðan til að draga læknisbílinn upp.

Eins og fram hefur komið hér á vefnum fyrr í dag sýndi Vegagerðarvefurinn að aðeins væri þæfingur norður og greiðfært innansveitar,en nú er loksins búið að breyta því og nú er sagt þungfært norður og krapi og snjór innansveitar Norðurfjörður-Gjögur sem er alveg rétt.

Vegurinn er eingöngu fær stórum jeppum.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. október 2009

Snjór niðri sjó og þæfingur norður í Árneshrepp.

Kort Vegagerðar.
Kort Vegagerðar.
1 af 2
Nú er Norðan allhvass vindur og það snjóaði niðri byggð í nótt og morgun.
Eini staðurinn á landinu sem gefin er upp snjódýpt í morgun samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er á veðurstöðinni í Litlu-Ávík einn cm.
Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er þæfingsfærð norður Strandir í Árneshrepp og gæti lokast í kvöld.
Spáð er N eða NA stinningskalda eða allhvössum vind með snjókomu í fyrstu en síðan éljum um helgina með hita frá 0 til 2 stigum.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. október 2009

Snjómokstur í Árneshreppi ræddur á Alþingi.

Frá snjómokstri í vor.
Frá snjómokstri í vor.

MBL.ÍS
Samgönguráðherra gat ekki á Alþingi lofað því, að snjó verði mokað reglulega af vegum í Árneshreppi í vetur en sagði að þau mál verði skoðuð á næstu vikum. Vandamálið í Árneshreppi væri vegurinn þangað og erfitt sé að halda honum opnum ef eitthvað snjóar þar.

Icesave-samkomulagið hefur svifið yfir vötnunum á Alþingi í dag en í fyrirspurnartíma í morgun sagðist Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, vilja fara á næsta bæ við, snjómokstur í Árneshreppi.

Sagði Ásmundur Einar, að íbúar í þeim hreppi ættu rétt á því að komast leiðar sinnar eins og aðrir. Undanfarin ár hefði vegurinn verið mokaður tvisvar í viku að jafnaði fyrir áramót en eftir áramót hefði verið mokað eftir  geðþóttaákvörðunum og hópefli íbúanna, sem hefðu náð því fram að mokað væri kannski einu sinni í mánuði.  

Kristján L. Möller, samgönguráðherra, sagði að skoða þyrfti allar snjómokstursreglur út af niðurskurði líkt og ferjusiglingar, flug, rútuáætlanir og rekstur Vegagerðar. „En ég vil taka skýrt fram að ég  hugsa alltaf vel til Árneshrepps, þessa minnsta sveitarfélags landsins," sagði Kristján.
Þetta er af vef www.mbl.is

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Sumt þarf að flytja í traktorsskóflum.06-09-08.
Vefumsjón