Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. október 2009

Rafmagn komið á í Árneshreppi.

Orkubú Vestfjarða Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða Hólmavík.
Um kl sjö kom rafmagn á aftur í Árneshreppi.Að sögn starfsmanns Orkubús Vestfjarða á Hólmavík er sjávarselta á línum og veldur útslætti.Ekki er því um slit að ræða eins og menn voru farnir að óttast.
En eru truflanir á rafmagni og slær út en,enn þá í stuttan tíma.
Nú er frekar að draga úr veðurhæð og minni líkur á útslætti.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. október 2009

Rafmagnslaust.

Orkubú Vestfjarða Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða Hólmavík.

Rafmagnslaust er nú í Árneshreppi á Ströndum.Orkubú Vestfjarða á Hólmavík vissi ekki um rafmagnsleysið fyrr en veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík lét vita af því um kl 06:00.

Maður er farina af stað að athuga með hvort slegið sé út á Hólmavík norður eða hvort slitið sé,kemur fljótlega í ljós.

Veður er slæmt á Ströndum um 20 m/s og kviður uppí 28 til 30m/s.af austnorðaustri en þurrt og hiti 5 stig.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. október 2009

Kór Átthagafélags Strandamanna syngur í Dómkirkjunni.

Dómkirkjan í Reykjavík.
Dómkirkjan í Reykjavík.
1 af 2
Kór Átthagafélags Strandamanna syngur við messu í Dómkirkjunni sunnudaginn 11 október klukkan 11:00 séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur prédikar.

Stjórnandi kórsins er Kriztína Szklenár.

Kórinn vonar að sem flestir Strandamenn verði með þeim við þessa messu.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. október 2009

Að ná undirtökum á fjármálunum.

Fundargestir á ráðstefnunni á dögunum.Mynd Samband Íslenskra Sveitarfélaga.
Fundargestir á ráðstefnunni á dögunum.Mynd Samband Íslenskra Sveitarfélaga.
Fjárhagsleg afkoma sveitarfélaga er víða erfið um þessar mundir. Ytra umhverfi sveitarfélaganna hefur breyst mikið á skömmum tíma og mjög misjafnt er hvernig þau standa að vígi til að aðlaga sig nýjum aðstæðum og takast á við þær breytingar sem óhjákvæmilegar eru. Hag- og upplýsingasvið Sambands Íslenskra Sveitarfélaga hefur tekið saman leiðarvísi um hvernig ná megi undirtökunum á fjármálunum. Bæklingnum var dreift á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í október 2009. Sjá nánar
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. október 2009

Finnbogastaðaskóli.

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.
Nú við það að fjölgaði í Finnbogastaðaskóla úr tveim í þrjá hefur bloggsíðu skólans verið breytt.
Það voru aðeins tvær stúlkur í skólanum síðasta skólaár en nú eru tvær stúlkur og einn strákur.
Bloggsíðan hét áður Strandastelpur en nú er það Strandakrakkar.
Enn eru stúlkur í meirihluta og starfsfólk var eingöngu kvenfólk síðasta skólaár,nú er kvenfólk en sem starfmenn í meirihluta en nú er einn karl sem er stundakennari.
Bloggsíða  Finnbogastaðaskóla sú nýja er komin undir tenglar hér á vefnum.
Bloggsíðu Finnbogastaðaskóla má sjá hér.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. október 2009

Nýr vefur sem heitir 360.is

Merki vefsins eða (logo)
Merki vefsins eða (logo)
Nafnið 360 er komið til vegna þess að það eru 360 gráður í hringnum,en efni verður sótt alls staðar að af landinu.
360.is er sjálfstætt rekin eining sem tengist ekki neinum aðilum,fjárhagslegum böndum eða er skuldbundinn,fyrirtækjum,stofnunum eða öðrum.
Markmiðið er að draga fram fréttir og efni sem kemur ekki síst frá vefmiðlum af landsbyggðinni og fylgjast með hvað er að gerast í atvinnulífinu á landinu,ásamt með öðru efni.
Það er von okkar að þessum vef verði vel tekið.
Vefurinn er í stöðugri þróun,segir í fréttatilkynningu.
www.360.is

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. október 2009

06-10-2009 kl. 22:00 - Upplýsingar frá ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar.

Kort LHG frá því í gær.
Kort LHG frá því í gær.
1 af 2

Samkvæmt hafísvef Veðurstofu Íslands fór Landhelgisgæslan  í ískönnunarflug 6. okt. Um kl. 22:00 sáust a.m.k. 13 borgarísjakar út af Vestfjörðum. Borgarísjaki sást næst landi 77 sml vestnorðvestur af Bjargi. Ísjakarnir eru flestir nærri miðlínu (sjá kortið hér að neðan). Líklegt er að minni jakar séu á svæðinu og jafnvel nær landi sem geta verið varasamir skipum. Rétt er að minna á að vart hefur orðið við ísjaka í Húnaflóa.

Sjófarendur eru beðnir um að fara að öllu með gát á svæðinu þar sem borgarísjakarnir eru hættulegir skipum og sumir jakarnir geta sést illa í radar. Einnig er minnt á að borgarís er nokkuð algengur á þessum tíma árs í nánd við landið.

Hér fyrir neðan má sjá kort sem sýnir staðsetningu ísjakanna sem LHG varð vart við.
Einnig er hér kort frá Jarðvísindstofnun Háskóla Íslands sem sýnir borgarísjaka 4 og 5 október.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. október 2009

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir styrkumsóknum.

Umsóknarfrestur er til 30 október.
Umsóknarfrestur er til 30 október.
Fréttatilkynning.
Menningarráð Vestfjarða hefur nú auglýst eftir styrkumsóknum vegna seinni úthlutunar á árinu 2009 til menningarverkefna á Vestfjörðum. Um er að ræða styrki til afmarkaðra menningarverkefna og eru umsóknir bornar saman á samkeppnisgrundvelli, þannig að fara þurfa saman áhugaverð verkefni og góðar umsóknir til að líkur séu á að styrkur fáist.

Menningarráð Vestfjarða hefur skilgreint ákveðna áhersluþætti við hverja úthlutun til þessa og við seinni úthlutun 2009 verður litið sérstaklega til menningarverkefna sem fela í sér eftirtaldar áherslur:

a. Nýsköpun á sviði lista og menningarstarfs.
b. Verkefni sem miða að fjölgun starfa.
c. Samstarf milli menningarstofnanna, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað.
d. Verkefni sem miða að því að ungt fólk komi í auknum mæli að listsköpun og menningarstarfi á Vestfjörðum.

Umsóknarfrestur er til föstudagsins 30. október og er rafrænt umsóknarblað, leiðbeiningar og úthlutunarreglur að finna hér á vef Menningarráðsins. Í úthlutunarreglum er skilgreint hvernig verkefni Menningarráðið styður og einnig má skoða eldri úthlutanir til að fá hugmynd um það. Allar nánari upplýsingar gefur menningarfulltrúi Vestfjarða, Jón Jónsson, í síma 891-7372 og netfanginu menning@vestfirdir.is.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. október 2009

Restin af sláturfé fór í dag.

Fjárbíll tekur fé á Kjörvogi.Myndasafn.
Fjárbíll tekur fé á Kjörvogi.Myndasafn.
Þá létu bændur restina af fé í slátrun í dag bæði lömb og ær.Tveir bílar komu annar frá Blönduósi og hinn frá Hvammstanga,en slátrað er í sláturshúsunum þar.Og verður þessu fé sem fór í dag slátrað á morgun. 

Bændum vantar nú eitthvað af fjalli eins og gengur hvort það næst verður að koma í ljós.

Þá eru margir bændur byrjaðir að slátra heima og aðrir alveg eftir.

Nú eru bændur að fara að sortera líflömb frá og hrúta og setja á sér tún og sleppa eldri ánum aftur af túnum.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. október 2009

Sala háhraðanettenginga hafin í Árneshreppi, Bæjarhreppi, Kaldrananeshreppi og Strandabyggð.

Kort Síminn.
Kort Síminn.

Samkvæmt vef Fjarskiptasjóðs er sala á háhraðanettengingum á vegum fjarskiptasjóðs hafin og hófst 30. september sl. til 127 skilgreindra staða í Árneshreppi,  Bæjarhreppi, Kaldrananeshreppi og Strandabyggð. 

Auk ofangreinds er sala hafin til 629 skilgreindra staða í sveitarfélögunum Skagafirði, Akrahreppi, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgárbyggð, Eyjafjarðarsveit, Þingeyjarsveit, Skútustaðarhreppi, Norðurþingi og Langanesbyggð.
Flestir í Árneshreppi eru nú þegar búnir að fá sér viðkomandi móttökubúnað það er 3.G lykla.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Sirrý og Siggi.
  • Allt sett í stóra holu.
  • Herðubreið í ísnum á Norðurfirði.
  • Árneskirkja hin nýja:01-04-2010
  • Úr sal.
Vefumsjón