Rafmagn komið á í Árneshreppi.
En eru truflanir á rafmagni og slær út en,enn þá í stuttan tíma.
Nú er frekar að draga úr veðurhæð og minni líkur á útslætti.
Rafmagnslaust er nú í Árneshreppi á Ströndum.Orkubú Vestfjarða á Hólmavík vissi ekki um rafmagnsleysið fyrr en veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík lét vita af því um kl 06:00.
Maður er farina af stað að athuga með hvort slegið sé út á Hólmavík norður eða hvort slitið sé,kemur fljótlega í ljós.
Veður er slæmt á Ströndum um 20 m/s og kviður uppí 28 til 30m/s.af austnorðaustri en þurrt og hiti 5 stig.
Samkvæmt hafísvef Veðurstofu Íslands fór Landhelgisgæslan í ískönnunarflug 6. okt. Um kl. 22:00 sáust a.m.k. 13 borgarísjakar út af Vestfjörðum. Borgarísjaki sást næst landi 77 sml vestnorðvestur af Bjargi. Ísjakarnir eru flestir nærri miðlínu (sjá kortið hér að neðan). Líklegt er að minni jakar séu á svæðinu og jafnvel nær landi sem geta verið varasamir skipum. Rétt er að minna á að vart hefur orðið við ísjaka í Húnaflóa.
Sjófarendur eru beðnir um að fara að öllu með gát á svæðinu þar sem borgarísjakarnir eru hættulegir skipum og sumir jakarnir geta sést illa í radar. Einnig er minnt á að borgarís er nokkuð algengur á þessum tíma árs í nánd við landið.
Hér fyrir neðan má sjá kort sem sýnir staðsetningu ísjakanna sem LHG varð vart við.
Einnig er hér kort frá Jarðvísindstofnun Háskóla Íslands sem sýnir borgarísjaka 4 og 5 október.
Bændum vantar nú eitthvað af fjalli eins og gengur hvort það næst verður að koma í ljós.
Þá eru margir bændur byrjaðir að slátra heima og aðrir alveg eftir.
Nú eru bændur að fara að sortera líflömb frá og hrúta og setja á sér tún og sleppa eldri ánum aftur af túnum.
Samkvæmt vef Fjarskiptasjóðs er sala á háhraðanettengingum á vegum fjarskiptasjóðs hafin og hófst 30. september sl. til 127 skilgreindra staða í Árneshreppi, Bæjarhreppi, Kaldrananeshreppi og Strandabyggð.
Auk ofangreinds er sala hafin til 629 skilgreindra staða í sveitarfélögunum Skagafirði, Akrahreppi, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgárbyggð, Eyjafjarðarsveit, Þingeyjarsveit, Skútustaðarhreppi, Norðurþingi og Langanesbyggð.
Flestir í Árneshreppi eru nú þegar búnir að fá sér viðkomandi móttökubúnað það er 3.G lykla.