Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. október 2009
Prenta
Sjö svæði sóknaráætlana.
Á næstu mánuðum verða mótaðar sóknaráætlanir í öllum landshlutum samkvæmt nýrri skiptingu landsins í sjö svæði sem samþykkt hefur verið í ríkisstjórn. Heimamenn á hverju svæði um sig og fjöldi hagsmunaaðila, stofnana og ráðueyta munu koma að verkinu undir forystu landshlutasamtaka og stýrihóps Sóknaráætlunar sem starfar á vegum forsætisráðuneytisins m.a. með þátttöku fimm ráðherra ríkisstjórnarinnar. Sjá nánar