Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 26. október 2009 Prenta

Þrjú verkefni á Strandavegi hafa dregist.

Frá vegagerð í Árneshreppi.
Frá vegagerð í Árneshreppi.
Strandir.is
Strandavegur (nr. 643) hefur verið nokkuð í umræðunni upp á síðkastið, en hann liggur um norðanverðar Strandir, úr botni Steingrímsfjarðar og um Bjarnarfjarðarháls og Veiðileysuháls norður í Árneshrepp. Kristján Möller samgönguráðherra sagði veginn erfiðan í umræðum á Alþingi í síðustu viku þegar rætt var um snjómokstursreglur sem eru í stuttu máli þær á þessari leið að ekki er gert ráð fyrir snjómokstri frá 1. nóvember fram í miðjan mars. Virðist sú regla nú eiga að gilda óháð tíðarfari, en Árneshreppur er eina sveitarfélagið á Íslandi sem ekki nýtur vegasambands allt árið. Alls hafa þrjú verkefni á þessum vegi dregist eða verið frestað síðustu árin, sem öll hefðu verið spor í rétta átt.
Sjá má allan pistilinn hér
Þetta kemur fram á www.strandir.is.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Borgarísjakinn við Lambanes 30-09-2017.
Vefumsjón