Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. október 2009 Prenta

Þrír ráðgjafar um raforkuöryggi skipaðir.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Skipaður hefur verið 3.ja manna ráðgjafahópur sem á að fara yfir fyrirliggjandi tillögur Landsnets um leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri fer fyrir hópnum, þá Matthildur Helgadóttir Jónudóttir framkvæmdastjóri Snerpu á Ísafirði og Þorleifur Pálsson framkvæmdastjói Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.

Iðnaðarráðherra hefur falið hópnum að leggja einnig mat á það til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að bæta samkeppnisstöðu fjórðungsins með tilliti til atvinnuuppbyggingar á orkufrekum iðnaði.

Samkvæmt skipuninni á hópurinn að hafa samráð við sveitafélög á Vestfjörðum og skila greinagerð til ráðherra fyrir næstu áramót.
Þetta kom fram í fréttum RÚV vest í dag.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Fyrsta skófustúngan.Hrafn-Guðbjörg.22-08-08.
  • Teikning af nýju kaffihúsi á Norðurfirði.
  • Baðkar komið á sinn stað.01-05-2009.
  • Íshrafl við Selsker,séð frá Litlu-Ávík.22-08-2009.
  • Ragna-Badda og Bía.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
Vefumsjón