Haustball Átthagafélagsins.
Hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi gömlu og nýju danslögin frá kl 22:00 til kl 02:00.
Miðaverðið er aðeins 1.500 kr.
Dustið nú af dansskónum.
Félagsmenn fjölmennum og tökum með okkur gesti.
Hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi gömlu og nýju danslögin frá kl 22:00 til kl 02:00.
Miðaverðið er aðeins 1.500 kr.
Dustið nú af dansskónum.
Félagsmenn fjölmennum og tökum með okkur gesti.
Lögreglan á Vestfjörðum hefur til rannsóknar meinta líkamsárás gagnvart ungri stúlku, þar sem grunur leikur á að eggvopni hafi verið beitt. Atvikið átti sér stað á Ísafirði á níunda tímanum í morgun og mun árásarþoli hafa hlotið minniháttar áverka. Karlmaður um tvítugt var handtekinn vegna málsins og hefur hann verið yfirheyrður. Hann er einnig grunaður um eignaspjöll á bifreið brotaþola. Málið telst upplýst.
Samgönguráðherra opnaði formlega Djúpveg um Arnkötludal í dag. Að sögn Vegagerðarinnar styttir vegarkaflinn leiðina á milli Reykjavíkur - Hólmavíkur og Ísafjarðar um 42 km.Það blés hressilega við athöfnina í dag en starfsmenn Vegagerðinnar, heimamenn og aðrir gestir, sem voru fjölmennir, létu það ekki á sig fá.
Eftir opnun vegarins var kaffisamsæti í félagsheimilinu á Hólmavík.
Fréttatilkynning.
Eimskip óskar Vestfirðingum hjartanlega til hamingju með bættar vegasamgöngur til norðanverðra Vestfjarða. Nýr og endurbættur vegur um Arnkötludal á milli Steingrímsfjarðar og Króksfjarðar verður formlega tekinn í notkun í dag, miðvikudaginn 14. október. Þessar vegabætur þýða að nú er loks hægt að aka á bundnu slitlagi alla leið á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar.
Til að fagna þessum tímamótum í samgöngusögu Vestfjarða hefur Eimskip Flytjandi ákveðið að lækka verðskrá sína til svæðisins um 8% frá og með 1. nóvember næstkomandi og hvetur jafnframt samgönguráðherra til enn frekari vegabóta á Vestfjörðum.
Um samkeppni þessa gildir eftirfarandi:
Í s.l.viku urðu þrjú umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Fimmtudaginn 8 okt varð bílvelta á Bíldudalsvegi á Hálfdán þar valt jeppi út fyrir veg og hafnaði á hliðinni, ekki slys á fólki, akstursskilyrði slæm, hálka á vegi. Föstudaginn 9 okt hafnaði bíll útaf veginum í Mikladal, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar, minniháttar tjón ekki slys á fólki, akstursskilyrði ekki góð, hálka á vegi. Þá varð minniháttar umferðaróhapp í Bolungarvík, ekki slys á fólki.
Þá voru n nokkrir ökumenn áminntur vegna búnaðar ljósabúnaðar og fl. og vill lögregla brýna fyrir ökumönnum að huga að ljósabúnaði ökutækja sinna og búa ökutæki sín í samræmi við aðstæður.
Þrír voru teknir fyrir of hraðan akstur á Ísafirði þar sem hámarkshraði er 60 km/klst og vill lögregla benda ökumönnum á að haga akstri eftir aðstæðum. Einn ökumaður var tekinn fyrir meinta ölvun við akstur í vikunni.
Föstudaginn 9 okt féll aurskriða á Hnífsdalsveg og lokaðist hann um tíma, þar til búið var að hreinsa veginn.
Í vikunni voru nokkrar tilkynningar til lögreglu vegna veðurs, lausir hlutir að fjúka, en engar verulegar skemmdir hlutust vegna hvassviðrisins sem gekk yfir í vikunni.
Rafmagnslaust er nú í Árneshreppi á Ströndum.Orkubú Vestfjarða á Hólmavík vissi ekki um rafmagnsleysið fyrr en veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík lét vita af því um kl 06:00.
Maður er farina af stað að athuga með hvort slegið sé út á Hólmavík norður eða hvort slitið sé,kemur fljótlega í ljós.
Veður er slæmt á Ströndum um 20 m/s og kviður uppí 28 til 30m/s.af austnorðaustri en þurrt og hiti 5 stig.