Lambhrútur kom í réttina í Kjós í gær sem er með fjögur horn,eða fjórhyrndur.
Frá Kjósarrétt.
Frá Kjósarrétt.
Leitað var í dag annað og þriðja leitarsvæði samkvæmt fjallskilaseðli Árneshrepps.
Annað leitarsvæði er leitað þannig:
Leitin hófst við Naustvíkurgil og Búrfell. Leitað var svæðið milli þessara staða fram að Reykjafjarðartagli og til sjávar í Reykjarfirði og síðan til Kjósarréttar og réttað þar.
Sama dag er þriðja leitarsvæði leitað og er leitað þannig:Leitin hófst við Búrfell,og leitað er fjalllendið frá Búrfelli og út Kjósarfoldir,með Háafelli og til sjávar að Kleifará.Féð er síðan rekið í Kjósarrétt.
Áður var búið að smala eyðijarðirnar syðst í hreppnum.
Á fimmtudag var smalað frá Spena það eru hreppsmörk Kaldaðarneshrepps og Árneshrepps,og til Veiðileysu og rekið í rétt þar.
Tekið var frá þar og öllum lömbum keyrt heim á tún bænda sem áttu fé þar.
Á föstudaginn var smalað frá Veiðileysu og kringum Kamb og með sjónum til Djúpavíkur og fé rekið í Kjós og réttað
í Kjósarrétt.
Þar var dregið og lömb sett á vagna og kerrur og keyrð heim,enn ær skyldar eftir nema sem fer í slátrun.
Það má segja að föstudagurinn sé eins mikill dagur í Kjósarrétt eins og sjálfur skylduleitardagurinn í dag,jafnvel fleira fé og eins mikið af fólki.
Smala og leitarmenn fengu að mestu sæmilegt veður en suðvestan kaldi með skúrum á fimmtudag,og aðeins skúravottur í gær en í dag léttskýjað og kul.