Eimskip Flytjandi lækkar verðskrá til norðanverðra Vestfjarða.
Fréttatilkynning.
Eimskip óskar Vestfirðingum hjartanlega til hamingju með bættar vegasamgöngur til norðanverðra Vestfjarða. Nýr og endurbættur vegur um Arnkötludal á milli Steingrímsfjarðar og Króksfjarðar verður formlega tekinn í notkun í dag, miðvikudaginn 14. október. Þessar vegabætur þýða að nú er loks hægt að aka á bundnu slitlagi alla leið á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar.
Til að fagna þessum tímamótum í samgöngusögu Vestfjarða hefur Eimskip Flytjandi ákveðið að lækka verðskrá sína til svæðisins um 8% frá og með 1. nóvember næstkomandi og hvetur jafnframt samgönguráðherra til enn frekari vegabóta á Vestfjörðum.