Nýtt merki fyrir Kaupfélag Steingrímsfjarðar.
Um samkeppni þessa gildir eftirfarandi:
- Öllum einstaklingum er frjáls þátttaka.
Dómnefnd skipar stjórn Kaupfélags Steingrímsfjarðar og kaupfélagsstjóri.
Notast skal við einkennisstafi félagsins, KSH.
Höfundur vinningstillögu afsalar Kaupfélagi Steingrímsfjarðar eignarrétti á verkinu og mun það þar eftir verða eign Kaupfélagsins.
Kaupfélag Steingrímsfjarðar áskilur sér rétt til að láta fínvinna vinningstillögu ef þörf er á, tekur það sérstaklega til þess að koma merkinu á stafrænt form.
Tillögum skal skilað á skrifstofu Kaupfélags Steingrímsfjarðar, Höfðatúni 4, 510 Hólmavík fyrir 20. nóvember 2009. Best er að skrifa á umslagið v/ einkennismerkis. Skal tillagan vera á pappírsformi,teiknuð eða útprentuð. Æskilegt er að nafn höfundar komi ekki fram á tillögunni sjálfri heldur fylgi með í lokuðu umslagi.
Verðlaun fyrir vinningstillögu er kr. 50.000. - Þetta kemur fram á www.strandir.is