200 t netabátur vélarvana við Gjögur.
Húnabjörgin mun væntalega draga netabátinn til hafnar á Skagaströnd. Búist er við að verkið taki um fjórar klukkustundir.
Fjarskiptasjóður hefur nú uppfært staðarlista vegna háhraðanetsverkefnisins.
Á vef þeyrra segir að staðir geta fallið út eða komið inn í verkefnið á samningstímanum.
Leiðréttingar hafa verið gerðar þar sem að mistök við afmörkun markaðssvæða fyrir undirritun samnings voru leiðrétt.
Staðir sem bættust við verkefnið stuttu fyrir undirritun samnings voru sumir óyfirfarnir og þá hefur þurft að yfirfara og í sumum tilfellum að leiðrétta skráningu. Staðir hafa hreinlega gleymst og þ.a.l. verið bætt á listann eða þeir ekki uppfyllt skilyrði um búsetu og því verið teknir af listanum. Breyting á búsetu á samningstímanum kallar á stöðuga endurskoðun listans. Farið verður sérstaklega yfir staðalista hvers verkáfanga áður en uppbygging hans hefst. Fjarskiptasjóður áskilur sér rétt til breytinga á staðalista eftir þörfum.
Staðarlisti ásamt breytingum verður uppfærður reglulega á vef fjarskiptasjóðs.
Listann má sjá hér.
Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra hefur afhent lögreglunni á Akureyri nýjan lögreglubíl af gerðinni Hyundai Santa Fe. Kemur hann í stað Toyota Landcruiser sem bílamiðstöðin flytur á Ísafjörð til að leysa af hólmi sjö ára gamlan lögreglubíl sem nú fær nýtt hlutverk á Hvolsvelli. Þaðan flytur bílamiðstöðin eldri lögreglubíl sem verður yfirfarinn og hafður til taks í sérstök verkefni í vetur. Þá er verið að standsetja tvo nýja lögreglubíla sem fara á Blönduós og hinn á Suðurnes.
Það sem af er ári hefur bílamiðstöðin því afhent lögregluembættunum átta nýja lögreglubíla sem allir eru búnir vönduðum tækjum og búnaði í þágu löggæslunnar. Lögreglan á Vestfjörðum fær nú öflugan bíl í umdæmið sem getur verið erfitt yfirferðar.
Þorsteinn J Tómasson sendi vefnum nokkrar myndir frá ferð eldri borgara úr Strandasýslu sem farin var í júní í sumar til Vestfjarða,Ísafjörð og Bolungarvíkur og í siglingu í Jökulfirði og fleiri staði.
Myndirnar eru teknar í Edinborgarhúsinu, á bryggjunni við báta Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar og í harðfiskverkun Finnboga Jónassonar.´
Frétt sem sagði frá ferðinni í sumar hér á vefnum má sjá hér.
Engin texti er með myndunum því vefurinn hefur ekki nöfnin á öllu fólkinu en myndirnar eru alltaf skemmtilegar og fólk verður að þekkja sitt fólk.
Vefurinn Litlihjalli vill þakka Þorsteini J kærlega fyrir.
Í s.l. viku voru 6 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Ísafirði og nágreni Ísafjarðar og sá sem hraðast ók, var mældur á 112 km/klst., þar sem leyfður ökuhraði er 90 km/klst.
Tvö minniháttar umferðaróhöpp urðu í umdæminu, ekið var á kyrrstæða bifreið Þann 15 okt, á bifreiðastæði við stjórnsýsluhúsið/lögreglustöðina á Ísafirði, ekki vitað um tjónvald. Þá varð minniháttar útafakstur þann 16 okt,við Stórholt, ekki slys á fólki.
Þó nokkuð margir ökumenn voru áminntir vegna ljósabúnaðar ökutækja sinna í vikunni og vill lögregla koma því á framfæri við ökumenn að huga að ljósabúnaði ökutækja sinna.
Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í vikunni.
laugardaginn 17 okt kom vegfarandi á lögreglustöðina á Ísafirði með Border Collie hund, sem hann fann uppi á Holtavörðuheiði, blautan og hrakinn. Umræddur hundur var ekki með nein merki, þannig að ekki er vitað um eiganda og lýsir lögregla hér með eftir honum. Eigandi eða einhver sem gæti gefið upplýsingar vegna þessa vinsamlegast hafið samband við lögregluna á Vestfjörðum í síma 450-3730
Þriðjudaginn 13 okt gerist sá atburður að einhver aðili setti ómarkaða lambgimbur inn í fundarsal bæjarstjórnar Vesturbyggðar á Patreksfirði. Ekki er vitað hver þar var að verki, eða hver tilgangur var með athæfi þessu. Greiðlega gekk að handsama lambið og voru gerðar viðeigandi ráðstafanir vegna lambsins, þegar um ómarkað fé er að ræða.
Enn nú er búið að hlaða varnargarð við bryggjuna.
Í gær og í fyrradag voru menn í sjóbaði á bryggjunni sem voru við vinnu við undirbúning undir steypu í suðvestan hvassviðrinu sem þá var,en miklar ágjafir gengu yfir bryggjuna.
Á föstudag átti að steypa en var ekki hægt vegna hvassviðris því ágjafir voru yfir bryggjuna.
Í dag var síðan steypt bryggjudekkið þar sem allt brotnaði upp í fyrra í miklum sjógangi.
Ágúst Guðjónsson verktaki kom með steypubíl frá Hólmavík og var steypan hrærð á staðnum.
Steypt var í ágætisveðri enn komin rigning eftir hádegi við seinnihluta steypuvinnu.