Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. október 2009
Prenta
Málþing á Hólmavík, 23. október.
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga samþykkti á fundi sínum þann 17. september 2009, að boða til málþings um ákveðin málefni sveitarfélaga, þ.e. breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og um lýðræðismál í sveitarfélögum. Tækifærið verður einnig nýtt til umræðu um stöðu sveitarfélaga á Vestfjörðum.
Málþingið er ætlað kjörnum sveitarstjórnarfulltrúum á Vestfjörðum, framkvæmdastjórum sveitarfélaga og gestum. Það verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík, föstudaginn 23 október og hefst kl 13.00. Einnig verður boðið upp á léttan hádegisverð á fundarstað og hefst hádegisverður kl 12.00. Dagskrá málþingsins og kynningarefni má finna hér.
Málþingið er ætlað kjörnum sveitarstjórnarfulltrúum á Vestfjörðum, framkvæmdastjórum sveitarfélaga og gestum. Það verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík, föstudaginn 23 október og hefst kl 13.00. Einnig verður boðið upp á léttan hádegisverð á fundarstað og hefst hádegisverður kl 12.00. Dagskrá málþingsins og kynningarefni má finna hér.