Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. september 2009

Tvær pósdreyfingastöðvar leggjast niður.

Edda og Jón G G.Myndina tók Eva Sigurbjörnsdóttir.
Edda og Jón G G.Myndina tók Eva Sigurbjörnsdóttir.
Nú um mánaðarmótin ágúst september voru tvær dreyfingastöðvar lagðar niður í Árneshreppi,það eru stöðvarnar 522 á Kjörvogi og 523 í Bæ,en stöðin á Norðurfirði 524 heldur áfram.

Nú hefur Íslandspóstur h/f samið við Kaupfélag Steingrímsfjarðar að sjá um póstinn í Árneshreppi.

Þannig að nú verður ein bréfhirðing í hreppnum,Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir sér um póstþjónustuna á Norðurfirði og hefur reyndar gert síðan í vor að Gunnsteinn Gíslason sagði póstinum upp.

Kaupfélag Steingrímsfjarðar og Íslandspóstur samdi í ágúst við Jón Guðbjörn Guðjónsson um að vera póstur Gjögurflugvöllur-Norðurfjörður og dreifa póstinum á bæjina,en almennur póstur á að koma sorteraður að sunnan á heimilin,en póstkröfur og pakka sem þarf að borga undir afgreyðir pósturinn um leið og dreift er á bæina svo framarlega að einhver sé heima og borgar um leið,annars fer viðkomandi pakki á póststöðina á Norðurfirði og fólk verður að sækja þangað á póststöðina.

Fyrsta póstferðin eftir breytingar var farin í gær fimmtudaginn 3 september.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. september 2009

Kollafjarðarneskirkja 100 ára.

Kollafjarðarneskirkja.Mynd Ingimundur Pálsson.
Kollafjarðarneskirkja.Mynd Ingimundur Pálsson.
Nú á sunnudaginn 6. september verður þess minnst að hundrað ár eru liðin frá vígslu Kollafjarðarneskirkju. Árið 1907 voru Fells- og Tröllatungusóknir sameinaðar og var Kollafjarðarneskirkja vígð þann 5. september árið 1909 af Þórhalli Bjarnarsyni biskupi. Kirkjuna teiknaði Rögnvaldur Ólafsson og kirkjusmiðir voru Guðni Þorláksson trésmiður og Guðni Guðmundsson steinsmiður, báðir úr Reykjavík. Hátíðarguðsþjónusta í tilefni afmælisins hefst í Kollafjarðarneskirkju kl. 14:00. Sr. Guðni Þór Ólafsson prófastur þjónar ásamt sóknarpresti. Organisti er Viðar Guðmundsson. Að guðsþjónustu lokinni verður kaffisamsæti í Sauðfjársetrinu á Sævangi. Allir eru velkomnir, sóknarbörn fyrr og nú og aðrir velunnarar kirkjunnar. Meðfylgjandi mynd tók Ingimundur Pálsson af Kollafjarðarneskirkju.
Þetta kemur fram á www.strandir.is
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. september 2009

54. Fjórðungsþing Vestfirðinga sett á föstudag.

Fimmtugasta og fjórða Fjórðungsþing Vestfirðinga sett á föstudag.
Fimmtugasta og fjórða Fjórðungsþing Vestfirðinga sett á föstudag.

Fréttatilkynning.
Fimmtugasta og fjórða Fjórðungsþing Vestfirðinga verður sett á Ísafirði kl. 10.30 föstudaginn 4. september næstkomandi.  Helstu umfjöllunarefni þingsins verða framtíðarsýn og sóknaráætlun fyrir Vestfirði, en í tilefni af 60 ára afmæli Fjórðungssambands Vestfirðinga verður þingið að þessu sinni með nokkrum hátíðarbrag, með sérstakri hátíðardagskrá eftir hádegi á föstudag.  

Þingið fer fram í Edinborgarhúsinu, auk þess sem nefndarstörf munu að einhverju leiti fara fram í Háskólasetri Vestfjarða.  Kristján L Möller, samgönguráðherra og Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga munu ávarpa þingið eftir hádegið á föstudag. Meðal fyrirlesara á þinginu eru Claire M. O‘Neill PhD og Dr Lorraine Gray en þær munu fjalla um gerð strandsvæðaskipulags og hvernig móta má nýja framtíðarsýn fyrir landsvæði.  Þá mun Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og formaður stýrihóps verkefnis um sóknaráætlun fyrir alla landshluta til eflingar atvinnulífs og lífsgæða til framtíðar fjalla um gerð sóknaráætlunar ríkisstjórnarinnar á laugardagsmorgun.  Þá munu Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambandsins og Þorgeir Pálsson framkvæmdastjóri atvest fjalla um sóknaráætlun landshluta, Jón Páll Hreinsson forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða um sókn í ferðaþjónustu og Jón Jónsson Menningarfulltrúi Vestfjarða um sókn í menningarmálum.

Þá verður að venju hefðbundin dagskrá, afgreiðsla þingmála og fleira.

Dagskrána má nálgast í heild á vef Fjórðungssambands Vestfirðinga, www.fjordungssamband.is


Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. september 2009

Gengur ekki að loka um miðjan ágúst.

Sigurður Atlason formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
Sigurður Atlason formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
BB.ÍS.
Það er að mínu mati reginhneyksli hvernig ástatt er fyrir ferðaþjónustunni á Vestfjörðum", segir Sigurður Atlason, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða við fréttamann BB, þegar hann er spurður út í grein Rúnars Karlssonar  á bb.is (Aðsendar greinar: Lok lok og læs ...). „Þegar um er að ræða fyrirtæki í þjónustugreinum, hvort sem við erum að tala um grunnþjónustu eins og mat eða afþreyingu eins og bátsferðir og söfn, þá ætti enginn að komast upp með að fleyta eingöngu rjómann ofan af ferðaþjónustunni og hafa ekki úthald í að klára allavega það tímabil sem við höfum verið að fjalla um undanfarin mörg ár. Það þarf að lengja ferðaþjónustutímabilið og það er alveg ljóst að það gengur ekki að loka um miðjan ágúst eða opna staði þegar liðið er á júnímánuð. Þetta er málefni sem Ferðamálasamtökin geta raunar kannski lítið gert í annað en að reyna að ná til aðila innan samtakanna", segir Sigurður við BB.

"Og árfam segir Sigurður„Maður veltir því fyrir sér í leiðinni hvort við þurfum einfaldlega að hægja á okkur í markaðsmálum og fara að huga á ný, eins og fyrir tíu árum, að innviðum ferðaþjónustunnar. Þetta sem komið er upp á núna á þessu hausti er út um alla Vestfirði. Þetta er að gerast um allar Strandir, á suðursvæðinu, á norðursvæðinu og alls staðar hringinn í kringum Vestfjarðakjálkann, að staðir hafa verið að loka þegar vika er eftir af ágústmánuði og jafnvel fyrr og skilja eftir í uppnámi þá sem ætla sér að halda þjónustunni lengur áfram. Þetta á bæði við um grunnþjónustuna, veitingarnar, og hvers kyns afþreyingu. Ef menn ætla að haga sér svona verður það einfaldlega til þess að það verður aldrei litið á ferðaþjónustuna sem alvöru atvinnugrein."
Spurning fréttamanns BB"
- Hefurðu einhverja von um að þetta geti breyst á allra næstu árum?

„Nei, ég á enga sérstaka von á því. Það er ekki í fyrsta sinn sem þetta er að gerast. Vissulega hefur verið óvenjulega mikill fjöldi ferðamanna á Vestfjörðum á þessu ári en þetta er búið að vera vandamál til margra ára. Það hefur verið haft orð á þessu hvert einasta haust að það sé fulllangt gengið að verið sé að loka um miðjan ágúst og hafa ekki opið allavega út ágústmánuð og fram í september. En það hefur ekkert breyst. Það hefur ekki nokkur skapaður hlutur breyst í ferðaþjónustu á Vestfjörðum nema að við erum búin að fá Markaðsstofuna sem heldur merkjum ferðaþjónustunnar á lofti og hvetur fólk til að koma hingað á svæðið. Það gengur sannarlega vel. En við hin sem erum að starfa í ferðaþjónustunni högum okkur mörg hver einfaldlega eins og fífl."
Nánar hér á www.bb.is
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. september 2009

Yfirlit yfir veðrið í Ágúst 2009.

Hafíshrafl sást í máðuðinum við Sælusker(Selsker).
Hafíshrafl sást í máðuðinum við Sælusker(Selsker).
Veðrið í Ágúst 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mest voru norðlægar áttir ríkjandi í mánuðinum hægur vindur framanaf en oftast kaldi síðari hluta mánaðar,en sæmilegur hiti oftast nema síðusu dagana og í kuldakastinu 20 til 21 ágúst og þá gránaði í fjöll.

Mánuðurinn var talsvert úrkomusamur fyrstu vikuna,síðan úrkomulítið fram undir 19,þá nokkuð úrkomusamt aftur út mánuðinn.

Hafíshrafl sást í mánuðinum.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-4:Norðan eða NV kul gola eða stinningsgola,rigning eða súld,hiti 6 til 10 stig.

5:Norðaustan stinningskaldi,norðlægur um kvöldið með stinningsgolu,rigning og súld,hiti 9 til 11 stig.

6-9:Breytilegar vindáttir kul eða gola,súld síðan smá skúrir,hiti 10 til 17 stig.

10-18:Norðlægar vindáttir,kul,gola eða stinningsgola,lítils háttar súld eða skúrir með köflum,hiti 7 til 13 stig.

19:Norðaustan og A,kaldi uppí alhvassan vind rigning,hiti 8 til 10 stig.

20-21: Norðan allhvass síðan NV allhvass og vindur gekk niður um hádegi,talsverð rigning,hiti 3 til 10 stig.

22:Breytileg vindátt gola eða stinningsgola,skúrir,hiti 6 til 14 stig.

23-31:Norðlægar vindáttir gola,stinningsgola en stinningskaldi 28 og 29,síðan kaldi út mánuðinn,rigning eða þokusúld,hiti 5 til 12 stig.

Úrkoman mældist:131,1 mm (í ágúst 2008:52,4 mm).

Þurrir dagar voru 3.

Mestur hiti mældist 17,0 stig þann 7.

Minnstur hiti mældist 3,1 stig þann 21.

Meðalhiti við jörð var:+6,89 stig (í ágúst 2008:+5,59 stig)

Sjóveður:Var ágætt nema þann 5 og nokkuð rysjótt frá 19 og út mánuðinn.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
 Munið eftir yfirliti yfir veðrið lengra aftur í tímann hér á síðunni til vinstri.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 30. ágúst 2009

Frá Stefnumóti á Ströndum.

Mynd Ágúst G Atlason.
Mynd Ágúst G Atlason.

Atvinnu- og menningarsýningin Stefnumót á Ströndum var opnuð í gær á Hólmavík við hátíðlega athöfn. Mikið var um dýrðir, en yfir 60 aðilar á Ströndum tóku þátt í sýningunni, fyrirtæki, stofnanir og félög. Hefur mikil vinna verið lögð í að setja upp sýningarbása í félagsheimilinu á Hólmavík þar sem Strandamenn kynna allt það besta sem þeir hafa upp á að bjóða í atvinnulífi, menningarstarfi og mannlífi, á fjölbreyttan og fróðlegan máta.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson sem er verndari sýningarinnar, hélt hátíðarræðuna í tilefni dagsins, en einnig fluttu heimamenn á öllum aldri tónlistaratriði á hátíðardagskránni, kveðnar voru lausavísur, lesin vinakveðja úr Reykhólasveit. Einnig hélt Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra ræðu.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. ágúst 2009

Landsbyggðin lifi á Stefnumót á Ströndum.

Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði.
Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði.

Fréttatilkynning.
Í framhaldi af hátíðardagskrá Stefnumóts Strandamanna á Hólmavík laugardaginn 29. ágúst, þar sem meðal gesta verða félagsfólk úr byggðasamtökunum Landsbyggðin lifi (LBL) verður haldinn aðalfundur LBL 2009 í Galdrasetrinu sunnudaginn 30. ágúst  kl. 11:00 og verður dagskráin auk venjulegra aðalfundarstarfa þessi:

  • Heimamenn á Ströndum kynna sína grasrótarstafsemi
  • Einar Vilhjálmsson, markaðsstjóri hjá Metani hf. flytur erindi um notkunarmöguleika metans sem innlends orkugjafa
  • Sveinn Jónsson frá Kálfskinni innleiðir umræður um nýjar áherslur og hugmyndir á ýmsum sviðum á landsbyggðinni.

 Einar mætir á staðinn á bíl sem gengur fyrir metani og verður hann fundargestum til sýnis og mun Einar kynna fyrirbærið eftir þörfum.

 
Athugið að fundurinn er öllum opinn.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. ágúst 2009

Forsetahjónin mæta með stein í vörðu til framtíðar.

Forseti Íslands HR Ólafur Ragnar Grímsson er verndari sýningarinnar Stefnumót á Ströndum.
Forseti Íslands HR Ólafur Ragnar Grímsson er verndari sýningarinnar Stefnumót á Ströndum.
1 af 2
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og frú Dorrit Moussaieff, mæta á atvinnu- og menningarsýninguna Stefnumót á Ströndum sem opnuð verður á morgun. Sýningin opnar í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 13:00 laugardaginn 29. ágúst, en hátíðardagskrá hefst kl. 14:00 og flytur Ólafur Ragnar hátíðarræðu við það tilefni. Aðstandendur sýningarinnar vilja biðja Strandamenn að flagga í tilefni dagsins og minna þátttakendur og gesti jafnframt á að mæta með stein til að nota í vörðu til framtíðar, sem hlaðin verður í tilefni dagsins af fjórum ættliðum Strandamanna við Félagsheimilið.  
Þetta kemur fram á www.strandir.is.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. ágúst 2009

Guðbrandur á Smáhömrum varð efstur í hrútaþukli.

Sigurvegarar í hrútaþukli.Mynd sauðfjársetur.
Sigurvegarar í hrútaþukli.Mynd sauðfjársetur.

Afar fjölmennt var á Landsmóti í hrútadómum sem fram fóru í sjöunda skipti í frábæru veðri á Sauðfjársetrinu í Sævangi laugardaginn 22. ágúst. Tæplega 50 manns tóku þátt. Strandamaðurinn Guðbrandur Björnsson á Smáhömrum stóð uppi sem sigurvegari í flokki vanra þuklara, en hann hefur oftsinnis verið í öðru eða þriðja sæti á mótinu undanfarin ár. Í öðru sæti var Halldór Olgeirsson á
Bjarnastöðum í Öxarfirði og í því þriðja varð Gunnar Steingrímsson í Stórholti í Fljótum. Í flokki óvanra fór Barbara Guðbjartsdóttir í Miðhúsum í Kollafirði með sigur af hólmi.
Úrslitin í keppninni voru sem hér segir:

Í flokki óvanra hrútaþuklara:
1) Barbara Ósk Guðbjartsdóttir, Miðhúsum í Kollafirði
2) Steinar Baldursson, Odda í Bjarnarfirði
3) Alda Ýr Ingadóttir, Kaldrananesi í Bjarnarfirði

Í flokki vanra hrútaþuklara:
1) Guðbrandur Björnsson, Smáhömrum í Tungusveit
2) Halldór Olgeirsson, Bjarnastöðum í Öxarfirði
3) Gunnar Steingrímsson, Stórholti í Fljótum

 

Hrútarnir sem voru dæmdir voru þeir Sólon, Freri, Hvinur og Gutti, en allir eru þeir í eigu Jóns Stefánssonar á Broddanesi utan þess síðastnefnda sem Reynir Björnsson í Miðdalsgröf á. Það voru 24 sem kepptu í óvana flokknum en 22 tóku þátt í flokki hinna vönu. Verðlaun voru afar vegleg, en m.a. fengu sigurvegararnir í vana flokknum 5, 10 og 15 skammta af hrútasæði frá Sauðfjársæðingarstöð Vesturlands. Margir aðrir vinningar voru einnig fyrir keppendur eins og bók Bjarna Guðmundssonar "Og svo kom Ferguson", vinnugallar og veggspjöld frá Bændasamtöku Íslands, úttektargjafabréf, höfuðföt og minjagripir frá Sauðfjársetrinu. Guðbrandur Björnsson hlaut einnig til varðveislu í eitt ár verðlaunagripinn Horft til himins sem er tileinkaður minningu Brynjólfs Sæmundssonar ráðunautar

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. ágúst 2009

Stefnumót á Ströndum.

Sædísin skemmtiferð.Mynd Ágúst G Atlason.
Sædísin skemmtiferð.Mynd Ágúst G Atlason.
1 af 2
Stefnumót á Ströndum, atvinnu- og menningarsýning verður opnuð við hátíðlega athöfn laugardaginn 29. ágúst í Félagsheimilinu á Hólmavík.  Yfir 60 sýningaraðilar, fullorðnir og börn,  allt frá Hrútafirði, norður í Ófeigsfjörð og yfir í Djúp, taka þátt í sýningunni sem er bæði fjölbreytt og fróðleg. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, er verndari sýningarinnar.
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Vantar pappa á sumstaðar.13-11-08.
  • Jólaséría á Möggustaur-veðurhúsið-Reykjaneshyrna.
  • Sundlaugin Krossnesi-04-10-2006.
  • Gunnsteinn heldur tölu tilkonu sinnar,við undirspil Hilmars.
  • SA hlið komin klæðning.12-11-08.
Vefumsjón