Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 25. september 2009

Alhvít fjöll í morgun.

Alhvít fjöll í fyrsta sinn í haust.Fjallið Örkin 634 m að hæð í suður frá L-Á.
Alhvít fjöll í fyrsta sinn í haust.Fjallið Örkin 634 m að hæð í suður frá L-Á.
Það snjóaði talsvert í nótt,reyndar var komin bullandi slydda uppúr kl 22:00 í gærkvöld og síðan varð snjókoma fram á morgun.
Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var jörð (láglendi) flekkótt í fyrsta sinn í haust og fjöll alhvít í fyrsta sinn á þessu hausti.
Úrkoman varð mikil í nótt eða 21,2 mm hitin er lár og fór neðri 0,8 stig í nótt úr 6,0 stigum í gær.Klukkan 09:00 var hitinn komin í 2,4 stig.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. september 2009

Davíð og Haraldur ritstjórar Morgunblaðsins.

Óskar Magnússon útgefandi MBLkynnir,nýja ritstjóra Morgunblaðssins þá Davíð og Harhald,og uppsögnum á starfsmönnum á starfsmannafundi á mbl í dag.Mynd Jón Pétur.mbl.is.
Óskar Magnússon útgefandi MBLkynnir,nýja ritstjóra Morgunblaðssins þá Davíð og Harhald,og uppsögnum á starfsmönnum á starfsmannafundi á mbl í dag.Mynd Jón Pétur.mbl.is.
Fréttir MBL.ÍS
Óskar Magnússon útgefandi Morgunblaðsins, tilkynnti á starfsmannafundi hjá Árvakri nú síðdegis að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, og Haraldur Johannessen, ritstjóri Viðskiptablaðsins, hefðu verið ráðnir ritstjórar Morgunblaðsins.

Einnig kom fram hjá Óskari, að 30 starfsmönnum fyrirtækisins hefði verið sagt upp í dag.  Að auki renni nokkrir tímabundnir ráðningarsamningar út fljótlega og verði þeir ekki endurnýjaðir. Samtals fækki því um tæplega 40 starfsmenn hjá Árvakri. Þessi fækkun nær til allra deilda blaðsins en flestir hverfa af ritstjórninni eða 19 af 104 sem þar hafa starfað að undanförnu.  Margir þeirra, sem sagt var upp í dag, voru starfsmenn sem höfðu margra áratuga starfsaldur.

Gert er ráð fyrir að þeir Davíð og Haraldur mæti til starfa á morgun. Óskar sagði að eigendur blaðsins hefðu átt þann kost að reyna að halda sjó og þrauka á meðan ástandið í þjóðfélaginu sé eins og það er. Ómögulegt væri að segja hvernig það hefði tekist en ákvörðun um tvo ritstjóra fæli í sér aðra aðferðafræði. Þess verði nú freistað að fá byr í seglin og sigla gegnum brimgarðinn. Í þeirri siglingu væru þeir Davíð og Haraldur afar hæfir, hvor á sinn hátt. 

Óskar sagði, að menn vissu vel að fjölmiðlar Árvakurs nytu óskoraðs trausts þjóðarinnar og því trausti ætluðu þeir ekki að bregðast. „Við munum áfram flytja óhlutdrægar, heiðarlegar og sanngjarnar fréttir af öllu sem máli skiptir, eigendum Árvakurs jafnt sem öðrum. Í þeim efnum mun ekkert breytast," sagði Óskar. Hann sagði á fundinum að  ekki væri gert ráð fyrir breytingum á fréttastjórn Morgunblaðsins.

Fram kom hjá Óskari, að þeim aðgerðum, sem nú hafi verið gripið til, sé ætlað að koma rekstri Árvakurs í jafnvægi en erfiðleikar hefðu verið í rekstri félagsins undanfarin ár. Framundan væri umtalsverð barátta þar sem Árvakur muni hvergi gefa eftir. Á næstunni verði meðal annars gerð sú breyting að sunnudagsblaði Morgunblaðsins verði dreift á laugardagsmorgni með laugardagsblaðinu.

Óskar sagði að sunnudagsblaðið verði áfram sjálfstætt og efnismikið blað með ferskum og fjölbreyttum efnistökum. Þá hefði einnig verið greint frá samstarfi við Skjá 1 um fréttaútsendingar en með því fengist betri nýting á því efni sem unnið er á ritstjórninni án þess að stofnað sé til aukins kostnaðar.

www.mbl.is

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. september 2009

Hvers virði er ferðaþjónustan? Málþing SGS og Matvís.

Málþingið hefst á Hótel Ísafirði á fimmtudaginn.
Málþingið hefst á Hótel Ísafirði á fimmtudaginn.
Starfsgreinasamband Íslands og Matvís, Matvæla og veitingafélag Íslands halda opið málþing á Hótel Ísafirði 24. september 2009 um framtíðarsýn í ferðaþjónustu. Málþingið, sem er haldið í samvinnu við Ferðamálsamtök Vestfjarða og Markaðsstofu Vestfjarða mun leitast við að svara spurningum um það hvers virði ferðaþjónustan er í atvinnusköpun á Íslandi og hvað þurfi til að fjölga störfum í greininni og gera þau verðmeiri. Frummælendur koma úr röðum atvinnulífsins, háskólasamfélagsins, launþegahreyfingarinnar og stjórnsýslunnar auk þess sem iðnaðarráðherra mun fytja ávarp. Eftir hverja framsögu ! verða fyrirspurnir og stuttar umræður. Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður VerkVest stjórnar málþinginu.
Málþingið gæti orðið mikilvægt innlegg í þá umræðu sem hefur orðið um stöðu ferðaþjónustunnar í þeim efnahagsþrengingum sem herja á landann. Þá ætti einnig að vera lag hjá vestfirskum ferðaþjónum að taka virkan þátt í umræðum á málþinginu með það að leiðarljósi að efla uppbyggingu ferðaþjónustunnar í heimabyggð.


Skráning á málþingið fer fram á skrifstofu VerkVest í síma 4565190 eða finnbogi@verkvest.is.


Dagskrá málþingsins verður þannig:

Staður: Hótel Ísafjörður, fimmtudaginn 24.09.09


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. september 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 14 til 21 september 2009.

Sá sem hraðast ók var tekin á 123 km hraða.
Sá sem hraðast ók var tekin á 123 km hraða.

Í s.l. viku voru fimm stöðvaðir fyrir hraðakstur í nágrenni við  Ísafjörð og sá sem hraðast ók, var mældur á 123 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

7 tilkynningar bárust lögreglu í vikunni um að ekið hafi verið á búfé í umdæminu og vill lögregla enn og aftur brýna fyrir ökumönnum að gæta varúðar á þjóðvegunum þar sem nú er smalatími og fé að koma af fjalli.

Föstudaginn 18 barst tilkynning til lögreglu um að vegfarandi sem leið hafi átt um Kjálkafjörð, hafi skotið á hóp af álftum, sem þar var á flugi.  Málið er í rannsókn lögreglu.

Miðvikudaginn 16 varð mjög alvarlegt vinnuslys í Kalkþörungaverksmiðjunni á Bíldudal.  Þar var unnið við uppsetningu á búnaði og einn af þeim sem var að vinna við verkið hrapaði rúma 4 metra niður á steingólf og hlaut við það alvarlega höfuðáverka.  Var hinn slasaði fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann gekk undir aðgerð.

Þá vill lögregla benda foreldrum og forráðamönnum barna og unglinga á notkun endurskynsmerkja og viðeigandi öryggisbúnaðar á reiðhjólum þegar þau eru notuð.  Lögregla heldur uppi eftirliti í nágreni við leikskóla og grunnskóla umdæmisins.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 19. september 2009

Réttað var í Kjósarrétt í dag.

 Lambhrútur kom í réttina í Kjós í gær sem er með fjögur horn,eða fjórhyrndur.
Lambhrútur kom í réttina í Kjós í gær sem er með fjögur horn,eða fjórhyrndur.
1 af 3
Leitað var í dag annað og þriðja leitarsvæði samkvæmt fjallskilaseðli Árneshrepps.

Annað leitarsvæði er leitað þannig:

Leitin hófst við Naustvíkurgil og  Búrfell. Leitað var svæðið  milli þessara staða fram að Reykjafjarðartagli og til sjávar í Reykjarfirði og síðan til Kjósarréttar og réttað þar.

Sama dag er þriðja leitarsvæði leitað og er leitað þannig:Leitin hófst við Búrfell,og leitað er fjalllendið frá Búrfelli og út Kjósarfoldir,með Háafelli og til sjávar að Kleifará.Féð er síðan rekið í Kjósarrétt.

 

Áður var búið að smala eyðijarðirnar syðst í hreppnum.

Á fimmtudag var smalað frá Spena það eru hreppsmörk Kaldaðarneshrepps og Árneshrepps,og til Veiðileysu og rekið í rétt þar.

Tekið var frá þar og öllum lömbum keyrt heim á tún bænda sem áttu fé þar.

Á föstudaginn var smalað frá Veiðileysu og kringum Kamb og með sjónum til Djúpavíkur og fé rekið í Kjós og réttað

í Kjósarrétt.

Þar var dregið og lömb sett á vagna og kerrur og keyrð heim,enn ær skyldar eftir nema sem fer í slátrun.

Það má segja að föstudagurinn sé eins mikill dagur í Kjósarrétt eins og sjálfur skylduleitardagurinn í dag,jafnvel fleira fé og eins mikið af fólki.

Smala og leitarmenn fengu að mestu sæmilegt veður en suðvestan kaldi með skúrum á fimmtudag,og aðeins skúravottur í gær en í dag léttskýjað og kul.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. september 2009

Veðurathugun á Grænhóli.

Níels Jónsson bóndi og veðurathugunarmaður á Grænhól.
Níels Jónsson bóndi og veðurathugunarmaður á Grænhól.
Á vef Veðurstofu Íslands má sjá fróðleik um veðurathuganir Níelsar Jónssonar á Grænhóli sem er rétt við Gjögur.
Níels Jónsson var með veðurathugun fyrstur manna í Árneshreppi frá 1921 til 1934.
Níels lést árið 1934 tæplega sextugur.
Hér á vef Veðurstofunnar má fara beint inná fróðleik af gömlum blöðum frá Níelsi.
www.vedur.is
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. september 2009

Byrjuð slátrun úr Árneshreppi.

Fjárflutningabíll frá Hvammstanga tekur sláturlömb í Litlu-Ávík í dag.
Fjárflutningabíll frá Hvammstanga tekur sláturlömb í Litlu-Ávík í dag.
Nú í upphafi viku eru bændur farnir að láta lömb í slátrun,sláturlömbin eru flutt með fjárflutningabílum á Hvammstanga hjá Sláturhúsi KVH.Eða á Blöndós og slátrað þar hjá SAH Afurðum.

Síðan verður nokkuð stopp á slátrun framyfir næstu helgi,en þá er smalað syðra svæðið leitarsvæði tvö og þrjú.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. september 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 7 til 14 september 2009.

Mynd Lögregluvefurinn.
Mynd Lögregluvefurinn.

Í s.l. viku urðu tvö umferðaróhöpp í umdæminu, sem teljast minniháttar, föstudaginn 11 var ekið utan í bíl við Hótel ísafjörð og laugardaginn 12 varð óhapp í Vestfjarðargöngunum.

Þá var einn ökumaður tekin grunaður um ölvun við akstur.  6 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðann akstur, 5 í nágreni Ísafjarðar og 1 í nágreni Patreksfjarðar.  Sá sem hraðast ók, ók á 123 km/klst. þar sem 90 km/klst  er leyfður.

Laugardaginn 12, lagði lögreglu hald á 1400 ólöglega DVD myndbandadiska sem verið var að selja í Hnífsdal.  Málið er í rannsókn.

Lögregla vill benda foreldrum og forráðamönnum barna og unglinga á útivistartímann, að farið sé eftir þeim reglum sem þar gilda.  Þá vill lögregla einnig benda á nauðsyn þessa að viðeigandi búnaður sé til staðar á reiðhjólum þegar þau eru notuð í myrkri og að sjálfssögðu að nota hjálma og  ekki gleyma endurskinsmerkjunum.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 12. september 2009

Réttað var í Melarétt í dag.

Frá Melarétt í dag.
Frá Melarétt í dag.
1 af 2
Fyrsta leitarsvæði var leitað nú um helgina það er norðursvæðið.
Leitardagar voru tveir. Fyrri daginn, föstudaginn 11. sept. 2009, var svæðið norðan

Ófeigsfjarðar leitað eftir því, sem þurfa þótti og komið að Ófeigsfirði um kvöldið. Síðari daginn,

laugardaginn 12. september, var fjalllendið austan Húsár leitað, að Reykjarfjarðartagli um Sýrárdal

og Seljaneshlíð. Einnig var leitað  svæðið út með Glifsu, um Seljadal og Eyrardal, að Hvalhamri. Féð var síðan rekið yfir Eyrarháls og réttað í Melarétt.
Leitarmenn fengu ágætisveður mikið til þurrt enn allhvasst var af suðvestri í dag.
Fé virtist koma mjög vænt af fjalli.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. september 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 31 ágúst til 7 sept.2009.

Mynd Lögregluvefurinn.
Mynd Lögregluvefurinn.

Í s.l. viku urðu  4 umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar  á Vestfjörðum. Mánudaginn 31 ágúst valt bíll á Hnífsdalsvegi, þar var ekki slys á fólki.  Þá var ekið á kyrrstæðan bíl á bifreiðastæði við Bónus, tjónvaldur lét sig hverfa af vettvangi.  2.sept og 6.sept urðu bílveltur í Arnarfirði nálægt Mjólkárvirkjun, ekki slys á fólki, en talsvert eignartjón. Þar voru erlendir ferðamenn á ferð.

Þá var talsvert um hraðakstur í umdæminu og voru fimm teknir fyrir of hraðann akstur í nágreni Ísafjarðar og sá sem hraðast ók, ók á 145 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Í vikunni hefur lögregla sinnt eftirliti við grunnskóla og leikskóla umdæmisins og fylgst með notkun öryggisbúnaðar, farþega og ökumann.  Þá er enn nokkuð um að sé ekið á búfé og nokkrar tilkynningar hafa komið til lögreglu vegna þess.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Skipið Suðri í hafís á austurleið.
  • Gunnar Njálsson-Gestur Sveinbjörnsson og Áslaug Guðmundsdóttir.
  • Axelshús Gjögri-05-07-2004.
  • Séð að Melum af Hlíðarhúsunum 10-03-2008.
  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:26-06-2010.
Vefumsjón