Finnbogastaðaskóli.
Það voru aðeins tvær stúlkur í skólanum síðasta skólaár en nú eru tvær stúlkur og einn strákur.
Bloggsíðan hét áður Strandastelpur en nú er það Strandakrakkar.
Enn eru stúlkur í meirihluta og starfsfólk var eingöngu kvenfólk síðasta skólaár,nú er kvenfólk en sem starfmenn í meirihluta en nú er einn karl sem er stundakennari.
Bloggsíða Finnbogastaðaskóla sú nýja er komin undir tenglar hér á vefnum.
Bloggsíðu Finnbogastaðaskóla má sjá hér.
Nýr vefur sem heitir 360.is
360.is er sjálfstætt rekin eining sem tengist ekki neinum aðilum,fjárhagslegum böndum eða er skuldbundinn,fyrirtækjum,stofnunum eða öðrum.
Markmiðið er að draga fram fréttir og efni sem kemur ekki síst frá vefmiðlum af landsbyggðinni og fylgjast með hvað er að gerast í atvinnulífinu á landinu,ásamt með öðru efni.
Það er von okkar að þessum vef verði vel tekið.
Vefurinn er í stöðugri þróun,segir í fréttatilkynningu.
www.360.is
06-10-2009 kl. 22:00 - Upplýsingar frá ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar.
Samkvæmt hafísvef Veðurstofu Íslands fór Landhelgisgæslan í ískönnunarflug 6. okt. Um kl. 22:00 sáust a.m.k. 13 borgarísjakar út af Vestfjörðum. Borgarísjaki sást næst landi 77 sml vestnorðvestur af Bjargi. Ísjakarnir eru flestir nærri miðlínu (sjá kortið hér að neðan). Líklegt er að minni jakar séu á svæðinu og jafnvel nær landi sem geta verið varasamir skipum. Rétt er að minna á að vart hefur orðið við ísjaka í Húnaflóa.
Sjófarendur eru beðnir um að fara að öllu með gát á svæðinu þar sem borgarísjakarnir eru hættulegir skipum og sumir jakarnir geta sést illa í radar. Einnig er minnt á að borgarís er nokkuð algengur á þessum tíma árs í nánd við landið.
Hér fyrir neðan má sjá kort sem sýnir staðsetningu ísjakanna sem LHG varð vart við.
Einnig er hér kort frá Jarðvísindstofnun Háskóla Íslands sem sýnir borgarísjaka 4 og 5 október.
Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir styrkumsóknum.
Menningarráð Vestfjarða hefur nú auglýst eftir styrkumsóknum vegna seinni úthlutunar á árinu 2009 til menningarverkefna á Vestfjörðum. Um er að ræða styrki til afmarkaðra menningarverkefna og eru umsóknir bornar saman á samkeppnisgrundvelli, þannig að fara þurfa saman áhugaverð verkefni og góðar umsóknir til að líkur séu á að styrkur fáist.
Menningarráð Vestfjarða hefur skilgreint ákveðna áhersluþætti við hverja úthlutun til þessa og við seinni úthlutun 2009 verður litið sérstaklega til menningarverkefna sem fela í sér eftirtaldar áherslur:
a. Nýsköpun á sviði lista og menningarstarfs.
b. Verkefni sem miða að fjölgun starfa.
c. Samstarf milli menningarstofnanna, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað.
d. Verkefni sem miða að því að ungt fólk komi í auknum mæli að listsköpun og menningarstarfi á Vestfjörðum.
Umsóknarfrestur er til föstudagsins 30. október og er rafrænt umsóknarblað, leiðbeiningar og úthlutunarreglur að finna hér á vef Menningarráðsins. Í úthlutunarreglum er skilgreint hvernig verkefni Menningarráðið styður og einnig má skoða eldri úthlutanir til að fá hugmynd um það. Allar nánari upplýsingar gefur menningarfulltrúi Vestfjarða, Jón Jónsson, í síma 891-7372 og netfanginu menning@vestfirdir.is.
Restin af sláturfé fór í dag.
Bændum vantar nú eitthvað af fjalli eins og gengur hvort það næst verður að koma í ljós.
Þá eru margir bændur byrjaðir að slátra heima og aðrir alveg eftir.
Nú eru bændur að fara að sortera líflömb frá og hrúta og setja á sér tún og sleppa eldri ánum aftur af túnum.
Sala háhraðanettenginga hafin í Árneshreppi, Bæjarhreppi, Kaldrananeshreppi og Strandabyggð.
Samkvæmt vef Fjarskiptasjóðs er sala á háhraðanettengingum á vegum fjarskiptasjóðs hafin og hófst 30. september sl. til 127 skilgreindra staða í Árneshreppi, Bæjarhreppi, Kaldrananeshreppi og Strandabyggð.
Auk ofangreinds er sala hafin til 629 skilgreindra staða í sveitarfélögunum Skagafirði, Akrahreppi, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgárbyggð, Eyjafjarðarsveit, Þingeyjarsveit, Skútustaðarhreppi, Norðurþingi og Langanesbyggð.
Flestir í Árneshreppi eru nú þegar búnir að fá sér viðkomandi móttökubúnað það er 3.G lykla.
Gjögurbryggja löguð.
Efnið sprengir hann upp í Reykjaneslandi rétt vestan megin við Gjögurflugvöll.
Gjögurbryggja fór mjög illa í miklum sjógangi og veðurham í október í fyrra.
Sveitarfélagið Árneshreppur fékk styrk úr ferjubryggjusjóði til framkvæmdanna.
Siglingastofnun hefur yfirumsjón með verkinu.
Síðan verður steypt gólfið á bryggjunni í haust ef veður leyfir.
Gjögurbryggja er talsvert notuð sérstaklega á sumrin og einnig er hún öryggishöfn þegar hafís kemur að landi,því í ísárum lokast inn til Norðurfjarða fljótt ef landsins forni fjandi kemur.
Það snjóaði talsvert í morgun.
Vindur var fyrst af Norðri og þá með éljum síðan SV með snjókomu hægur vindur þetta gola stinningsgola,en nú er komið kul af austri.
Hiti hefur verið þetta frá +1 stigi neðri -1 stig.
Talsverð snjódýpt er komin mikið til jafnfallið eins og sést á meðfylgjandi myndum,en er byrjað að bráðna nú í sólinni.Snjódýptin var mæld hér í Litlu-Ávík á gamni um kl 14:30 og var hún þá 12 cm,þetta er ekki lögbundin snjódýptarmælitími,og allt önnur snjódýpt getur mælst kl 09:00 en þá er mælt fyrir Veðurstofu Íslands.
Auðvitað heimtaði heimilishundurinn hann Snati að vera með á myndunum.
Breyttur tími lesturs veðurfregna á RÚV.
Hinn 28. september urðu þær breytingar á útsendingartíma veðurfregna á RÚV, Rás eitt, að veðurspá, sem flutt hefur verið frá Veðurstofu Íslands að loknum fréttum kl. 16 verður framvegis klukkan 18:50. Með spánni verður einnig skýrt frá hæsta hita dagsins og mestu úrkomu. Í morgunfréttatíma, sem er kl. 10:03, er skýrt frá lægsta hita næturinnar.
Veðurfregnir frá Veðurstofu eru nú lesnar í útvarpi kl. 00:50, 4:30, 6:40, 10:03, 12:45, 18:50 og 22:07. Auk þess eru lesnar stuttar veðurfréttir með öðrum fréttum RÚV og annarra útvarpsstöðva.
Nýjar veðurspár eru birtar bæði fyrr og oftar hér á vef Veðurstofunnar enda vefurinn orðinn sá miðill sem flestir reiða sig á varðandi bæði almennar og nákvæmar veðurfréttir. Samkvæmt mælingum Modernus hefur fjöldi notenda í viku hverri á þessu ári yfirleitt verið yfir 60 þúsund og í 31. viku ársins (27. júlí til 2. ágúst) voru notendur yfir 90 þúsund.
Þess má einnig geta að veðurfréttir RÚV í sjónvarpi eru afar vinsælar en samkvæmt mælingum Capacent-Gallup á áhorfi í 37. viku ársins, 7.-13. september, horfðu 28,3% fólks á aldrinum 12-80 ára á veðurfréttirnar sem trónuðu á toppnum þá viku.
Þetta kemur fram á www.vedur.is





