Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. október 2009
Prenta
Restin af sláturfé fór í dag.
Þá létu bændur restina af fé í slátrun í dag bæði lömb og ær.Tveir bílar komu annar frá Blönduósi og hinn frá Hvammstanga,en slátrað er í sláturshúsunum þar.Og verður þessu fé sem fór í dag slátrað á morgun.
Bændum vantar nú eitthvað af fjalli eins og gengur hvort það næst verður að koma í ljós.
Þá eru margir bændur byrjaðir að slátra heima og aðrir alveg eftir.
Nú eru bændur að fara að sortera líflömb frá og hrúta og setja á sér tún og sleppa eldri ánum aftur af túnum.