Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. október 2009
Prenta
Sala háhraðanettenginga hafin í Árneshreppi, Bæjarhreppi, Kaldrananeshreppi og Strandabyggð.
Samkvæmt vef Fjarskiptasjóðs er sala á háhraðanettengingum á vegum fjarskiptasjóðs hafin og hófst 30. september sl. til 127 skilgreindra staða í Árneshreppi, Bæjarhreppi, Kaldrananeshreppi og Strandabyggð.
Auk ofangreinds er sala hafin til 629 skilgreindra staða í sveitarfélögunum Skagafirði, Akrahreppi, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgárbyggð, Eyjafjarðarsveit, Þingeyjarsveit, Skútustaðarhreppi, Norðurþingi og Langanesbyggð.
Flestir í Árneshreppi eru nú þegar búnir að fá sér viðkomandi móttökubúnað það er 3.G lykla.