Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. október 2009 Prenta

Sveitarfélögum fækki úr 77 í 17.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ávarpar fjármálaráðstefnu sveitarfélaga á Hilton Nordica hóteli í morgun.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ávarpar fjármálaráðstefnu sveitarfélaga á Hilton Nordica hóteli í morgun.
Samhliða auknum verkefnum hljótum við að gera ríkari kröfu um það að öll sveitarfélög axli sína ábyrgð í uppbyggingu samfélagsins. Þetta á við bæði um velferðarþjónustuna og ekki síður um stuðning við atvinnulíf og menningu. Ekkert sveitarfélag má vera stikk frí í þessum efnum. Allra síst á þrengingartímum eins og þeim sem við nú upplifum. Það er ófært og í raun óliðandi að einstök sveitarfélög, jafnvel þau sem vel eru sett og nýta ekki tekjustofna sína til fulls bjóði ekki uppá fullar húsaleigubætur, félagslegt húsnæði eða sérstakar húsaleigubætur og  tryggi ekki lágmarks þjónustu við aldraða, fatlaða og þá sem standa höllum fæti á meðan önnur á sama svæði eiga i miklum erfiðleikum með að halda uppi lögboðnu þjónustustigi." sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í ræðu sinni á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, sem hófst á Hilton Nordica hóteli í morgun.

Jóhanna gerði nýlegt samkomulag Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að umræðuefni og kvað mikilvægt að sveitarstjórnarstigið yrði eflt m.a. með fækkun sveitarfélaga. „Við höfum í mörg ár, með mikilli fyrirhöfn, farið leið frjálsrar sameiningar og þótt hún hafi vissulega skilað miklum árangri í sameiningu er enn langt í land að mínu mati. Eins og bent hefur verið á er meira en helmingur allra sveitarfélaga á Íslandi með færri en eitt þúsund íbúa og það gengur ekki í mínum huga. Ég tel það raunsætt og raunar mjög mikilvægt vegna vaxandi hlutverks sveitarfélaganna og síaukinna verkefna að þeim fækki úr 77 í 17 á næstu árum."

Í lokaorðum sínum sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að allir geti tekið þátt í endurreisninni en mikilvægt væri að draga lærdóm af hruninu. „Við þurfum líka að draga lærdóma af þróun mála á húsnæðismarkaði undanfarin ár og misseri og gera það sem í okkar valdi stendur til að forða samfélagi okkar frá því að sama sagan endurtaki sig. Húsnæðisöryggi fólks á ekki að verða ofurselt duttlungum markaðarins. Séreignastefnan sem nánast eini valkostur fólks hefur að mínu viti runnið sitt skeið og nýtt húsnæðiskerfi, þar sem raunverulegt val getur staðið á milli búsetuforma hlýtur að taka við. Við þurfum að tryggja virkan leigumarkað, efla búseturéttarformið og setja bönd á markaðsöflin þegar kemur að húsnæði fólks."

Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á fjármálaráðstefnu 2009

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Barðakot í Norðurfirði-24-07-2004.
  • Finnbogastaðaskóli.23-01-2012.
  • Gengið forna götu yfir í Húsárdal.
  • Bílskúrshurðin komin í,20-11-08.
  • Litla-Ávík 31-10-2007.
  • Flatur ísjaki frekar lár sést frá Litlu-Ávík, er um það bil 5 til 6 Km austur af Sæluskeri Og um 20 Km frá landi. 13-06-2018.
Vefumsjón