Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. október 2009 Prenta

Snjómokstur í Árneshrepp.

Frá snjómokstri inn með Reykjarfirði.
Frá snjómokstri inn með Reykjarfirði.
Það er búið að gefa út þá yfirlýsingu að það verði ekki neinn snjómokstur í Árneshrepp í vetur til að spara fyrir Ríkið. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fólk komist leiða sinna og geti fengið læknisþjónustu o.s.frv.
Svona er yfirskrift á síðu á Facebook sem er hópur fólks sem er með áskoranir á Vegagerðina að vera með snjómokstur í Árneshrepp í vetur.
En fram hefur komið hjá Vegagerðinni að snjómokstri verði hætt um næstu mánaðarmót þegar flutningabíll hættir áætlun norður,en þá er ætlast til að Árneshreppsbúar hafi bara flugsamgöngur á Gjögur.
Á Facebook er fjöldi manna og kvenna búin að blogga um snjómoksturinn,og eru núna í kvöld komnir um 472 meðlimir.
Myndin sem er þarna með er af vefsíðunni Litlihjalli.it.is af snjómokstri í Reykjarfirði.
Hér má sjá þetta á Facebook.Fólk verður að skrá sig inn á Facebook til að geta skoðað viðkomandi síðu og skráð sig.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Desember »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Byrjað að setja þakjárn á,21-11-08.
  • Söngur.
  • Séð yfir Ófeigsfjörð-Seljanes-Drangajökull.
  • Borgarísjaki með tvo tinda er NNV við Reykjaneshyrnu ca 18 KM frá landi.26-08-2018.
  • Borgarísjaki 15 til 18 km NNA af Liltu-Ávík 29-09-2002.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
Vefumsjón