Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 4. október 2009 Prenta

Breyttur tími lesturs veðurfregna á RÚV.

Anna Ólöf Bjarnadóttir les veðurfregnir í útvarp.Mynd Guðrún Pálsdóttir hjá Veðurstofu Íslands.
Anna Ólöf Bjarnadóttir les veðurfregnir í útvarp.Mynd Guðrún Pálsdóttir hjá Veðurstofu Íslands.

Hinn 28. september urðu þær breytingar á útsendingartíma veðurfregna á RÚV, Rás eitt, að veðurspá, sem flutt hefur verið frá Veðurstofu Íslands að loknum fréttum kl. 16 verður framvegis klukkan 18:50. Með spánni verður einnig skýrt frá hæsta hita dagsins og mestu úrkomu. Í morgunfréttatíma, sem er kl. 10:03, er skýrt frá lægsta hita næturinnar.

Veðurfregnir frá Veðurstofu eru nú lesnar í útvarpi kl. 00:50, 4:30, 6:40, 10:03, 12:45, 18:50 og 22:07. Auk þess eru lesnar stuttar veðurfréttir með öðrum fréttum RÚV og annarra útvarpsstöðva.

Nýjar veðurspár eru birtar bæði fyrr og oftar hér á vef Veðurstofunnar enda vefurinn orðinn sá miðill sem flestir reiða sig á varðandi bæði almennar og nákvæmar veðurfréttir. Samkvæmt mælingum Modernus hefur fjöldi notenda í viku hverri á þessu ári yfirleitt verið yfir 60 þúsund og í 31. viku ársins (27. júlí til 2. ágúst) voru notendur yfir 90 þúsund.

Þess má einnig geta að veðurfréttir RÚV í sjónvarpi eru afar vinsælar en samkvæmt mælingum Capacent-Gallup á áhorfi í 37. viku ársins, 7.-13. september, horfðu 28,3% fólks á aldrinum 12-80 ára á veðurfréttirnar sem trónuðu á toppnum þá viku.
Þetta kemur fram á www.vedur.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Byrjað að klæða þakið 11-11-08.
  • Borgarísjaki austan við Selsker 16-09-2001.
  • Bær í Trékyllisvík-19-08-2004.
  • Hrafn Jökulsson.
  • Trékyllisvík 10-03-2008.
  • Agnes ÍS kominn með allann flotann í tog og siglir fyrir Nestangann.
Vefumsjón