Seinni bifreðaskoðun Frumherja H/F 1 til 2 september á Hólmavík.
Bifreiðaskoðun.
Samkvæmt tilkynningu frá Frumherja HF,verður seinni skoðun á Hólmavík dagana 1 til 2 september 2009.
Færanlega skoðunarstöðin verður þar stödd þessa daga.
Engin skoðun verður á Borðeyri hné á Reykhólum og er vísað á nýja stöð í Búðardal.
Færanlega skoðunarstöðin er nú beintengd við ökutækjaskrá og því hægt að afla allra upplýsinga og ganga frá viðskiptum eins og í fastri skoðunarstöð.
Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og depet).
Hvorttveggja er háð því að að gsm-samband sé í lagi.
Símin í skoðunarbílnum er 854-4507.
Einnig skal minnt á nýja stöð við Smiðjuvelli 17 á Akranesi(við hliðina á Bónus),þar er opið alla virka daga frá kl 08:00 til kl 16:00(lokað í hádeginu).
Tímapantanir þar eru í síma 570-9202 stöðin eða 570-9090 þjónustuver.
Aukið vægi landshlutasamtaka í stjórnsýslunni.
Út er komin skýrsla starfshóps um endurskoðun á starfsemi landshlutasamtaka sveitarfélaga. Það er ánægjulegt að starfshópurinn kemst að þeirri niðurstöðu að starfsemi landshlutasamtaka sveitarfélaga sé mikilvæg , ekki síst í því samhengi að efla byggðþróun og samþætta opinberar áætlanir og stefnur.
Á vef Samgöngurráðuneytis segir siðan um efni skýrslunnar,
Starfshópur sem samgönguráðherra skipaði í nóvember 2008 um endurskoðun á starfsemi landshlutasamtaka sveitarfélaga hefur skilað skýrslu. Meðal niðurstaðna hópsins er að nauðsynlegt sé að efla byggðaþróun í landinu og samþætta opinberar áætlanir og stefnur.
Í starfi sínu lagði hópurinn áherslu á að greina stöðu og hlutverk landshlutasamtakanna og skoðað var um leið annað svæðisbundið samstarf meðal annars til að meta hvort þörf væri á að samþætta það betur við samstarf sveitarfélaga, gera það skilvirkara og nýta fjármuni betur.
Meira
FJALLSKILASEÐILL FYRIR ÁRNESHREPP ÁRIÐ 2009.
FYRIR ÁRNESHREPP ÁRIÐ 2009
Samkvæmt fjallskilareglugerð Strandasýslu fyrirskipar hreppsnefnd Árneshrepps, fjallskil í
Árneshreppi árið 2009 á eftirfarandi hátt.
Leitarsvæði séu þrjú. Réttardagur á fyrsta leitarsvæði sé í Melarétt laugardaginn 12. september 2009 og af öðru og þriðja leitarsvæði í Kjósarrétt laugardaginn 19. september 2009.
SMÖLUN VERÐI HAGAÐ ÞANNIG:
FYRSTA LEITARSVÆÐI:
Leitardagar séu tveir. Fyrri daginn, föstudaginn 11. sept. 2009, sé svæðið norðan
Ófeigsfjarðar leitað eftir því, sem þurfa þykir og komið að Ófeigsfirði um kvöldið. Síðari daginn,
laugardaginn 12. september, sé fjalllendið austan Húsár leitað, að Reykjarfjarðartagli um Sýrárdal
og Seljaneshlíð. Einnig skal leita svæðið út með Glifsu, um Seljadal og Eyrardal, að Hvalhamri. Féð verði rekið yfir Eyrarháls og réttað á Melum.
Meira
Undirbúningur fyrir Stefnumót á Ströndum gengur vel.
Meira
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 17 til 24 ágúst 2009.
Frekar tíðindalítið var hjá lögreglu í umdæminu s.l. viku. Umferð ferðamanna farin að dragast samana, en mest ber á erlendu ferðafólki. Umferð gekk vel og var óhappalítil, þó var tilkynnt um nokkur tilfelli þar sem ekið var á búfé. Rætt var við nokkra ökumenn vegna öryggisbeltanotkunar.
Núna þessa dagana eru grunnskólarnir að byrja og vill lögregla brýna fyrir ökumönnum að sýna aðgát við skólana og taka tillit til þess að börn eru á leið þangað. Í sumum þéttbýliskjörnum í umdæminu eru gangstéttir af skornum skammti. Ökumenn, takið því tillit til ungu vegfarandana
Íshrafl á Selskerssvæðinu.
Bændahátíð og þuklaraball falla niður.
Snjóaði í fjöll og mikil úrkoma.
Vindur byrjaði á miðvikudag af ANA með allhvössum vind og í gær 20 var orðin N lægari vindur og jafnvel í NNV með allhvössum vind og um tíma í hvassviðri fram á morgun.
Nú á hádegi var vindur gengin niður og stytt upp.
Úrkoman hefur verið mikil og mældist úrkoman á Veðurstöðinni í Litlu-Ávík frá því kl 09:00 á miðvikudagsmorgun og til kl 09:00 í morgun föstudag 47,5 mm.
Mikill sjór var í þessu áhlaupi og jafnvel í stórsjó um tíma í gærkvöld og fram á morgun,nú er að draga úr sjógangi smátt og smátt.
Það hefur snjóað í fjöll í nótt allt niðri 450 m,myndirnar sem eru hér með eru teknar rétt fyrir hádegi í dag.
Fimmtíu og einn íbúi í Árneshreppi.
Í Strandasýslu fjölgaði íbúum mest í Strandabyggð eða um 19, í Kaldrananeshreppi um 8 og í Árneshreppi um 2 en íbúum fækkaði í Bæjarhreppi um 9.
Í Strandabyggð búa nú 504 í Árneshreppi 51 í Kaldraneshreppi 114 og í Bæjarhreppi 99 manns eða samtals í Strandasýslu 768 manns.