Ályktun stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga samþykkt á stjórnarfundi 8. júlí 2009.
Samgöngumál.
Vestfirðingar hafa um áratugaskeið beðið eftir að lokið væri uppbyggingu nútíma vegasamgangna innan fjórðungsins og tengingu við aðra landshluta. Í gildandi vegaáætlun 2007-2010 og í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnar á árinu 2007 vegna þorskaflasamdráttar , mátti loks sjá fyrir endann á helstu verkefnum. Vegna stöðu efnahagsmála þurfa stjórnvöld að skera niður í öllum málaflokkum og er ljóst að nýframkvæmdir í vegagerð munu dragast saman. Því verður að leggja höfuðáherslu á að við ákvarðanir um vegaframkvæmdir næstu tvö árin, verði byggðir upp þeir hlutar vegakerfisins sem setið hafa á hakanum mörg undanfarin ár. Vegir þessir eru sumir hverjir orðnir hálfrar aldar gamlir og koma í veg fyrir eðlileg samskipti milli þéttbýlisstaða á Vestfjörðum yfir vetrartímann. Þetta er staða sem engin önnur samfélög þurfa að búa við hér á landi.
Meira