Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. ágúst 2009

Yfirlit yfir veðrið í Júlí 2009.

Heyskap lauk í mánuðinum og var heyfengur talinn góður.
Heyskap lauk í mánuðinum og var heyfengur talinn góður.
1 af 2
Veðrið í Júlí 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Í júlí voru vindáttir mest Norðlægar.

Mánuðurinn var nokkuð hlýr framanaf en kólnaði talsvert með þokusúld um tíma þegar hundadagar byrjuðu þann 13.

Úrkomulítið var framanaf mánuði en oftast þokuloft og rakt.Aftur mjög kalt í veðri 23 og 24 með kalsarigningu eða skúrum og jafnvel hagléljum,og þá snjóaði í fjöll allt niðri 400 m.Og aftur vætusamt síðustu daga mánaðar.Bændur hófu almennt slátt í annari viku júlí mánaðar og er það líkt og í fyrra,og heyskap lauk í síðustu viku mánaðar og er heyfengur talin góður.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. ágúst 2009

Frá Myndlistarsýningunni á Eyri.Lýðveldið við fjörðinn.

Konurnar sem standa að sýningunni.Það vantar eina á myndina.
Konurnar sem standa að sýningunni.Það vantar eina á myndina.
1 af 3
Þetta er stórkostleg sýning sem er í Ólafsbragga á Eyri í Ingólfsfirði sem stendur yfir í dag og á morgun á milli kl 14:00 og 19:00 báða dagana.
Góð aðsókn var strax við opnun í dag.
Fréttamaður Litlahjalla var við opnunina í dag og tók nokkrar myndir sem tala sínu máli.
Þær sem standa að sýningunni eru:
Anna Jóa
Bryndís Jónsdóttir
Guðbjörg Lind Jónsdóttir
Hildur Margrétardóttir
Hlíf Ásgrímsdóttir
Kristín Geirsdóttir
Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og
Ólöf Oddgeirsdóttir.
Verefnið er sjálfstætt framhald af samsýningu hópssins;Lýðveldið Ísland.
Áður var sýningin kynnt hér á vefnum 24 júlí hér.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. júlí 2009

Mikið af ferðafólki í sumar.

Hús Ferðafélags Íslands í Norðurfirði.Grillskálinn með torfþakinu.
Hús Ferðafélags Íslands í Norðurfirði.Grillskálinn með torfþakinu.
1 af 3
Það hefur allt verið vitlaust að gera á ferðamannastöðum og gististöðum í Árneshreppi í sumar.

Að sögn Evu Sigurbjörnsdóttur hótelstýru á Hótel Djúpavík hefur yfirleitt verið yfirbókað og meira að gera heldur enn í fyrra þó það ár hafi verið metár.

Sömu sögu er að segja um gistiaðstöðuna í Finnbogastaðaskóla bæði inni og á tjaldstæðinu.

Á gistiheimilunum í Norðurfirði hefur allt verið fullt í sumar.

Góð aðsókn hefur verið á Kaffi Norðurfirði í allt sumar.

Reimar Vilmundarson segir að það stefni í enn eitt metárið með ferðafólk á Hornstrandir á Sædísinni.

Að sögn Guðrúnar Á Lárusdóttur skálavarðar Ferðafélags Íslands í Norðurfirði (Valgeirsstöðum) ásamt Áslaugu Guðmundsdóttur;hefur allt verið vitlaust að gera bæði á tjaldstæðinu og í gistingu í aðalhúsinu,mikið um stærri og minni hópa sem og einstakar fjölskyldur sem eru á eigin vegum.Og stundum væri hægt að tvíbóka í gistiaðstöðu og á tjaldstæðið;

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. júlí 2009

Listamannaverbúð og lífróður á Ströndum.

Árnesstapar Krossnes í baksýn.
Árnesstapar Krossnes í baksýn.
Nú stendur yfir á vegum Þjóðfræðistofunnar á Hólmavík svokölluð Listamannaverbúð á Ströndum. Þar er um að ræða stefnumót þátttakenda í sýningu og málþingi Hafnarborgar sem halda á syðra í haust undir yfirskriftinni Lífróður, við heimamenn á Ströndum. Lista- og fræðimenn eru nú staddir á Ströndum í tengslum við þetta verkefni og vinna að listsköpun, hitta kollega sína og heimamenn og velta fyrir sér grunnhugmynd sýningarinnar sem á að fjalla um hafið í sjálfsmynd Íslendinga, táknmyndir og merking hafsins í hugum fólks. Leitað verður fanga í náttúru og mannlífi Stranda, skroppið út á sjó og inn í beitingarskúr, fornleifar og minjar skoðaðar, farið í fjöruferðir og kannaðir möguleikar á listsköpun úr rekaspýtum og fleiru sem rekur á fjörur Strandamanna.

Forstöðumaður Þjóðfræðistofunnar, Kristinn Schram, samstarfskona hans Katla Kjartansdóttir þjóðfræðingur og Ásta Þórisdóttir myndlistarmaður eru þátttakendum innan handar, sjá um skipulagningu og tengja saman gesti og heimamenn. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Vestfjarða.
Þetta kemur fram á www.strandir.is

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. júlí 2009

Heyskapur gekk vel í Árneshreppi.

Frá heyskap í sumar.
Frá heyskap í sumar.
Heyskapur gekk yfirleitt vel en í byrjun heyskapar í annari viku í júlí var mjög þurrt og hlýtt í veðri en þegar hundadagar byrjuðu gerði dálitla súld og var þá stopp í heyskap í 3 daga eða svo,en bændur notuðu tíman til að keyra rúllum heim af túnum.

Síðan var ágætis veður en rakt og súldarvottur með köflum.
Bændur þurfa helst að fá einn góðan þurrkdag eftir að slegið er og áður en það er rúllað.
Heyskapur var langt komin hjá bændum 23 og 24 júlí þegar kuldakastið gekk í garð með rigningu og hagléljum.

Síðan um helgina þá á eftir var byrjað að fullu aftur við heyskap og lauk heyskap yfirleitt í gær 27 júlí.Enn bændur eru nú að klára að keyra heyrúllum heim af túnum.

Bændur eru almennt ánægðir með heyfeng og víða fengust fleiri rúllur af túnum nú enn í fyrra.

Það rættist því vel úr grassprettu miðað við þurrkana í júní og framanaf þessum mánuði.

Nokkrir bændur munu slá seinnislátt (há) í ágúst.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 25. júlí 2009

Bókarafhending í Norðurfirði.

Bergsveinn afhendir Gunnsteini bókina Handbók um hugarfar kúa.
Bergsveinn afhendir Gunnsteini bókina Handbók um hugarfar kúa.
Á myndinni má sjá hina formlegu bókarafhendingu þann 23. júlí síðastliðinn í Norðurfirði á Ströndum. Gunnsteinn Gíslason, oddvita Árneshrepps til langs tíma og eiganda sláturhússins í Norðurfirði veitir skáldsögu Bergsveins Birgissonar Handbók um hugarfar kúa viðtöku fyrir framan innganginn að sláturhúsinu þar sem Bergsveinn lauk bókinni á Jónsmessu á sumri 2008. Bergsveinn segir að aldrei hafi annað komið til greina en ljúka bókinni um kýrnar í sláturhúsi. Sláturhúsið í Norðurfirði varð fyrir valinu er honum bárust fregnir af því að þar væri vinnuaðstaða fyrir rithöfunda. Hann nefnir einnig að sagan er að hluta til sögð af kú einni sem er leyst af hólmi af öðrum sögumanni eftir að henni er ekið í sláturhús. Gunnsteinn vinnur nú að því að innrétta herbergi og vinnuaðstöðu í sláturhúsinu og segist aðspurður vel geta hugsað sér að taka við fleiri rithöfundum og fræðimönnum í framtíðinni
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. júlí 2009

Lýðveldið við fjörðinn.

Frá Eyri í Íngólfsfirði á Ströndum.
Frá Eyri í Íngólfsfirði á Ströndum.
 Fréttatilkynning.

Lýðveldið við fjörðinn

Þessar Myndlistakonur sýna.

Anna Jóa

Bryndís Jónsdóttir

Guðbjörg Lind Jónsdóttir

Hildur Margrétardóttir

Hlíf Ásgrímsdóttir

Kristín Geirsdóttir

Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá

Ólöf Oddgeirsdóttir

 

Myndlistarsýning í Ingólfsfirði, Ströndum.

Opið 1. og 2. ágúst 2009, kl. 14-19.

Allir velkomnir.

 

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Lýðveldið við fjörðinn, laugardaginn 1. ágúst, kl. 14, sem haldin verður í Kvennabragganum á Eyri, Ingólfsfirði á Ströndum.

Sýningin í Kvennabragganum, yfirgefinni verbúð, er hluti af þríþættu sýningarverkefni sem hverfist um hugmyndir um íslenska lýðveldið í tengslum við menningarsögu og náttúrulegt umhverfi þriggja sýningarstaða. Fyrsta sýningin var haldin í vor í heyhlöðu við Mývatn og nefndist Lýðveldið við vatnið. Sú þriðja (auglýst síðar) verður opnuð í húsnæði gömlu ullarverksmiðjunnar við Varmá í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ.

Sýningarverkefnið hefur hlotið styrk frá Hlaðvarpanum, menningarsjóði kvenna.

 

Verkefnið er sjálfstætt framhald af samsýningu hópsins ,,Lýðveldið Ísland" sem haldin var í Þrúðvangi, Álafosskvosinni árið 2004 og tileinkuð var 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. júlí 2009

Það snjóaði í fjöll í nótt.

Það snjóaði í fjöll allt niðri 400 m í nótt.Mynd tekin kl 08:10.
Það snjóaði í fjöll allt niðri 400 m í nótt.Mynd tekin kl 08:10.
Mjög svalt hefur verið í gær og verður í dag,það er eins og  það ætli að hausta snemma í ár.

Hvítt er í fjöllum allt niðri 400 metra,hitinn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fór neðri 4,5 stig í nótt enn í gærmorgun niðri 4,2 stig.

Veðurathugunarmaður við veðurstöðina í Litlu-Ávík man ekki eftir að þurfa að gefa upp flekkótt fjöll í júlí fyrr,í veðurskeyti,en í ágúst oft á tíðum.

Myndin er af Reyðarfjalli (eða Sætrafjall sunnan megin frá),sem er á milli Arkarinnar og Finnbogastaðarfjalls.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. júlí 2009

Verðskrá raforkusölu OV breyttist 1. júlí 2009.

Orkubú Vestfjarða Hólmavík.Mynd Strandir.is.
Orkubú Vestfjarða Hólmavík.Mynd Strandir.is.

Fréttatilkynning.
Landsvirkjun hefur ákveðið að hækka verð á raforku um 7,5% frá og með 1. júlí. Í kjölfar þessarar ákvörðunar Landsvirkjunar hefur stjórn Orkubús Vestfjarða ákveðið að hækka verðskrá OV fyrir raforkusölu um 7,5% að jafnaði frá og með sama tíma.

Ákveðið var að fella öll fastagjöld út úr verðskránni og hækkar orkuverðið sem því nemur.

Þrátt fyrir þessa hækkun er Orkubú Vestfjarða með eitt lægsta orkuverð á Íslandi.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. júlí 2009

3G netsamband og 3G farsímasamband komið á í Árneshreppi.

3G netlykill.
3G netlykill.
1 af 2
Fyrrir stuttu síðan var sett upp fjarskiptabúnaður í fjarskiptastöðinni í Reykjaneshyrnu í Litlu-Ávík Trékyllisvík.

Nú eru heimili og stofnanir að taka þessa þjónustu upp sem kemur í stað ISDN og ISDN+.

Þetta er háhraðatenging sem kallast 3G,og eru nú heimili og stofnanir á fullu að fá sér 3G netlykla sem sett er með USB tengingu í tölvurnar.

Um þrjá möguleika er að ræða það er:

Netlykill 1: 2 GB með hraða allt að 1,5 Mbit/sek.

Netlykill 2: 7 GB með hraða allt að 3,0 Mbit/sek.

Netlykill 3: 15 GB með hraða allt að 5,0 Mbit/sek.

Fólk tekur yfirleytt netlykil nr eitt eða tvö sem er mjög algengt.

Ekki er búið að setja upp fjarskiptabúnaðinn á fjarskiptastöðinni við Kjörvog sem þýðir að Djúpavík er ekki komin með þessa þjónustu enn.

Enn allir aðrir bæir sem eru í fastri byggð í Árneshreppi eru og geta fengið þessa þjónustu frá Símanum.

Þetta gildir líka með 3G síma frá Simanum að þeyr sem eru með 3G síma frá Símanum ná nánast allsstaðar í hreppnum.

Frá Vodafone næst yfirleitt ekki með 3G síma.

Það má því segja að Siminn sé búin að standa að hluta til vegna samnings við fjarskiptasjóð sem gerður var í vetur fyrir landsbyggðina og þar með Árneshrepp með háhraðatengingu.

Enn á Síminn samt eftir að setja upp þennan 3G búnað í fjarskiptsöðina við Kjörvog sem myndi þjóna Kjörvogi og Djúpavík ekki má skilja eina Hótel okkar í Árneshreppi eftir.

 

Þetta er sennilega ein mesta bylting í símamálum og tölvumálum í Árneshreppi síðan gamli sveitasíminn var lagður hér um sveitir á sínum tíma.

 

Aðeins frá vefstjóra Litlahjalla Jóni G Guðjónssyni:

Ég er sko í skýjunum með þessa háhraðatengingu frá Símanum,allt annað er að taka á móti myndum nú sem sendar eru vefnum í mikilli upplausn sem dæmi mynd sem er í 4000x3000 pixels sem tók margar mínútur og jafnvel um 20 mínútur áður,koma nú inn á svipstundu.

Já margt höfum við dreifbýlismenn þurft að þola í þessari þjónustu sem annarri, nú við þessa breytingu á allur netkosnaður að lækka verulega og í pakka nr 2 er gagnamagn sem er innifalið 7GB og er það mikil breyting frá ISDN.

Ég vona svo sannarlega að nú séum við að verða með góða þjónustu eins og best verður á kosið  jafnt á við höfuðborgarsvæðið.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Norðvestur veggur,vinnuljós inni að kvöldi 27-10-08.
  • Á Fellsbrún á leið á Kálfatind.
  • Flugstöðin Gjögurflugvelli.
  • Seð yfir Trékyllisvík Litla-Ávík næst.
Vefumsjón