Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. ágúst 2009

FJALLSKILASEÐILL FYRIR ÁRNESHREPP ÁRIÐ 2009.

Frá Melarétt í fyrra.Myndasafn.
Frá Melarétt í fyrra.Myndasafn.
                                                                                  FJALLSKILASEÐIL

 FYRIR ÁRNESHREPP ÁRIÐ 2009                                 
 Samkvæmt fjallskilareglugerð Strandasýslu fyrirskipar hreppsnefnd Árneshrepps, fjallskil í

 Árneshreppi árið 2009 á eftirfarandi hátt.

Leitarsvæði séu þrjú. Réttardagur á fyrsta leitarsvæði sé í Melarétt laugardaginn 12. september   2009 og af öðru og þriðja leitarsvæði í Kjósarrétt laugardaginn  19. september 2009.

             SMÖLUN VERÐI HAGAÐ ÞANNIG:

                                             

FYRSTA LEITARSVÆÐI:

 

            Leitardagar séu tveir. Fyrri daginn, föstudaginn 11. sept. 2009, sé svæðið norðan

Ófeigsfjarðar leitað eftir því, sem þurfa þykir og komið að Ófeigsfirði um kvöldið. Síðari daginn,

laugardaginn 12. september, sé fjalllendið austan Húsár leitað, að Reykjarfjarðartagli um Sýrárdal

og Seljaneshlíð. Einnig skal leita svæðið út með Glifsu, um Seljadal og Eyrardal, að Hvalhamri. Féð verði rekið yfir Eyrarháls og réttað á Melum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. ágúst 2009

Undirbúningur fyrir Stefnumót á Ströndum gengur vel.

Hólmavík.Mynd Mats Wibe Lund.
Hólmavík.Mynd Mats Wibe Lund.
Undirbúningur fyrir Stefnumót á Ströndum, atvinnu- og menningarsýningu, gengur vel, en hún verður opnuð laugardaginn 29. ágúst með mikilli dagskrá í félagsheimilinu á Hólmavík. Meðal annars er ætlunin að hlaupa með vinakveðjur um Arnkötludal og hlaða vörðu til framtíðar. Á sýningunni sjálfri verða yfir 60 aðilar, stofnanir, fyrirtæki og félög sem kynna starfsemi sína og heilmikil hátíðardagskrá verður kl. 14:00 á laugardeginum. Allir sem bera einhverjar taugar til Stranda eða Strandamanna eru hvattir til að láta sjá sig og taka þátt í fjörugri helgi þar sem heimamenn sína allt það besta sem þeir hafa upp á að bjóða.  Dagskráin fylgir hér að neðan:
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. ágúst 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 17 til 24 ágúst 2009.

Mynd lögregluvefurinn.
Mynd lögregluvefurinn.

Frekar tíðindalítið var hjá lögreglu í umdæminu s.l. viku.  Umferð ferðamanna farin að dragast samana,  en mest ber á erlendu ferðafólki.  Umferð gekk vel og var óhappalítil, þó var tilkynnt um nokkur tilfelli þar sem ekið var á búfé.  Rætt var við nokkra ökumenn vegna öryggisbeltanotkunar.

Núna þessa dagana eru grunnskólarnir að byrja og vill lögregla brýna fyrir ökumönnum að sýna aðgát við skólana og taka tillit til þess að börn eru á leið þangað.  Í sumum þéttbýliskjörnum í umdæminu eru gangstéttir af skornum skammti.   Ökumenn, takið því tillit til ungu vegfarandana

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 22. ágúst 2009

Íshrafl á Selskerssvæðinu.

Íshrafl við Selsker(Sælusker)Myndin tekin við Krossneslaug.
Íshrafl við Selsker(Sælusker)Myndin tekin við Krossneslaug.
1 af 2

Dálítið um íshrafl NV og A af Selskeri.(Sæluskeri).

Enn dálítill borgarísjaki NV af Selskeri.(Sæluskeri).

Íshraflið getur verið hættulegt bátum og skipum.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. ágúst 2009

Bændahátíð og þuklaraball falla niður.

Þulkið verður á sínum stað á morgun.
Þulkið verður á sínum stað á morgun.
Ákveðið hefur verið að aflýsa Bændahátíð og Þuklaraballi sem vera áttu í Félagsheimilinu á Hólmavík laugardagskvöldið 22. ágúst. „Það bárust bara ekki nærri því nógu margar skráningar til að skemmtunin stæði undir sér", sagði Arnar S. Jónsson í samtali við strandir.is. „Auðvitað er þetta frekar fúlt, en í staðinn vonumst við bara til að enn fleiri láti sjá sig á Hrútaþuklinu í Sævangi um daginn. Sennilega er fólk bara orðið svona miklir atvinnumenn í þuklinu; það vill frekar meta frammistöðu sína í rólegheitum um kvöldið heldur en að stíga dans." Landsmótið í Hrútadómum hefst kl. 14:00 í Sauðfjársetrinu í Sævangi á morgun laugardaginn 22. ágúst.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. ágúst 2009

Snjóaði í fjöll og mikil úrkoma.

Það snjóaði í fjöll í nótt,frá vinstri sést Glifsa og Árnesfjall til hægri og sést fram í Árnesdal.
Það snjóaði í fjöll í nótt,frá vinstri sést Glifsa og Árnesfjall til hægri og sést fram í Árnesdal.
1 af 2
Í þessu Norðaustan og Norðan áhlaupi frá miðvikudeginum 19 og fram á morgun í dag.
Vindur byrjaði á miðvikudag af ANA með allhvössum vind og í gær 20 var orðin N lægari vindur og jafnvel í NNV með allhvössum vind og um tíma í hvassviðri fram á morgun.
Nú á hádegi var vindur gengin niður og stytt upp.
Úrkoman hefur verið mikil og mældist úrkoman á Veðurstöðinni í Litlu-Ávík frá því kl 09:00 á miðvikudagsmorgun og til kl 09:00 í morgun föstudag 47,5 mm.
Mikill sjór var í þessu áhlaupi og jafnvel í stórsjó um tíma í gærkvöld og fram á morgun,nú er að draga úr sjógangi smátt og smátt.
Það hefur snjóað í fjöll í nótt allt niðri 450 m,myndirnar sem eru hér með eru teknar rétt fyrir hádegi í dag.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. ágúst 2009

Fimmtíu og einn íbúi í Árneshreppi.

Trékyllisvík í Árneshreppi séð af Reykjaneshyrnu..Mynd Hjörleifur.G.
Trékyllisvík í Árneshreppi séð af Reykjaneshyrnu..Mynd Hjörleifur.G.
Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands um miðársmannfjölda frá 1 júlí 2008 til 1 júlí  2009.
Í Strandasýslu fjölgaði íbúum mest í Strandabyggð eða um 19, í Kaldrananeshreppi um 8 og í Árneshreppi um 2 en íbúum fækkaði í Bæjarhreppi um 9.
 Í Strandabyggð búa nú  504  í Árneshreppi 51 í Kaldraneshreppi 114 og í Bæjarhreppi 99 manns eða samtals í Strandasýslu 768 manns.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. ágúst 2009

Sædísin náði ekki metsumri með ferðafólk í sumar frá Norðurfirði á Horn-Strandir.

Reimar Vilmundarson kafteinn á skemmtiferðabátnum Sædísi ÍS-67.Mynd Jón G G litlihjalli.it.is
Reimar Vilmundarson kafteinn á skemmtiferðabátnum Sædísi ÍS-67.Mynd Jón G G litlihjalli.it.is
1 af 2
Áætlunarsiglingum þetta árið er nú lokið með Sædísinni ÍS 67 frá Norðurfirði á Hornstrandir og  er nú komin vestur til Bolungarvíkur og er klár í siglingar þar ef á þarf að halda.
Í sumar voru fluttir um 1700 manns sem er um fækkun að ræða á milli ára,enn í fyrra voru farþegar um 1800 manns en vont veður seinni hluta júlímánaðar á stærstan hlut í þeirri fækkun þar má nefna dæmi um að tveir 30 manna hópar urðu að afpanta og komust ekki norður á Horn-Strandir og höfðu ekki tækifæri nema á þessum tíma.Og einnig var  um að ræða smærri hópa og einstaklinga.
 Sædísin verður höfð klár til farþegaflutninga eitthvað fram í September en þá verður farið að huga að fiskveiðum en áætlað er að reyna vera á netum þennan veturinn.
;Að sögn Reimars Vilmundarsonar er hann mjög ánægður með sumarið og þótt ekki kæmu tvö ár í röð með metflutning ferðamanna þá er þetta mjög gott og farsælt sumar og öll er þessi ferðaþjónusta og framtímapantanir byggðar á að veður sé sæmilegt og gott í sjó;
Heimasíða Freydísar s/f sem gerir bátinn út er www.freydis.is 
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. ágúst 2009

Hrútadómar, Bændahátíð og Þuklaraball á Ströndum.

Frá hrútaþukli í fyrra og kannski einhverju meyru en þukli.
Frá hrútaþukli í fyrra og kannski einhverju meyru en þukli.
1 af 2
Það verður stórhátíð í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum  laugardaginn 22. ágúst nk. nk.sunnudag. Þá verður haldið í sjötta skipti Landsmót í Hrútadómum, en þessi íþróttagrein hefur smám saman náð almennri hylli landans síðan Sauðfjársetrið hóf að halda mótið árið 2003. Um kvöldið verður síðan haldin Bændahátíð og Þuklaraball fram á rauða nótt. Reyndir og óreyndir þuklarar hvaðanæva að af landinu eru boðnir innilega velkomnir á þessa miklu hátíð.

Landsmótið í Hrútadómum hefst við Sævang kl. 14:00. Nóg annað verður um að vera; andlitsmálning verður í boði fyrir yngstu kynslóðina, ókeypis verður inn á safnið og sýningu þess, Strandahestar bjóða upp á hestaferðir, ljúffengt kaffihlaðborð verður í boði í kaffistofu setursins, skemmtiferðir verða farnar í dráttarvélavagni og að sjálfsögðu verður farið í leiki á íþróttavellinum.

Hrútadómarnir sjálfir fara þannig fram að Jón Viðar Jónmundsson ráðunautur fer fyrir dómnefnd  sem metur fjóra íturvaxna hrúta með nútíma tækjum og tólum og raðar þeim í gæðaröð fyrirfram. Síðan reyna keppendur sig við matið á hrútunum með hendur og hyggjuvit að vopni og reyna að komast að sömu niðurstöðu og dómararnir. Þeir óvönu láta duga að raða hrútunum í sæti frá eitt til fjögur og færa rök fyrir máli sínu. Þeir vönu fara hins vegar eftir stigakerfi sem bændur gjörþekkja. Veglegir vinningar eru í boði fyrir sigurvegara í báðum flokkum.

Um kvöldið kl. 20:00 hefst síðan Bændahátíð og Þuklaraball í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þar verður borðað holugrillað lambakjöt að hætti Strandamanna, Kómedíuleikhúsið á Ísafirði sér um skemmtiatriðin og hinir frábæru hólmvísku tónlistarmenn Stebbi og Bjarni spila síðan undir dansi fram á rauða nótt. Aðgangur að bændahátíðinni og þuklaraballinu er kr. 5.500.- og nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram í netfangið saudfjarsetur@strandir.is eða í síma 661-2009 eða 451-3324. Aldurstakmark er 18 ár.

Nánari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins:

Arnar S. Jónsson
Símar: 661-2009 / 588-8641 / 451-3324
Netfang: saudfjarsetur@strandir.is

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. ágúst 2009

Loksins heflað í Árneshreppi.

Veghefill frá Vegagerðinni á Hólmavik við heflun í Árneshreppi í gær.
Veghefill frá Vegagerðinni á Hólmavik við heflun í Árneshreppi í gær.
Loksins sást veghefill hér í hrepp og heflaðir vegir og var klárað í gær að hefla.
Vegirnir voru orðnir hræðilegir bara þvottabretti eða hola við holu.
Heflað var síðast snemma í vor enn vanin er að heflað sé fyrir verslunamannahelgina fyrir mestu umferðahelgi ársins.
Að sögn eins flutingabílstjóra sem vefritari hitti á dögunum og spurður að hvernig væri að keyra svona bíla á slíkum vegum sagði þessi ágæti bílstjóri;Ja tennurnar tolla uppi mér ennþá en ég biði ekki í það ef ég væri með falskar þá væru gómarnir sennilega út um allan bíl;sagði þessi bílstjóri sem vanur er öllum vegum slæmum sem góðum.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Sigursteinn lagar spýtur til.Allt verður dregið upp með traktor seinna.
  • Kallahús(Regínuhús Gjögri-05-07-2004.
  • Söngur.
  • Bílskúrseining sett á sinn stað.28-10-08.
  • Villi og Úlfar á spjalli.
  • Agnes ÍS kominn með allann flotann í tog og siglir fyrir Nestangann.
Vefumsjón