Bændur skipta um járn á fjárhúsþökum.
Víða var búið að bæta þakjárn til bráðabirgðar.
Kristján Albertsson bóndi á Melum 2 skipti um þakjárn á sínum fjárhúsum í vor eftir sauðburð.
Björn bóndi Torfason skipti um seinni helminginn af þakjárni í fyrrasumar.
Eins og menn muna þá fauk hluti þar af fjárhúsþaki þar 13 desember 2007 og var þá skipt um helminginn af þakinu.Einnig er Björn búin að endurbæta og breyta innréttingum inni í fjárhúsunum.
Á Kjörvogi var skipt um þakjárn á hlöðu í fyrra.
Guðlaugur Ágústson á Steinstúni skipti um þakjárn á flatgrifjunni hjá sér.
Nú er Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík að skipta um þakjárn á sínum fjárhúsum enda járnið mjög ílla farið.Skipt er um lektur og þær settar þéttar og allt skrúfað niður með ryðfríum skrúfum.
Eins ætlar Gunnar bóndi Dalkvist í Bæ að skipta um járn á flatgryfjunni hjá sér í haust.
Þessi fjárhús og hlöður voru byggð á árunum frá 1975 til 1978 þegar átak í byggingu á peningshúsum stóð í Árneshreppi.