Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. júlí 2009

Yfirlit yfir Veðrið í Júní 2009.

Oft var þokuloft í júní.Krossnesfjall-Kálfatindar.Krossnes og Fell í þokunni og Selskersviti(Sælusker).
Oft var þokuloft í júní.Krossnesfjall-Kálfatindar.Krossnes og Fell í þokunni og Selskersviti(Sælusker).
Veðrið í Júní 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðrinn var hægviðrasamur og úrkomulítill enn oft þokuloft.

Júní í ár er hlýrri en júní 2008.

Fjöll voru fyrst talin alauð þann 30, mánaðar.

Bændur báru tilbúin áburð á tún í byrjun mánaðar og fram til 10.

Tún spretta seint vegna þurrka.


Yfirlit dagar vikur.

1-3:Suðvestan stinningsgola eða kaldi,þurrt í veðri,hiti 6 til 11 stig.

4:Breytileg vindátt með golu þurrt,hiti 6 til 8 stig.

5-15:Yfirleitt hafáttir kul eða gola en kaldi þann 12,oft þokuloft,úrkomuvottur 9,11,12 og 15,annars þurrt,hiti 4 til 13 stig.

16-19:Norðvestan og N gola,síðan kaldi,þokuloft og súld,hiti 4 til 11 stig.

20:Suðaustan eða breytileg vindátt kul,rigning um kvöldið,hiti 4 til 12 stig.

21-22:Suðvestan gola eða stinningsgola,skúrir,hiti 7 til 13 stig.

23-24:Breytilegar vindáttir kul síðan stinningsgola,rigning smá skúrir 24,hiti 5 til 10 stig.

25-30:Norðan eða hafáttir kul eða gola,þokuloft og súld á köflum,hiti 5 til 14 stig.


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 28. júní 2009

Súpufundur Kaffi Norðurfirði á morgun.

Fundurinn er í Kaffi Norðurfirði.
Fundurinn er í Kaffi Norðurfirði.
  Súpufundur Kaffi Norðurfirði
 -mánudaginn 29. júní 2009 kl. 12:00

Þróunarsetrið á Hólmavík mun efna til atvinnu- og menningarsýningar á Ströndum 29. ágúst 2009.  Sýningin verður haldin í félagsheimilinu á Hólmavík og er markmiðið tvíþætt:

-Efla tengsl milli ólíkra svæða og athafna á Ströndum
-Efla ímynd Stranda út á við

Árneshreppsbúar og allir velunnarar svæðisins eru hvattir til að mæta á súpufund í Kaffi Norðurfirði, mánudaginn 29. júní 2009 þar sem sýningin verður kynnt nánar.   Aðrir súpufundir á Ströndum verða sem hér segir: 
 
-Þriðjudaginn 30. júní 2009:  Malarkaffi, Drangsnesi
 -Miðvikudaginn 1. júlí 2009: Café Riis, Hólmavík
 -Fimmtudaginn 2. júlí 2009:  Grunnskólinn á Borðeyri

Vaxtarsamningur Vestfjarða og Menningarráð Vestfjarða eru styrktaraðilar að sýningunni.  Fyrirtækið AssA, þekking & þjálfun í Trékyllisvík sér um framkvæmd hennar og er hægt að nálgast frekari upplýsingar hjá Ingibjörgu Valgeirsdóttur í síma 451 4025 eða senda fyrirspurn og þátttökuskráningu í netfangið ingibjorg@assaisland.is

 

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. júní 2009

Tónleikar Bjarna Ómars annað kvöld á Kaffi Norðurfirði.

Kaffi Norðurfjörður.
Kaffi Norðurfjörður.
Bjarni Ómar Haraldsson tónlistamaður og deildarstjóri Tónskólans á Hólmavík  gaf út diskinn Fyrirheit sl. Haust.

Diskurinn inniheldur 12 lög eftir Bjarna og eru flestar lagasmíðarnar melódískt popp í rólegri kantinum.

Ástin og samskipti kynjanna skipa stórt hlutverk í textagerð.

Bjarni mun kynna plötuna ásamt Stefáni Steinari Jónssyni píanóleikara á veitingastaðnum Kaffi Norðurfirði laugardagskvöldið 27.júní og hefjast tónleikarnir kl:20:00.

Vakin er athygli á að frítt er á tónleikana en að þeim loknum mun Bjarni selja og árita diskinn fyrir áhugasama.

Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Vestjarða.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. júní 2009

Fréttatilkynning um Hamingjudaga.

Hólmavíkurkirkja trjónir á hæð í kauptúninu á Hólmavik og er stollt Hólmvíkinga.Mynd Jón Halldórsson.
Hólmavíkurkirkja trjónir á hæð í kauptúninu á Hólmavik og er stollt Hólmvíkinga.Mynd Jón Halldórsson.

 Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík verður haldin í fimmta sinn dagana 2.-5. Júlí næstkomandi. Á Hamingjudögum er lögð áhersla á fjölskylduvæna afþreyingu í fallegu umhverfi í Strandabyggð. Tónlist hefur frá upphafi sett mikinn svip á hátíðina. Að þessu sinni verða m.a. þrennir tónleikar, með  Svavari Knúti, Árstíðum og Helga Val á fimmtudagskvöldi, Gunnarði Þórðarsyni á föstudagskvöldi  og KK og Magga Eiríks á laugardagskvöldi. Hamingjudansleikurinn í ár verður með hljómsveitinni Von frá Sauðárkróki. Þá verður útiskemmtun þar sem heimamenn standa fyrir veglegri dagskrá ásamt Felix Bergssyni sem kynnir dagskrána og skemmtir börnum á öllum aldri. Einnig munu kraftakeppnin Vestfjarðavíkingurinn, Furðuleikar í Sævangi, Tómas Ponzi teiknari og Hrönn spámiðill setja svip á hátíðina. Á Hamingjudögum er líka ávallt fjölbreytt afþreying í boði, svo sem lasertag, sjóstangveiði, golf, mótorkross, gönguferðir, hestaferðir og árlegt kassabílarallý.  Á Hólmavík eru vel útbúin og skjólgóð tjaldsvæði, við hliðina á glæsilegri sundlaug staðarins.

 

Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á strandabyggd.is/hamingjudagar og hamingjudaga @holmavik.is

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. júní 2009

Eldri borgarar á faraldsfæti.

Rúmlega 40 eldri borgarar úr Strandasýslu á ferðalagi.Mynd Þorsteinn J.Tómasson.
Rúmlega 40 eldri borgarar úr Strandasýslu á ferðalagi.Mynd Þorsteinn J.Tómasson.
BB.ÍS
Eldri borgarar í Strandasýslu luku þriggja daga viðburðarríkri ferð um Ísafjörð og nágrenni í fyrradag. Um fjörutíu manns voru í ferðinni sem vakti mikla lukku enda áhugaverð og skemmtileg dagskrá í boði alla dagana. Ferð eldri borgarana hófst á sunnudag er lagt var upp frá Hólmavík. Stoppað var í Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi þar sem sr. Baldur Vilhelmsson kynnti merka sögu staðarins eins og honum er einum lagið. Þaðan var haldið til Bolungarvíkur þar sem gestirnir fengu leiðsögn Finnboga Bernódussonar um safnið í Ósvör.

Á mánudag fór hópurinn í siglingu um Jökulfirði með Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar og var farið í land á Hesteyri. Þessi vinsæli ferðamannastaður vakti mikla lukku meðal gestanna enda nutu þeir gestrisni Birnu Pálsdóttur, staðarhaldara Læknishússins á Hesteyri. Um kvöldið var síðan slegið upp alvöru harmonikkuballi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Ferðinni lauk síðan í gær með siglingu út í Vigur. Að sögn Sigursteins Sveinbjörnssonar, eins meðlima Félags eldri borgara í Strandasýslu, var ferðin vel heppnuð. „Ég heyrði ekki annað en að allir hafi verið hæstánægðir með ferðina," segir Sigursteinn. „Svo vorum við mjög heppin með veður þannig að hún tókst vel til í alla staði."
Fleyri myndir á bb.is
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. júní 2009

Sirkussýning á morgun í Verksmiðjunni á Djúpuvík.

Mynd Shoeboxtour.
Mynd Shoeboxtour.

Miðvikudaginn 24 júní kl. 21.00 verður sirkussýning í Verksmiðjunni á Djúpuvík.

Þau sem sýna eru sirkuslistamennirnir Jay Gilligan frá Bandaríkjunum, Mirja Jauhiainen frá Finnlandi og Erik Aberg frá Svíþjóð. Hópurinn sýndi í Djúpavík á síðasta ári og sýnir nýja dagskrá í þessari heimsókn.

Aðgangur er ókeypis.

Meira upplysingar á:www.shoeboxtour.com

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. júní 2009

Grásleppuhrogn verkuð á Norðurfirði.

Hrognatunnur.
Hrognatunnur.
1 af 2
Á síðustu grásleppuvertíð var verkað í 182 tunnur af fjórum bátum á Norðurfirði.Bátar byrjuðu grásleppuvertíð á misjöfnum tíma og enduðu vertíð því á mismunandi tímum.Aflahæstur var báturinn Sædís ÍS 67 með 102 tunnur verkaðar.Þeyr á Sædísinni verkuðu sjálfir.
Síðan verkaði Gunnsteinn Gíslason og Margrét Jónsdóttir af hinum bátunum þrem 80 tunnur af Sörla ÍS 66 og af Straum ST 70 og af Óskari III ST 40.
Alls voru því verkaðar á Norðurfirði á nýlokinni grásleppuvertíð hundrað og áttatíu og tvær tunnur.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 20. júní 2009

Tvíburar á minningarmóti afa síns.

Inga og Kjartan með tvíburana Maríu og Hörpu.
Inga og Kjartan með tvíburana Maríu og Hörpu.
1 af 2
Í dag er minningarskákmótið um Guðmund Jónsson (F.16-10-1945-D.25-4-2009), í Stóru-Ávík í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík.

Meðal þeyrra sem heiðruðu mótið var dóttir Guðmundar Ingibjörg Berglind ásamt tvíburunum sínum þeim Maríu Mekkin og Hörpu Líf fæddum 16-08 2008 og Kjartani manni sínum ásamt eldri börnunum Magna Snær og Unni Jónínu Stefánsdóttur.

Inga og fjölskylda búa austur á landi á Egilsstöðum enn eru nú í sumarfríi og halda til í Stór-Ávík sínu gamla heimili.
Benidikt Guðmundsson sonur Guðmundar komst ekki á skákmótið,en sendi kveðju á skákmótið.
Nánar um skákmótið hér.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. júní 2009

Skákhátíð í Árneshreppi hefst í dag.

Frá Djúpavík.
Frá Djúpavík.
Skákhátíð í Árneshreppi hefst í dag og eru veðurguðir í sólskinsskapi af því tilefni. Von er á mörgum góðum gestum, stórmeisturum sem byrjendum, sem munu etja kappi við vaska sveit heimamanna.

Hátíðin verður sett í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík klukkan 20 í kvöld, föstudag. Teflt verður í glæsilegum og óvenjulegum skáksal, sem forðum var mjölgeymsla í stærstu verksmiðju á Íslandi. Eftir setningarathöfn verður slegið upp tvískákmóti, þar sem tveir eru saman í liði.

Á morgun, laugardag klukkan 12, hefst Minningarmót Guðmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík. Guðmundur, sem lést í apríl, var mikill skákáhugamaður og lét sig aldrei vanta á skákþingum. Meðal keppenda á mótinu verða fjórir stórmeistarar, þeir Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Henrik Danielsen og Þröstur Þórhallsson.

Mótið er öllum opið og þátttaka er ókeypis. Tefldar verða 9 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma.

Til mikils er að vinna og verðlaun glæsileg. Sigurvegarinn hlýtur 50 þúsund krónur og skúlptúr eftir Guðjón Kristinsson frá Dröngum. Meðal annarra vinninga er listaverk úr rekaviði eftir Valgeir Benediktsson í Árnesi, margskonar handverk og hannyrðir eftir íbúa í Árneshreppi, sigling á Hornstrandir, gisting í Hótel Djúpavík og gistiheimilum Árneshrepps og lambalæri frá Melum.

Þá eru vinningar frá Forlaginu, Henson, Skugga, 66° Norður, Kaupfélagi Steingrímsfjarðar, Ungmennafélaginu Leifi heppna og Jóhanna Travel, sem leggur til arabískar slæður og sjöl. Sérstök verðlaun eru fyrir bestan árangur barna, heimamanna og stigalausra. Síðast en ekki síst verða best klæddu keppendurnir verðlaunaðir, auk þess sem veitt eru sérstök háttvísisverðlaun.

Á sunnudaginn klukkan 13 verður svo hraðskákmót í Kaffi Norðurfirði. Tefldar verða 6 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma.

Þetta er annað árið í röð sem skákhátíð er haldin í Árneshreppi.

Allir eru hjartanlega velkomnir!
Nánar á Skákhátíð í Árneshreppi.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. júní 2009

NV Vestfirðir á Kaffi Sælu á Tálknafirði.

Dynjandi.Mynd Ágúst G Atlason.
Dynjandi.Mynd Ágúst G Atlason.

NV Vestfirðir heldur áfram för sinni um Vestfirði, en næsta stopp mun vera á Tálknafirði á nýopnuðu kaffihúsi Ársæls Níelssonar og Birnu Guðnadóttur,Kaffi Sælu.

Sýndar verða 7 ljósmyndir prentaðar á striga eftir áhugaljósmyndarann Ágúst G. Atlason.

Er þessi sýning liður í verkefni sem sótti um styrk til Menningarráðs Vestfjarða og fékk styrk til þessa ferðalags um Vestfirði. Mun verða nýbreytni í opnun á þessum stað, en hljómsveitin Megakukl mun spila við opnun sýningarinnar en það er liður í samstarfi Guðmundar Hjaltasonar og Ágústar Atlasonar, en Guðmundur hlaut einnig styrk frá Menningarráði til að flytja tónlist um alla Vestfirði. Hugur er á áframhaldandi samstarfi beggja aðila til að gera sem mest úr tónleikum/ opnun á hverjum stað sem hægt er að nota þetta fyrirkomulag. Eru allir hvattir til að mæta á Kaffi Sælu á föstudagskvöldið kemur!

http://kaffi.westfjords.com/

http://gusti.is

Meiri upplýsingar:

Ágúst G. Atlason 840 4002

Ársæll Níelsson 847 3832

Guðmundur Hjaltason 8924568

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Norðaustur hlið Mundi tilbúin með þakpappa á vél.12-11-08.
  • Skip á Norðurfirði.
  • Allar stærri sperrur komnar á sinn stað.29-10-08.
  • Enn rauk úr rústunum 17-06-2008.
  • Húsið kom í gámum.14-10-08.
Vefumsjón