Lýðveldið við fjörðinn.
Lýðveldið við fjörðinn
Þessar Myndlistakonur sýna.
Anna Jóa
Bryndís Jónsdóttir
Guðbjörg Lind Jónsdóttir
Hildur Margrétardóttir
Hlíf Ásgrímsdóttir
Kristín Geirsdóttir
Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá
Ólöf Oddgeirsdóttir
Myndlistarsýning í Ingólfsfirði, Ströndum.
Opið 1. og 2. ágúst 2009, kl. 14-19.
Allir velkomnir.
Verið velkomin á opnun sýningarinnar Lýðveldið við fjörðinn, laugardaginn 1. ágúst, kl. 14, sem haldin verður í Kvennabragganum á Eyri, Ingólfsfirði á Ströndum.
Sýningin í Kvennabragganum, yfirgefinni verbúð, er hluti af þríþættu sýningarverkefni sem hverfist um hugmyndir um íslenska lýðveldið í tengslum við menningarsögu og náttúrulegt umhverfi þriggja sýningarstaða. Fyrsta sýningin var haldin í vor í heyhlöðu við Mývatn og nefndist Lýðveldið við vatnið. Sú þriðja (auglýst síðar) verður opnuð í húsnæði gömlu ullarverksmiðjunnar við Varmá í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ.
Sýningarverkefnið hefur hlotið styrk frá Hlaðvarpanum, menningarsjóði kvenna.
Verkefnið er sjálfstætt framhald af samsýningu hópsins ,,Lýðveldið Ísland" sem haldin var í Þrúðvangi, Álafosskvosinni árið 2004 og tileinkuð var 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins.
Það snjóaði í fjöll í nótt.
Hvítt er í fjöllum allt niðri 400 metra,hitinn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fór neðri 4,5 stig í nótt enn í gærmorgun niðri 4,2 stig.
Veðurathugunarmaður við veðurstöðina í Litlu-Ávík man ekki eftir að þurfa að gefa upp flekkótt fjöll í júlí fyrr,í veðurskeyti,en í ágúst oft á tíðum.
Myndin er af Reyðarfjalli (eða Sætrafjall sunnan megin frá),sem er á milli Arkarinnar og Finnbogastaðarfjalls.
Verðskrá raforkusölu OV breyttist 1. júlí 2009.
Fréttatilkynning.
Landsvirkjun hefur ákveðið að hækka verð á raforku um 7,5% frá og með 1. júlí. Í kjölfar þessarar ákvörðunar Landsvirkjunar hefur stjórn Orkubús Vestfjarða ákveðið að hækka verðskrá OV fyrir raforkusölu um 7,5% að jafnaði frá og með sama tíma.
Ákveðið var að fella öll fastagjöld út úr verðskránni og hækkar orkuverðið sem því nemur.
Þrátt fyrir þessa hækkun er Orkubú Vestfjarða með eitt lægsta orkuverð á Íslandi.
3G netsamband og 3G farsímasamband komið á í Árneshreppi.
Nú eru heimili og stofnanir að taka þessa þjónustu upp sem kemur í stað ISDN og ISDN+.
Þetta er háhraðatenging sem kallast 3G,og eru nú heimili og stofnanir á fullu að fá sér 3G netlykla sem sett er með USB tengingu í tölvurnar.
Um þrjá möguleika er að ræða það er:
Netlykill 1: 2 GB með hraða allt að 1,5 Mbit/sek.
Netlykill 2: 7 GB með hraða allt að 3,0 Mbit/sek.
Netlykill 3: 15 GB með hraða allt að 5,0 Mbit/sek.
Fólk tekur yfirleytt netlykil nr eitt eða tvö sem er mjög algengt.
Ekki er búið að setja upp fjarskiptabúnaðinn á fjarskiptastöðinni við Kjörvog sem þýðir að Djúpavík er ekki komin með þessa þjónustu enn.
Enn allir aðrir bæir sem eru í fastri byggð í Árneshreppi eru og geta fengið þessa þjónustu frá Símanum.
Þetta gildir líka með 3G síma frá Simanum að þeyr sem eru með 3G síma frá Símanum ná nánast allsstaðar í hreppnum.
Frá Vodafone næst yfirleitt ekki með 3G síma.
Það má því segja að Siminn sé búin að standa að hluta til vegna samnings við fjarskiptasjóð sem gerður var í vetur fyrir landsbyggðina og þar með Árneshrepp með háhraðatengingu.
Enn á Síminn samt eftir að setja upp þennan 3G búnað í fjarskiptsöðina við Kjörvog sem myndi þjóna Kjörvogi og Djúpavík ekki má skilja eina Hótel okkar í Árneshreppi eftir.
Þetta er sennilega ein mesta bylting í símamálum og tölvumálum í Árneshreppi síðan gamli sveitasíminn var lagður hér um sveitir á sínum tíma.
Aðeins frá vefstjóra Litlahjalla Jóni G Guðjónssyni:
Ég er sko í skýjunum með þessa háhraðatengingu frá Símanum,allt annað er að taka á móti myndum nú sem sendar eru vefnum í mikilli upplausn sem dæmi mynd sem er í 4000x3000 pixels sem tók margar mínútur og jafnvel um 20 mínútur áður,koma nú inn á svipstundu.
Já margt höfum við dreifbýlismenn þurft að þola í þessari þjónustu sem annarri, nú við þessa breytingu á allur netkosnaður að lækka verulega og í pakka nr 2 er gagnamagn sem er innifalið 7GB og er það mikil breyting frá ISDN.
Ég vona svo sannarlega að nú séum við að verða með góða þjónustu eins og best verður á kosið jafnt á við höfuðborgarsvæðið.
Strandastelpur (og einn heppinn strákur) í Kaffi Norðurfirði
Á myndinni eru, frá vinstri: Rakel Valgeirsdóttir með Gauta (eina strákinn sem fékk að vera með), Elín Agla Briem, Bjarnheiður Júlía Fossdal, Margrét Jónsdóttir, Elísa Valgeirsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir og Hrefna Þorvaldsdóttir.
Einar vert í Kaffi Norðurfirði, sem tók við rekstrinum í sumar, hefur bryddað upp á ýmsum nýjungum á matseðlinum og getur þessi ritari hér ekki stillt sig um að mæla sérstaklega með kjötsúpunni og skyrtertunni. Og kaffið verður varla betra norðan Alpafjalla.
Sjósund við Norðurfjörð.
Undirritaður vill endilega koma á framfæri við ykkur Árneshreppsbúa hve frábæra sjósund-strönd þið eigið í botni Norðurfjarðar, á móts við Valgeirsstaði Ferðafélagshúsið.
Einnig sýndist mér botn Kaldbaksvíkur vera svipaður. Læt fylgja mynd af okkur meðlimum hjólaklúbbs, sem fara árlega um hálendið og aðra áhugaverða staði landsins, að loknu sjósundi í Norðurfirði. Skora á ykkur, og Ferðafélagið, sem hefur yfir skipti- og sturtuaðstöðu að ráða á Valgeirsstöðum, að auglýsa þennan stað sem einstakan sjósundsstað.
Fyrir hönd hjólafélaga, Ófeigur T. Þorgeirsson
Á myndinni eru frá vi. til hægri: Tryggvi Þórir Egilsson, Breki Karlsson, Ófeigur, Ólafur Þór Gunnarsson og Guðbrandur Gimmel.
Ályktun stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga samþykkt á stjórnarfundi 8. júlí 2009.
Samgöngumál.
Vestfirðingar hafa um áratugaskeið beðið eftir að lokið væri uppbyggingu nútíma vegasamgangna innan fjórðungsins og tengingu við aðra landshluta. Í gildandi vegaáætlun 2007-2010 og í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnar á árinu 2007 vegna þorskaflasamdráttar , mátti loks sjá fyrir endann á helstu verkefnum. Vegna stöðu efnahagsmála þurfa stjórnvöld að skera niður í öllum málaflokkum og er ljóst að nýframkvæmdir í vegagerð munu dragast saman. Því verður að leggja höfuðáherslu á að við ákvarðanir um vegaframkvæmdir næstu tvö árin, verði byggðir upp þeir hlutar vegakerfisins sem setið hafa á hakanum mörg undanfarin ár. Vegir þessir eru sumir hverjir orðnir hálfrar aldar gamlir og koma í veg fyrir eðlileg samskipti milli þéttbýlisstaða á Vestfjörðum yfir vetrartímann. Þetta er staða sem engin önnur samfélög þurfa að búa við hér á landi.
Meira
Sláttur hafin.
Þetta er svipaður tími og í fyrra,enn mjög þurrt hefur verið og er mjög misjafnlega sprottið hjá bændum.
Smá súld hefur bjargað sprettunni hjá bændum þótt lítil úrkoma hafi verið rétt vottur sem af er þessum mánuði.
Allt er heyjað í rúllur eins og undanfarin ár.
Í Litlu-Ávík byrjaði Sigursteinn bóndi slátt í dag.
Reykjaneshyrnan kalin.
Menn hafa mikið verið að pæla í hvað veldur þessu kali,ein skýringin er sú að snjóminna hafi verið þarna ofarlega í vetur og engin snjór því hlíft jörðinni þar,sem reyndar oftast er,en neðar er raki úr mýrlendinu.
Engu líkara er að tibúinn áburður hafi verið borin á hluta Reykjaneshyrnunnar með flugvél,enn sú er nú ekki raunin.
Menn muna ekki eftir að slíkt hafi sést áður.





