Vel lukkað Strandhögg í Árneshreppi
Dagskrá var fjölbreytt og fróðleg. Rakel Valgeirsdóttir frá Árnesi var leiðsögumaður hópsins, sem skoðaði síldarverksmiðjuna í Djúpavík, hlýddi á fyrirlestra á Gjögri, Stóru-Ávík, Kistuvogi og Kört. Síðan brá hópurinn sér í Krossneslaug og loks var slegið upp gleðskap í Hótel Djúpavík á laugardagskvöldið.
Fréttaritari hlýddi á fyrirlestur Más Jónssonar sagnfræðings í flutningi Sigurðar Gylfa Magnússonar. Erindið var flutt í Kistuvogi, í landi Stóru-Ávíkur, en þar voru þrír bændur í Árneshreppi brenndir á báli í september 1654. Már hefur hinsvegar látið í ljósi eindregnar efasemdir um að Kistuvogur sé hinn raunverulegi aftökustaður. Þessi sjónarmið komu fram í bók hans Galdrar og siðferði í Strandsýslu á síðari hluta 17. aldar, sem Strandagaldur gaf út á síðasta ári, og voru áréttuð í fyrirlestrinum í Kistuvogi.
Hér er ekki tóm til að rekja röksemdir Más, sem telur að brennan hafi farið fram í Árnesi, en óhætt er að segja að sjónarmið hans falli í grýttan jarðveg á Ströndum og meðal áhugafólks um galdrafárið á 17. öld. Jón Jónsson þjóðfræðingur flutti andmæli í Kistuvogi, þar sem hann hrósaði bók Más, fyrir utan tilraun hans til að flytja brennuna milli staða. Sagði Jón að þar hefði Már komist að "stórkostlega fáfengilegri niðurstöðu", sem á engum rökum væri reist. Jón færði mjög sannfærandi rök fyrir því að Kistuvogur hefði einmitt verið aftökustaðurinn og benti þar að auki á meinlega villu í útreikningum Más.
Ljósmyndasýningin NV Vestfirðir á Kaffi Norðurfirði.
Kaffi Norðurfjörður opnaði í dag.
Nú fara siglingar Reimars á Sædísinni að byrja norður á Strandir,fólk fær sér yfirleitt eitthvað á Kaffi Norðurfirði fyrir brottför og þegar komið er aftur þá er það oft fólk sem búið er að vera á göngu um lengri eða skemmri tíma á Ströndum.
Einar Óskar Sigurðsson er nú vert á Kaffi Norðurfirði í eldhúsinu eru með honum Ellen og Árný björnsdætur á Melum og Númi Íngólfsson í Árnesi 2.
Ágúst G Atlason er með ljósmyndasýningu á Kaffi Norðurfirði.Samgönguráðherra í heimsókn í næstu viku
Gert er ráð fyrir að Kristján fundi með íbúum í Kaffi Norðurfirði og hitti síðan hreppsnefnd Árneshrepps. Þá verður ráðherrann gestur á skákhátíðinni, sem hefst sama dag.
Kristján er fæddur á Siglufirði 1953 og hefur setið á Alþingi fyrir Samfylkinguna í 10 ár, þar af tvö ár sem samgönguráðherra. Ánægjulegt er að fá ráðherrann í heimsókn í sveitina til skrafs og ráðagerða.
Strandhögg á laugardag í Árneshreppi.
Nú á laugardaginn 13 júní munu þjóðfræðingar og sagnfræðingar vera á ferð um Árneshrepp.
Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er „Strandhögg" en umfjöllunarefnið tengsl Íslands við umheiminn; jaðars og miðju, bæði í staðbundnu samhengi sem alþjóðlegu. Meðal annars verður vikið að blómlegri síðari alda handritamenningu á jaðri Evrópu; iðkun ímynda norðursins á erlendri grundu; iðnaði erlendra þjóða á Íslandi 17. aldar í óþökk konungs; förumönnum og þjóðfræði á mörkum mennskunnar; og framtíð fræða og lista á landsbyggðinni. Auk þess verður sagt frá þjóðfræði og sögu Stranda. Fyrirlestrarnir verða fluttir á hinum ýmsu áföngum ferðarinnar og á málþingi í Bragganum á Hólmavík á sunnudeginum.
Áhugasamir heimamenn eru hvattir til að slást í för og hlýða á og taka þátt í Strandhögginu og er þeim bent á tímaáætlun fyrirlestra á vefsíðu Þjóðfræðistofu www.icef.is. Nánari upplýsingar má einnig fá hjá Kristni Schram í síma 8661940 og dagskráin er hér að neðan.
Dagskráin er í stuttu máli þannig (tímasetningar á laugardegi geta breyst):
Meira
Íslandspóstur segir póstum upp í Árneshreppi.
Nú hefur Íslandspóstur sagt upp landpóstunum tveim í Árneshreppi sem hafa séð um póstdreyfinguna í hreppnum með þryggja mánaða fyrirvara eða frá og með 31 ágúst næstkomandi.
Einnig var sagt upp dreyfingastöðvunum á Kjörvogi 522 og í Bæ 523 enn fyrirhugað er að dreyfingastöð verði áfram á Norðurfirði 524.
Það má segja að allt þetta hafi verið keðjuverkandi,því Gunnsteinn Gíslason á Norðurfirði sagði upp póstinum með þriggja mánað fyrirvara þar,en hann hefur séð um póstinn þar í fjölda ár.
Þannig að Íslandspóstur sá sér tækifæri að segja öllum upp og sameina dreyfingastöðvar í eina og þá á Norðurfirði,en fólk í sveitinni vildi hafa þá þessa einu stöð í Bæ 523 í miðsveitinni sem eðlilegast væri,enn að þessu leyti fer Íslandspóstur ekki að óskum heimamanna hné annarsstaðar á landinu.
Tilefnið er að sameina á vöruflutninga fyrir útibú Kaupfélags Steingrimsfjarðar á Norðurfirði og póstdreyfinguna sem er tvisvar í viku ,enn vöruflutningar frá nóvember og til maí loka koma með flugi og þá einu sinni í viku á fimmtudögum,vörufutningabíll gengur frá júní til og út október.
Póstar í Árneshreppi hafa verið Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík og Björn Torfason á Melum og hafa verið lengi póstar í hreppnum.
Fjölgar í Árneshreppi.
MBL.ís
Árneshreppur á Ströndum er eitt fámennasta sveitarfélag landsins og því er fjölgun í hreppnum eðlilega fagnað af Oddnýju Þórðardóttur oddvita. „Unga fólkið er fullt af hugmyndum og þeirra er framtíðin. Við getum bara verið jákvæð og bjartsýn," segir Oddný, oddviti í Árneshreppi.
Ein fæðing kom af stað keðjuverkun, sem leiðir til fjölgunar og í skólanum í Trékyllisvík fjölgar um hvorki meira né minna en 50% þegar nýr nemandi byrjar í skólanum í haust. Nemendur verða þrír í stað tveggja á þessu skólaári.
Elín Agla Briem skólastjóri og Hrafn Jökulsson eignuðust stúlku 20. maí sl. Skólastjórinn verður því í barneignarfríi næsta vetur. Elísa Ösp Valgeirsdóttir frá Árnesi 2 hefur verið ráðin skólastjóri næsta skólaár. Hún flyst ásamt fjölskyldu sinni í gamla prestssetrið í Trékyllisvík í næsta mánuði, en maður hennar er Ingvar Bjarnason og börnin Kári og Þórey. Kári byrjar í skólanum í haust.
Nánar á mbl.is
Strandhögg 12.til 14.júní.
Landsbyggðarráðstefna Sagnfræðingafélags Íslands og Félags þjóðfræðinga á Íslandi í samstarfi við Þjóðfræðistofu og ReykjavíkurAkademíuna.
Nú, um áratug frá fyrstu Landsbyggðarráðstefnu félaganna tveggja, er efnt til ráðstefnu með breyttu sniði í samstarfi við Þjóðfræðistofu og ReykjavíkurAkademíuna. Ráðstefnan verður haldin á Ströndum, þar sem Þjóðfræðistofa hefur höfuðstöðvar sínar, helgina 12. - 14. júní 2009. Með þátttöku heimamanna og valinkunnra fræðimanna verður lögð áhersla á framsögu á vettvangi - allt frá Konungsvörðu og norður í Krossneslaug.
Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er „Strandhögg" en umfjöllunarefnið tengsl Íslands við umheiminn; dreifbýlis og höfuðstaðar; norðurs og suðurs; jaðars og miðju, bæði í staðbundnu samhengi sem þverþjóðlegu. Meðal annars verður vikið að blómlegri síðari alda handritamenningu á jaðri Evrópu; iðkun ímynda norðursins á erlendri grundu; iðnaði erlendra þjóða á Íslandi 17. aldar í óþökk konungs; förumönnum og þjóðfræði á mörkum mennskunnar; og framtíð fræða og lista á landsbyggðinni. Auk þess verður sagt frá þjóðfræði og sögu Stranda. Ráðstefnugestir munu gista á Hólmavík og nágrenni, en tekið verður vel á móti þeim bæði á Sauðfjársetri og Þjóðfræðistofu að ógleymdum öndvegisveitingastaðnum Café Riis. Þá verður farið í vettvangsferð norður í Árneshrepp og fluttir fyrirlestrar á hinum ýmsu áföngum ferðarinnar.
Dagskrána má sjá hér en góðir gistimöguleikar hér.
Skráning á ráðstefnuna fer fram á netfanginu irisel@hi.is. Ráðstefnugestir sjá sjálfir um að panta gistingu að eigin vali með því að hafa samband við staðarhaldara sem taldar eru upp undir gistimöguleikum. Taka þarf fram að pöntunin sé í tengslum við ráðstefnuna Strandhögg.
Verði er stillt í hóf. Þátttökugjald er 5000 kr. og eru allar rútuferðir (frá og til Reykjavíkur og á milli ráðstefnustaða) þar innifaldar.
Þessa fínu dagskrá mun enginn félagsmaður láta fram hjá sér fara - bókið strax.
Nánar á vef Þjóðfræðistofu hér.