Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. júlí 2009
Prenta
Reykjaneshyrnan kalin.
Það sést allvel á meðfylgjandi myndum hvað Reykjaneshyrnan er kalin efst.
Menn hafa mikið verið að pæla í hvað veldur þessu kali,ein skýringin er sú að snjóminna hafi verið þarna ofarlega í vetur og engin snjór því hlíft jörðinni þar,sem reyndar oftast er,en neðar er raki úr mýrlendinu.
Engu líkara er að tibúinn áburður hafi verið borin á hluta Reykjaneshyrnunnar með flugvél,enn sú er nú ekki raunin.
Menn muna ekki eftir að slíkt hafi sést áður.