Kristín Sigurrós stýrir Hamingjudögum.
Þetta kemur fram á
www.strandir.is
Nú kemur smá lýsing:
Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir var við að grunna og sparsla og síðan að mála og er svefnherbergisálma nú máluð,loft eftir.
Um mánaðarmótin apríl maí kom Hilmar Hjartarson pípari norður og lagði fyrir neysluvatni einnig var settur up rafmagnshitakútur fyrir heita neysluvatnið.
Þá var sett upp baðkar og salerni í aðalbaðherbergi.
Og einnig vaskur og salerni á litla snyrtiherbergið þar sem gengið er inn bakdyrameginn.
Einnig er búið að leggja meir í gólf flotefni.
Guðmundur Þorsteinsson hefur hug á að flytja inn nú fyrir sauðburð að einhverju leiti,en eldhúsinnréttingu fær hann nú næstu daga.
Nokkrar myndir eru komnar í myndasafn Finnbogastaðir Bruninn og Uppbygging.
Nú er komið að því ferðaþjónustusýningin "Ferðalög og Frístundir" verður haldin um helgina (8. - 10.maí) í Laugardalshöll.
Markaðsstofa Vestfjarða verður með bás á sýningunni undir merkjum Vestfjarða og er hann hluti af sameiginlegum sýningarhluta allra landshluta.
Bás Vestfjarða ásamt staðsetningu má sjá á þessum hlekk:
http://www.vestfirskferdamal.is/skraarsafn/skra/48/
Nú hefur verið ákveðið að fundurinn verði haldinn miðvikudaginn 13. maí nk. kl. 13:30 á Grand Hóteli í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að hvert sveitarfélag og hver landshlutasamtök sveitarfélaga sendi að jafnaði 1-2 fulltrúa á fundinn.
Fundurinn verður jafnframt sendur út á netinu og geta þeir sem ekki hafa tök á að sækja fundinn fylgst með honum á samskipta- og upplýsingavef sambandsins - http://www.samband.is/. Hægt verður að senda fyrirspurnir og innlegg á fundinn á netfangið ingibjorg@samband.is meðan á fundinum stendur.
Á fundinum mun formaður sambandsins, Halldór Halldórsson, fara yfir stöðu mála og fjallað verður um nýjustu upplýsingar um fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Síðan verða almennar umræður þar sem fundarmenn geta skipst á skoðunum og sagt frá hvernig einstök sveitarfélög hafa verið að bregðast við rekstrarvanda þeirra og greint frá leiðum til hagræðingar í rekstri.
Þátttaka á fundinum tilkynnist á netfangið sigridur@samband.is sem fyrst.Nokkuð tíðindalítið var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í liðinni viku, þó urðu tvö umferðaróhöpp sem betur fer minniháttar. Mánudaginn 27 apríl hjólaði ungur reiðhjólamaður í veg fyrir bifreið á Þórsgötu á Patreksfirði og slapp sem betur fer ómeiddur. Þá varð eitt minniháttar óhapp á Ísafirði, ökumenn gengu sjálfir frá sínum málum þar.
Mánudaginn 4 maí varð erlendur ökumaður fyrir því óláni að loka lyklana inni í bíl sem hann var á þá staddur á Klettshálsi, veður var frekar leiðinlegt rigning og talsverður vindur. Var ökumaður orðinn frekar blautur og kaldur þegar lögregla kom á staðinn og aðstoðaði hann.
Miðvikudaginn 29 apríl voru framin skemmdarverk á nokkrum bílum við Sindragötu á Ísafirði og er það mál í rannsókn.
Í vikunni voru fjórir teknir fyrir of hraðann akstur í umdæminu, einn innan bæjarmarka Ísafjarðar og þrír í nágreni við Hólmavík. Þá voru tveir teknir fyrir akstur án réttinda í umdæminu.
Mánuðurinn byrjaði með hita yfir frostmarki fyrstu daga mánaðar síðan vægt frost framí miðjan mánuð,þá hlýnaði í veðri.Kólnaði og snjóaði talsvert 23 Sumardaginn fyrsta og 24,eftir það fór nú hiti að hækka aftur með austlægum og suðlægum vindáttum.
Úrkomusamt var í mánuðinum.
Allt hefur byrjað þannig að stór steinn hefur losnað lengst uppí fjalli í klettabeltinu og oltið niður og komið aurskriðu á stað og síðan lent í snjó sem varð síðan að snjóflóði sem fór niðrá veg og yfir veginn og niðrí sjó.
Snjóflóðið er mjótt en nokkuð hátt þar sem það fór yfir veginn.
Steinninn sem er mjög stór og er klofinn í tvennt og liggur nú í fjöruborðinu.
Vegurinn var síðan opnaður strax í gærkvöld.
Mjög algengt er að snjóflóð falli þarna.
Fréttamaður Litlahjalla fór á vettfang í morgun og skoðaði aðstæður og tók meðfylgjandi myndir.