Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. apríl 2009

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða um næstu helgi!

Drangsnes.Mynd Mats.
Drangsnes.Mynd Mats.
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn á Drangsnesi næstu helgi, dagana 17.-19. apríl.

Í tengslum við aðalfundinn verður haldið málþing þar sem fjallað verður um börn og ferðalög. Einnig verður kynning á helstu nýjungum í ferðaþjónustu á Ströndum og farið verður í skemmti- og skoðunarferð um nágrenni Drangsness.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. apríl 2009

Óvæntur sauðburður í Litlu-Ávík.

Ærin Snæfríð nýborin með lömbin sín og þaug komin á spena.
Ærin Snæfríð nýborin með lömbin sín og þaug komin á spena.
Þegar Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík kom í fjárhúsin til að gefa seinni gjöfina í gær var ærin Snæfríð átta vetra borin tveim lömbum gimbrar og hrútlambi.
Þetta er að minnsta kosti 3,óvænti sauðburðurinn í Árneshreppi í vetur og vor.
Nú er um einn mánuður í að sauðburður byrji að fullu.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. apríl 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 6. apríl til 13. apríl 2009.

Mynd lögreglan.is
Mynd lögreglan.is
Í síðustu viku var mikill erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum vegna páskahelgarinnar, sérstaklega á norður svæði Vestfjarða.  Skíðavikan var á Ísafirði og einnig hátíðin aldrei fór ég suður.  Mikill fjöldi gesta sótti Ísafjörð og nágreni heim og kom fólk bæði akandi og með flugi.  Færð og veður var hið ágætasta allan tímann og gekk umferðin nokkuð vel fyrir sig að öðru leiti en því að 60 ökumenn voru stöðvaðir vegna of hraðs akstur, flestir stöðvaðir á Djúpvegi í og við Hólmavík.  Sá sem hraðast ók var þó stöðvaður á Barðastrandarvegi og var mældur á 128 km/klst.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. apríl 2009

Stungið í gegn.

Veghefill við snjómokstur fyrir páska.
Veghefill við snjómokstur fyrir páska.
Vegagerðin er nú að moka frá Bjarnarfirði og norður til Gjögurs,til að koma bílum suðuryfir sem komu norður þegar opnað var fyrir páska.

Vegurinn var talin ófær yfir páskana.

Nokkrir komu á bílum norður í páskafríinu og komast ekki nema mokað sé.

Að sögn vegagerðarmanna á Hólmavík verður vegurinn strax ófær aftur þegar snjóruðningstæki fara til baka aftur,það skefur talsvert þar sem vegur stendur hátt þótt hiti sé um 0 stig á láglendi og gengur á með mjög dimmum éljum.

Margt fólk fór í gær með flugi enda varð flugfélagið Ernir að fara tvær ferðir í gær á Gjögur,þannig að mikið útfjar var og er úr hreppnum í gær og í dag.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. apríl 2009

Umsóknarfrestur til 17 apríl.

Menningarráð Vestfjarða hefur auglýst eftir styrkumsóknum vegna fyrri úthlutunar á árinu 2009 til menningarverkefna á Vestfjörðum. Um er að ræða styrki til afmarkaðra menningarverkefna og eru umsóknir bornar saman á samkeppnisgrundvelli, þannig að fara þurfa saman áhugaverð verkefni og góðar umsóknir til að líkur séu á að styrkur fáist.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. apríl 2009

Tvær vélar á Gjögur í dag.

Ein flugvéla Ernis á Gjögurflugvelli.
Ein flugvéla Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir flýgur tvær ferðir á Gjögur í dag,margt fólk er að fara eftir páskafrí.
Fyrri vélin var svona nokkuð fyrir venjulega áætlun og kemur svo í seinni ferðina seinnipartinn.
Vegur er nú ófær suðurúr en reiknað er með mokstri á morgun.
Nokkrir bílar eru hér í hreppnum sem komu þegar opnað var fyrir páska.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. apríl 2009

Gleðilega Páskahelgi.

Snjókerling.
Snjókerling.
Vefurinn Litlihjalli óskar öllum lesendum sínum Gleðilegrar Páskahátíðar og með þakklæti fyrir veturinn.
Myndin sem er hér með er af snjókerlingu sem stúlkurnar í Bæ í Trékyllisvík bjuggju til þær systur og frænkur Unnur Sólveig og Vilborg Guðbjörg Guðnadætur,og litlu systurnar í Bæ þær Aníta Mjöll og Magnea Fönn Gunnarsdætur Dalkvist.
Gleðilega Páska.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 8. apríl 2009

Gengið til samninga um rekstur Kaffi Norðurfjörð.

Kaffi Norðurfjörður er á efri hæð.
Kaffi Norðurfjörður er á efri hæð.
Hreppsnefnd Árneshrepps áhvað á fundi í gær 7 apríl að ganga til samninga við Einar Óskar Sigurðsson um rekstur á Kaffi Norðurfirði.

Einar er að læra í Háskóla Íslands ferðamálafræði,og er með starfsreynslu í veitingarekstri,Einar hefur mikinn áhuga á uppbyggingu ferðaþjónustu í Árneshreppi.

Einar er í sambúð með Rakel Valgeirsdóttir frá Árnesi og er hún heima á sumrin til að sjá um minjasafnið Kört ásamt foreldrum sínum.

Áætlað er að Kaffi Norðurfjörður opni um miðjan júní eins og í fyrra en þá var Kaffi Norðurfjörður opnaður í fyrsta sinn 17 júní.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 8. apríl 2009

Ljósmyndasýningin NV Vestfirðir.

Skólaskipið Corch Fock II.
Skólaskipið Corch Fock II.

Vefurinn vill minna á ljósmyndasýningu Ágústar í Kaffi Edinborg Ísafirði á morgun Skírdag.
Ljósmyndasýningin NV Vestfirðir II verður opnuð á Kaffi Edinborg kl: 5 á fimmtudag(skírdag) 9. apríl. Sýndar verða 12 landslagsmyndir prentaðar á striga eftir áhugaljósmyndarann Ágúst G. Atlason. Er þetta fjórða einkasýning Ágústar. Allir velkomnir.

Er það fyrirtækið Pixel sem prentar myndirnar og Snerpa ehf eru opinberir styrktaraðlilar sýningarinnar. Vill Ágúst einnig koma á framfæri þökkum til H-Prent á Ísafirði.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. apríl 2009

Vegurinn opnaður norður í Árneshrepp.

Kristján Guðmundsson á jarðýtunni.
Kristján Guðmundsson á jarðýtunni.
1 af 4
Laugardaginn 4 apríl byrjaði Vegagerðin að opna veginn norður í Árneshrepp frá Bjarnarfirði.

Notað var við moksturinn veghefill og snjóblásari og einnig var Kristján Guðmundsson á jarðýtu,opnað er sunnanfrá til Gjögurs.

Snjóblásari var aðeins notaður niður Kúvíkurdalinn,síðan var haldið áfram til Djúpavíkur með jarðýtunni og vegheflinum og áfram til Kjörvogs.

Um kl 14:00 voru tækin komin í gegn og vegur því talin opin.

Að sögn;Jóns Harðar Elísonar rektsrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík var Strandavegur frá Bjarnarfirði norður til Kjörvogs síðast opnaður 23 febrúar en lokaðist aftur 1 mars.

Einnig var mokað frá Bjarnarfirði til Djúpavíkur 17 til 18 mars,en það lokaðist aftur 24 mars;

Þessi mokstur hefur staðið yfir í 4 daga og að sögn vegagerðarmanna er um mikinn snjó að ræða.Vegurinn er eingöngu fær fjórhjóladrifsbílum.

Nú er mjög slæm veðurspá fyrir og um Páskahátíðina,spáð snjókomu með allhvössum vindi og teppist vegur þá fljótt aftur.
Ljósmyndari Litlahjalla fór á staðinn og tók nokkrar myndir.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki ca 20-22 km NNA af Reykjaneshyrnu og um 7 til 8 km A af Sæluskeri. 21-09-2017.
  • Kallahús(Regínuhús Gjögri-05-07-2004.
  • Seljanes og Ófeigsfjörður 15-03-2005.
  • Helga og Hilmar.Helga var veislusjóri fyrir í afmæli ömmu sinnar,og Hilmar sá um músikina.
  • Munaðarnes-Drangaskörð í baksýn-2003.
Vefumsjón