Kjörfundur í Árneshreppi.
Á kjörskrá eru 42.
Karlar eru 24 og konur eru 18.
Á myndinni er Þórolfur Guðfinnsson-Guðmundur Þorsteinsson og Hrefna Þorvaldsdóttir,á myndina vantar formann Kjörnefndar Ingólf Benediktsson hann var við snjómokstur.
Á kjörskrá eru 42.
Karlar eru 24 og konur eru 18.
Á myndinni er Þórolfur Guðfinnsson-Guðmundur Þorsteinsson og Hrefna Þorvaldsdóttir,á myndina vantar formann Kjörnefndar Ingólf Benediktsson hann var við snjómokstur.
Nafn |
skor |
Björn Pálsson og Jón Stefánsson |
63 |
Vignir Pálsson og Guðbrandur Björnsson |
88 |
Maríus Kárason og Lýður Magnússon |
92 |
Ingimundur Pálsson og Engilbert Ingvason |
73 |
Helgi Ingimundarson og Áskell Benediktsson |
56 |
Björn Torfason og Kristján Albertsson |
99 |
Úlfar Eyólfsson og Ingólfur Benediktsson |
45 |
Gunnar Dalkvist og Oddný Þórðardóttir |
71 |
Ágúst Gíslason og Gunnsteinn Gíslason. |
61 |
|
|
Samtals |
648 |
Það er nú ekki hægt að segja að það sé sumarlegt hér í Árneshreppi að morgni Sumardagsins fyrsta,allt alhvítt og minnir mann frekar á jólasnjó eins og meðfylgjandi mynd sýnir.
Rigning var í gærkveldi og slydda í nótt og síðan var bullandi snjókoma en stytt upp núna þegar þetta er skrifað.
Gleðilegt Sumar.
Kaffi Norðurfjörður er nú búin að opna nýja heimasíðu þar sem kemur fram matseðil og allt um starfsemina,eða eins og segir á forsíðu Kaffi Norðurfjarðar:
Við í Kaffi Norðurfirði bjóðum alla hjartanlega velkomna í sumar þar sem gestir og gangandi geta fengið sér hressingu og notið einstaks útsýnis yfir fjörðinn. Stefnt verður á að opna staðinn um miðjan júní og verður auglýstur opnunartími milli 11:00 og 19:30 alla daga, eða eftir samkomulagi. Hlökkum til að sjá ykkur í sumar og allar ábendingar og fyrirspurnir vel þegnar á póstfangið kaffi@nordurfjordur.is
Síða Kaffi Norðurfjarðar er hér.
Kennari: Böðvar Þórisson
Verð kr 9900.- kr
Staður: Þróunarsetrið á Hólmavík
Tími: laugardaginn 2. maí kl 10-16 Skráning til 27. apríl, mánudag.
Efni námskeiðsins verður um íslenska varpfugla og farfugla sem fara hér um. Farið í greiningar á nokkrum tegundum, búsvæði, hvar og hvenær ákveðnar tegundir er best að sjá. Einnig verður farið í stofnstærðir ákveðna tegunda, lög, reglur og alþjóðlegar samþykktir. Að lokum farið í vettvangsferð á Hólmavík eða nágrenni Hólmavíkur.
Námskeiðið er einkum ætlað fólki í ferðaþjónustu sem tekur á móti gestum sem áhuga hafa á fuglum og fuglaskoðun en allir eru velkomnir
Fræðslumiðstöð Vestfjarða sími 4510080 og 8673164. stina@holmavik.is
Markmið verkefnisins er að safna upplýsingum um lengdar-/þyngdasamsetningu, kynþroska, og vöxt eftir aldri á helstu hrygningarsvæðum þorsks. Einnig að meta árlega magn kynþroska þorsks er fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og meta breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum.
Þetta kemur fram á vef Hafró.
www.hafro.is/