Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. apríl 2009

Tvímenningur í Árnesi.

Hópmynd af keppendum.
Hópmynd af keppendum.
1 af 3
Góðir gestir komu í Árneshrepp frá Hólmavík í gærkveldi og spiluðu Bridds við heimamenn.
Alls tóku þátt 9 pör,átta heimamenn og tíu frá Hólmavík.
Með flest stig urðu heimamennirnir Björn Torfason og Kristján Albertsson á Melum.
Annars er stigataflan hér með.
Ingimundur Pálsson á Hólmavík var svo vinsamlegur að senda vefnum þessar myndir af mótinu.
Reimar Vilmundarson tók hópmyndina á vél Ingimundar.

Nafn

skor

Björn Pálsson og Jón Stefánsson

63

Vignir Pálsson og Guðbrandur Björnsson

88

Maríus Kárason og  Lýður Magnússon

92

Ingimundur Pálsson og Engilbert Ingvason

73

Helgi Ingimundarson og Áskell Benediktsson

56

Björn Torfason og  Kristján Albertsson

99

Úlfar Eyólfsson og Ingólfur Benediktsson

45

Gunnar Dalkvist og Oddný Þórðardóttir

71

Ágúst Gíslason og Gunnsteinn Gíslason.

61

 

Samtals

648

 

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. apríl 2009

Sumardagurinn fyrsti.Harpa byrjar.

Frá Litlu-Ávík að morgni Sumardagsins fyrsta.23-04-2009.
Frá Litlu-Ávík að morgni Sumardagsins fyrsta.23-04-2009.
Gleðilegt sumar góðir lesendur og takk fyrir samfylgdina í vetur.

Það er nú ekki hægt að segja að það sé sumarlegt hér í Árneshreppi að morgni Sumardagsins fyrsta,allt alhvítt og minnir mann frekar á jólasnjó eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Rigning var í gærkveldi og slydda í nótt og síðan var bullandi snjókoma en stytt upp núna þegar þetta er skrifað.

Gleðilegt Sumar.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. apríl 2009

Raforkuöryggi á Vestfjörðum.

Fjórðungssamband Vestfirðinga.
Fjórðungssamband Vestfirðinga.
Staða afhendingaröryggis raforku á Vestfjörðum hamlar uppbyggingu nútíma atvinnulífs á Vestfjörðum og hraða verður úrbótum sem gera flutningskerfið samkeppnishæft við aðra landshluta, er sú ályktun sem draga má af nýrri skýrslu Landsnets Bætt afhenindgaröryggi raforku á Vestfjörðum. Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga fjallaði um efni skýrslunnar á fundi sínum þann 3. apríl s.l. og hefur í framhaldinu sent erindi til  nefndar á vegum Iðnaðarráðuneytis, sem fjallar nú um endurskoðun raforkulaga nr 65/2003.  Í erindi stjórnar er þess m.a. krafist að endurskoðað verði ákvæði laganna að leggja beri tengigjald á nýja framleiðendur eða kaupendur.  Þetta ákvæði hamlar m.a. áformum um uppbyggingu Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði.  Erindi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga má finna hér
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. apríl 2009

Kaffi Norurfjörður komin með heimasíðu.

Merki Kaffi Norðurfjarðar.
Merki Kaffi Norðurfjarðar.

Kaffi Norðurfjörður er nú búin að opna nýja heimasíðu þar sem kemur fram matseðil og allt um starfsemina,eða eins og segir á forsíðu Kaffi Norðurfjarðar:
Við í Kaffi Norðurfirði bjóðum alla hjartanlega velkomna í sumar þar sem gestir og gangandi geta fengið sér hressingu og notið einstaks útsýnis yfir fjörðinn.   Stefnt verður á að opna staðinn um miðjan júní og verður auglýstur opnunartími milli 11:00 og 19:30 alla daga, eða eftir samkomulagi. Hlökkum til að sjá ykkur í sumar og allar ábendingar og fyrirspurnir vel þegnar á póstfangið kaffi@nordurfjordur.is
Síða Kaffi Norðurfjarðar er hér.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. apríl 2009

Áskorun um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði.

Vatnasvæði Hvalár.
Vatnasvæði Hvalár.
Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur undirritað áskorun með Orkubúi Vestfjarða og Ísafjarðarbæ til ríkisstjórnar Íslands um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði.  Er skorað á ríkisstjórn að kostnaður við tengingu virkjunarinnar við raforkuflutningskerfið verði greiddur úr ríkssjóði. Hér verði komið á móts við kröfu íbúa á Vestfjörðum að búa við sambærilegt öryggi í afhengu raforku líkt og aðrir landshlutar, auk þess sem virkjunin skapar mikilsverð tækifæri í atvinnuþróun á Vestfjörðum til lengri og skemmri tíma litið. 
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. apríl 2009

Fuglanámskeið á Hólmavík 2. maí.

Lóa.-Mikið fuglalíf er á Ströndum.
Lóa.-Mikið fuglalíf er á Ströndum.

Kennari: Böðvar Þórisson   

Verð kr 9900.- kr

Staður: Þróunarsetrið á Hólmavík

Tími: laugardaginn 2. maí kl 10-16 Skráning til 27. apríl, mánudag.

Efni námskeiðsins verður um íslenska varpfugla og farfugla sem fara hér um. Farið í greiningar á nokkrum tegundum, búsvæði, hvar og hvenær ákveðnar tegundir er best að sjá. Einnig verður farið í stofnstærðir ákveðna tegunda, lög, reglur og alþjóðlegar samþykktir. Að lokum farið í vettvangsferð á Hólmavík eða nágrenni Hólmavíkur.

Námskeiðið er einkum ætlað fólki í ferðaþjónustu sem tekur á móti gestum sem áhuga hafa á fuglum og fuglaskoðun en allir eru velkomnir

Skráðu þig hér!

Fræðslumiðstöð Vestfjarða sími 4510080 og 8673164. stina@holmavik.is

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. apríl 2009

Sædísin ÍS-67 á Netaralli.

Sædís ÍS-67 í höfn á Norðurfirði.
Sædís ÍS-67 í höfn á Norðurfirði.
Árlegt netarall Hafrannsóknastofnunarinnar hófst 28. mars s.l. Sjö bátar taka þátt í netarallinu. Saxhamar SH í Breiðafirði, Þórsnes II SH í Faxaflóa, Kristbjörg HF á svæðinu frá Reykjanesi að Þrídröngum, Glófaxi VE frá Þrídröngum að Skeiðarárdjúpi og Hvanney SF frá Meðallandsbugt að Hvítingum, Þorleifur EA á svæðinu frá Húnaflóa að Eyjafirði og Sædís ÍS í Ísafjarðardjúpi.

Þórsnes II SH fer síðan eftir páska á svæðið frá Eyjafirði að Langanesi. Um 45-50 trossur eru að meðaltali lagðar á svæðunum, misjafnt eftir stærð þeirra og er þeim dreift innan svæða á helstu hrygningarslóðir þorsks.

Markmið verkefnisins er að safna upplýsingum um lengdar-/þyngdasamsetningu, kynþroska, og vöxt eftir aldri á helstu hrygningarsvæðum þorsks. Einnig að meta árlega magn kynþroska þorsks er fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og meta breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum.
Þetta kemur fram á vef Hafró.
www.hafro.is/

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 19. apríl 2009

Sigurður Atlason er nýr formaður.

Sigurður Atlason nýr formaður ferðamálasamtaka Vestfjarða.Mynd vestfirskferdamal.is
Sigurður Atlason nýr formaður ferðamálasamtaka Vestfjarða.Mynd vestfirskferdamal.is
Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Strandagaldurs, var kjörinn formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða á aðalfundi samtakanna sem haldinn var á Drangsnesi í gær. Hann tekur við af Sævari Pálssyni frá Hótel Flókalundi, sem gegnt hefur formennskunni undanfarin fjögur ár eða frá aðalfundi samtakanna á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði árið 2005. Sævar gaf kost á sér til setu í stjórninni til eins árs og situr því áfram í henni. Ný inn í stjórnina komu Sigurður Arnfjörð frá Hótel Núpi í Dýrafirði og Ester Rut Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Melrakkaseturs Íslands í Súðavík. Áslaug S. Alfreðsdóttir frá Hótel Ísafirði situr áfram í stjórn ásamt Birni Samúelssyni frá Eyjasiglingum á Reykhólum en þau voru kjörin til tveggja ára á síðasta aðalfundi á Reykhólum fyrir ári síðan. Keran Stueland Ólason frá Ferðaþjónustunni í Breiðavík gaf aftur kost á sér í stjórnina og var kjörinn á ný.
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 19. apríl 2009

Sjö listar.

Ísland.
Ísland.

Á fundi landskjörstjórnar kl. 15.00,föstudaginn 17. apríl, var í samræmi við 44. gr. laga um kosningar til Alþingis gert kunnugt um þá lista sem verða í bornir fram í alþingiskosningunum 25. apríl næst komandi.

Eftirtaldir listar verða bornir fram í öllum kjördæmum landsins við komandi alþingiskosningar:

B-listi borinn fram af Framsóknarflokknum.

D-listi borinn fram af Sjálfstæðisflokknum.

F-listi borinn fram af Frjálslyndaflokknum.

O-listi borinn fram af Borgarahreyfingunni - Þjóðin á þing.

P-listi borinn fram af Lýðræðishreyfingunni.

S-listi borinn fram af Samfylkingunni.

V-listi borinn fram af Vinstri hreyfingunni - grænu framboði.
Samkvæmt Hagstofunni eru á Kjörskrá á öllu landinu 227.896 kjósendur.
Konur eru 114.295 og karlar 113.601.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 19. apríl 2009

Sumarmálahret.

Frá Litlu-Ávík í stórhríð.
Frá Litlu-Ávík í stórhríð.
Á fimmtudaginn 23 Sumardaginn fyrsta er spáin svona frá Veðurstofu Íslands:
Suðaustan og austan 5-13 m/s með vætu sunnan- og austanlands, en allhvöss norðaustanátt yfir Vestfjörðum og slydda og síðan snjókoma. Hiti víða 5 til 10 stig, en kringum frostmark norðvestanlands.
Á norsku veðurstofunni er spáin mjög slæm frá 22 og fram yfir þarnæstu helgi og eins langt og framtíðarspáin frá þeim nær,með slyddu og síðan snjókomu.
Hér má sjá framtíðarspá YR-NO.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Ein húseining hífð.27-10-08.
  • Hafís. 13-06-2018
  • Kristín í eldhúsinu.
  • Borgarísjaki ca 4 til 5 km NA af Gjögurflugvelli 13-01-2005.
  • Borgarísjaki sést frá Litlu-Ávík. 26-09-2017.
  • Reimar Vilmundarson skipstjóri.!8-04-2008.
Vefumsjón