Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. apríl 2009

Gleðilega Páskahelgi.

Snjókerling.
Snjókerling.
Vefurinn Litlihjalli óskar öllum lesendum sínum Gleðilegrar Páskahátíðar og með þakklæti fyrir veturinn.
Myndin sem er hér með er af snjókerlingu sem stúlkurnar í Bæ í Trékyllisvík bjuggju til þær systur og frænkur Unnur Sólveig og Vilborg Guðbjörg Guðnadætur,og litlu systurnar í Bæ þær Aníta Mjöll og Magnea Fönn Gunnarsdætur Dalkvist.
Gleðilega Páska.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 8. apríl 2009

Gengið til samninga um rekstur Kaffi Norðurfjörð.

Kaffi Norðurfjörður er á efri hæð.
Kaffi Norðurfjörður er á efri hæð.
Hreppsnefnd Árneshrepps áhvað á fundi í gær 7 apríl að ganga til samninga við Einar Óskar Sigurðsson um rekstur á Kaffi Norðurfirði.

Einar er að læra í Háskóla Íslands ferðamálafræði,og er með starfsreynslu í veitingarekstri,Einar hefur mikinn áhuga á uppbyggingu ferðaþjónustu í Árneshreppi.

Einar er í sambúð með Rakel Valgeirsdóttir frá Árnesi og er hún heima á sumrin til að sjá um minjasafnið Kört ásamt foreldrum sínum.

Áætlað er að Kaffi Norðurfjörður opni um miðjan júní eins og í fyrra en þá var Kaffi Norðurfjörður opnaður í fyrsta sinn 17 júní.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 8. apríl 2009

Ljósmyndasýningin NV Vestfirðir.

Skólaskipið Corch Fock II.
Skólaskipið Corch Fock II.

Vefurinn vill minna á ljósmyndasýningu Ágústar í Kaffi Edinborg Ísafirði á morgun Skírdag.
Ljósmyndasýningin NV Vestfirðir II verður opnuð á Kaffi Edinborg kl: 5 á fimmtudag(skírdag) 9. apríl. Sýndar verða 12 landslagsmyndir prentaðar á striga eftir áhugaljósmyndarann Ágúst G. Atlason. Er þetta fjórða einkasýning Ágústar. Allir velkomnir.

Er það fyrirtækið Pixel sem prentar myndirnar og Snerpa ehf eru opinberir styrktaraðlilar sýningarinnar. Vill Ágúst einnig koma á framfæri þökkum til H-Prent á Ísafirði.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. apríl 2009

Vegurinn opnaður norður í Árneshrepp.

Kristján Guðmundsson á jarðýtunni.
Kristján Guðmundsson á jarðýtunni.
1 af 4
Laugardaginn 4 apríl byrjaði Vegagerðin að opna veginn norður í Árneshrepp frá Bjarnarfirði.

Notað var við moksturinn veghefill og snjóblásari og einnig var Kristján Guðmundsson á jarðýtu,opnað er sunnanfrá til Gjögurs.

Snjóblásari var aðeins notaður niður Kúvíkurdalinn,síðan var haldið áfram til Djúpavíkur með jarðýtunni og vegheflinum og áfram til Kjörvogs.

Um kl 14:00 voru tækin komin í gegn og vegur því talin opin.

Að sögn;Jóns Harðar Elísonar rektsrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík var Strandavegur frá Bjarnarfirði norður til Kjörvogs síðast opnaður 23 febrúar en lokaðist aftur 1 mars.

Einnig var mokað frá Bjarnarfirði til Djúpavíkur 17 til 18 mars,en það lokaðist aftur 24 mars;

Þessi mokstur hefur staðið yfir í 4 daga og að sögn vegagerðarmanna er um mikinn snjó að ræða.Vegurinn er eingöngu fær fjórhjóladrifsbílum.

Nú er mjög slæm veðurspá fyrir og um Páskahátíðina,spáð snjókomu með allhvössum vindi og teppist vegur þá fljótt aftur.
Ljósmyndari Litlahjalla fór á staðinn og tók nokkrar myndir.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. apríl 2009

Netin ílla farin eftir sjógarð.

Sædís ÍS-67.
Sædís ÍS-67.
1 af 2
Daginn sem þeyr félagar á Sædísinni fengu hákarlinn þann 27 mars,drógu þeyr allt upp nema um sextíu net,því það spáði ílla og gerði sjógarð í nokkra daga menn komust hvergi á sjó.

Enn laugardaginn 4 apríl komust Reimar og félagar á sjó aftur og að sögn;Reimars var ljót aðkoma að netunum sem höfðu legið í sjónum í garðinum,aðallega teinarnir eftir og varð þetta mikið tjón;.

Síðast reru þeyr á Sædísinni gær 6 apríl og drógu mest allt upp,lítið var í og fóru svo á Drangsnes á bátnum í páskafrí,en þangað voru þeyr sóttir að vestan á bíl.

Nú er annar bátur komin að vestan á Norðurfjörð en það er Kristján Andri Guðjónsson á Sörla ÍS 66 sem ætlar einnig að stunda grásleppuveiðar þaðan.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. apríl 2009

Páskabingó.

Frá Bingói í fyrra.
Frá Bingói í fyrra.
Laugardaginn 11.apríl kl:14:00  verður haldið páskabingó í félagsheimilinu í Árnesi.
Ágóðinn rennur í ferðasjóð stúlknanna í Finnbogastaðaskóla og kostar spjaldið aðeins 300 kr.
Sjoppan verður opin.
Mætum öll, höfum gaman  og spilum bingó saman.
Þetta er líka undir Arburðadagatali hér hægra megin á síðunni.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. apríl 2009

Tvær ferðir í dag.

TF-ORD fór tvær ferðir í dag á Gjögur.
TF-ORD fór tvær ferðir í dag á Gjögur.
Flugfélagið Ernir fór tvær ferðir í dag á Gjögur,mikið var að flytja vörur póstur og fólk.

Framhaldsskólabörn voru að koma í páskafrí og aðrir sem höfðu brugðið sér í borgarferð,og enn aðrir til að dveljast hjá sinni fjölskyldu í páskaleyfinu.

Eitthvað um 14 farþegar komu og einn fór.

Næsta flug á Gjögur er á Skírdag 9 apríl.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 5. apríl 2009

Frá uppbyggingu á Finnbogastöðum.

Finnbogastaðir.
Finnbogastaðir.
Það er nú orðin talsverður tími síðan vefurinn hefur sagt eitthvað frá uppbyggingu á Finnbogastöðum nú verður reynt að segja frá einhverju:

Guðbrandur Albertsson hefur verið að vinna við að klæða veggi og tvöfalda og þylja í sundur herbergi og fleira.

Einnig var Björn Torfason með Guðmundi Þorsteinssyni að klára að setja upp lista undir klæðningu í loft í endaðan febrúar,en ekkert er farið að klæða loft ennþá.

Þórólfur Guðfinnsson hefur lagt rafmagnsrör og dósir í veggi áður en veggir eru tvöfaldaðir.

Einnig er Mundi búin að setja flotefni á öll gólf í svefnherbergisálmu og grunna þaug.

Á morgun mánudaginn 6 apríl mun rafvirkinn Kristján Kristjánsson koma með flugi og draga í allar rafmagnslagnir.En hann sá um að setja upp rafmagnstöfluna og fleira í haust.

Nokkrar myndir hafa nú bæst í myndasafn um Finnbogastaði.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 4. apríl 2009

Átti tvær gimbrar.

Ærin Adda með gimbrarnar tvær.
Ærin Adda með gimbrarnar tvær.

Ærin Adda á Finnbogastöðum bar tveim lömbum í gær,og voru það tvær gimbrar sem hún átti.
Guðmundur Þorsteinsson bóndi vissi um að ærin hefði komist í hrút rétt um það leyti sem hrútar voru hýstir.
Þetta er önnur ærin sem ber snemma í Árneshreppi.
8 mars bar ær á Steinstúni einu lambi óvænt.
Hefðbundin sauðburður hefst ekki fyrr en í maí.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. apríl 2009

Vorhátíð Finnbogastaðaskóla.

Frá borðhaldi.
Frá borðhaldi.
1 af 5
Í gærkvöldi héldu nemendur og gestanemendurnir skólans Vorhátíð skólans svona heldur í fyrra lagi en vanalega.

Byrjað var með kvöldmáltíð og eftirrétti og kaffi í lokin,sem starfsfólk skólans sáu um ásamt nemendum.

Nemendurnir tveir við skólann,þær Júlíana L Guðlaugsdóttir og Ásta Þ Íngólfsdóttir og gestanemendurnir,systurnar Unnur S og Vilborg G Guðnadætur fóru með ýmis skemmtiatriði,svo sem söng leikrit og héldu spurningakeppni með aðstoð gesta úr sal svona í líkingu við Útsvar sem var í Sjónvarpinu í vetur,og þótti það bráðskemmtilegt hjá þeim.

Nokkrar myndir eru hér með af skemmtuninni.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki 15 til 18 km NNA af Liltu-Ávík 29-09-2002.
  • Byrjaðað jafna brunarústir við jörðu 19-06-2008.
  • Jón Guðbjörn Guðjónsson 60. ára
  • Adolfshús-05-07-2004.
Vefumsjón