Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 19. apríl 2009
Prenta
Sigurður Atlason er nýr formaður.
Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Strandagaldurs, var kjörinn formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða á aðalfundi samtakanna sem haldinn var á Drangsnesi í gær. Hann tekur við af Sævari Pálssyni frá Hótel Flókalundi, sem gegnt hefur formennskunni undanfarin fjögur ár eða frá aðalfundi samtakanna á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði árið 2005. Sævar gaf kost á sér til setu í stjórninni til eins árs og situr því áfram í henni. Ný inn í stjórnina komu Sigurður Arnfjörð frá Hótel Núpi í Dýrafirði og Ester Rut Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Melrakkaseturs Íslands í Súðavík. Áslaug S. Alfreðsdóttir frá Hótel Ísafirði situr áfram í stjórn ásamt Birni Samúelssyni frá Eyjasiglingum á Reykhólum en þau voru kjörin til tveggja ára á síðasta aðalfundi á Reykhólum fyrir ári síðan. Keran Stueland Ólason frá Ferðaþjónustunni í Breiðavík gaf aftur kost á sér í stjórnina og var kjörinn á ný.
Um fjörutíu manns sátu sjálfan aðalfundinn og í tengslum við hann var jafnframt haldið málþingið Börn og ferðalög.
„Málþingið var gríðarlega vel heppnað", segir Sigurður Atlason. „Þarna vorum við að fjalla um börn og ferðalög frá ýmsum sjónarhornum. Ég er sannfærður um að þetta hefur verið góð vítamínsprauta í hugarfylgsni fólks til að sjá að það er ekki svo flókið að huga að börnum og hvað hægt er að gera til að þau njóti ferðalagsins betur. Það er svo margt í umhverfinu sem við höfum en þurfum aðeins að opna augun fyrir. Ævintýrin eru að finna út um allt og margir vestfirskir ferðaþjónustuaðilar hafa verið er að velta fyrir sér hvernig best sé að stuðla að enn betra fríi fyrir fjölskyldufólk á ferð um Vestfirði." Sex fyrirlesarar höfðu framsögu á málþinginu og fjölluðu um börn og ferðalög út frá mörgum sjónarhornum.
Á aðalfundinum var nokkur umræða um Markaðsstofu Vestfjarða og segir nýkjörinn formaður að Ferðamálasamtökin ætli sér undir nýrri stjórn að halda áfram að styðja hana af öllum krafti. „Það kom fram að nokkrar blikur eru á lofti með fjármögnun Markaðsstofunnar á næsta ári og stjórn FMSV mun styðja að fullu við bakið á forstöðumanni Markaðsstofunnar við að koma málefnum hennar á framfæri. Markaðsstofa Vestfjarða er mikilvægt tæki sem við eigum og við ætlum okkur að halda áfram að standa vörð um hana."
Þetta voru góðir dagar á Drangsnesi. Meðal annars var farið í siglingu í kringum Grímsey á Steingrímsfirði og síðan tekið þar á land áður en haldið var til mikillar lokaveislu á Malarkaffi, þar sem var borðað og dansað fram á nótt.
Um fjörutíu manns sátu sjálfan aðalfundinn og í tengslum við hann var jafnframt haldið málþingið Börn og ferðalög.
„Málþingið var gríðarlega vel heppnað", segir Sigurður Atlason. „Þarna vorum við að fjalla um börn og ferðalög frá ýmsum sjónarhornum. Ég er sannfærður um að þetta hefur verið góð vítamínsprauta í hugarfylgsni fólks til að sjá að það er ekki svo flókið að huga að börnum og hvað hægt er að gera til að þau njóti ferðalagsins betur. Það er svo margt í umhverfinu sem við höfum en þurfum aðeins að opna augun fyrir. Ævintýrin eru að finna út um allt og margir vestfirskir ferðaþjónustuaðilar hafa verið er að velta fyrir sér hvernig best sé að stuðla að enn betra fríi fyrir fjölskyldufólk á ferð um Vestfirði." Sex fyrirlesarar höfðu framsögu á málþinginu og fjölluðu um börn og ferðalög út frá mörgum sjónarhornum.
Á aðalfundinum var nokkur umræða um Markaðsstofu Vestfjarða og segir nýkjörinn formaður að Ferðamálasamtökin ætli sér undir nýrri stjórn að halda áfram að styðja hana af öllum krafti. „Það kom fram að nokkrar blikur eru á lofti með fjármögnun Markaðsstofunnar á næsta ári og stjórn FMSV mun styðja að fullu við bakið á forstöðumanni Markaðsstofunnar við að koma málefnum hennar á framfæri. Markaðsstofa Vestfjarða er mikilvægt tæki sem við eigum og við ætlum okkur að halda áfram að standa vörð um hana."
Þetta voru góðir dagar á Drangsnesi. Meðal annars var farið í siglingu í kringum Grímsey á Steingrímsfirði og síðan tekið þar á land áður en haldið var til mikillar lokaveislu á Malarkaffi, þar sem var borðað og dansað fram á nótt.