Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. apríl 2009 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 6. apríl til 13. apríl 2009.

Mynd lögreglan.is
Mynd lögreglan.is

Í síðustu viku var mikill erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum vegna páskahelgarinnar, sérstaklega á norður svæði Vestfjarða.  Skíðavikan var á Ísafirði og einnig hátíðin aldrei fór ég suður.  Mikill fjöldi gesta sótti Ísafjörð og nágreni heim og kom fólk bæði akandi og með flugi.  Færð og veður var hið ágætasta allan tímann og gekk umferðin nokkuð vel fyrir sig að öðru leiti en því að 60 ökumenn voru stöðvaðir vegna of hraðs akstur, flestir stöðvaðir á Djúpvegi í og við Hólmavík.  Sá sem hraðast ók var þó stöðvaður á Barðastrandarvegi og var mældur á 128 km/klst.

7 umferðaróhöpp urðu í vikunni.  Miðvikudaginn 8 apríl var ekið utan í vegrið á Óshlíð, minniháttar skemmdir á bifreiðinni, ekki slys á fólki.  fimmtudaginn 9 apríl urðu tvö óhöpp, útafakstur á Djúpvegi, ekki slys á fólki og minniháttar umferðaóhapp á Ísafirði.  Föstudaginn 10 apríl urðu þrjú óhöpp,  bílvelta á Fateyrarvegi ekki slys á fólki, þá var ekið utan í vegrið á Hnífsdalsvegi, minniháttar skemmdir og bílvelta á Engidalsvegi, ekki slys á fólki.  Mánudaginn 13 apríl varð árekstur á Djúpvegi við gatnamótin að Ísafjarðarflugvelli, þar skullu saman tvær bifreiðar, farþegi úr annarri bifreiðinni var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar, bifreiðar fjarlægðar með kranabíl af vettvangi.

Skemmtanir voru víða í umdæminu þar sem fólk kom saman og gekk skemmtanahald almennt vel ef frá eru taldir nokkrir pústrar og stympingar sem lögregla þurfi að hafa afskipti af.  Þá voru fjórir teknir fyrir ölvun við akstur, þar af einn einnig grunarður um að vera undir áhrifum fíkniefna og annar stöðvaður fyrir grun um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Hilmar Hjartarson pípari við vinnu í aðalbaðherbergi.02-05-2009.
  • Krossnes-20-10-2001.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.
  • Báturinn Agnes fer ekki lengra inn og sleppir flotanum.
  • Nýr ljósastaur komin upp,13-11-08.
Vefumsjón