Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. mars 2009

Flugi aflýst á Gjögur.

Mikið dimmviðri er og allt kolófært.
Mikið dimmviðri er og allt kolófært.
Flugi hefur verið aflýst á Gjögur í dag vegna óveðurs.

Mikil snjókoma hefur verið frá því á föstudag þótt versta veðrið hafi verið í gær og í dag.

Mikil ófærð er nú í hreppnum og allt kolófært.

Athugað verður með flug á morgun.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. mars 2009

Hákarl í netin.

Hákarlin sem kom í netin í dag Siggi og Gulli við hákarlinn stóra.Mynd Edda.
Hákarlin sem kom í netin í dag Siggi og Gulli við hákarlinn stóra.Mynd Edda.
1 af 2
Reimar komin á grásleppu.

Reimar Vilmundarson frá Bolungarvík er komin á Norðurfjörð á Sædísi ÍS 67 ásamt Sigurði Stefánssyni til að stunda grásleppuveiðar eins og undanfarin ár,með Reimari og Sigga er Árneshreppsbúin Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni eins og undanfarin ár.

Reimar kom til Norðurfjarðar þann 18 þessa mánaðar og lagði fyrstu netin föstudaginn 20,og fyrst var vitjað um 23 mars og var lítið í eða tæpar 3 tunnur af hrognum og talsvert um rauðmaga,og fengu hreppsbúar vel í soðið af þessu góða nýmeti.

Bræla hefur sett strik í reikninginn en þeyr komust þó á sjó aftur 25 og aftur í dag í sæmilegu veðri.

Það bar til tíðinda í dag þegar trossur voru dregnar út af Selskeri(Sæluskeri) því einn stór hákarl var í netunum.Bátsverjar eru nú nýkomnir í land með fengin í togi því böndum var komið á hákarlinn.
Á sjónum í dag voru Sigurður og Guðlaugur,Reimar var í fríi fyrir vestan.
Vefnum var að berast mynd af hákarlinum sem Edda Hafsteinsdóttir var svo vinsamleg að  senda.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. mars 2009

Ljósmyndasýningin NV Vestfirðir II.

Gorch Fock II siglandi undir seglum fram hjá Bolungarvík.
Gorch Fock II siglandi undir seglum fram hjá Bolungarvík.

Ljósmyndasýningin NV Vestfirðir II verður opnuð á Kaffi Edinborg kl: 5 á fimmtudag(skírdag) 9. apríl. Sýndar verða 12 landslagsmyndir prentaðar á striga eftir áhugaljósmyndarann Ágúst G. Atlason. Er þetta fjórða einkasýning Ágústar. Allir velkomnir.

Er það fyrirtækin Pixel sem prentar myndirnar og Snerpa ehf og eru opinberir styrktaraðlilar sýningarinnar.
Ein mynda Ágústar er hér með sem verður á sýningunni.
Vef Ágústar má sjá hér á vefnum undir tenglar og ljósmyndavefir.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. mars 2009

Norska veðurspáin stóðst.

Línurit og spá fyrir laugardag og sunnudag.Mynd yr.no.
Línurit og spá fyrir laugardag og sunnudag.Mynd yr.no.
Það er varla hægt að segja annað en veðurspá NO hafi staðist fyrir Litlu-Ávík og nágrenni,því það stytti upp um kl 18:30 en spáin í dag hljóðaði uppá að það stytti upp kl 18:00 þetta getur nú varla verið nákvæmar.

Úrkoman mældist aðeins 3 mm en snjódýpt eftir daginn af nýföllnum snjó mældist um 15 cm og er það nýfallin lausamjöll ofaná eldri snjó.

Spáin fyrir morgundagin hljóðar uppá suðlæga vindátt með snjókomu,og ber veðurstofunum VÍ og NO saman þar.

Hér með er línurit frá NO yfir spá á morgun og sunnudag.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. mars 2009

Veðurspá YR.NO vinsæl.

Línurit yfir spá fyrir L-Á í dag og morgun.Kort yr.no.is
Línurit yfir spá fyrir L-Á í dag og morgun.Kort yr.no.is
Veðurspá norsku veðurstofunnar YR.NO er mjög vinsæl hér á vefnum,enda er það ekkert skrítið því sú veðurstofa gefur nokkuð nákvæma staðarspá.

Nú í morgun hefur verið talsverð snjókoma í  Norðan hægviðri.

Veðurstofa Íslands hefur spáð í dag smá éljum en Yr.No spáð snjókomu fram á miðjan dag,enn muni stytta upp alveg um tíma í kvöld sem virðist ætla að ganga eftir.

Fyrir daginn á morgun laugardag eru bæði NO og VÍ með eins spár það er snjókomu með talsverðum vindi.

Það er nokkuð skrítið að norsk veðurstofa sé með betri staðarspá en Veðurstofa Íslands sem er með enga staðarspá fyrir þetta svæði.

Hér má fara inná YR.NO.Og eins undir tenglum hér á vefnum.

Staðarspá fyrir Litlu-Ávík hér.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. mars 2009

Kaffi Norðurfjörður.

Kaffi Norðurfjörður er á efri hæð.
Kaffi Norðurfjörður er á efri hæð.
Oddviti Árneshrepps hefur nú sent út auglýsingu,þar sem óskað er eftir starfskrafti (konu,manni eða hjónum) til að sjá um og reka Kaffi Norðurfjöð sem staðsett er við höfnina við Norðurfjörð með fallegu útsýni yfir fjörðinn.

Kaupfélag er þar og bensín-dísel sjalfsafgreyðslustöð frá NI á sama stað,og þaðan fer Reimar í áætlunarsiglingar á Hornsrtandir norður,nánar um þá áætlun á www.freydís.is .

Kaffi Norðurfjörður var fyrst opnaður í fyrra þann 17 júní og var þá haldið opnum út ágúst,eins er fyrirhugað á þessu væntanlega öðru starfsári 2009.

Upplýsingar gefur oddviti Árneshrepps Oddný S Þórðardóttir á skrifstofu í S-4514001 og heima í S-4514048 og í gsm-6613477,og netfang Árneshrepps er arneshreppur@simnet.is.

Auglýsingin er hér á vefnum neðst til vinstri og um leið og þið farið með músarbendilinn yfir myndina kemur upp smá upplýsingar og þegar smellt er á myndina kemur netfang hreppssins.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. mars 2009

Iframe -veðurþjónustan komin inn.

Úrkomuspá kl 12 í dag.Mynd VÍ.
Úrkomuspá kl 12 í dag.Mynd VÍ.
Nú er Iframe veðurþjónustan komin inn aftur,en hún lá niðri vegna breytinga á vef Veðurstofu Íslands síðan á laugardagskvöld.
Nú geta lesendur Litlahjalla farið inná Veðuspá hér til vinstri og skoðað veðurspá,textaspár og eða veðurathuganir fyrir Strandir og Norðurland vestra eins og áður.
Eins á þetta að vera komið inná aðra netmiðla sem eru með þessa Iframe þjónustu.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. mars 2009

Dagskrá aðalfundar.

Dagskrá aðalfundar og málþingsins Börn og ferðalög sem haldið verður í tengslum við aðalfund Ferðamálasmtaka Vestfjarða er nú tilbúin. Hana er hægt að nálgast með því að smella hér. Fundurinn verður haldinn á Drangsnesi dagana 17. - 19. apríl. Aðalfundir FMSV færast á milli svæða innan Vestfjarðakjálkans og var haldinn á Reykhólum á síðasta ári. Drangsnes var fyrir valinu á Ströndum að þessu sinni vegna sérstaklega mikils dugnaðar við uppbyggingu ferðaþjónustu þar undanfarin ár. Dagskrá málþingsins er afar metnaðarfull en sex fyrirlesarar víðsvegar að fjalla um börn og ferðaþjónustu á Íslandi út frá mörgum hliðum. Ferðaþjónustuaðilar á Vestfjörðum og aðrir sem áhuga hafa fyrir uppbyggingu greinarinnar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í dagskránni og þeim viðburðum sem verða í boði á Drangsnesi yfir helgina.

Allar frekari upplýsingar fást hjá Sigurði Atlasyni í síma 897 6525 eða netfangi arnkatla2008@strandir.is
www.vestfirskferdamal.is
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. mars 2009

Umhverfisráðherra opnar nýja útgáfu vefs VÍ.

Nýtt merki Veðurstofu Íslands.
Nýtt merki Veðurstofu Íslands.

Umhverfisráðherra, Kolbrún Halldórsdóttir, opnaði nýja útgáfu af vef Veðurstofu Íslands í dag, á alþjóðaveðurdeginum 23. mars.

Nýja útgáfan er birtingarmynd þess að sameining Veðurstofu Íslands og Vatnamælinga Orkustofnunar er um garð gengin. Er það vel við hæfi þar sem í gær var dagur vatnsins.

Stofnunin starfar samkvæmt lögum nr. 70 frá árinu 2008 og hefur fengið nýtt merki (lógó) sem nú birtist í fyrsta sinn á vefsetri hennar. Merkið var hannað á Vinnustofu Atla Hilmarssonar.
Nánar á www.vedur.is

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. mars 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 16. til 23. mars 2009.

Mynd lögreglan.is
Mynd lögreglan.is

S.l. vika var tiltölulega óhappalítil í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum, þó urðu tvö óhöpp annað á Hólmavík, þriðjudaginn 17 mars,  þar sem um var að ræða minnihátta óhapp og ein bílvelta laugardaginn 21 mars,  á Borgarhálsi í Hrútafirði, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt, engin slys á fólki, en bifreiðin mikið skemmd.   Tveir voru teknir fyrir of hraðann akstur á Ísafirði og nágreni og einn tekinn fyrir ölvun við akstur á Patreksfirði um helgina.  Þá voru nokkrir ökumenn áminntir fyrir ljósanotkun og ástand.

Þriðjudaginn 17 mars var veðurútlit ekki gott fyrir Bolungarvík og var ákveðið að rýma húsnæði á reit 4, en sá reitur hefur hvað oftast verið rýmdur að undanförnu.  Þar voru rýmd 4 hús og íbúar þeirra húsa fengu að snú til síns heima aftur miðvikudaginn 18 mars.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Kristmundur og Kristján horfa glaðbeittir í myndavélina.12-12-2008.
  • Naustvík 11-09-2002.
  • Jón Guðbjörn og Tara við sjávarhitamælingu. Mynd Kristín Bogadóttir. 30-10-2015.
  • Teikning af nýju kaffihúsi á Norðurfirði.
  • Eyri við Íngólfsfjörð-24-07-2004.
  • Tekin grunnur 22-08-08.
Vefumsjón